Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 28
Ég er sérstaklega glaður yfir að vera að bæta minni sögu við sögu hússins sem er næstelsta hús við Lauga- veginn og ekki síður yfir að hafa fært líf inn í það á ný. Mér finnst einstak- lega gaman þegar fólk kaupir sér ísinn okkar í fyrsta sinn, smakkar og kemur svo aftur nokkrum mínút- um síðar til að fá sér meira. Sæta húsið á Laugavegi 6 hefur þegar fest sig í sessi sem uppáhaldsísbúð margra síðan þar var opnað í maí 2021. Auk þess að bjóða upp á ís er hægt að fá vel úti- látinn morgunverð og úrval af kaffi og öðrum heitum drykkjum. Mateusz Przemyslaw Niewiara, eigandi Sæta hússins, segir það hafa komið sér á óvart hvað Íslendingar eru æstir í ís, meira að segja í vetrarhörkum. Mateusz kom til Íslands frá Póllandi fyrir sex árum með próf úr veitingaskóla upp á vasann og löngun til að búa á Íslandi. Eftir að hafa gegnt ýmsum störfum í veit- ingageiranum ákvað hann að prófa að opna ísbúð þó að hann hefði aldrei séð fyrir sér að það ætti fyrir honum að liggja. „Ég vissi frá unga aldri að það væru örlög mín að gefa fólki að borða,“ segir Mateusz en bætir við: „En mér datt aldrei í hug að ég ætti eftir að reka ísbúð. Draumur minn hefur alltaf verið að eiga og reka minn eigin veitingastað eða kaffi- hús og ég endaði með ísbúð sem er líka kaffihús svo draumurinn hefur ræst.“ Sæta húsið og sögulega Mateusz opnaði Sæta húsið 13. maí 2021 og segir nafnið koma frá staðnum sjálfum, gamla húsinu að Laugavegi 6, sem hann kallaði alltaf sæta húsið með sjálfum sér. „Ég elskaði þetta hús frá fyrstu sýn og stóðst ekki freistinguna að kalla ísbúðina þessu nafni,“ segir hann og þau sem hafa séð húsið hljóta að taka undir enda er það einstaklega krúttlegt, fyrir utan hvað staðsetningin er sérstaklega góð. „Ég gekk iðulega fram hjá þessu húsi og það stóð alltaf tómt. Þetta gamla, fallega hús í miðjum mið- bænum í Reykjavík. Ég skildi aldrei hvernig það gat eiginlega verið og þegar mér datt í hug að opna ísbúð sá ég strax að þetta væri fullkomið hús fyrir slíka starfsemi.“ Húsið á sér langa sögu, var byggt árið 1871 og hefur staðið við Laugaveginn síðan. Það hefur hýst margvíslega starfsemi og meðal annars var lítið kaffihús opnað þar árið 1920 sem varð meðal annars griðastaður skálda og listamanna. Það var ekki hvað síst sagan sem dró Mateusz að húsinu. „Ég er sérstaklega glaður yfir að vera að bæta minni sögu við sögu hússins sem er næstelsta hús við Laugaveginn og ekki síður yfir að hafa fært líf inn í það á ný.“ Sæta húsið brátt í Kópavogi Mateusz segir reksturinn ekki alltaf hafa verið auðveldan enda var Sæta húsið opnað í miðjum heims- faraldri. „Það var á köflum erfitt, sérstaklega í byrjun,“ viðurkennir hann en bætir við að síðan hafi allt verið upp á við. „Já, það gengur allt miklu betur núna og var mjög gott í sumar. Ég ætla að bæta við öðru Sætu húsi í Kópavogi bráðlega.“ Ísrúllur falla í kramið Sæta húsið var fyrst til að bjóða upp á hinn vinsæla ísrétt ísrúllur hér á landi en hann er upprunninn í Taílandi og er mjög þéttur ís sem er búinn til á staðnum á kaldri málmplötu, síðan er honum rúllað upp eins og pönnuköku og má svo setja ávexti, sósur og fleira með. Ísrúllur njóta mikilla vinsælda um allan heim. „Það sem gerir ísrúllurnar ein- stakar er að ísinn er búinn til frá grunni í hvert sinn. Þannig að fólk getur komið með sínar eigin bragð- hugmyndir og við gerum okkar besta til að uppfylla þær. Ég er stoltur af því að hafa kynnt þessa nýjung fyrir Íslendingum og langar auk þess að geta þess að allur ísinn okkar er gerður úr hreinum, íslenskum 36% feitum rjóma.“ Og þá er hann ekki síður glaður þegar ísinn fellur í kramið. „Mér finnst einstaklega gaman þegar fólk kaupir sér ísinn okkar í fyrsta sinn, smakkar og kemur svo aftur nokkrum mínútum síðar til að fá sér meira. Við seljum líka gjafakort sem eru mjög skemmti- leg gjöf fyrir krakka sem finnst ekki síður gaman að sjá okkur búa ísinn til eftir kúnstarinnar reglum en að borða hann svo á eftir.“ Mateusz finnst Íslendingar mjög duglegir að kaupa og borða ís, jafn- vel í frosti og snjó. „Í fyrra var Covid svo ég fékk ekki nægilega skýra mynd af neysluvenjum Íslendinga kringum ís en núna seljum við mikið af ís þó svo komið sé frost og vetur.“ Hann segir að á kaffihúsinu sé ekki bara hægt að fá fjölbreytta ísrétti heldur ýmiss konar aðrar veitingar. „Við erum til dæmis með búbbluvöfflur, bæði sætar og líka ósætar með ýmsu áleggi. Við opnum klukkan átta á hverjum morgni og eru með vel útilátinn morgunverð, við erum líka með úrval af heitum drykkjum og gerum gott kaffi, líka koffein- laust fyrir þau sem það kjósa. Svo erum við með gómsætar kökur og sitthvað fleira og auðvitað vegan valkosti,“ segir Mateusz sem tekur á móti gestum í sæta Sæta húsinu neðst á Laugaveginum milli átta á morgnana og tíu á kvöldin. Nánari upplýsingar á saetahusid.is Fyrst til að bjóða upp á ísrúllur á Íslandi Sæta húsið bauð fyrst upp á ísrúllur sem er ísréttur úr ís sem er búinn til á staðnum og stundinni.Húsið er næstelsta húsið við Laugaveginn og hefur hýst fjölbreytta starfsemi, meðal annars var þar rekið kaffihús árin 1920–1928. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mateusz óraði aldrei fyrir því að hann myndi opna ísbúð á Íslandi en hann er alsæll með velgengni Sæta hússins. 8 kynningarblað 16. desember 2022 FÖSTUDAGURÍS OG ÍSBÚÐIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.