Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 61
MENNING 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
6.-27. ágúst
Opið virka daga
10–18,
laugardaga 12–16
Lokað á sunnudögum
MARGRÉT RUT EDDUDÓTTIR
Sýning í Gallerí Fold
ÚR MYRKRI
Sýningaropnun laugardaginn 6. ágúst kl. 13
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Stjórnendur tón-
leikastaðar í
Bern stöðvuðu
nýverið tónleika
sveitarinnar
Lauwarm vegna
kvartana tón-
leikagesta um
menningarnám
hennar. Í frétt
SVT um málið
kemur fram að
hljómsveitarmeðlimir, sem allir eru
hvítir á hörund, skarti dreadlocks-
hágreiðslu og leiki reggítónlist
þrátt fyrir að enginn þeirra eigi
rætur að rekja til Jamaíka eða hafi
upplifað nýlendustefnu eða kyn-
þáttafordóma á eigin skinni.
Sveitin sökuð um
menningarnám
Hár Dreadlocks
eða dreddar.
Snertipunktur nefnist sýning sem
Hlökk Þrastardóttir og Silja Jóns-
dóttir opna í Kling & Bang í dag kl.
17. „Hlökk og Silja hafa haldið úti
vinnustofu í skrifstofurými Kling &
Bang yfir sumarið. Á sýningunni
sýna þær tilraunir af ýmsum toga
sem þær hafa unnið bæði saman og
hvor í sínu lagi,“ segir í tilkynningu.
„Við göngum á móti hvor annarri og
mætumst í miðjunni. Fingurnir
snertast þannig að fingurbroddarnir
verða næstum því flatir. Við höfum
einhverja óljósa hugmynd um að ef
maður nuddar tveimur greinum
saman að þá gæti blossað upp eldur.
Tssssss. En við vöktum rýmið með
vökulu auga. Förum varlega með
stækkunarglerið og beinum því ekki
að hverju sem er,“ segir í lýsingu á
sýningunni. Sýningin stendur til og
með sunnudags. Í dag milli kl. 17.45
og 18 verður boðið upp á gjörning.
Snertipunktur í Kling & Bang
Gler Fara þarf varlega með stækkunargler.
Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé hefur uppfært
nýjustu plötu sín, Renaissance, aðeins fimm dögum
eftir að hún sendi plötuna frá sér. Samkvæmt frétt
BBC gerir hún þetta annars vegar vegna gagnrýni
aðdáenda á textann í laginu „Heated“ og hins vegar
vegna gagnrýni frá poppstjörninni Kelis, sem var
ósátt við að Beyoncé hefði ekki beðið um leyfi fyrir
því að nýta áslátt úr laginu „Milkshake“ í laginu
„Energy“ á plötunni. Textagagnrýnin snýst um það
að aðdáendum þótti óviðeigandi að Beyoncé notaði
orðið „spazzin’“ sem er slangur sem notað er um þá
sem þjást af krampalömun. Orðinu var skipt út fyrir
„blastin’“.
Beyoncé bregst við gagnrýninni
Snögg Beyoncé á rauða
dreglinum 2019.
Olena Zelenska, for-
setafrú Úkraínu, prýðir
forsíðu Vogue en hún
veitti tímaritinu viðtal
sem Rachel Donadio
skrifar. Forsíðumyndina
sem og myndirnar sem
fylgja viðtalinu tók hinn
heimskunni ljósmyndari
Annie Leibovitz, en hún
gerði sér sérstaka ferð til
Kænugarðs vegna þessa.
The Art Newspaper
greinir frá því að skiptar
skoðanir séu á viðtalinu
og ekki síst myndbirting-
unni. Þannig finnst sum-
um ósmekklegt að birta
glæsilegar myndir af for-
setafrúnni meðan átökin
geisa í landinu vegna inn-
rásar Rússa fyrir rúmum fimm mánuðum, meðan aðrir benda á mikilvægi
þess að forsetahjónin nýti fjölmiðla sem best til að minna á átökin í von um
að lausn í deilunni finnist sem fyrst.
Olena Zelenska á forsíðu Vogue
Forsetahjón Olena Zelenska og Volodymyr Zelenskíj.
Dansarar í danshópnum Black Grace á lokaæfingu
fyrir frumsýningu í Joyce-leikhúsinu í New York fyrr í
vikunni. Black Grace, sem Neil Ieremia stofnaði 1995,
er einn fremsti samtímadanshópur Nýja-Sjálands.
Sýningar hópsins þykja mjög líkamlegar, kröftugar og
fallegar ásamt því að byggja á söguhefð frumbyggja.
AFP/Angela Weiss
Dansinn dunar hjá Black Grace
hafi því ekki talið það svara kostnaði
að klára myndina og markaðssetja,
en með því að hætta alfarið við hana
geti þeir nýtt sér ákveðinn skatta-
afslátt sem annars ekki fengist. Haft
er eftir ónafngreindum heimildar-
manni að framleiðendur hafi óttast
að hræðileg kvikmynd um Leður-
blökustúlkuna gæti valdið óaftur-
kræfum skaða á ímynd fyrirtæk-
isins. Ákvörðunin þýðir að Batgirl
verður dýrasta mynd kvikmynda-
sögunnar sem aldrei fæst sýnd.
Stjórnendur hjá Warner Bros
Discovery hafa tekið þá ákvörðun að
frumsýna aldrei kvikmyndina
Batgirl þrátt fyrir að tökum hafi að
fullu verið lokið og myndin verið
komin í eftirvinnslu. Þessu greinir
New York Post frá.
Í frétt The Guardian kemur fram
að myndin hafi átt að marka endur-
komu Michaels Keaton í hlutverk
Leðurblökumannsins, en með hlut-
verk Leðurblökustúlkunnar fór Les-
lie Grace meðan Brendan Fraser lék
illmennið Eldflugu eða Firefly.
Leikstjórar voru Adil El Arbi og
Bilall Fallah, sem einnig leikstýrðu
sjónvarpsþáttaseríunni Ms. Marvel.
Fram kemur hjá The Hollywood
Reporter að kostnaður við gerð
myndarinnar hafi hækkað upp úr
öllu valdi vegna þess að hún var tek-
in upp í miðjum heimsfaraldri.
Þannig herma heimildir að kostn-
aðurinn við gerð myndarinnar hafi
nú þegar verið kominn upp í 90-100
milljónir dala. Í frétt New York Post
kemur fram að aukinn kostnaður
hafi ekki ráðið öllu heldur hafi
myndin hreinlega ekki fallið nógu
vel að smekk þeirra áhorfenda sem
hún var prófuð á. Framleiðendur
Batgirl verður aldrei sýnd
Aflýst Leslie Grace í hlutverki sínu
sem Leðurblökustúlkan eða Batgirl.
- Búið var að taka kvikmyndina upp
- Kostaði um 90-100 milljónir dala