Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 56
56 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Hege Riise hefur verið ráðin þjálfari norska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hún tekur við af Martin Sjögren sem var látinn taka pokann sinn eftir slakt gengi norska liðsins á EM á Englandi. Riise, sem er 53 ára göm- ul, er ein besta knattspyrnukonan í sögu Noregs. Hún lék 188 landsleiki fyrir Noreg og var valin besti leik- maður Evrópumótsins 1993 og heimsmeistaramótsins 1995. Þá vann hún EM, HM og ólympíugull með norska liðinu. Riise gerði Lille- ström að norskum meisturum fjögur ár í röð frá 2016 til 2019. Riise tekur við norska liðinu AFP Stjarnan Ada Hegerberg er skær- asta stjarnan í norska landsliðinu. Matthildur Óskarsdóttir varð í gær Evrópumeistari unglinga í klass- ískri bekkpressu á EM í Búdapest. Hún lyfti 127,5 kílóum, sem er nýtt Íslandsmet. Matthildur keppir í -84 kg flokki. Alexandrea Rán Guðnýjardóttir varð Evrópumeistari í -63 kg flokki með lyftu upp á 110 kg, sem er jöfn- un á hennar eigin Íslandsmeti. Matthildur var stigahæst allra í unglingaflokki og Alexandrea í þriðja sæti á stigum. María Kristbjörg Lúðvíksdóttir keppir í dag í opnum flokki. Íslenskir Evr- ópumeistarar Ljósmynd/IPF Meistari Matthildur Óskarsdóttir vann gullverðlaun í Búdapest. EVRÓPUKEPPNI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik og Víkingur úr Reykja- vík mæta afar sterkum andstæð- ingum í 3. umferð Sambandsdeild- arinnar í fótbolta í kvöld. Tyrkneska liðið Istanbúl Basaksehir heimsækir Kópavogsvöll og Víkingur mætir Lech Poznan frá Póllandi á Víkings- velli. Er um fyrri leiki einvíganna að ræða og eru seinni leikirnir á úti- völlum eftir viku. „Tilhlökkunin er mikil og þetta eru mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við Morgunblaðið um verkefnið gegn pólska liðinu. Víkingur hefur verið á góðri sigl- ingu og spilað vel í Evrópukeppnum á leiktíðinni til þessa. Arnar er því brattur fyrir einvígið gegn pólska liðinu, þrátt fyrir að það sé almennt talið mun sterkara en Víkingsliðið. „Við erum fullir sjálfstrausts og það er góður taktur í okkar leik. Við gerum okkur hins vegar full- komlega grein fyrir því að erum ekki sigurstranglegra liðið í þessu einvígi. Í fótbolta er hins vegar allt mögulegt og við þurfum að eiga toppleik, bæði sem lið og ein- staklingar. Við þurfum að bera virð- ingu fyrir andstæðingnum, en samt á sama tíma vera minnugir þess hvað við höfum gert í Evrópukeppn- unum hingað til. Við höfum þrosk- ast mikið sem lið og ég tel okkur eiga góða möguleika,“ sagði Arnar. Víkingur stóð mjög vel í sænska stórliðinu Malmö í 1. umferð Meist- aradeildarinnar, en eftir naumt tap á útivelli og jafntefli á heimavelli vann Malmö 6:5-sigur. Arnar segir pólska liðið vera með betri leik- menn, en Malmö betra lið. „Mér finnst eins og Lech Poznan sé með betri einstaklinga, og mögu- lega betra lið. Ég held samt að Malmö myndi finna leiðir til að vinna ef þau myndu mætast. Poznan virðist vera með betri einstaklinga, en ekki endilega betra lið en Malmö,“ sagði hann. Áttu allir leiki lífs síns Stjarnan mætti Lech Poznan í Evrópudeildinni sumarið 2015 og vann óvæntan 1:0-sigur í einvíginu eftir heimasigur og markalausan leik í Póllandi. Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, var í Stjörnu- liðinu á þeim tíma, eins og miðju- maðurinn Pablo Punyed. „Ingvar og Pablo spiluðu í því einvígi og ég man vel eftir því. Þetta var gríðarlega ánægjulegt fyrir ís- lenskan fótbolta á þeim tíma að slá út svona lið. Það áttu allir leikmenn Stjörnunnar leiki lífs síns, meðal annars markvörðurinn minn. Þú þarft líka heppni til að slá út svona lið og þetta er árið sem allt gekk upp hjá Stjörnunni, eins og allt gekk upp hjá okkur í fyrra. Þú þarft hæfileika til að slá svona lið út en smá heppni líka,“ útskýrði Arnar. Hann staðfesti svo að varnarmað- urinn Halldór Smári Sigurðsson yrði frá keppni vegna meiðsla í sex til sjö vikur og að danski framherj- inn Nikolaj Hansen væri að glíma við meiðsli og yrði ekki klár í leikinn í kvöld. Lech Poznan varð pólskur meist- ari á síðustu leiktíð. Liðið endaði fimm stigum á undan Raków í öðru sæti. Pólska liðið lék í riðlakeppni Evrópudeildarinnar tímabilið 2020/ 21. Í hæsta gæðaflokki í Evrópu Stemningin er ekki ósvipuð í her- búðum Breiðabliks. Tyrkneska liðið er fyrirfram talið töluvert sterkara, en Blikar eru tilbúnir á sínum heimavelli, þar sem gengið hefur verið afar gott. „Það er gífurleg tilhlökkun. Þetta er stórt tækifæri fyrir liðið til að máta sig við lið í hæsta gæðaflokki í evrópskri knattspyrnu. Þetta Ist- anbúl-lið er gríðarlega öflugt og vel mannað. Þetta verður alvöru próf, en á sama tíma mjög spennandi,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, á blaðamanna- fundi í gær. Hann segir liðið töluvert sterkara en önnur lið sem Breiðablik hefur mætt undir hans stjórn undanfarið ár. „Þetta er margfalt sterkara lið en þau sem við höfum spilað við hingað til, bæði í ár og í fyrra. Árangurinn í Evrópukeppni undanfarin ár segir sína sögu. Þetta lið hefur verið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hefur styrkt sig verulega fyrir þetta tímabil. Þeir eru með marga öfluga leikmenn sem hafa spilað með góð- um liðum. Á pappír er þetta öflugt lið og alls ekki einhverjir latir lúx- usleikmenn. Þetta eru harð- duglegir og skipulagðir gæjar sem eru öflugir í vörn og svo mikil ein- staklingsgæði,“ sagði Óskar. Umhverfi sem þeir eru óvanir Hann segir Breiðablik þó eiga möguleika, sérstaklega á heima- velli, ef allt gengur upp. „Þeir eiga eftir að koma hingað og hér líður okkur vel. Þeir eru að koma í umhverfi sem þeir eru ekki vanir. Þeir eru að koma á lítinn völl með gervigrasi og öðruvísi að- stæður. Vonandi verður veðrið ekki upp á sitt allra besta. Við þurfum að ná að spila á okkar styrkleikum og ná okkar allra besta leik. Við verðum að vera með kassann úti og pressan þarf að vera frábær. Við þurfum að nýta okkar færi og ekk- ert nema okkar besti leikur í vörn og sókn dugar,“ sagði Óskar. Deildin í Tyrklandi byrjar um helgina, á meðan deildin hér heima er í fullum gangi og Blikar hafa spilað þétt. Óskar segir það gæti mögulega hjálpað íslenska liðinu. „Það hjálpar auðvitað eitthvað. Þeir eru kannski ekki í sínu allra besta formi á meðan við erum að spila á þriggja daga fresti. Þeir byrja samt á sunnudaginn og eru á lokametrunum í sínum undirbún- ingi. Það er eflaust ágætisbragur á þeim en það vinnur ekki á móti okkur að okkur hefur gengið ágæt- lega og það er sjálfstraust í okkar hópi,“ sagði Óskar Hrafn. Basaksehir hafnaði í fjórða sæti í sterkri tyrkneskri úrvalsdeild á síðustu leiktíð. Liðið lék í riðla- keppni Meistaradeildarinnar tíma- bilið 2020/21 og fór í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar tímabilið á undan. Þurfa að eiga sína bestu leiki - Víkingur og Breiðablik leika við gríðarlega sterk lið í Sambandsdeildinni - Þjálfararnir brattir fyrir heimaleikina - Langsterkasti andstæðingur Blika Ljósmynd/Kristinn Steinn Víkingur Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var leikmaður Stjörnunnar er liðið sló Lech Poznan úr leik. Ljósmynd/Kristinn Steinn Mark Ísak Snær Þorvaldsson fagnar marki gegn UE Santa Coloma frá Andorra í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar í síðasta mánuði. Besta deild karla Fram – Stjarnan....................................... 2:2 Valur – FH ................................................ 2:0 Staðan: Breiðablik 15 12 2 1 41:15 38 Víkingur R. 14 9 2 3 33:20 29 KA 15 8 3 4 28:18 27 Stjarnan 15 6 7 2 28:21 25 Valur 15 7 3 5 27:24 24 KR 15 5 6 4 21:23 21 Keflavík 15 5 3 7 27:28 18 Fram 15 4 6 5 28:32 18 ÍBV 15 2 6 7 21:29 12 FH 15 2 5 8 16:25 11 Leiknir R. 14 2 4 8 12:26 10 ÍA 15 1 5 9 14:35 8 Meistaradeild karla 3. umferð, fyrri leikir: Bodö/Glimt – Zalgiris............................. 5:0 - Alfons Sampsted lék allan leikinn hjá Bodö/Glimt Qarabag – Ferencváros ........................... 1:1 Maccabi Haifa – Appollon Limassol ....... 4:0 Dinamo Kíev – Stum Graz....................... 1:0 Rauða stjarnan – Pyunik Yerevan.......... 5:0 Evrópudeildin 3. umferð, fyrri leikir: Riga – Gil Vicente..................................... 1:1 Viborg – B36 Þórshöfn............................. 3:0 Wolfsberger – Gzira United.................... 0:0 Dunajská Streda – FCSB........................ 0:1 Noregur Kristiansund – Tromsö ........................... 1:1 - Brynjólfur Andersen Willumsson lék fyrri hálfleikinn hjá Kristiansund. Staða efstu liðan: Molde 17 12 3 2 35:15 39 Lillestrøm 16 11 3 2 31:14 36 Bodø/Glimt 16 9 4 3 37:19 31 Rosenborg 16 7 7 2 29:19 28 Viking 17 8 4 5 30:23 28 Vålerenga 16 7 2 7 25:26 23 Strømsgodset 16 6 4 6 21:25 22 Arna-Björnar – Brann ............................ 0:6 - Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir komu báðar inn á hjá Brann á 55. mínútu. Staðan: Brann 15 13 1 1 45:9 40 Rosenborg 15 11 2 2 32:10 35 Vålerenga 14 10 2 2 41:8 32 Stabæk 15 7 2 6 20:19 23 Lyn 14 6 4 4 19:18 22 Lilleström 14 5 3 6 15:15 18 Kolbotn 14 5 2 7 19:18 17 Arna-Bjørnar 15 3 1 11 14:49 10 Avaldsnes 14 2 1 11 11:43 7 Røa 14 0 2 12 7:34 2 Svíþjóð B-deild: Brommapojkarna – Örebro ................... 2:1 - Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn með Örebro og skoraði. Valgeir Valgeirs- son kom inn á hjá liðinu á 84. mínútu. Trelleborg – Halmstad ........................... 0:4 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Trelleborg. >;(//24)3;( HM U18 kvenna Milliriðill 1: Ísland – Íran ......................................... 28:17 Norður Makedónía – Svíþjóð .............. 20:20 _ Ísland 4, Norður-Makedónía 3, Svíþjóð 1, Íran 0. E(;R&:=/D EM U18 karla B-deild í Rúmeníu, A-riðill: Ísland – Úkraína................................... 88:52 Írland – Danmörk................................. 59:86 _ Danmörk 8, Ísland 7, Úkraína 6, Eistland 5, Írland 4. _ Ísland Mætir Bosníu í átta liða úrslitum á morgun. EM U18 kvenna B-deild í Búlgaríu, C-riðill: Ísland – Noregur ..........................(frl.) 51:46 Holland – Slóvakía................................ 54:58 _ Slóvakía 6, Holland 5, Ísland 4, Noregur 3. _ Ísland leikur um 9.-16. sæti. >73G,&:=/D Knattspyrna Besta deild kvenna: Selfoss: Selfoss – ÍBV ...........................17.30 Hlíðarendi: Valur – Þór/KA ................ 17.30 Meistaravellir: KR – Stjarnan ............ 19.15 Mosfellsbær: Afturelding – Þróttur R. ... 20 Lengjudeild karla: Vogar: Þróttur V. – Selfoss ................. 19.15 Lengjudeild kvenna: Kaplakriki FH – Fjölnir ...................... 18.30 3. deild karla: Dalvík: Dalvík/Reynir – Kári ................... 18 Sambandsdeild karla: Kópavogsv.: Breiðablik – Basaksehir .18.45 Víkingsv.: Víkingur R. – Lech Poznan 18.45 Í KVÖLD!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.