Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR GESTSSON,
Gaflari, brandarakarl og
þúsundþjalasmiður,
lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi
fimmtudaginn 21. júlí eftir langvarandi
baráttu við illvígan heilasjúkdóm.
Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
miðvikudaginn 10. ágúst klukkan 15.
Magnea Sturludóttir
Aníta Estíva Harðardóttir Óttar Ingólfsson
Andrea Fanney Harðardóttir Jóhannes Már Þórisson
Aron Bjarki Harðarson Íris Harpa Jóhannesdóttir
Alexander Logi Harðarson Margrét Bára Þorleifsdóttir
og barnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýju við andlát og útför
elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÁRNÝJAR ELSU TÓMASDÓTTUR
frá Hábæ í Þykkvabæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir góða umönnun.
Ágústa Valdimarsdóttir Gunnar Steinþórsson
Guðbjörg K. Valdimarsdóttir
Jón Óskar Valdimarsson
Thelma D. Valdimarsdóttir Haukur Ægir Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐNÝ EYGLÓ GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði 22. júlí í faðmi
fjölskyldunnar. Útförin hefur farið fram.
Aðstandendur þakka starfsfólki
Bylgjuhrauns góða umönnun síðastliðin ár.
Sigrún Júdit Guðlaugsdóttir
Einar Þór Guðlaugsson
Guðmundur Kr. Guðlaugss. Helga Kr. Árnadóttir
Hildigunnur Guðlaugsdóttir Björgvin Gunnarsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær faðir okkar,
BJÖRGVIN ALEXANDERSSON
frá Suðureyri við Súgandafjörð,
Ljósheimum 20,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn
29. júlí í faðmi fjölskyldu. Útför fer fram í
Guðríðarkirkju Grafarholti fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 13.
Jóhann Þór Björgvinsson
Sandra M. Björgvinsdóttir
Anna Rós Björgvinsdóttir
Faðir okkar,
GÍSLI ARNÓR VÍKINGSSON,
sem lést mánudaginn 18. júlí, verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn
12. ágúst klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ögmundur Viðar Rúnarsson Ingibjörg Helga Gísladóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞORGERÐUR DAGBJARTSDÓTTIR,
Lambhaga 13, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
fimmtudaginn 28. júlí.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn 8. ágúst
klukkan 15.
Páll Bergsson
Dagrún Pálsdóttir Kristján Karl Heiðberg
Bergur Pálsson Sigrún Þorkelsdóttir
Baldur Pálsson Svava Steingrímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
HÓLMSTEINN SIGURÐSSON
viðskiptafræðingur,
Strýtuseli 11,
lést á Hrafnistu Sléttuvegi miðvikudaginn
27. júlí. Útför hans fer fram frá Seljakirkju
fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 13.
Guðný Pétursdóttir
Pétur Hólmsteinsson
Edda S. Hólmsteinsdóttir
Heimir Skúli Guðmundsson Sigrún María Kvaran
✝
Jón Haukur Jó-
hannesson
fæddist 17. sept-
ember 1936 í Fram-
nesi í Kelduhverfi.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akureyrar
þann 23. júlí 2022.
Foreldrar hans
voru Jóhannes
Jónsson, f. 18.
ágúst 1899 í
Glaumbæ í Reykja-
dal, d. 13. júlí 1979 á Húsavík og
Þuríður Sigurgeirsdóttir, f. 15.
desember 1900 á Hóli í Keldu-
hverfi, d. 19. febrúar 1976. Þau
bjuggu í Framnesi Kelduhverfi.
Systir Hauks var Ingibjörg Jó-
hannesdóttir, húsfreyja á Syðri-
Bakka, síðar Kópaskeri, f. í
Keldunesi 19. júní 1935. Sam-
býlismaður hennar var Egill
Stefánsson, f. 13.desember 1923,
d. 8. júní 1999. Þau bjuggu á
Syðri-Bakka. Þeirra börn eru
Eyrún, Jóhannes Haukur, d.
1973 og Egill.
Haukur stofnaði til sambúðar
dóttir, f. 3. mars 1955 í Reykja-
vík, eiginmaður hennar er Viðar
Sigurðsson, f. 25. október 1947,
þeirra synir eru Bjartur og Elv-
ar. Sonur Elínar er Ásmundur.
Barnabörnin eru fimm. 2) Már
Eyfjörð Höskuldsson, f. 14. maí
1957 í Reykjavík, eiginkona
hans er Erla Vilborg Hreið-
arsdóttir, f. 26. mars 1954,
þeirra börn eru fimm: Linda,
Hreiðar, Lilja Hrund, Þóra
Bryndís og Hilmar. Barnabörn-
in eru tíu.
Haukur vann ýmis störf á sín-
um yngri árum, á vertíðum og
við keyrslu, en gekk svo til liðs
við foreldra sína við búskapinn.
Haukur og Lilja bjuggu áfram í
Framnesi með sauðfjárbúskap
eftir fráfall foreldra Hauks þar
til riðuveiki sló sér niður í hér-
aðinu 1986 og þau brugðu búi.
Þau fluttu til Húsavíkur tveimur
árum síðar, Lilja vann á Sjúkra-
húsinu á Húsavík og Haukur var
verkamaður við Fiskiðjusamlag
Húsavíkur til starfsloka.Eftir að
þau skildu flutti Lilja til Ak-
ureyrar 2007 en hún lést 6. júní
2008 og það sama ár flutti Hauk-
ur einnig til Akureyrar og þar
bjó hann síðustu fjórtán árin í
Lindasíðu.
Útför hans fór fram í kyrrþey
að hans ósk.
við Lilju Guðlaugs-
dóttur, f. 21. júlí
1937, d. 6. júní
2008. Þau slitu sam-
búð 2007. Dætur
þeirra eru 1) Hildur
Hauksdóttir, f. 4.
nóvember 1969,
hjúkrunarfræð-
ingur á Akureyri,
hennar dætur eru
Ragnhildur Sól, f.
20. desember 2003
og Brynhildur Sól, f. 20. sept-
ember 2006. Faðir þeirra er
Guðmundur Rúnar Helgason, f.
23. september 1970. .Sambúð
slitið. 2) Erna Hauksdóttir, f. 8.
nóvember 1972, sjúkraliði á Ak-
ureyri. Dætur hennar eru a)
Brynja Dögg, f. 28. október
1993, faðir hennar er Sigurpáll
Ísfjörð Aðalsteinsson, f. 8. nóv-
ember 1970. Sambúð slitið. b)
Katla Eyþórsdóttir, f. 22. mars
2007, faðir hennar er Eyþór Ingi
Jónsson, f. 29. nóvember 1973.
Sambúð slitið. Áður átti Lilja tvö
börn: 1) Elín Björk Hartmanns-
Elsku pabbi.
Minningarnar eru margar en
dýrmætastar í augnablikinu eru
stundirnar sem við eyddum
saman síðustu mánuði sem voru
margar, góðar en oft á tíðum
einnig erfiðar, þar sem þú varst
orðinn svo veikur.
Þú varst hræddur við að
deyja en varst engu að síður
virkilega farinn að þrá það und-
ir það síðasta. Þegar ég var hjá
þér á föstudeginum fyrir and-
látið opnaðirðu augun, lokaðir
þeim aftur og hvíslaðir, „ég er
að fara“ og kinkaðir kolli. Þá
vissi ég að þú værir búinn að
sættast við að þessari jarðvist
væri að verða lokið.
Ég veit, elsku pabbi minn, að
Lilla systir þín hefur tekið á
móti þér með fullan kaffibrúsa
og allavega tíu tegundir af
sætabrauði, þið systkinin voruð
svolítið þannig. Veit ekki hversu
oft þú varst fúll við mig þegar
ég sagðist ekki vilja nema eina
sort og komst með allavega 4-5 í
viðbót og maður varð að gera
svo vel að smakka á þeim öllum.
Þú gerðir það alversta kaffi í
heimi, það var eins og te en allt-
af drakk ég það samt, sama
fannst þér um kaffið sem ég bjó
til nema það var allt of sterkt.
Ég hef oft heyrt að ég sé lík
þér bæði í útliti og í mér. Þar
held ég að þrjóskan hafi komið
sterk inn enda bæði með ein-
dæmum þrjósk en þrjóska er
kostur við vorum sammála um
það.
Sakna þín mikið pabbi minn
en geymi þig í hjarta mér þar til
við hittumst aftur í sumarland-
inu.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan bros
því ég geymi alltaf vinur það allt er
gafstu mér
góða ferð, vertu sæll já góða ferð
(Jónas Friðrik)
Þín dóttir
Erna.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Guð geymi þig elsku pabbi
minn og afi okkar.
Hildur, Ragnhildur Sól
og Brynhildur Sól.
Jón Haukur
Jóhannesson
✝
Helga Eðvalds-
dóttir fæddist á
Siglufirði 5. febr-
úar 1931. Hún lést
á sjúkrahúsinu á
Siglufirði 5. júlí
2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Lára
Gunnarsdóttir, f.
14.9. 1909, d. 2.1.
1996, og Eðvald Ei-
ríksson, f. 7.2. 1908,
d. 26.4. 1977. Systkini Helgu
eru: Rósa, f. 26.5. 1934, Erling, f.
22.5. 1935, d. 11.6. 1935, Gunn-
ar, f. 16.8. 1937, d. 1.8. 2010, Ari,
börn. 2.) Gunnlaugur Jón Magn-
ússon, f. 1952, kvæntur Ástu
Sigurðardóttur. Þeirra börn eru
Jóna Kristín, f. 1972, Anna
Kristín, f. 1972, og Magnús, f.
1975, og eiga þau sex barna-
börn. 3.) Jóna Kristín, fædd
1959, d. 1960. 4.) Ásdís Jóna
Magnúsdóttir, gift Örnólfi Ás-
mundssyni, þeirra börn eru: Sól-
rún Helga, f. 1981, Ólöf Maggý,
f. 1986, Eva María, f. 1989, og
Brynjar Már, f. 1995, fyrir átti
Örnólfur einn son, Kristján, f.
1976, og eiga þau sex barna-
börn.
Útför Helgu hefur farið fram.
f. 19.9. 1939, d.
13.7. 1940, Kári, f.
19.9. 1939, Ari Sig-
þór, f. 3.2. 1943, d.
25.5. 2017, Krist-
björg, f. 4.3. 1948,
og Sverrir, f. 8.5.
1952.
Maki Helgu var
Magnús Stef-
ánsson, f. 20.11.
1927, d. 28.3. 2020.
Þau eignuðust fjög-
ur börn: 1.) Eðvald, f. 1948,
kvæntur Maríu Magnússon.
Þeirra dóttir er Elísabet, f.
1977, og eiga þau þrjú barna-
Elsku besta amma Helga lést
á Siglufirði þann 5. júlí síðastlið-
inn.
Þó að ég hafi vitað í nokkurn
tíma í hvað stefndi, þá var erfitt
símtalið sem ég fékk frá pabba
þennan dag, en samt fékk ég
hlýtt í hjartað yfir því að amma
og afi væru sameinuð á nýjan
leik, því þau höfðu átt 70 ár sam-
an, þar til afi lést árið 2020.
Það eru ótal margar minning-
ar sem ég get rifjað upp, því ég
var mikið hjá ömmu og afa, enda
bjuggu þau bara þremur húsum
frá okkur í Ólafsfirði og oftar en
ekki var það sem ég hljóp upp-
eftir til þeirra, þar sem þau sátu
þau hönd í hönd í sófanum.
Amma kenndi mér m.a. að steikja
kleinur, sauma, prjóna og ég fékk
að taka þátt í öllu. Við vorum
bara þrjú af átta barnabörnum
sem bjuggum í Ólafsfirði og vor-
um því svo heppin að vera mikið
hjá ömmu og afa, þar sem ég og
Jóna systir vorum fyrstu barna-
börnin. Amma kenndi mér einnig
handavinnu í grunnskóla, henni á
ég það að þakka að ég saumaði
skírnarkjól þegar ég var 15 ára
gömul, kjóll sem öll börnin mín
voru skírð í og mér þykir mjög
vænt um. Oft var ég búin að fara
með ömmu og afa í bústað og
berjamó. Seinni árin fór ég
reyndar bara í berjamó í ísskápn-
um hennar ömmu, það var sko
best og þegar ég var íþróttakenn-
araskólanum þá var hvergi betra
að lesa undir próf en í bústaðnum
þeirra. Og amma leyfði mér líka
að halda partí ársins í fótboltan-
um eitt sumarið, ég er ekki viss
um að ég myndi leyfa þannig í
dag.
Ólöf, elsta barnið mitt, var svo
heppin þegar hún byrjaði í leik-
skóla í Ólafsfirði, þá eins árs, að
amma sótti hana í leikskólann
einn dag í viku og passaði hana
þar til ég kláraði kennslu þann
daginn. Þessi tími var ómetanleg-
ur fyrir mig og ég veit hversu
glöð amma var að geta hjálpað
með langömmustelpuna sína. Ég
heyrði alltaf vikulega í ömmu og
afa í síma eftir að ég flutti til
Reykjavíkur, því amma fylgdist
vel með afkomendum sínum,
hvernig gengi í skóla og íþrótt-
um. Þau voru ófá sokka- og vett-
lingapörin sem börnin mín þrjú
fengu, sem amma prjónaði óum-
beðin. En svona var amma Helga,
gerði allt fyrir fjölskylduna sína.
Mér er því minnisstætt þegar
börnin mín voru í fjáröflun fyrir
fótboltann einu sinni sem oftar og
amma alveg hissa og hálfmóðguð
yfir því að ég hefði ekki boðið
henni eitthvað til kaups. Það varð
úr að amma keypti risastórar
pakkningar af klósettpappír og
eldhúspappír, ég held að þessi
kaup hafi enst þeim næsta árið
eða svo. En jú, hún vildi sko
styrkja langömmubörnin.
Þegar ég fór svo í fjáröflun
með einu barninu þar sem átti að
steikja kleinur og selja í hverfinu,
þá kom ekki annað til greina en
að hringja í ömmu og fá uppskrift
hjá henni, enda steikti enginn
betri kleinur heldur en amma
Helga, eins og börnin mín segja
alltaf. Þær voru bara langbestar.
Það verður skrýtið að koma í
fjörðinn fagra og skreppa ekki
upp eftir í Aðalgötuna, mitt ann-
að heimili í Ólafsfirði í öll þessi ár.
En ég veit fullvel hversu ótrúlega
heppin ég er, að hafa átt ömmu í
tæp 50 ár, það er ekki sjálfgefið.
Takk fyrir allt elsku amma
mín.
Þín ömmustelpa,
Anna.
Helga Eðvaldsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar