Morgunblaðið - 04.08.2022, Page 60

Morgunblaðið - 04.08.2022, Page 60
Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf Trönuhrauni 8 | s. 565 2885 | stod.is K design Léttu þér lífið með hágæða ítalskri hönnun Sturtustóll með baki og örmum Stöðugur og vandaður sturtustóll með góða burðargetu. Hæðarstillanlegir fætur. Verð: 22.890,- Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands Nettur sturtukollur Hentar vel í litla sturtuklefa. Hæðarstillanlegir fætur. Verð: 9.890.- Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands 60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 NUTRILENK Kæligel fyrir liði og vöðva GEL Innihaldsefni eru m.a. eucalyptus ilmkjarnaolía og engiferþykkni sem hafa verið notuð í náttúrulækningum í aldaraðir. Sölustaðir: Apótek, almennar verslanir. Vellíðan nefnist sýning sem Edith Hammar opnar í Gallerí Undirgöng í dag. Sýningin er hluti af dagskrá Hinsegin daga í Reykjavík 2022. Í tilkynningu frá galleríinu kemur fram að Hammar, sem fætt er í Helsinki 1992, sé ungt listkvár sem vakið hefur athygli fyrir stórar og kraftmiklar blekteikningar sem unn- ar eru ýmist á pappír eða sem vegg- verk. „Hán teiknar endurtekin myndefni sem eru á margan hátt sjálfsævisöguleg, með áherslu á upp- lifun og ímynd kynhlutlausra ein- staklinga, í félagslífi, í hvíldarstund og að klæða sig í og úr fatnaði í heimilislegu, en þó útópísku, umhverfi,“ segir í tilkynningu. Edith Hammar er með BA-gráðu í myndlist frá Royal Academy of Fine arts í Stokkhólmi. Fyrir tveimur árum gaf hán út sína fyrstu teikni- myndabók í Finnlandi sem nefnist Homo Line og hefur notið mikilla vinsælda. Frá og með í fyrra mátti finna verk háns í safneign Modern Museum of Art í Stokkhólmi. Fyrir Gallerí Undirgöng vann Hammar nýtt verk sem teiknað er beint á veggi sýningarrýmisins. Gallerí Undirgöng er sýningar- rými sem staðsett er í rúmgóðum upplýstum undirgöngum við Hverfisgötu 76 í Reykjavík. „Hlutverk gallerísins er að sýna tímabundin útilistaverk í borginni, auka sýnileika samtímalistar í borgarrýminu og skapa vettvang þar sem myndlistarmönnum gefst tækifæri til að takast á við óhefð- bundið rými og nýjar aðstæður til sýningarhalds í almannarými,“ eins og segir í tilkynningu. Sýningin Vellíðan stendur til októ- berloka 2022. Gallerí Undirgöng sýnir Vellíðan Teikning Edith Hammar teiknaði nýtt verk beint á veggi sýningarrýmisins. Leiklistarhátíðin Act alone hefst í dag og stendur til laugardags. Í til- kynningu frá skipuleggjendum kem- ur fram að hún verður haldin með sama sniði og á árum áður, en hátíð- in féll niður síðustu tvö árin meðan Covid-19 gekk yfir. Hátíðin fer fram á Suðureyri og er frítt inn á alla við- burði. Sem fyrr er listrænn stjórn- andi hennar Elfar Logi Hannesson. Ítarlega dagskrá hátíðarinnar í ár má nálgast á vefnum actalone.net og á Facebook-síðu hátíðarinnar. „Í ár verða yfir tuttugu viðburðir í boði sem falla undir leiklist, dans og tón- list. Íslenskir jafnt sem erlendir listamenn munu koma fram og bjóða upp á sýningar frá Bandaríkjunum, Danmörku, Paragvæ og Ítalíu. Boð- ið verður upp á leiklist, dans, tónlist, ritlist og myndlist, einnig brúðu- námskeið fyrir börn og meistara- tíma í leiklist með bandaríska leik- aranum Ronald Rand. Eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna er einn listamaður á ferð hverju sinni,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Meðal þess sem boðið verður upp á í dag, fimmtudag, eru tónleikar með gítarleikaranum Birni Thor- oddsen sem hefjast kl. 19.01. Klukk- an 20.31 sýnir Ronald Rand frá Bandaríkjunum einleikinn Let It be Art sem fjallar um leikhúslista- manninn Harold Clurman. Á morgun, föstudag, kl. 19.01 má sjá Maríu Ellingsen í danska ein- leiknum Það sem er eftir Peter Asmussen í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Klukkan 22.31 má sjá Arnar Hauksson í einleiknum Ómerkileg saga í leikstjórn Berg- dísar Júlíu Jóhannsdóttur. Klukkan 23.21 hefjast síðan tónleikar með Herberti Guðmundssyni. Á laugardag kl. 13.41 má sjá sýn- inguna Equilibrium tremens þar sem ítalski listamaðurinn Marco Borghetti bregður sér í hlutverk trúðs sem ögrar meðal annars þyngdaraflinu. Sama dag kl. 14.31 heldur Dr. Gunni tónleika. Klukkan 16.31 verður leikarinn Arnar Jóns- son á eintali, en samtalsfélagi hans er Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræð- ingur og leiklistargagnrýnandi. Þeir munu fara yfir langan og farsælan feril Arnars, ræða leikarastarfið og stöðu íslenskrar leiklistar á okkar dögum. Klukkan 19.01 má sjá ein- leikinn Síldarstúlkur í leikstjórn Andreu Elínar Vilhjálmsdóttur sem skrifaði verkið í samstarfi við leik- konuna Halldóru Guðjónsdóttur. Í verkinu segir Halldóra sögur síldar- stúlkna á Siglufirði. Stúlkurnar eru af öllum stéttum og spanna sög- urnar tímann frá síðustu aldamótum og þar til síldin hvarf af Íslands- miðum á sjöunda áratugnum. „Leik- ritið dregur fram í sviðsljósið upplif- anir síldarstúlkna af kvenna- menningu þessara ára, viðhorf þeirra til vinnu, fjölskyldulífs og félagslífs og hvernig tókst að upp- fylla dagdrauma,“ eins og segir í kynningu um verkið. Um tónlist sér harmonikkuleikarinn Margrét Arnardóttir. Leiklistarhátíðin Act alone hefst Síldarstúlka Halldóra Guðjóns- dóttir í einleik um síldarárin. - Yfir tuttugu viðburðir í boði í ár á Suðureyri Íris Björk Gunn- arsdóttir óperu- söngkona og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari koma fram í Nor- ræna húsinu í kvöld kl. 18. Gestir geta feng- ið sér súpu með- an hlustað er. Á efnisskránni eru aríur úr ýmsum óperum með sýnilegum hinsegin- leika. Jafnframt fjallar Íris Björk um nýlega rannsókn sína á hinseg- inleika á óperusviðinu. „Með því að fjalla um birtingarmynd hinsegin- leika á óperusviði er hægt að kanna hvar og hvort hinseginleikinn sé til staðar og hvernig má bæta honum við eða breyta. Sýnileiki er lykillinn að samþykki,“ segir í tilkynningu. Hinseginleiki á óperusviðinu í kvöld Íris Björk Gunnarsdóttir Tónskáldið og djasspíanóleik- arinn Kristján Martinsson fagn- ar útgáfu sóló- plötunnar Stökk með tónleikum í Edinborgarhús- inu á Ísafirði í kvöld kl. 20. Hann leikur lög af nýju plötunni í bland við þekkta djassstandarda „svo tónleikagestir mega búast við fjölbreyttri upplifun, þar sem einn- ig þykir líklegt að leynigestur stígi á svið,“ eins og segir í tilkynningu. Kristján lauk meistaranámi við Conservatorium van Amsterdam 2014 og hefur síðan spilað víða um heim. Miðar eru seldir við inngang- inn. Kristján kemur fram á Jazz- hátíð Reykjavík síðar í mánuðinum. Útgáfutónleikar í Edinborgarhúsinu Kristján Martinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.