Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 57
ÍÞRÓTTIR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Ljósmynd/Kristinn Steinn Tvenna Portúgalinn Thiago Fernandes skorar fyrra markið sitt á Framvellinum í Úlfarsárdal í gærkvöldi. FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, fagnaði sigri á sínu gamla liði er Val- ur vann 2:0-heimasigur á FH í Bestu deild karla í fótbolta á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gærkvöldi. FH rak Ólaf frá störfum um miðjan júní og var hann ráðinn til Vals skömmu síð- ar. Guðmundur Andri Tryggvason sá um að gera bæði mörk Vals og tvö- faldaði hann markafjölda sinn í deild- inni í sumar í leiðinni. Ólafur virðist hafa rétt skútuna af á Hlíðarenda, því Valur hefur náð í fjögur stig í fyrstu tveimur leikjunum eftir eitt stig í þremur leikjum þar á undan. Hins vegar gengur ekki neitt upp hjá Eiði Smára Guðjohnsen, eft- irmanni Ólafs hjá FH. Liðið hefur að- eins náð í þrjú stig í sex leikjum undir hans stjórn og enn ekki fagnað sigri. FH er einu stigi frá fallsæti. Portúgölsk tvenna Tiago Fernandes skoraði bæði mörk Fram í 2:2-jafntefli gegn Stjörnunni. Mörk Portúgalans voru afar hugguleg en nægðu þó ekki til sigurs. Emil Atlason kom Stjörnunni yfir snemma leiks og Guðmundur Baldvin Nökkvason jafnaði á 84. mín- útu. Frömurum líður vel á nýja heima- vellinum í Úlfarsárdal og hefur enn ekki tapað leik. Einn sigur og tvö jafntefli er uppskeran. Nýliðarnir eru væntanlega ánægðari með stigið, þar sem þeir léku án lykilmannanna Guð- mundar Magnússonar og Brynjars Gauta Guðjónssonar. Fram er í fínum málum í áttunda sæti, átta stigum fyrir ofan fallsæti. Stjörnumenn eru orðnir jafn- tefliskóngar deildarinnar. Þeir hafa gert fimm slík í síðustu sjö leikjum og aðeins unnið einn í deildinni frá 29. maí. Fyrir vikið hafa Stjörnumenn fyrir nokkru stimplað sig úr allri bar- áttu um Íslandsmeistaratitilinn. Vann gömlu lærisveinana - Ólafur fagnaði sigri á FH - Guðmundur Andri gerði tvö - Framarar tapa ekki í Úlfarsárdal - Stjörnumenn orðnir jafntefliskóngar - Portúgalinn skoraði tvö Íslenska U18 ára landslið kvenna í handbolta tryggði sér í gær sæti í átta liða úrslitum heimsmeist- aramótsins í Skopje í Norður- Makedóníu. Ísland vann sannfær- andi 28:17-sigur á Íran á meðan Norður-Makedónía og Svíþjóð skildu jöfn, 20:20. Lilja Ágústs- dóttir var markahæst í íslenska lið- inu með átta mörk, einu marki meira en Tinna Sigurrós Trausta- dóttir. Elín Klara Þorkelsdóttir gerði fimm mörk. Íslenska liðið leikur gegn heimakonum í Norður- Makedóníu annað kvöld. Ísland í átta liða úrslit á HM Ljósmynd/IHF Markahæst Lilja Ágústsdóttir sæk- ir að marki Írans á HM í gærkvöldi. Íslenska kvennalandsliðið í körfu- bolta leikur vináttulandsleiki við Finnland og Svíþjóð í Tampere í Finnlandi á næstu dögum. Fyrri leikurinn gegn Finnlandi er annað kvöld klukkan 18 og seinni leik- urinn á laugardag gegn Svíþjóð klukkan 16.30. Þrír nýliðar eru í tólf manna hópi liðsins en þær Diljá Ögn Lárusdóttir, Helena Rafnsdótt- ir og Vilborg Jónsdóttir gætu leikið sinn fyrsta landsleik. Þær tóku all- ar þátt í B-deild Evrópumóts lands- liða 20 ára og yngri í Skopje í Norð- ur-Makedóníu. Þrjár gætu leik- ið fyrsta leikinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýliði Vilborg Jónsdóttir gæti leik- ið sinn fyrsta landsleik í Finnlandi. Fram – Stjarnan 2:2 0:1 Emil Atlason 4. 1:1 Tiago Fernandes 7. 2:1 Tiago Fernandes 16. 2:2 Guðmundur Baldvin Nökkvason 84. MM Tiago Fernandes (Fram) M Þórir Guðjónsson (Fram) Jesús Yenis (Fram) Indriði Áki Þorláksson (Fram) Már Ægisson (Fram) Guðmdundur B. Nökkvason (Stjörn.) Emil Atlason (Stjörnunni) Óskar Örn Hauksson (Stjörnunni) Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjörnunni) Daníel Laxdal (Stjörnunni) Dómari: Pétur Guðmundsson – 8. Áhorfendur: 960. Valur – FH 2:0 1:0 Guðmundur Andri Tryggvason 42. 2:0 Guðmundur Andri Tryggvason 63. MM Frederik Schram (Val) Guðmundur Andri Tryggvason (Val) M Patrick Pedersen (Val) Jesper Julesgard (Val) Aron Jóhannsson (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH) Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Dómari: Erlendur Eiríksson – 7. Áhorfendur: 1029. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/ fotbolti. _ Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur framlengt samningi sínum við króatíska leikmanninn Zoran Vrkic og mun hann leika með liðinu á komandi leiktíð. Vrkic kom til Tindastóls um áramótin og lék vel með liðinu seinni hluta síðasta tímabils. Tindastóll fór alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratit- ilinn en tapaði að lokum fyrir Val í oddaleik. _ Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er genginn í raðir franska knattspyrnufélagsins Nice frá Leicester á Englandi. Hann lék með Leicester í ellefu ár og varð Englands- meistari með liðinu árið 2016 og bik- armeistari á síðasta ári. Daninn lék 414 deildarleiki með Leicester. Þá á hann 84 leiki að baki með danska A- landsliðinu. _ Fjölmargir enskir miðlar fjölluðu í gær um að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi fest kaup á spænska bak- verðinum Marc Cucurella frá Brighton á 50 milljónir punda. Brighton sendi hinsvegar frá sér tilkynningu í gær- kvöldi og sagði fregnirnar ragnar. Cuc- urella væri enn leikmaður liðsins. _ Richard Sæþór Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samn- ing við handknattleiksdeild Selfoss. Richard, sem er fyrirliði Selfyssinga, er öflugur horna- og varnarmaður. Hann skoraði 57 mörk í 22 leikjum með Selfossi á síðustu leiktíð. _ Enski knattspyrnumaðurinn Dom- inic Calvert-Lewin verður frá keppni næsta mánuðinn eða svo vegna hné- meiðsla. Framherjinn, sem leikur með Everton, varð fyrir meiðslunum á æf- ingu. Félagið seldi Richarlison til Tott- enham í sumar, Salomon Rondon er að glíma við meiðsli og er því um mik- ið áfall fyrir Everton að ræða. _ Taílendingurinn Alex Albon hefur framlengt samning sinn við Williams- liðið í Formúlu 1. Ekki hefur verið gefið fram hve lengi nýr samningur gildir, en liðið sendi frá sér tilkynningu þess efnis að um langtímasamning væri að ræða. Hann var áður hjá Red Bull en skipti yfir í Williams fyrir yfirstandandi tímabil. _ Axel Óskar Andrésson skoraði sitt fyrsta mark fyrir sænska liðið Örebro í gær er liðið mátti þola 1:2-tap fyrir Brommapojkarna á útivelli í 1. deild- inni. Valgeir Valgeirsson kom inn á sem varamaður á 84. mínútu og lék sinn fyrsta leik fyrir liðið. _ Sænski varnarmaðurinn Oliver Ek- roth hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík. Ekroth mun því áfram leika með Ís- lands- og bikarmeisturunum á næsta tímabili. Ekroth, sem kom til Víkings fyrir tíma- bilið, hefur komið við sögu í 13 af 14 leikjum Vík- ings í Bestu deildinni til þessa og skorað í þeim eitt mark. Þá hefur hann leikið vel í Evr- ópkeppnum með Fossvogsliðinu. Víkingur er í öðru sæti Bestu deildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Eitt ogannað Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leik- mönnum 18 ára og yngri vann sannfærandi 88:52- sigur á Úkraínu í lokaleik sínum í A-riðli B-deild- arinnar í gær. Leikið er í Rúmeníu. Ísland vann Eistland, Írland og Úkraínu í riðlinum en tapaði fyrsta leik gegn Danmörku. Það nægði til að enda í öðru sæti riðilsins. Danmörk vann 86:59-stórsigur á Írlandi í hinum leik riðilsins í gær og gulltryggði sér toppsætið. Almar Orri Atlason átti stórleik fyrir íslenska liðið, skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst. Tómas Valur Þrastarson gerði einnig 20 stig og tók 6 frá- köst og Karl Ísak Birgisson gerði 17 stig og tók fimm fráköst. Ísland mætir Bosníu í átta liða úrslitunum á morgun. Kvennalandsliðið í sama aldursflokki lauk leik í C-riðli í B-deild með 51:46-sigri á Nor- egi í framlengdum leik. Sigurinn var sá fyrsti og eini í riðlinum eftir töp fyrir Slóvakíu og Hollandi. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 43:43 en íslenska liðið vann framlenginguna 8:3. Emma Sól Svan Hjördísardóttir skoraði níu stig og tók 13 fráköst fyrir fyrir íslenska liðið og Jana Falsdóttir bætti við öðrum níu stig- um, fjórum fráköstum og tveimur stolnum boltum. Emma Hrönn Hákonardóttir kom þar á eftir með átta stig og níu fráköst. Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti C-riðils og leikur um 9.-18. sæti mótsins. Fyrsti leik- ur er gegn Austurríki klukkan 15.30 í dag. Íslensku strákarnir í átta liða úrslit Ljósmynd/FIBA Öflugur Almar Orri Atlason átti afar góðan leik fyrir íslenska liðið í öruggum sigri á Úkraínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.