Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 64
www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 PÓSTLISTASKRÁNING Viltu skrá þig á póstlista? Skannaðu QR kóðann. TAX FREE LÝKUR 7. ÁGÚST AF ÖLLUM VÖRUM* * Taxfree tilboðið gildir af öllum vörum nema Iittala, Skovby, Rut Kára mottum og sérpöntunum. Afsláttur jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N Heiður Lára Bjarnadóttir sellóleikari, Sól Ey hljóð- listakona og sjónlistatvíeykið Claire Paugam og Rapha- el Alexandre halda tónleika í Mengi í kvöld 21. Þar verða flutt verk fyrir selló og rafhljóð eftir íslenskar konur, en fyrir tónleikana hafa þau útbúið sérstakan ljósaskúlp- túr sem svarar tónlistinni í rauntíma. Frumflutt verða verkin Epimonia eft- ir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Haldalda eftir Sól Ey, en einnig flutt verk eftir Francesco Di Maggio, Iðunni Einarsdóttur, Þuríði Jóns- dóttur og íslenska þjóðlagið Liljulag í nýrri útsetningu. „Áhorfendur geta búist við ný- stárlegri og um- lykjandi tón- leikaupplifun sem kitlar öll skynfæri,“ segir í tilkynn- ingu. Tónleikar í Mengi fyrir ljós og hljóð FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 216. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, fagnaði sigri á sínuu gamla liði er liðið vann 2:0-sigur á FH á Origo-vellinum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Ólafur var rek- inn frá FH fyrir sex vikum síðan. Guðmundur Andri Tryggvason sá um að gera bæði mörk Vals. Þá skildu Fram og Stjarnan jöfn í Úlfarsárdal. Fram er enn ósigr- að á nýja heimavelli sínum á meðan Stjarnan hefur gert fimm jafntefli í síðustu sjö leikjum. Portúgalinn Tiago Fernandes gerði bæði mörk Framara. Emil Atlason og Guðmundur Nökkvason skoruðu fyrir Stjörnuna. »57 Ólafur vann gömlu lærisveinana ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Stórþorskar sem synda í röðum hver í sína áttina eru söguefni listakon- unnar Tinnu Royal sem hannað hef- ur stóra mynd á suðurgafl svonefnds Hafbjargarhúss á Breiðinni á Akra- nesi. Unglingar úr vinnuskóla bæj- arins máluðu svo myndina. Sú er hin fyrsta af sex stórum vegglistaverk- um á ýmsum byggingum á svo- nefndum Neðri-Skaga sem verða máluð á næstu vikum. Listamenn sem flestir hafa tengsl við Akranes hafa verið fengnir í verkefnið. Þetta er gert að tilhlutan nefndar sem hef- ur með höndum ýmsa viðburði og verkefni sem bryddað er upp á í til- efni af 80 ára afmæli Akraneskaup- staðar í ár. Lífgar upp á bæinn „Svona listaverk lífga upp á bæ- inn. Það er líka svo gaman að sjá litl- ar skemmtilegar hugmyndir verða að veruleika,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, velþekktur sem út- varpsmaður á Rás 2. Hann var síð- ustu fjögur ár formaður menningar- og safnanefndar Akraness og því embætti fylgdi að fara fyrir afmæl- isnefnd. Á hennar vegum hafa meðal annars verið sett upp skilti með ljós- myndum og fróðleiksmolum úr sögu bæjarins við Akratorg. Veggmynd- irnar góðu verða flestar á húsum þar í kring. Á íþróttahúsinu við Vestur- götu verða til dæmis myndir sem vísa til íþrótta í bænum, á húsi í mið- bænum verður skírskotað í tónlistar- sögu Akraness og svo framvegis. Ýmis fyrirtæki styrkja gerð þessara verka, til dæmis Húsasmiðjan sem leggur til málningu. Miðbær með sjarma „Skaginn hefur gjörbreyst á undanförnum árum,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson. Hann er Akurnes- ingur í húð og hár og flutti í sinn gamla heimabæ fyrir nokkrum árum eftir að hafa lengi átt heima á höfuð- borgarsvæðinu. „Útgerð og fisk- vinnsla hér á Akranesi hafa að mestu lagst af og ýmis þjónustustarfsemi og verslun sem var hér á neð- anverðum Skaganum verið flutt ofar í bæinn. Í þessum elsta hluta bæj- arins, í hjarta bæjarins, eru nokkur merkileg og flott hús sem gætu feng- ið nýtt og verðugt hlutverk. Þar til- tek ég gamlar skólabyggingar, Landsbankahúsið og fleiri. Gamli miðbærinn hér var byggður snemma á 20. öldinni eftir skipulagi sem Guð- jón Samúelsson húsameistari þróaði og hefur enst vel. Þessi elsti hluti bæjarins hefur mikinn sjarma og tækifærin eru úti um allt.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagamaður Ólafur Páll Gunnarsson býr við Akratorg sem hér er í baksýn. Fjær eru gamlir sementstankar sem hann telur alveg tilvalið að verði skreyttir með einhverju móti, sem gera myndi mikið fyrir umhverfið hér. Skreytingar á Skaganum - Mála veggmyndir á Akranesi - Kaupstaðarafmæli í bæ sem breyttist - Gömlu húsin fái nýtt og verðugt hlutverk Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breiðin Verk listakonunnar Tinnu Royal á Hafbjargarhúsinu sem vekur at- hygli fólks sem þar fer um. Til hægri sést Akrafjall og yst er Háihnjúkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.