Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 60
Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf Trönuhrauni 8 | s. 565 2885 | stod.is K design Léttu þér lífið með hágæða ítalskri hönnun Sturtustóll með baki og örmum Stöðugur og vandaður sturtustóll með góða burðargetu. Hæðarstillanlegir fætur. Verð: 22.890,- Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands Nettur sturtukollur Hentar vel í litla sturtuklefa. Hæðarstillanlegir fætur. Verð: 9.890.- Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands 60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 NUTRILENK Kæligel fyrir liði og vöðva GEL Innihaldsefni eru m.a. eucalyptus ilmkjarnaolía og engiferþykkni sem hafa verið notuð í náttúrulækningum í aldaraðir. Sölustaðir: Apótek, almennar verslanir. Vellíðan nefnist sýning sem Edith Hammar opnar í Gallerí Undirgöng í dag. Sýningin er hluti af dagskrá Hinsegin daga í Reykjavík 2022. Í tilkynningu frá galleríinu kemur fram að Hammar, sem fætt er í Helsinki 1992, sé ungt listkvár sem vakið hefur athygli fyrir stórar og kraftmiklar blekteikningar sem unn- ar eru ýmist á pappír eða sem vegg- verk. „Hán teiknar endurtekin myndefni sem eru á margan hátt sjálfsævisöguleg, með áherslu á upp- lifun og ímynd kynhlutlausra ein- staklinga, í félagslífi, í hvíldarstund og að klæða sig í og úr fatnaði í heimilislegu, en þó útópísku, umhverfi,“ segir í tilkynningu. Edith Hammar er með BA-gráðu í myndlist frá Royal Academy of Fine arts í Stokkhólmi. Fyrir tveimur árum gaf hán út sína fyrstu teikni- myndabók í Finnlandi sem nefnist Homo Line og hefur notið mikilla vinsælda. Frá og með í fyrra mátti finna verk háns í safneign Modern Museum of Art í Stokkhólmi. Fyrir Gallerí Undirgöng vann Hammar nýtt verk sem teiknað er beint á veggi sýningarrýmisins. Gallerí Undirgöng er sýningar- rými sem staðsett er í rúmgóðum upplýstum undirgöngum við Hverfisgötu 76 í Reykjavík. „Hlutverk gallerísins er að sýna tímabundin útilistaverk í borginni, auka sýnileika samtímalistar í borgarrýminu og skapa vettvang þar sem myndlistarmönnum gefst tækifæri til að takast á við óhefð- bundið rými og nýjar aðstæður til sýningarhalds í almannarými,“ eins og segir í tilkynningu. Sýningin Vellíðan stendur til októ- berloka 2022. Gallerí Undirgöng sýnir Vellíðan Teikning Edith Hammar teiknaði nýtt verk beint á veggi sýningarrýmisins. Leiklistarhátíðin Act alone hefst í dag og stendur til laugardags. Í til- kynningu frá skipuleggjendum kem- ur fram að hún verður haldin með sama sniði og á árum áður, en hátíð- in féll niður síðustu tvö árin meðan Covid-19 gekk yfir. Hátíðin fer fram á Suðureyri og er frítt inn á alla við- burði. Sem fyrr er listrænn stjórn- andi hennar Elfar Logi Hannesson. Ítarlega dagskrá hátíðarinnar í ár má nálgast á vefnum actalone.net og á Facebook-síðu hátíðarinnar. „Í ár verða yfir tuttugu viðburðir í boði sem falla undir leiklist, dans og tón- list. Íslenskir jafnt sem erlendir listamenn munu koma fram og bjóða upp á sýningar frá Bandaríkjunum, Danmörku, Paragvæ og Ítalíu. Boð- ið verður upp á leiklist, dans, tónlist, ritlist og myndlist, einnig brúðu- námskeið fyrir börn og meistara- tíma í leiklist með bandaríska leik- aranum Ronald Rand. Eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna er einn listamaður á ferð hverju sinni,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Meðal þess sem boðið verður upp á í dag, fimmtudag, eru tónleikar með gítarleikaranum Birni Thor- oddsen sem hefjast kl. 19.01. Klukk- an 20.31 sýnir Ronald Rand frá Bandaríkjunum einleikinn Let It be Art sem fjallar um leikhúslista- manninn Harold Clurman. Á morgun, föstudag, kl. 19.01 má sjá Maríu Ellingsen í danska ein- leiknum Það sem er eftir Peter Asmussen í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Klukkan 22.31 má sjá Arnar Hauksson í einleiknum Ómerkileg saga í leikstjórn Berg- dísar Júlíu Jóhannsdóttur. Klukkan 23.21 hefjast síðan tónleikar með Herberti Guðmundssyni. Á laugardag kl. 13.41 má sjá sýn- inguna Equilibrium tremens þar sem ítalski listamaðurinn Marco Borghetti bregður sér í hlutverk trúðs sem ögrar meðal annars þyngdaraflinu. Sama dag kl. 14.31 heldur Dr. Gunni tónleika. Klukkan 16.31 verður leikarinn Arnar Jóns- son á eintali, en samtalsfélagi hans er Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræð- ingur og leiklistargagnrýnandi. Þeir munu fara yfir langan og farsælan feril Arnars, ræða leikarastarfið og stöðu íslenskrar leiklistar á okkar dögum. Klukkan 19.01 má sjá ein- leikinn Síldarstúlkur í leikstjórn Andreu Elínar Vilhjálmsdóttur sem skrifaði verkið í samstarfi við leik- konuna Halldóru Guðjónsdóttur. Í verkinu segir Halldóra sögur síldar- stúlkna á Siglufirði. Stúlkurnar eru af öllum stéttum og spanna sög- urnar tímann frá síðustu aldamótum og þar til síldin hvarf af Íslands- miðum á sjöunda áratugnum. „Leik- ritið dregur fram í sviðsljósið upplif- anir síldarstúlkna af kvenna- menningu þessara ára, viðhorf þeirra til vinnu, fjölskyldulífs og félagslífs og hvernig tókst að upp- fylla dagdrauma,“ eins og segir í kynningu um verkið. Um tónlist sér harmonikkuleikarinn Margrét Arnardóttir. Leiklistarhátíðin Act alone hefst Síldarstúlka Halldóra Guðjóns- dóttir í einleik um síldarárin. - Yfir tuttugu viðburðir í boði í ár á Suðureyri Íris Björk Gunn- arsdóttir óperu- söngkona og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari koma fram í Nor- ræna húsinu í kvöld kl. 18. Gestir geta feng- ið sér súpu með- an hlustað er. Á efnisskránni eru aríur úr ýmsum óperum með sýnilegum hinsegin- leika. Jafnframt fjallar Íris Björk um nýlega rannsókn sína á hinseg- inleika á óperusviðinu. „Með því að fjalla um birtingarmynd hinsegin- leika á óperusviði er hægt að kanna hvar og hvort hinseginleikinn sé til staðar og hvernig má bæta honum við eða breyta. Sýnileiki er lykillinn að samþykki,“ segir í tilkynningu. Hinseginleiki á óperusviðinu í kvöld Íris Björk Gunnarsdóttir Tónskáldið og djasspíanóleik- arinn Kristján Martinsson fagn- ar útgáfu sóló- plötunnar Stökk með tónleikum í Edinborgarhús- inu á Ísafirði í kvöld kl. 20. Hann leikur lög af nýju plötunni í bland við þekkta djassstandarda „svo tónleikagestir mega búast við fjölbreyttri upplifun, þar sem einn- ig þykir líklegt að leynigestur stígi á svið,“ eins og segir í tilkynningu. Kristján lauk meistaranámi við Conservatorium van Amsterdam 2014 og hefur síðan spilað víða um heim. Miðar eru seldir við inngang- inn. Kristján kemur fram á Jazz- hátíð Reykjavík síðar í mánuðinum. Útgáfutónleikar í Edinborgarhúsinu Kristján Martinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.