Fréttablaðið - 16.12.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 16.12.2022, Síða 8
Allt hefur það einkennst af fúski og frændhygli. Jón Þórisson, forstjóri Torgs Gjafakort í Bæjarbíó er góð gjöf Öllum gjafabréfum 15.000 kr og hærri fylgja 2 frídrykkir Gerum tilboð í stærri fyrirtækja pantanir á gjafakort@bbio.is Allar nánari upplýsingar í síma 665-0901 Í HJARTA HAFNARFJARÐAR lovisa@frettabladid.is SAMFÉLAG Ákveðið var í gær að neyðarskýlin verði opin í allan dag en spáð hefur verið miklum kulda. Í tilkynningu frá borginni kom fram að neyðaráætlun hefði verið virkjuð og að samkvæmt henni væru skýlin opin allan sólarhringinn þegar veðurskilyrði eru á þann veg að ein- staklingum sé hætt við ofkælingu eða alvarlegum slysum. „Það er mjög mikilvægt að við séum ekki að auka á vanda fólks með því að gera ekki neitt,“ segir Heiða og bendir þó á að ríkið hafi stigið inn og fjármagnað neyslurýmið Ylju sem hefur verið starfandi á árinu, en það er fyrsta opinbera neyslurýmið sem er tilraunaverkefni í eitt ár. Það er nú sprungið að sögn deildarstjóra Rauða krossins sem rekur verkefnið. „Við erum mjög þakklát fyrir að þau komu inn í verkefnið og það var mikilvægt að þau sem bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustu tækju það að sér. Þetta er eitthvað sem við unnum að í langan tíma og þarf að halda áfram að vinna að,“ segir Heiða en samn- ingurinn rennur út í mars og rýmið er í raun bara bíll. „Nú er samtalið um það hvernig þetta á að vera ef við ætlum að halda áfram. Þörfin er greinileg og örygg- ið meira og smitum og veikindum hefur fækkað.“ n Neyðarskýlin opin í allan dag Kuldinn getur verið hættu- legur heimilis- lausu fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Spurningar vakna um jafn- ræði vegna úthlutunar ríkis- styrks til fjölmiðlunar eftir staðsetningu. Forstjóri Torgs telur úthlutunina ólögmæta. bth@frettabladid.is ALÞINGI „Fyrst og fremst er maður sleginn yfir því hvernig þetta mál ber að og hvernig haldið hefur verið á því af hálfu fjárlaganefndar og Alþingis. Allt hefur það einkennst af fúski og frændhygli,“ segir Jón Þórisson, forstjóri fjölmiðlasam- steypu Torgs. Vandræðagangur hefur orðið á framgangi ráðstöfunar 100 millj- óna króna ríkisstyrks frá Alþingi eftir umsókn N4 á Akureyri um fjárstuðning. Fjárlaganefnd hefur nú falið ráðherra að útfæra greiðsl- urnar en ef skilyrt verður áfram að féð fari til fyrirtækja úti á landi spyr það spurninga um jafnræði. „Það er áleitið að með þessu ráðslagi sé brotinn réttur á öðrum einkareknum miðlum. Við lítum svo á að þetta fyrirkomulag fari gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár og gangi að auki í berhögg við fjór- frelsisákvæði EES-samningsins og sé þar með ólögmætt. Gangi þetta eftir munum við því leita réttar okkar og ég býst við að aðrir miðlar sem beittir eru þessum órétti íhugi það sama,“ segir Jón. Fjórfrelsið vísar til frjáls f læðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns og er grundvöllur innri markaðar ESB og EES. Hafsteinn Dan Krist- jánsson, sérfræðingur í Evrópu- rétti, segist ekki hafa skoðað þetta tiltekna mál en ef upp komi vafamál sé fyrsta skref að kanna lögmæti úthlutunarinnar, hvort sérstakar ríkisstyrkjareglur eigi við, hvaða skilyrði séu fyrir ríkisstuðningnum. „Ef upp koma deilur enda svona mál yfirleitt hjá ESA sem úrskurðar,“ segir Hafsteinn Dan. Þá hefur vakið athygli að María Björk Ingvadóttir, framkvæmda- stjóri N4 sem sótti um styrkinn til fjárlaganefndar, er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar í meiri- hluta fjárlaganefndar sem þó vék ekki sæti þegar hann studdi styrk- veitinguna. María Björk sagðist upptekin í gær þegar Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisf lokksins, segist and- vígur því að beinir ríkisstyrkir séu veittir til sjálfstæðra fjölmiðla. „Ég lít svo á sem meginvandinn í þessu máli sé Ríkisútvarpið. Á meðan menn jafna ekki leikinn milli Ríkisútvarpsins og einka- rekinna fjölmiðla erum við með ólíðandi stöðu,“ segir Óli Björn. Þingmaðurinn segir að fjölmiðill sem þiggi ríkisstyrk verði þar með háður fjárveitingarvaldi þingsins. „RÚV nýtur margvíslegra for- réttinda er kemur að peningalegu umhverfi og þetta ástand hefur leitt til ríkisstyrkja sem ég er á móti. Ég vil að tekið verði á sjálfu höfuð- meininu, sem er ójöfn samkeppni sjálfstæðra einkarekinna fjölmiðla við ríkisrekinn fjölmiðil.“ Tekið skal fram að Fréttablaðið er í eigu Torgs. n Boðar kærumál vegna landsbyggðarstyrkjamáls Stefán Vagn Stefánsson vék ekki sæti þegar styrkveitingin var afgreidd þrátt fyrir vensl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kristinnhaukur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Brú yfir Molotjna er stór- skemmd eftir sprengjuárás Úkraínu- manna. Þetta er ein af fjölmörgum árásum sem Úkraínumenn hafa gert við borgina Melítopol, í Saporísja- héraði, sem Rússar hertóku í mars síðastliðnum. Árásirnar eru taldar bera merki þess að Úkraínumenn opni þriðju víglínuna. Eftir að Kherson-borg féll þeim í skaut sækja þeir einnig fram við borgina Kreminna í Lúhansk- héraði en Rússar sækja enn að Bak- mút í Donetsk. Takist Úkraínumönnum að ná Melítopol fá þeir aðgang að Asovs- hafi, austan við Krím. Einnig myndu þeir ná að loka á mikilvæga birgða- flutningaleið Rússa til suðurhluta Kherson-héraðs, sem þeir stjórna enn, og Krímskaga, sem var hertek- inn árið 2014. Myndi þetta gera sókn inn í þessi svæði fýsilegri á komandi mánuðum. Hins vegar hefur varnarmála- ráðherra Úkraínu, Oleksí Resníkov, varað við því að Rússar hugi á stór- sókn á komandi ári, í febrúar eða jafnvel janúar. Ætli Pútín að nota um helming þeirra 300 þúsund nýliða sem eru í hernum til þess að bera hana uppi. Sagði hann ekki hvar hann byggist við því að þessi stór- sókn myndi gerast. Á sama tíma eru Rússar einnig að reyna að fá f lugskeyti frá Íran, en þeirra eigið forðabúr er ört að klárast eftir langvarandi árásir á inn- viði og almenna borgara í Úkraínu. Hefur Pútín heitið klerkastjórninni „ómældri hernaðaraðstoð“ í staðinn en ekki er vitað hvað í því felst. Bandaríkjamenn ætla hins vegar að útvega Úkraínumönnum svo- kallað Patriot-loftvarnarkerfi, sem talið er það besta í heiminum. En Bandaríkjamenn hafa þegar látið Ísraelsmenn hafa slíkt kerfi til að verjast skeytum frá Palestínu. Úkra- ínumenn hafa lengi óskað eftir Pat- riot-kerfinu. n Úkraínumenn undirbúa árás á Melítopol Oleksí Resníkov, varnarmálaráð- herra Úkraínu 6 Fréttir 16. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.