Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 21

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 21
LEIKHÚSMÁL Haraldur Á Sigurðsson leikari. Kallaður Halli Á. - og skyldi ekki ruglað saman við Har- ald Björnsson, enda var sá Haraldur aldrei kallaður annað en Haraldur. Haraldur Á. Sig- urðsson var stór maður og þéttur á velli og þegar hann tróð upp gerði hann sér æv- inlega mat úr eigin þunga- vigt og á eigin kostnað; m.ö.o. hann gerði óspart grín að sjálfum sér, sem hlýtur að skapa Haraldi sérstöðu í sögu gamanleiks og spaugsemi hér á landi. Samt voru þeir fáir sem gátu kitlað hláturtaugar landans eins lipurlega og Haraldur Á. Haraldur fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1901. Hann tók sér ýmislegt íyrir hendur auk leiklistarinn- ar og sigldi ungur til Skotlands ásamt bróður sínum Walter og nam verslunarfræði í Edinborg en þar þóttu þeir bræður liðtækir í „rugby“-liði skólans. Haraldur hóf að leika með Leikfélagi Reykjavíkur árið 1923 og var einn vinsælasti gamanleikari þjóðarinnar frá þeim tíma og allt fram til ársins 1958 er hann hætti skyndilega öllum afskiptum af leiklist, þá ekki nema 57 ára gamall. Hann helgaði sig eftir það kaupsýslu, sem hann hafði reyndar stundað meðfram leik- listinni meira og minna allan sinn feril. Hann rak eigin leik- flokka í Reykjavík, Fjala- köttinn og Bláu stjörn- una, sem settu upp leik- sýningar, leikrit, revíur og kabaretta í Iðnó og Sjálfstæðishúsinu og enn þann dag í dag rifjar fólk sem komið er af léttasta skeiði upp gullöld revíunnar með saknaðarglampa í augum og í þeirri umræðu er nafn Haraldar aldrei langt undan. Haraldur Á. var í rúman aldarfjórðung eitt stærsta nafnið í íslensku leikhúslífi og með sanni eini einstaklingur- inn sem haldið gat úti rekstri leikhúss upp á eigin spýtur, án opinberrar fyrirgreiðslu. Þykir það að vonum merkilegt þegar þess er gætt að á vorum dögum eru þeir leikhús- menn á lausum kili sem gerast svo djarfir að reka leikhús fyrir eigin reikning, sífellt með eignir sínar undir hamrinum og æruna undir smásjá. Haraldur var alltaf að og skemmti um áratuga skeið á öllum sumar- skemmtunum Sjálfstæðisflokksins. Hann var ritfær vel og skrifaði gamanefni sjálfur um ljósvakans í flutningi Nínu Sveinsdóttur. Er haft fýrir satt að Haraldur hafi látið fjögurra ára dóttur sína Þórdísi frumflytja Kerlingarvísurnar um leið og þær komu úr penna hans. Flestum er Haraldur minn- isstæður fyrir samvinnu sína við vin sinn og félaga Alfreð heitinn Andrés- son gamanleikara, sem ævinlega var kallaður AIli, en saman urðu þeir Alli & Halli fýrsta tvíeyki sinnar tegundar í skemmtibransanum hér á landi, líkt og Halli & Laddi, Kaffibrúsa- karlarnir og Radíus- bræður áttu eftir að verða síðar. Haraldur var ekki ein- ungis vel kynntur sem gamanleikari og skemmti- kraftur, heldur þótti hann fádæma ljúfur og skemmti- legur maður í viðkynningu en tilsvör hans bæði á sviði og utan urðu Iandsfleyg og sum þeirra heyrast enn í dag. Einstöku tíma- skyni Haraldar á leiksviði og „ósjálf- ráðu hugmyndaflugi“ hans (spontan- eity) var viðbrugðið, einkanlega þegar hann þurfti að troða upp fyrir áhorfendur sem voru með frammíköll en slíkir áhorfendur eru á ensku kallaðir „hecklers“. Enn hefur ekki fúndist íslenskt heiti yfir þessa tegund áhorfenda og skulu þeir því í millitíðinni kallaðir „heklarar" og athæfi þeirra að „hekla“. Eitt frægasta tilsvar Haraldar kom „ósjálfrátt" (spontant) þegar hann eitt sinn átti í stappi við þrjá ölvaða heklara, sem hófu að hekla í miðju skemmtiatriði í revíu sem sýnd var í Sjálfstæðishúsinu. Heklararnir voru ungir að árum, rétt tæplega tvítugir, höfðu drukkið ótæpilega og upphófu frammíköll. Haraldur leiddi heklarana hjá sér framan af en þegar einn þeirra upphóf raust sína og kallaði: „Halli, má bjóða þér sjúss?“ - þá gat Haraldur ekki á sér setið og svaraði: „Nei, takk ómögulega. Ég drakk þegar ég var á þínum aldri en hætti þegar ég fermdist.“ Við þetta rann af heklurunum og heyrðist ekki „bofs“ frá þessu borði það sem eftir lifði kvöldsins. Haraldur Á. Sigurðsson lést 19. nóvember 1984. GRJ MUIÐ ÞID Harald Á. Sigurðsson? og samdi leikverk, revíur, kabaretta og heilu leikritin, bæði einn og í félagi við aðra, eink- anlega þó með Emil Thoroddsen tónskáldi, Tómasi Guðmundssyni skáldi og Indriða Waage leikara og leikstjóra en einnig í félagi við Bjarna Guðmundsson og Morten Ottesen. Haraldur keypti jörðina Litlu-Drageyri í Skorradal árið 1939 þar sem hann stundaði bústörf í þrjú ár, auk þess sem hann færði upp leikrit, m.a. í Borgarnesi og víðar. Eftir að Haraldur brá búi fluttist hann aftur til Reykjavíkur en á hverju ári dvaldi hann að jafnaði þrjá til fimm mánuði að Litlu- Drageyri þar sem hann skrifaði skemmtiefni og gamanvísur, m.a. annars hinar frægu Kerlingarvísur sem enn lifa góðu lífi á öld- 19

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.