Fréttablaðið - 16.12.2022, Page 29

Fréttablaðið - 16.12.2022, Page 29
19. desember mánudagur n Hips Don’t Lie með Nadiu kl. 18.30 Kramhúsið Stressið á það til að safnast saman í mjöðmunum. Komdu í mýkjandi útrásartíma sem gefur sól í hjarta. n Jólagjafainnpökkunar­ námskeið kl. 19.00 Samtökunum ’78, Suðurgötu 3 Tilvalið að koma með jóla- gjafirnar og pakka þeim inn til að spara sér tíma í jólaösinni. Komið með eigin skæri. Borðar, maskínupappír og fleira skraut í boði. 20. desember þriðjudagur n Jólatónleikar Heimilistóna – aukatónleikar kl. 21.00 Hús Máls og menningar Þær Elva Ósk, Katla Margrét, Ólafía Hrönn og Vigdís flytja frumsamin jólalög af plötunni Rugl góð jólalög, ásamt fleiri góðum lögum sveitarinnar. 21. desember miðvikudagur n Búbblur og Beyoncé kl. 19.30 Kramhúsið Freyðivínstími við femínískan fagurgala. Fátt jólalegra. Kenn- ari er Sólveig Ásgeirsdóttir. n JólaHVAÐ! – Grinchmas kl. 20.00 Gaukurinn Jóladiss, -fuss og -hnuss. Skemmtikraftar reyta af sér spjarirnar og fremja alls kyns holdkúnstir. Fáðu frið frá jóla- börnum á öllum aldri eina heita kvöldstund. 22. desember fimmtudagur n Jólabarsvar kl. 21.00 Lebowskibar Verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin auk jóla- peysuverðlauna. Hvað er um að vera í næstu viku? Fyrsti jólasveininn af þrettán kom til byggða aðfaranótt mánudags- ins síðastliðins og sjá mátti marga skó í gluggum íslenskra heimila á sunnudagskvöldið. En hvaðan ætli þessi siður komi og af hverju eru jólasveinarnir þrettán? Íslensku jólasveinarnir eru upprunalega jólavættir af trölla- kyni og voru upphaflega notaðir til að hræða börn síðustu dagana fyrir jól. Grýla og Leppalúði eru foreldrar þeirra og jólakötturinn húsdýrið þeirra. Á 20. öldinni breyttust sveinarnir úr skítugum lopalúðum og runnu saman við hinn alþjóðlega jólasvein og í dag eru þeir ekki sömu ógurlegu tröllin eins og þeim er upphaflega lýst. Ef til vill fengu þeir sturtu og þvottavél í hellinn. Hugmyndir um útlit jóla- sveinanna hafa verið breytilegar í aldanna rás. Í fyrstu er þeim líkt við tröll. Lýsingin á þeim var sú að þeir væru klofnir upp í háls, með klær fyrir fingur, kringlótta fætur og engar tær. Þeir voru sagðir illir að eðlisfari og líkir púkum og lifðu mest á blótsyrðum manna og óvönduðum munnsöfnuði. Talað var um að þeir væru rógsamir og þjófóttir, sérstaklega á börn. Síðar Snyrtilegri sveinar í tímans rás urðu þeir líkari mannsmynd en stórir, ljótir og luralegir. Smátt og smátt tóku þeir þó á sig eðlilegri mannsmynd og líklegt er að myndir Tryggva Magnússonar við jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum endur- spegli svo til hugmyndir manna um þá á þessu síðasta skeiði. Í því kvæði eru þeir þrettán taldir upp sem heimsækja börn og gefa í skóinn. Þeir verða vinir barnanna, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja sögur sem þeir hefðu aldrei gert hér áður fyrr. Kaup- mannsstéttin hefur væntanlega beint og óbeint stuðlað mjög að þessu með því að nota þá í jólaauglýsingum að erlendri fyrir- mynd. Þessi þróun hófst fyrst í bæjum, en miklu seinna í sveitum. Að gefa gott í skóinn er það sem hefur gert jólasveinana vinsæla hjá yngri kynslóðinni en dæmi eru þó um að hinir fullorðnu reyni líka að fá gott í skóinn. n Late Night Fiesta Eldhúsið okkar er opið til miðnættis föstudaga og laugardaga treslocos.is Þessir láta sjá sig í Árbæjarsafni fyrir jólin. MYND/AÐSEND Gamla góða Grýla Nafn Grýlu kemur fyrst fram í Snorra-Eddu þar sem taldar eru upp tröllkonur: Skal ek trollkvenna telja heiti: Gríðr ok Gnissa, Grýla, Brýja, Glumra, Geitla, Gríma ok Bakrauf, Guma Gestilja, Grottintanna. Einnig er til hellingur af Grýlu- kvæðum og þau elstu eru talin vera frá 13. öld. Þá má einnig nefna Grýluvísu sem sem varðveitt er í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar sem Loftur Pálsson kvað rétt fyrir Breiðabólsstaðabardaga í Fljótshlíð árið 1221. Vísa Lofts hljóðar svo: Hér fer Grýla í garð ofan og hefr á sér hala fimmtán. n Skrítin staðreynd vikunnar ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 16. desember 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.