Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Leikhúsmál - 01.12.1995, Blaðsíða 10
MYLSNA Hentugasta og ódýrasta aðferðin til að panta sér erlendar leikhúsbækur er að eiga bein viðskipti við eina öflugustu leik- húsbóksölu í heiminum „Samuel French's" sem hefur útibú í Lundúnum, New York, Los Angeles og Toronto i Kanada. En heimilisfang, simanúmer og faxnúmer Lundúna-útibús French's er sem hér segir: Samuel French's, Theatre- Bookshop; 57 Fitzroy Street, W1P - 6JR. London; Tel: (071) 387-9373 - Fax: (071)- 387-2161. Opið mán. til fös. kl. 09:30-17:30. Reynsla okkar sem höfum verið i sam- bandi við French's í gegnum tíðina er undantekningarlaust prýðileg; þeir eru reiðubúnir að útvega hvert það rit sem óskað er eftir, svo framarlega sem upp- lagið er ekki á þrotum eða komið úr um- ferð og endurútgáfa ekki í sjónmáli. Þeir hjá French's eiga viðskipti við alla bókaút- gefendur sem einhverju máli ná í Banda- rikjunum, á Bretlandi og í Kanada og víð- ar og kappkosta að þjóna viðskiptavinin- um hratt og vel. Dæmi eru til um að bók hafi verið pöntuð héðan frá íslandi á mánudegi, símleiðis eða með faxi, og ver- ið komin I póstútibú hér í höfuðborginni tveim til þrem dögum siðar og aldrei höf- um við þurft að bíða lengur en tiu daga eftir bókasendingu frá fyrirtækinu. Þess skal getið að French's útvegar einnig áhrifahljóð fyrir leiksýningar. Efeinhverjir lesendur Leikhúsmála luma á upplýsingum um hvernig nálgast megi leikhústengdar bókmenntir úr öðrum heimshornum væri vel þegið ef haft yrði samband við ritnefnd eða skrifstofu Gísla Rúnars Jónssonar, s. 588 2545 sem jafn- framt er fax. SIGRÚN VALBERGSDÓTTIR Leiklistarþing í gæslu vopnaðra varða Frá heimsþingi ITI (Alþjóða leikhúsmálastofnunarinnar) í Caracas, Venesúela íjúní sl. ann 24. júní sl. hófst heimsþing ITI í Venesúela. Mikil þátttaka var í þing- inu, enda eiga 92 lönd aðild að stofn- uninni. Þarna voru um 400 manns alls staðar að úr heiminum. 15 bekkjum úr leildistarskólum hvaðanæva að hafði verið boðið að taka þátt í leiksmiðju í vinnu við Blóðbrullaup Garcia Lorca og voru þau u.þ.b. að ljúka því er þingið hófst. Fyrir Islands hönd sátu þingið Ólafur Hauk- ur Símonarson, Helga Hjörvar, Úlfur Hjörvar og undirrit- uð. Þegar komið var til Venesúela kom í ljós að hótelið, sem hýsa skyldi þing- heim, var 50 km fyrir austan höfuðborgina Caracas. Frá flugvellinum var ekið í bíl með dökkum, skotheldum rúðum undir leiðsögn öryggisgæslumanns. Það var rætt um ótryggt stjórnmálaástand og fallvalt gengi myntar- innar Boleras. Hins vegar værum við í góð- um höndum, því 400 þinggesta væri gætt af 300 öryggisgæslumönnum. Það væri Iíka eins gott að halda sig í augsýn þeirra og það skyldum við gera. Ef einhver færi út fyrir landamörk hótelsins væri það á eigin ábyrgð og yfirleitt mjög hættulegt. Öryggisverðir fýlgdust með gestum að herbergisdyrum, þrömmuðu síðan fram og aftur um gangana og fylgdust aftur með þegar herbergið var yf- irgefið og viðkomandi hvarf inn í lyftuna. Hræðsluáróðurinn hafði þau áhrif að fólki var illa við að yfirgefa hótelið fyrsta kastið. Við fyrstu sjálfstæðu gönguferðina í gegnum lítið þorp í nágrenninu leið manni eins og ljónabráð í frumskógum Afríku. Maður leit ekki framan í nokkurn mann og var tilbúinn að mæta örlögum sínum við hvert fótmál. En ljónin létu á sér standa, enda hábjartur dagur og menn yfirleitt að bíða eftir strætó eftir hádegismatinn og höfðu engan sýnilegan áhuga á fölleitum Norðurlandabúum í könnunarleiðangri. Þeir sem stóðu fýrir þinginu fræddu okkur ekki mikið um land og þjóð. Tvisvar sinnum var öllum smalað upp í rútu og ekið inn í Caracas. I annað skiptið var okkur var sýnt listaverkasafn, en í hitt skiptið var boðið upp á leiksýningu í Þjóðleikhúsinu. I bæði skiptin var okkur ráðlagt að halda hópinn og yfirgefa ekki svæðið, það gæti haft ófýrirsjá- anlegar afleiðingar. Sennilega var þetta ekki ósvipað og að vera í einangrunar- búðum, hugsaði ég einhvern tíma, bara lúxusinn skildi á milli. Ef til vill átti maður heldur ekki að taka allt trúanlegt sem manni væri sagt um hætturnar. En svona er maður nú einu sinni alinn upp: Að trúa og treysta fólki. Aðrar þjóðir, aðrir siðir. Svo lengi lærir sem lifir. Hins vegar var þingið sjálft ágætlega heppnað. Það var innihaldsríkt og tekist á um mikilvæg málefni sem varða leiklistar- samstarfið í heiminum. Norrænu þjóðirnar höfðu sig mjög í frammi og fluttu tillögu sem hnígur að endurskipulagningu samtak- anna, sem eftir töluvert orðaskak var sam- þykkt naumlega. Aðalstarfsemi ITI fer fram í 8 nefndum sem starfa á milli þinga (t.d. leikskáld, út- gáfumál, leiklistarnám, dans, ópera o.fl.). Allar nefndirnar lögðu fram áætlanir um viðamikið starf næstu tvö árin, þar sem effit verður til leiklistarhátíða undir margháttuð- um formerkjum (t.d. Bonner Biennale: Ný evrópsk leikritun, Minsk: Söguleg leikritun á okkar tímum); ýmis málþing verða um allt milli himins og jarðar, útgáfumál verða öfl- ugri en nokkru sinni fyrr, ýtt verður undir kynningar á leikritum frá fámennum mál- svæðum o.fl. o.fl. Nefndirnar kjósa sér stjórn og má geta þess að Ólafur Haukur Símonar- son var kjörinn varaforseti leikskáldanefhd- arinnar. I suðuramerískum hita: Ólalur Haukur, Úlfur Hjörvar og Sigrún. 8

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.