Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 2 x 250 g Ribeye steikur 400 g franskar kartöflur (Snorri notaði Aviko Super Crunch) ½ tsk. hvítlauksduft ½ tsk. paprikuduft 250 g brokkolini (fæst í Costco) 60 ml smjör (við stofuhita) 2 lítil eða 1 stórt hvítlauksrif 2 msk. söxuð steinselja 1 stk. sítróna Salt eftir smekk Pressið hvítlauksrif og rífið um 2 tsk. af sí- trónuberki (varist að taka hvíta undirlagið með). Blandið saman hvítlauk, smjöri, saxaðri steinselju og sítrónuberki. Smakkið til með salti. Takið kjötið úr kæli a.m.k. 1 klst. fyrir eldun, en það mun hjálpa til við jafnari og betri eldun. Nuddið kjötið með olíu og saltið rausnarlega. Pipr- ið eftir smekk. Setjið kartöflurnar í stóra skál, veltið upp úr olíu og salti og eldið þær svo eftir leiðbeiningum á um- búðum. Færið bakaðar kartöflurnar aftur í skálina og veltið upp úr hvítlauks- og paprikudufti. Smakkið til með salti ef þarf. Setjið vatn í pott ásamt svolitlu salti og náið upp suðu. Lækkið hitann svo það rétt kraumi í vatninu og sjóðið brokkolini í 3 mín. Hitið grill að 200°C og grillið steikurnar í 4-5 mín. á hvorri hlið upp í 54°C kjarnhita fyrir medium-rare eldun. Best er að nota kjöthitamæli til að tryggja ná- kvæma eldun. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mín. áður en skorið er í það. Einfalt en ótrúlega ljúffengt grillað ribeye með krydduðu frönskum kart- öflum og heimagerðu hvítlaukssmjöri Skotheld uppskrift þegar gera á vel við sig og sína með góðri steik. Það er Snorri Guðmundsson, ljósmyndari og matarbloggari, sem á heiðurinn af þessari uppskrift. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson Frábært meðlæti Franskar kartöflur eru frábært meðlæti og hægt er að kaupa þær úti í næstu búð. Trixið er að ná þeim stökkum og góð- um og því er mikilvægt að opna ofninn reglulega og hleypa gufunni út. Jarðarberja- og bananasjeik Uppskrift dugar í um þrjú glös 600 g Häagen-Dazs jarðarberjaís, 1 ½ dós 1 banani 330 ml nýmjólk Súkkulaðisósa Hnetukurl Þeyttur rjómi Jarðarber og bananasneiðar 3 grillprik Útbúið ávaxtaprikin með því að raða jarðarberjum og banana- sneiðum upp á langt grillspjót, rað- ið efst á spjótið og niður um 1/3 hluta þess, geymið. Þeytið rjómann og setjið í sprautupoka eða hafið rjóma tilbú- inn í rjómasprautu. Dýfið hverju glasi í súkku- laðisósu og veltið upp úr hnetukurli, sprautið einnig smá súkkulaðisósu inn á hliðar glassins. Setjið næst ís, mjólk og banana í blandara og blandið vel. Skiptið sjeiknum niður í glösin og toppið með þeyttum rjóma og smá hnetukurli. Stingið ávaxtaprikinu í glasið og njótið! Heimagerður sjeik sem klikkar ekki Það er fátt meira viðeigandi en góður ís eftir vel heppnaða máltíð og hér erum við með dýrindis jarðarberja- og bananasjeik úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is. Hér ræður einfaldleik- inn ríkjum en hún segir að það skipti máli að velja góðan ís því hann sé grunnurinn að öllu saman. Ekki er verra að vera með svona flott glös enda er framsetningin hér alveg upp á tíu! Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Klikkar ekki Ís hittir allt- af í mark, hvort heldur sem er eftir góða grill- máltíð eða þegar halda á notalegt kósíkvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.