Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 13

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 13
LEIKHÚSMÁL hafa í rauninni aldrei lært og orku í að rétt- læta fyrir sér og öðrum hvers vegna þeir hafa ekki lært hann. - E.t.v. er rétt að láta þess getið að hugmyndir þær um verklag og tækni, sem viðraðar hafa verið hér að fram- an, eru vitaskuld miðaðar við ákjósanleg- ustu aðstæður og hefðbundna manna- siði í leikhúsi; m.ö.o. að leikurum hafi ver- ið fengið handrit í hendur með boðleg- um fyrirvara, þ.e. ekki fáeinum dögum fyrir samlestur eða jafnvel á fyrsta sam- lestri, eins og tíðkast því miður. Merking textans og innihald Og enn segir Barkworth: „Ef þú hefur lært textann þinn áður en æfingar hófust, m.ö.o. ef þú hefur unnið þína samningsbundnu heimavinnu, leiðir af sjálfu sér að þú hefur ekki komist hjá því að fást við 'merkingu textans' og það sem að baki býr. Það má orða það þannig að þú hafir lært textann 'með því' að fást við merkingu hans. Þó er ekki út í hött að ætla að þú hafir legið yfir textanum með það fyrir augum fyrst og fremst að 'læra hann utanbókar'. En til þess arna, hefurðu óhjákvæmilega þurft að þræla í gegnum sömu setningarnar aftur og aftur, þar til textinn, orðin, hugsunin og merking- in hefur smám saman síast inn og að ein- hverju leyti fest rætur í undirmeðvitundinni. Þú hefur varla komist hjá því að öðlast lág- marksskilning og ef að líkum lætur fengið sæmilega nothæfar hugmyndir um útfærslu einstakra atriða og látið þér detta í hug leiðir til túlkunar og fleira í sama dúr. í sem skemmstu máli: þú mætir á æfingu betur undirbúinn en ella, ekki síst vegna þess að þú ert búinn að gera þér hugmyndir um það hvernig þú vilt leika hlutverkið.“ Heimavinna til einskis? Margir gera sér miklar áhyggjur af því að öll slík heimavinna sé unnin fyrir gýg vegna þess einfaldlega að hún gæti reynst úr takti við það sem gert verður á næstu æfingu eða upp á kant við það sem leikstjórinn hefur hugsað sér. Þessar áhyggjur eru yfirleitt alveg óþarfar, því ég hef nefnilega komist að því að ef leik- stjórinn er ekki alveg sammála því sem ég hef lagt til grundvallar heimavinnunni, þá er vandalaust að hætta við, endurskoða eða breyta; það er ekki eins og heimavinnan hafi sest að í hugskoti manns til eilífðar eins og einhver hættuleg veira sem smitar út frá sér og skemmir allar aðrar hugmyndir sem ekki ríma. Heimavinnan er sá þáttur í starfi leik- arans sem er „ósýnilegur" ef svo má segja. Leikarinn vinnur heimavinnuna sína yfirleitt í einrúmi og slík heimavinna skilar sér oftar en ekki - en árangur- inn getur líka virst „ósýnilegur". Leikari getur líka hæglega haldið því fram að hann hafi sinnt tiltek- inni heimavinnu sem enginn annar getur með nokkru móti komið auga á að hafi verið innt af hendi - en það er heldur eng- inn í aðstöðu til að véfengja að hún hafi í raun verið innt af hendi! Hvenœr er leik- arinn að vinna „í alvöru“? Þegar ég hóf ungur störf í leikhúsi vakti það strax athygli mína og furðu að í vissum leikhúskreðsum þótti það „plebba- háttur" að læra textann sinn, áður en maður fékk stöðurnar sínar. Þetta viðhorf hefur reynst nokkuð lífseigt í íslensku leikhúsi, því enn þann dag í dag virðast furðu margir á því að það sé hálfgerður „dilletantismi" að læra textann fyrirfram (eða jafnvel að hafa hann alveg orðréttan fyrr en á gener- alprufu). Þá þykir það einnig afar ófínt að gera sér hug- myndir um það 'fýrirfram' hvernig túlka eigi hlutverkið. Menn þykja þó fyrst verulega „vúlger“ þegar upp um það kemst að þeir hafa verið að „vinna í karakternum" heima hjá sér, eins og það er kallað, sem þýðir að þeir hafa verið að „búa eitthvað til“, sem er fúsk, í stað þess að láta 'það' koma innanfrá, ofanfrá, neð- an - eða aftanfrá, sem af mörgum er álitið vera hið listræna háttalag leikara við persónusköpun. Árangurinn af þessum tilgerðarlega fyrir- slætti er helst sá að leikarar hafa góða, gilda og mjög göfuga afsökun fyrir því að vinna aldrei heimavinnuna sína og einnig að taka því heldur rólega á æfingum (m.ö.o. drepa tím- ann) meðan þeir bíða eftir því að ^itthvað 'komi' eða 'gerist' (að innan, ofan, neðan eða aftan; allt eftir atvikum). Getur verið skaðlegt að lœra textann ofsnemma? Þeir sem hafa verið mér hjartanlega sam- mála um gildi þess að læra textann hafa í leiðinni skýrt mér frá því hvernig það hefur ævinlega orðið þeim til trafala ef þeir lærðu textann 'of snemma' og beinlínis reynst þeim skaðlegt ef þeir lærðu hann fyrirfram „eins og páfagaukar". Skaðsemin felst að sögn í því að leikari sem lærir textann fyrir- fram hneigist til þess að „festa“ ákveðinn tón sem hann tileinkar sér ómeðvitað um leið og hann lærir textann utanbókar: eins konar „páfagauks-tón“, sem ku vera ómögu- legt að losna við og fylgir leikaranum allt æfingatímabilið alveg fram að frumsýningu. Það hefur hins vegar komið á daginn, þegar gengið hefur verið eftir því við þessa sömu aðila hvenær þeir síðast gerðu tilraun með að læra textann fyrirfram, að þeir hafa, þeg- ar allt kemur til alls, aldrei gert það og þekkja engan sem hefur gert það. Vinnufriður ogfrelsi til sköpunar Barkworth: „Einn af fjölmörgum kostum þess að vera textanum kunnugur í upphafi æfmgatímans er sá að þér gefst tími og tæki- færi strax á fyrstu æfingu til að einbeita þér að þeim ótalmörgu þáttum er grunnvinna persónunnar krefst; tími sem annars færi í að riíja upp textann. Þér gefst aukið rými til að vinna út stöður o.þ.h. og leggja á það raunhæft mat hvort þú og leikstjórinn haf- ið í sameiningu verið að leggja persónunni til atferli sem gengur upp, því stöður, hreyfmgar og athafnir á sviðinu eru oftast nær það fyrsta sem leikstjóri vinnur með leikhópnum, og það hvar eða hvernig þú situr, stendur eða hreyfir þig, er jafn líklegt og hvað annað til að hafa róttæk áhrif á end- anlega túlkun þína. Ef þú kannt textann get- urðu leyft þér þann munað á æfingum að skoða - horfa, í stað þess að vera með andlit- ið á kafi ofan í handritinu. Það er ómetanlegt frelsi. Það er ekki einungis að þú fáir fýrr tilfmningu fyrir öllu því sem markvert er að gerast í kringum þig í senunni, heldur ert þú í að- stöðu til að sjá það og skoða það.“ Sjálfsagi og skipulagning heimavinnu Stundum heyri ég sagt eitthvað á þessa leið: „En ég er svo lengi að læra texta, ég þarf svo langan tíma.“ Þeim sem eiga erfitt með að leggja texta á minnið, skal bent á að lausnin Leikarar hafa góða, gilda og mjög göfuga afsökun fyrir því að vinna aldrei heimavinnuna sína. 11

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.