Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 ✝ Elínborg Guð- mundsdóttir (Ella) fæddist 18. október 1937 í Reykjavík. Hún lést í faðmi barna sinna 17. júlí 2022. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Amelía Kristjáns- dóttir, f. 7. októ- ber 1898, d. 24. mars 1974, og Guðmundur Albert Þór- arinsson, f. 24. apríl 1903, d. 8. maí 1985. Eldri bræður Ellu voru Hörður (sem ekki var samfeðra Ellu) og tvíburarnir Klemenz og Þórarinn. Þeir eru allir látnir. Ella giftist Ingimundi Ey- mundssyni, f. 24. ágúst 1935, 1957. Þau skildu 2014. Börn þeirra eru: 1) Ellert Austmann, f. 17. ágúst 1957, leikari, giftur Evu Karlsdóttur. Synir þeirra eru: a) Evert Austmann, giftur Hel- enu Hrund Ingimundardóttur. Austmann, f. 7. nóvember 1968, markaðsfræðingur MBA, gift Hilmari Garðar Hjalta- syni. Synir þeirra eru tvíbur- arnir: a) Dagur Austmann og b) Máni Austmann. Fyrir á Hilmar Önnu Björk. Ella lærði hárgreiðslu eftir hefðbundna skólagöngu. Hún vann sem hárgreiðslukona í nokkur ár þar til hún ákvað að helga barnauppeldi og heimili starfskrafta sína. Ella var mikill fagurkeri og með sterka sköpunarþrá. Þeg- ar börnin voru kominn á legg hóf hún nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur og hélt náminu áfram í Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands. Ella útskrif- aðist þaðan sem leirlistamaður 1988. Ári síðar stofnaði hún ásamt fjórum öðrum leir- listakonum leirlistavinnustof- una og galleríið Art Hún. Árið 1995 varð hún að láta af störf- um sem leirlistamaður vegna gigtar. Ella var félagi í SÍM og fékkst við myndlist á heim- ili sínu og fylgdist náið með listsýningum og listrænni sköpun fram á hennar seinasta dag. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 4. ágúst 2022, klukkan 15. Synir þeirra eru Maron Logi og Grétar Nóel. Fyrir á Evert Leonard Ben og Helena Hrund Rebekku. b) Aron Austmann, trúlofaður Arn- fríði Ósk Jóns- dóttur. 2) Annetta Austmann, f. 15. október 1960, iðju- þjálfi, fjölskyldu- fræðingur og handleiðari, gift Bjarna Þorsteinssyni. Dætur þeirra eru: a) Birta Austmann, gift Edward Alexander Eiríks- syni. Sonur þeirra er Sölvi Leó. Fyrir á Edward Róbert Darra. b) Sunna Austmann. 3) Stúlka (Anna), f. 28. ágúst 1965, d. 29. ágúst 1965. 4) Re- bekka Austmann, f. 12. júlí 1967, sviðslistahöfundur og markþjálfi, gift Sigurði Guð- mundssyni. Fyrir á Sigurður Aðalborg Birtu, í sambúð með Róbert Davíðssyni. Þau eiga börnin Nóa og Rán. 5) Elísabet Elsku Ella, hjartkæra hug- rakka hlýja mamma mín. Ég kveð þig með sársauka og hjarta mitt er yfirfullt af þakklæti fyrir allt sem þú kenndir mér, sýndir mér og hjálpaðir mér með að skynja og skilja. Ég á aðeins til þakklæti og virðingu yfir öllu sem við deildum saman um heima og geima sem er mér ógleymanlegt. Það var fátt eins gefandi en að tala um við þig langt fram eftir á kvöldin um listir, lífið og mannfólkið enda fannst mér þú svo skemmtileg og við gátum hlegið endalaust að vitleysunni. Þú ýttir við mér að skynja feg- urð í öllum formum og gerðum og fegurðaskyn þitt var þróaðra en flestra okkar hinna. Þú skap- aðir okkur fjölskyldunni framúr- stefnulegt, fallegt og hlýtt heim- ili þar sem þú varst svo útsjónarsöm við að gefa hlutum nýtt hlutverk og nýjan tilgang. Listræn sýn þín á hönnun, liti og form var nýstárleg og voguð. Þú varst svo flink að beina mér á rétta leið þegar ég var týnd, bæði í leik og starfi. Þú sýndir verkefnum mínum ávallt einlægan áhuga og þú lagðir á þig langar leiðir til að sjá af- raksturinn. Það styrkti mitt hjarta. Þú hjálpaðir mér að skynja og skilja aðra með því að horfa á hlutina frá nýjum sjón- arhornum. Þú varst málsvari þeirra sem minna mega sín og réttlætiskennd þín var aðdáun- arverð. Víðsýni og fordómaleysi einkenndi þitt tal og hugleiðing- ar. Þú ert fyrirmynd mín og minn helsti áhrifavaldur. Þú varst alltaf svo áhugasöm og hlý í garð vina minna, ég dáðist alltaf að því og þótti svo leitt þegar ég átti ekki svör við spurningunum þínum. Þó svo að ég byggi lengi erlendis þá vissir þú alltaf hverj- ir voru næst mínum hjartastað. Þegar þú brostir og hlóst þá varð heimurinn skemmtilegur og undrafagur á augabragði. Þá var undravert að vera til í heimi hér með þér. Þú ert mamman mín, ég elska þig fallega mamman mín, þú ert næst hjarta mínu. Þín dóttir með ást og virðingu út fyrir þennan heim og yfir í aðra, þín Bessý. Rebekka A. Ingimund- ardóttir. Þegar ég hitti Ellu fyrst árið 1983 fann ég strax þægilega hlýju streyma frá henni. Ég var ásamt kærustu minni, Annettu dóttur hennar, að heimsækja þau hjónin, hana og Inga, verðandi tengdaforeldra mína – sem ég gerði mér enga grein fyrir þá. Ég var dálítið spenntur og örlítið þunnur. Spennan og þynnkan hurfu um leið og ég fór að tala við þau í fallega húsinu sem þau höfðu byggt sér í Mosfellssveit. Fljótlega komst ég að því að Ella var mikill unnandi fagurrar hönnunar; hún lagði m.a. grunn- inn að arkitektúr hússins. Það kom mér því ekki á óvart þegar hún hóf nám í myndlist og lauk námi frá Myndlista- og handíða- skólanum. Leirlist átti hug hennar allan í náminu og þegar því lauk hóf hún störf sem leirlistamaður. Hún stofnaði ásamt fjórum öðr- um konum vinnustofuna og gall- eríið Art Hún. Þar urðu til mörg fögur listaverk. Ella elskaði að fara óhefðbundnar leiðir og þar kom meðfædd þrjóska hennar að góðum notum. Hún vann mikið með leir og málm saman og verk- in sem hún skapaði voru einstök; glæsilegt skákborð og skák- menn, borðstofuborð og skúlp- túrar af ýmsu tagi, stórir og smáir, svo eitthvað sé nefnt. Blár litur var henni ákaflega hugleik- inn og var hún mikill meistari í að útbúa verk í ógleymanlegum bláum litum. En það var ekki bara list og fegurð sem átti hug hennar. Hún var mjög þenkjandi um ýmis andleg málefni og var óhrædd við að synda á móti straumnum þegar þau voru til umræðu. Ég átti oft samræður við hana um þessi málefni. Við vorum ekki alltaf sammála, en ávallt tókst okkur að ljúka samræðum okkar í sátt eða sáum að vænlegra væri að taka upp léttara hjal. Samhliða því að vera einstak- leg hlýleg í allri framkomu sýndi Ella öðru fólki mikinn áhuga; hún var með meðfæddan hæfi- leika til að ná góðum og inni- legum tengslum við fólk. Ella var ekki flokkspólitísk í afstöðu sinni til veruleikans, en hún hafði sterkar skoðanir á ýmsum þjóð- málum og voru þær allar grund- vallaðar á trú á hið góða í mann- inum, jöfnuð og mikilvægi þess að styðja vel við bakið á þeim sem minnst mega sín. Fjölskyldan var Ellu mjög hugleikin. Hún var límið í fjöl- skyldunni og jafnvel stórfjöl- skyldu sinni. Hún elskaði að fá börnin, tengdabörnin og barna- börnin í heimsókn. Dætur okkar Annettu, þær Birta og Sunna, nutu þeirra forréttinda að vera oft með ömmu sinni, fóru jafnvel til hennar „í vist“ í viku eða tvær á sumrin. Þá kynntust þær Ellu vel, öllum hennar góðu eiginleik- um og fallegu skoðununum um lífið. Eins og margir sem eru fullir fegurðar og góðvildar átti hún einnig sína erfiðu daga þegar myrkur og þyngsli færðust yfir huga hennar og lífið glataði litum sínum. Með þrjósku og seiglu tókst henni ævinlega að rífa sig upp úr hyldýpinu og ná lífsgleði sinni, hlýju og góðvild á ný. Fráfall Ellu er mikið áfall fyr- ir fjölskylduna, jafnvel þótt lengi hefði legið fyrir hvert stefndi. Ættmóðirin mikla, blíða og góða er fallin. Við höfum misst mikið, en búum yfir ómetanlegum minningum um þessa merku og einstöku manneskju. Hvíl í friði, kæra Ella. Bjarni Þorsteinsson. Elsku besta amma Ella okkar. Hjarta mitt stækkaði um nokkur númer þegar ég kynntist þér. Ástin og umhyggjan sem þú hef- ur sýnt mér og börnunum mín- um er ómetanleg og við munum geyma hana í hjartanu það sem eftir er. Faðmurinn þinn var svo hlýr og ástin sem þú gefur frá þér er svo falleg. Ég er svo þakk- lát fyrir þig. Takk fyrir öll fal- legu orðin þín, ég mun alltaf geyma þau í hjartanu mínu. Takk fyrir að elska mig og börn- in mín. Ég elska þig og ég vona að þú vitir hvað þú átt stóran part í hjartanu mínu. Þín Aðalborg Birta, Nói, Rán og Róbert. Ég vil í fáum orðum minnast elsku hjartans Elínborgu eða Ellu eins og hún var alltaf köll- uð.Við eigum ótal fallegar og skemmtilegar minningar sem verða ávallt vel varðveittar í hjörtum okkar. Ella var einstök, full af kærleika, hlýju og hæfi- leikaríkur listamaður. Hún var gift Inga bróður pabba míns í fjöldamörg ár og samgangurinn í fjölskyldunni mikill á þeim árum. Á tímabili bjuggu þau Ella og Ingi á Víghólastíg 16 sem er æskuheimili fjölskyldu okkar. Seinna fluttust þau í Lyng- brekku í Kópavogi sem er í göngufæri frá Víghólastígnum og því auðvelt að halda góðum samskiptum og fara til þeirra í heimsókn eða þau komu til okk- ar. Hist var í barnaafmælum og oft og tíðum líka hjá ömmu Mar- gréti og afa Eymundi sem á þeim tíma bjuggu einnig á Víghólastíg 4, aðeins ofar í brekkunni þar sem stórfjölskyldan kom saman á stórhátíðum og fagnaði. Það sem einkenndi fjölskylduna var mikill kraftur og gleði. Ella var alltaf ofsalega ljúf og góð mann- eskja sem okkur öllum þótti af- skaplega vænt um. Ég er afar þakklát fyrir þann tíma sem ég og fjölskylda mín áttum með henni. Hjartans samúðarkveðjur til ykkar, elsku fjölskylda og frænd- systkini, Ingi frændi, Annetta, Elli, Rebekka og Lís. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Bjarni Stefán Konráðsson) Með þökk fyrir allt og allt elsku Ella. Góða fer í Sumar- landið bið að heilsa pabba og mömmu. Helga Austmann Jóhannsdóttir. Elínborg Guð- mundsdóttir (Ella) áramótaveislu. Þau léku alltaf á als oddi og dekruðu við gestina. Haukur bjó til jólaglögg frá grunni eftir sérstöku ritúali og kveikti lifandi kertaljós á jóla- trénu. Síðan var sest að borðum og bornir fram ótal girnilegir og gómsætir réttir sem Gyða bjó allt- af til sjálf. Gyða var prýdd öllum helstu kostum góðrar vinkonu. Hún var heilsteypt, skemmtileg, greiðvikin og góð. Auk þess var hún hörku- dugleg, eldklár, músíkölsk og menningarlega sinnuð. Á kveðju- stund er okkur efst í huga þakk- læti fyrir að hafa átt Gyðu að vini. Við og makar okkar vottum Hauki vini okkar, Jóa, Jara og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Gyðu. Sigríður Ragna og Guðrún Sv. Æskuvinkona er kvödd. Gyða Jóhannsdóttir andaðist á líknar- deild Landspítalans hinn 24. júlí eftir erfið veikindi. Gyða var dóttir Jóhanns Sæmundssonar, prófess- ors og yfirlæknis á lyflæknisdeild Landspítalans, og Sigríðar Sæ- mundsson. Kynni okkar Gyðu hófust þegar í barnaskóla í sjö ára bekk Mið- bæjarskólans haustið 1951. Okkur leið vel í góðum hópi skólasystk- ina, sem mörg hver þekkjast enn þann dag í dag. Á fyrstu árum okkar þar stofnuðum við til saumaklúbbs sem hefur enst óslit- ið síðan. Gyða bjó sín fyrstu ár í Tjarn- argötunni, en hún var aðeins 10 ára gömul þegar faðir hennar and- aðist aðeins 50 ára að aldri. Fjöl- skyldan var þá að byggja hús á Melhaga en faðir hennar sá aldrei þau áform sín að fullu rætast. Þetta varð sannkallað fjölskyldu- hús, en þar bjuggu síðan á fjórum hæðum þess, Gyða ásamt móður sinni, eldri systir hennar með fjöl- skyldu sína og tvær móðursystur Gyðu. Í þessu sérstaka fjölskyldu- húsi naut Gyða umönnunar og ást- ríkis, þar sem ávallt var einhver til staðar fyrir hana. Á menntaskólaárum okkar urðu til kynni og vinskapur milli okkar fjögurra ungmenna þ.e. undirritaðra, Gyðu og æskuvinar míns, Helga H. Jónssonar, síðar fréttamanns. Varð okkur vel til vina og eftir því sem tíminn leið nýttum við stöðugt stærri hluta hans í samveru hvert við annað. Voru þetta áhyggjulítil dýrðarár, sem leiddu til tveggja hjónabanda. Fljótlega eftir stúdentspróf héldu þau Gyða og Helgi til Norð- urlandanna til frekara náms, þar sem Gyða hóf nám í sálfræði. Varð þá tímabundið vík á milli vina án þess þó að þráðurinn rofnaði. Á fyrri hluta áttunda áratugar- ins eignuðust þau tvo drengi, þá Jóhann Árna og Jón Ara, en árið 1976 slitu þau hjón samvistum. Gyða bætti við þekkingu sína samhliða störfum sínum við Fóst- urskólann og síðar Kennarahá- skólann og Háskóla Íslands eftir samruna þessara stofnana, en hún tók við starfi skólameistara Fóst- urskólans árið 1985 er Valborg Sigurðardóttir lét þar af störfum. Ekki verður frekar fjallað um framlag Gyðu til kennslumála hér- lendis, enda aðrir betur til þess fallnir. Árið 1984 giftist Gyða Hauki A. Viktorssyni arkitekt. Var það mikið gæfuspor, en það var strax eins og þau væru sköpuð hvort fyrir annað. Haukur er glæsi- menni, ræðinn og velviljaður öll- um og féll hann fyrirhafnarlaust í vinahóp Gyðu, rétt eins og hann hefði verið við hlið hennar alla tíð. Hófu þau búskap í fjölskylduhús- inu á Melhaga, en fluttu síðar að Bakkavör 6, Seltjarnarnesi, en raðhúsin þar hafði Haukur teikn- að. Gyða hefur alla tíð staðið vörð um fjölskyldu sína og haldið henni vel saman. Voru ömmu- og systra- börnin henni afar kær. Undanfarin ár hefur Gyða átt við að etja erfiðan krabbameins- sjúkdóm, en síðustu vikur dvaldi hún á líknardeildinni, þar sem hún hlaut góða umönnun. Jafnframt skal þökkuð góð meðferð og nær- gætni Óskars Þ. Jóhannssonar krabbameinslæknis. Hugur okkar er nú hjá Hauki, sonunum Jóhanni Árna og Jóni Ara og fjölskyldunni allri. Megi Guð og góðar vættir styrkja þau í sorg þeirra. Hennar er sárt saknað. Hildur og Þórarinn. Gyða, mín góða vinkona, er dá- in. Hún lést á Líknardeildinni 24. júlí sl. á sólbjörtum sumardegi. Gyða var sóldýrkandi og mér finnst gott að vita að hún hafi sam- einast almættinu sem hún trúði á í birtu sólarinnar og þegar náttúr- an skartaði sínu fegursta. Gyða veiktist fyrir rúmum fjórum árum en í byrjun árs var ljóst að veik- indin voru orðin alvarlegri og við sem elskuðum hana urðum að búa okkur undir ferðalok hennar. Þeg- ar litið er til síðustu vikna tel ég að þau hafi verið henni líkn en um leið ljúfsár sorg fyrir okkur hin. Mér finnst Gyða hafa verið hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér en svo er þó ekki. Við kynntumst haustið 1977, ég 27 ára, hún nokkrum árum eldri. Þó ólíkar værum, var margt í aðstæð- um okkar sambærilegt og við náð- um vel saman. Við vorum báðar virkar í starfshópum Norræna sumarháskólans og tókum að okk- ur að undirbúa sumarmót hans á Laugarvatni sumarið ‘78. Þetta ævintýri var upphafið að vináttu sem byggðist á trausti, virðingu og væntumþykju. Ég kynntist fjölskyldu Gyðu, sonum hennar, Jóa og Jara, og konunum sem bjuggu í fjölskyldu- húsinu á Melhaga; systur, móður og móðursystrum sem buðu mér og Ásdísi dóttur minni í fjöl- skylduteboð sem þær héldu á sunnudögum. Nú eru þær allar dánar og húsið á Melhaga ekki lengur fjölskyldunnar. Ég fór þar um nýlega, horfði upp á svalirnar og minntist kveðjustundar okkar Gyðu þar nóttina áður en ég flutti til Noregs með dóttur mína. Dimm ágústnótt, íslensk hita- bylgja og hvítvín. Við höfðum unnið saman í Þroskarannsóknum, verkefni Wolfgangs Edelsteins og Sigur- jóns Björnssonar, en Gyða sá um rekstur þess og framkvæmd. Ég er henni ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnt mig fyrir Wolfgang og konu hans Moniku. Að vera hluti af „stelpuhópnum“ hans Wolf- gangs voru forréttindi. Einnig höfðum við unnið með og ferðast saman á vegum Norræna sum- arháskólans en ferðin með börnin okkar þrjú til Gotlands og Skelef- teå i Svíþjóð gleymist seint. Þess- um sameiginlega kafla í lífi okkar var að ljúka, nýir tímar og nýar áskoranir biðu, en vináttu okkar lauk ekki. Á árunum sem ég var í Noregi gerðist margt í lífi Gyðu; hún fór í framhaldsnám til Harvard, varð skólastjóri Fóstruskóla Íslands, hóf doktorsnám, giftist Hauki og þau ferðuðust um heiminn. Við mæðgur komum heim og runnum aftur inn í fjölskyldu Gyðu. Þar voru strákarnir og frænkurnar, konurnar á Melhaganum og þar var Haukur og systur hans en fyrst og fremst var þar Gyða, vin- kona mín með sitt stóra hjarta, sína næmu hlustun og góðu ráð- leggingar, ef um þær var beðið. Tíminn leið og við urðum eldri, fjölskyldumeðlimir hurfu og nýir bættust við en alltaf vorum við vinkonur og ég hluti af hennar fjölskyldu. Veikindi Gyðu tóku á og versnandi heilsa Hauks var öll- um erfið. Ég hef dáðst að styrk sona hennar og veit að þeir voru henni allt. Því miður get ég ekki verið viðstödd jarðarför Gyðu en hugur minn verður hjá ykkur öll- um, Hauki, sonum, tengdadætr- um, barnabörnum, frænkum, öðr- um ættingjum og vinum. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt Gyðu fyrir vinkonu. Stefanía Traustadóttir. Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.