Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 ✝ Þorgrímur Jónsson málm- steypumeistari fæddist 25. apríl 1924 í Vík í Mýr- dal. Hann lést á Hrafnistu, Laug- arási, 21. júlí 2022. Foreldrar hans voru hjónin Þor- gerður Þorgils- dóttir, f.1900, d. 1994, húsfreyja og fyrrverandi starfsmaður Al- þingis, og Jón Jónsson, f. 1889, d. 1957, silfursmiður. Systkini Þorgríms eru Sigrún, f. 1921, d. 2001, Hafsteinn, f. 1931, d. 1997, og Bryndís, f. 1936. Þorgrímur kvæntist, Guð- nýju Margréti Árnadóttur, f. 26.4. 1928, d. 28.9. 2018, frá Hellnafelli í Grundarfirði, þann 3.6. 1950. Foreldrar hennar voru Herdís S. Gísla- dóttir, f. 1899, d. 1996, hús- freyja og Árni Sveinbjörnsson, f. 1891, d. 1963, bóndi og vél- stjóri. Þorgrímur og Guðný eign- uðust fjögur börn. 1. Bára Þor- gerður, f. 2.10. 1950, hjúkr- unarfræðingur, gift Ólafi Jónssyni, f. 1935. Synir þeirra eru Jón Árni, f. 1973, kvæntur Sigríði R. Þrastardóttur, f. 1972. Þau eiga Guðmund Kára, f. 2003, Bryndísi Báru, f. 2006, og Laufeyju Birtu, f. 2009. fræðingur, kvæntur Aldísi Yngvadóttur, f. 1961. Dætur þeirra eru Hugrún, f. 1989, í sambúð með Oddi I. N. Stef- ánssyni, Gígja, f. 1991, í sam- búð með Eysteini Ívarssyni, þau eiga dóttur, f. 2022, Signý, f. 1996, í sambúð með Önnu M. Ólafsdóttur. 4. Her- dís, f. 29.6. 1961, viðskipta- fræðingur, í sambúð með Kristni G. Hjaltalín, f. 1962. Dóttir þeirra er Soffía Umm- arin, f. 1993, dóttir hennar er Kristín Alda f. 2014. Þorgrímur ólst upp í Vík í Mýrdal fram til fermingarald- urs er hann flutti ásamt for- eldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur. Þorgrímur tók sveinspróf í málmsteypu frá Iðnskóla Reykjavíkur 1945 og fékk síðar meistarabréf í sömu iðngrein. Hann fór í fram- haldsnám í málmsteypu hjá Stockholms Tekniska Institut og starfaði hjá Söderhamn Mekaniska Verkstäder um skeið. Þorgrímur stofnaði Málmsteypu Þorgríms Jóns- sonar ásamt föður sínum í Laugarnesi í Reykjavík. Upp úr 1950 tekur Þorgrímur við rekstrinum og hóf frekari uppbyggingu fyrirtækisins ásamt eiginkonu sinni Guð- nýju og síðar börnum þeirra. Þorgrímur lét af daglegum störfum hjá fyrirtækinu 2005 þá áttatíu og eins árs. Útför Þorgríms er frá Há- teigskirkju í dag 4. ágúst 2022, klukkan 11. Bragi Þorgrímur, f. 1976, kvæntur Helgu Sigurð- ardóttur, f. 1977. Þau eiga Arngrím Orra, f. 2003, og Ólaf Bjarka, f. 2008. Eiríkur Orri, f. 1980, kvæntur Guðbjörgu H. Guð- mundsdóttur, f. 1984. Þau eiga Árúnu Birnu, f. 2014, og Karólínu Grímu, f. 2018. 2. Sigurður Trausti, f. 6.8.1952, vélfræðingur, kvænt- ur Zhönnu Þorgrímsdóttur, f. 1963. Hann var áður kvæntur Elsu Brynjólfsdóttur, f. 1957, d. 1999, þau skildu. Synir þeirra eru Sigurður Þór f. 1973, kvæntur Lotte Harmsen, f. 1977, þau eiga Önnu Björk, f. 2010. Hann á tvö börn úr fyrra sambandi með Sig- urveigu M. Stefánsdóttur, Sverri Þór, f. 1995, og Stínu Malen, f. 2000. Ari, f. 1978, d. 1978. Guðni Már, f. 1980, kvæntur Tine D. Burmeister, f. 1982. Synir þeirra eru Bastian Karl, f. 2006, Sigfús Falke, f. 2008, Ásbjörn Trausti, f. 2013. Andri Freyr, f. 1982. Zhanna átti fyrir soninn Pavlo Ro- denko, f. 1982, kvæntan Önnu, f. 1984. Synir þeirra eru Kiril, f. 2011, og Makar, f. 2016. 3. Jón Þór, f. 30.4. 1958, verk- Látinn er í Reykjavík Þor- grímur Jónsson málmsteyp- umeistari, háaldraður. Hann var heilsuhraustur alla ævi þar til allra síðustu ár, þrátt fyrir lang- an og erfiðan vinnudag en hann var sterkur og hörkuduglegur. Eftir fráfall Guðnýjar eiginkonu hans hrakaði heilsu hans nokkuð hratt. Síðustu rúm þrjú árin dvaldist hann á Hrafnistu, Laug- arási. Hann fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum frá Vík 1938 og fór strax að vinna fyrir sér, fyrst sendisveinn í verslun- inni Vaðnesi og síðar húsvörður í Iðnó. Sautján ára gamall hóf hann nám í Járnsteypunni. Jafn- framt stundaði hann bóklegt nám í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann lauk námi í málmsteypu árið 1945 með sveinsprófi og varð síðar meistari í greininni. Hann aflaði sér frekari menntunar í Svíþjóð með þátttöku í fræðilegu námi og starfaði síðan á málmsmíðaverk- stæði. Þegar leið að námslokum hóf hann málmsteypu við Lauga- mýrarblett í félagi við Jón föður sinn sem var fjölhæfur dugnaðar- forkur. Jón mun hafa dregið sig að mestu frá þessum rekstri um 1950. Í fyrstu voru framleiðslu- vörurnar pottar, pönnur og lamp- ar. Síðar voru steyptar ristar fyr- ir niðurföll, brunnkarmar og brunnlok fyrir sveitarfélög og verktaka. Þorgrímur hóf að merkja vörur sínar með stöfun- um MÞJ eða Málmsteypa Þor- gríms. Má þessi verk hans sjá víða um land, á götum og plönum, mest þó í Reykjavík og munu lengi halda á lofti minningu hans. Umsvifin jukust og starfs- menn bættust í hópinn. Ekki má gleyma eiginkonu Þorgríms, Guðnýju, sem starfaði við hlið hans fyrstu árin af miklum dugn- aði. Þáttaskil urðu þegar synir hans Sigurður Trausti vélfræð- ingur og Jón Þór vélaverkfræð- ingur gengu til liðs við föður sinn við reksturinn. Fyrirtækið var vel rekið og fékk tilnefningar sem framúrskarandi fyrirtæki. Þorgrímur starfaði þar til um áttrætt er hann missti sjónina og gat ekki unnið lengur þótt viljinn hafi verið fyrir hendi. Árið 1950 gekk Þorgrímur að eiga mannkosta- og dugnaðar- konuna Guðnýju Margréti Árna- dóttur frá Hellnafelli í Grundar- firði (1928-2018). Þau eignuðust fjögur myndarleg börn. Þorgrím- ur var greindur, athugull og heil- steyptur fjölskyldufaðir. Þegar ég kom í fjölskylduna sem tengdasonur var mér afar vel tekið. Á yngri árum var hann duglegur að ferðast um landið og þá oftast gist í tjaldi. Oft var rennt fyrir silung. Hann gat verið kíminn og gamansamur og sagði oft skemmtilegar sögur. Seinni árin ferðuðust hjónin nokkuð er- lendis. Þorgrímur var afar fróður og kunni skil á mörgu. Heimsstyrj- öldin síðari geisaði þegar hann starfaði í Járnsteypunni. Hann rifjaði oft upp hinar miklu her- skipaferðir um Faxaflóann sem sáust svo vel frá vinnustað hans vestur við sjóinn. Þorgrími varð oft hugsað til æskuáranna í Mýrdal, við hey- vinnu, lunda- og fýlaveiðar og ekki síst silungsveiðar með föður sínum. Í minningunni voru sumr- in blíð, sól skein í heiði, fugla- söngur var í lofti og Heiðarvatn fullt af silungi. Að leiðarlokum er þökkuð samfylgd sem aldrei bar skugga á. Ólafur Jónsson. Afi ólst upp í Vík í Mýrdal en flutti þaðan til Reykjavíkur ferm- ingarár sitt, 1938. Æskuslóðirnar voru honum ávallt hugleiknar og ræddi hann iðulega um þær með mikilli væntumþykju. Hann minntist einnig oft á stríðsárin, einkum hernámsdaginn 10. maí 1940 þegar hann fór niður að höfn að morgni dags og sá her- skip koma að landi í blankalogni og beið í ofvæni eftir smá golu svo hægt væri að sjá hvaða fáni blakti þar við hún – sá breski eða þýski. Reykjavík stríðsáranna var honum ljóslifandi enda vann hann um skeið í versluninni Vað- nesi við Klapparstíg og síðar í Iðnó áður en hann hóf nám við Iðnskólann í Reykjavík og kynnt- ist því bæjarlífinu vel. Hann fylgdist ávallt vel með sögu og samtíð og var víðlesinn eins og bókakostur heimilisins bar síðar vott um. Afi var hörkuduglegur og vann alla tíð ötullega að fjöl- skyldufyrirtækinu, Málmsteypu Þorgríms Jónssonar (MÞJ), sem sett var á fót árið 1944. Það óx og dafnaði í höndum hans með að- stoð ömmu, Guðnýjar Margrétar Árnadóttur, sem lést fyrir fjórum árum, barna þeirra og fleiri starfsmanna. Fyrir okkur sem smástráka var það mikill undra- heimur að heimsækja Málm- steypuna og sjá bráðinn málm og ýmis tæki og tól. Framleiðslu- vörurnar er að finna víða um göt- ur Reykjavíkur svo nafni afa mun bregða fyrir þótt hann sé nú fallinn frá. Afi og amma voru dugleg að ferðast, bæði innanlands og utan, og dvöldu um nokkurra vikna skeið á Kanaríeyjum á efri árum í sól og hita. Afi hafði létta lund og var ávallt stutt í húmorinn hjá hon- um. Það var gaman að heim- sækja hann og ömmu, en þau tóku vel á móti gestum og voru mörg skemmtileg fjölskylduboð haldin á heimili þeirra á Rauða- læk í áranna rás. Eftir fráfall ömmu árið 2018 bjó afi á Hrafn- istu þar sem hann minntist lið- inna ára. Við minnumst hans einnig með hlýhug. Jón Árni Ólafsson, Bragi Þorgrímur Ólafsson og Eiríkur Orri Ólafsson. Það er með söknuði og hlýjum minningum sem við kveðjum elsku afa okkar Þorgrím. Afi var einstaklega góður maður og hjartahlýr. Hann kom fram við alla af mikilli virðingu og hafði það að sið að tala aldrei illa um aðra. Afi hafði einstakt lag á því að segja sögur. Frásagnir hans af gamla tímanum og lífinu á heimaslóðum hans í Víkinni hafa vakið með okkur systrum hrifn- ingu og forvitni. Okkur þótti allt- af gaman að heyra söguna af því hvernig hann og amma Guðný kynntust og sögurnar af sjálfs- þurftarlífinu á hans yngri árum. Þá fannst okkur mikið til þess koma hvernig hann veiddi fýl sem ungur drengur, vann erfiðis- vinnu til að safna fyrir ferming- arfötunum og réri til sjávar með föður sínum eldsnemma morg- uns áður en hann hóf sinn hefð- bundna vinnudag. Kraftaverka- sagan af spítalavistinni í Lundúnum var og er engri lík, ekki síst vegna innlifunar hans og undrunar yfir þeirri andlegu heimsókn sem hann þar fékk. Það má með sanni segja að líf hans hafi einkennst af mikilli eljusemi og þrautseigju. Lagði hann mikinn metnað og alúð í uppbyggingu fjölskyldufyrir- tækisins þar sem hann vann sleitulaust til áttræðs. Hann tal- aði ósjaldan um hversu stoltur Þorgrímur Jónsson ✝ Hlöðver Jó- hannsson fæddist á Reyð- arfirði 29. nóv- ember 1925. Hann lést á Landspít- alanum 19. júlí 2022. Foreldrar hans voru Guðný Björg Einarsdóttir og Jó- hann Nikulás Bjarnason. Systkini hans eru Ástríður (látin), Einþór (látinn), Unnsteinn, Óli Sigurður og Ólöf Guðbjörg fóstursystir (látin). Eftirlifandi eiginkona Hlöð- vers er Ólöf Sigríður Björns- dóttir. Börn þeirra eru: 1) Bald- ur Arnar, maki Árnína Gréta Magnúsdóttir, börn þeirra eru þrjú, ein fósturdóttir, átta barnabörn, fjögur barnabarnabörn. 2) Hallgerður Björk, maki Ingvar Haf- steinn Krist- jánsson, börn þeirra eru fjögur, sex barnabörn. 3) Jóhann Guðni, maki Alda Guðrún Jörundsdóttir, börn þeirra eru þrjú, fjögur barnabörn. 4) Steinþór, maki Dagný Thor- arensen, börn hans eru þrjú, tveir stjúpsynir. Hlöðver starfaði mestan sinn starfsaldur hjá Vegagerð rík- isins, fyrst á Reyðarfirði, síðan í Reykjavík. Útför Hlöðvers fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 4. ágúst 2022, klukkan 13. Hafðu þökk Þín gullnu spor yfir ævina alla hafa markað langa leið. Skilið eftir ótal brosin, bjartar minningar sem lýsa munu um ókomna tíð. (Hulda Ólafsdóttir) Elsku pabbi minn. Ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar saman, þrátt fyrir búsetufjar- lægð hittumst við reglulega, þá var mikið spjallað. Þú varst alltaf svo áhugasamur um hvernig gengi hjá krökkun- um; skóli, vinna, allt, og seinna um barnabörnin, fylgdist vel með þeim öllum. Krakkarnir voru allt- af velkomnir til ykkar mömmu, allt gert fyrir þau sem hægt var. Við munum öll sakna þess að hlusta á sögurnar þínar um barn- æsku, vinnu og ferðalög. Við Ingvar og krakkarnir þökkum þér fyrir allt. Við trúum og vitum að vel hef- ur verið tekið á móti þér í sum- arlandinu. Kærleikskveðja frá dóttur þinni og fjölskyldu, Hallgerður Björk Hlöðversdóttir. Mig langar til að segja nokkur orð um afa minn. Mér hefur alltaf þótt ákaflega vænt um elsku afa minn en hann sýndi mér alla tíð mikla ást og hlýju. Afi var ein- staklega góður maður og á ég ógrynni af góðum og hlýjum minningum af tíma mínum með honum og ömmu. Hvort sem það voru sumrin í bústaðnum hjá þeim á Þingvöllum eða heimsókn- ir til þeirra eru þetta allt stundir sem mér þykir svo vænt um. Mér finnst ég svo heppin að hafa feng- ið að eiga allar þessar góðu stund- ir með honum og ömmu og standa þá upp úr sumrin á Þingvöllum og allar góðu minningarnar þaðan. Ég mun aldrei gleyma hvað afi var alltaf til í að grallarast með okkur Ollu frænku þegar við komum á Þingvelli endalausar sundferðir, göngutúrar og skemmtilegar sögur sem hann sagði okkur. Stendur þar ávallt upp úr ferðin að peningagjánni þar sem við frænkur ætluðum heldur betur að veiða peninga þar upp úr en það fór nú ekki alveg eins og við höfðum ætlað okkur og brá afi þá á það ráð að setja bara sjálfur pening í föturnar okkur svo við gætum svo sýnt ömmu afraksturinn. Þetta mun alltaf vera ein af mínum uppá- halds minningum. Afi og amma fóru samstíga í gegnum lífið og áttu þau ákaflega fallegt og náið samband alla tíð. Elsku afi minn ég kveð þig nú með söknuði og á sama tíma vill ég votta ástkærri ömmu minni alla mína samúð. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín Sandra. Afi minn… elsku hjartans af minn… Mér finnst þú vera með okkur enn, og það er tómlegt að koma í Núpalindina og þú ekki lengur í stólnum þínum. Ég er svo þakklát fyrir sam- bandið sem ég átti við ykkur ömmu alla tíð. Ég átti alltaf mitt athvarf hjá ykkur sama hvað gekk á í lífi mínu, hvort heldur sem ég bjó erlendis eða hér heima þá tókuð þið amma á móti mér með ykkar einstöku hlýju og veittuð mér það skjól sem ég þurfti á að halda. Eftir að börnin mín komu í heiminn voru þau ávallt umvafin kærleika og um- hyggju og sérstaklega talað við þau og þeim veitt athygli, enda voru þau einstaklega hænd að ykkur báðum. Ég gæti rifjað upp endalaust af sögum, en sagan okkar byrjaði í kjallaranum á Hlíðarveginum þar sem ég, ljóshært stelpuskott, gat farið upp til afa og ömmu eins og mig lysti, seinna meir heima á Egilsstöðum þar sem ég og bræð- ur mínir fengum ykkur til okkar og alltaf hlaðin gjöfum, enn síðar til Noregs og nú í seinni tíð í Reykjavík. Það var alveg sama hvað mað- ur var að sýsla við hverju sinni, alltaf leið manni í þinni návist eins og maður væri afreksmann- eskja, þú hafðir einstakt lag á því að gefa manni þá tilfinningu. Kaupa íbúðir, eignast börn, mennta sig eða bara vera til, allt- af var maður að gera svo vel, og það er ég svo þakklát fyrir, þessa fullvissu um að maður stæði sig vel, takk elsku afi minn. Fyrir þér voru allir „góðir drengir“ eða „góðar manneskj- ur“, og þér var svo annt um alla í kringum þig, fallegur eiginleiki sem ég hef reynt að tileinka mér, að sýna fólki áhuga og virðingu. Strákarnir mínir fóru ekki var- huga af þessu þar sem þú virtist alltaf muna hvað þeir þeir væru að sýsla í lífinu og spurðir þá spjörunum úr, fullur áhuga um þeirra líf. Eftir að ég kynntist Jóni mín- um var honum umhugað að heim- sækja ykkur sem oftast og lagði ríka áherslu á það að hitta á ykk- ur og þiggja kaffisopa. Ég er svo þakklát fyrir það að ég var dugleg að kíkja á ykkur, ekki síst í seinni tíð, það var partur af rúntinum að koma við í Kópavoginn, enda átt- uð þið svo margt inni hjá mér eft- ir allt sem þið hafið veitt mér og bræðrum mínum í gegnum tíðina. Þú varst yndislegur afi og þú varst yndislegur langafi og við hefðum ekki geta verið heppnari í lífinu að eiga þig að sem okkar stuðning og bakhjarl. Takk fyrir allt, takk fyrir allar sögurnar, myndirnar sem þú prentaðir út, takk fyrir öll heim- boðin sem þú þáðir til mín og minna og takk fyrst og fremst fyrir að hafa verið þú eins og þú varst. Ég lofa þér því, afi minn, að ömmu skal ég hugsa um eins vel og ég get, halda áfram að halda minningu þinni á lofti og lifa eftir gildum þínum um að sjá það góða í fólki. Megir þú hvíla í friði eins og þú þráðir heitast. Ég finn ennþá fyr- ir höndinni þinni í minni daginn sem ég kvaddi þig í síðasta sinn, þétt, traust og hlýtt. Hvíldu í friði afi minn, ég og mínir elskum þig og munum ávallt gera. Þín Kristjana Jenný. Ég kynntist Hlöðver fyrst þeg- ar ég var að vinna hjá Vegagerð- inni sem unglingur og ekki óraði mig fyrir því þá að hann ætti eftir að verða tengdafaðir minn um tíma, eða rúmlega tuttugu ár. Hlöðver var einstaklega góð- hjartaður og hjálpsamur maður. Alltaf var hann tilbúin að hjálpa til við allar þær framkvæmdir sem við gerðum á íbúðarhúsnæð- inu okkar og staðalbúnaðurinn hjá honum á þessum tíma var vinnusamfestingur í skottinu því oft var það þannig að það sem átti að vera venjuleg heimsókn endaði í vinnudegi þar sem hann taldi það aldrei eftir sér að taka til hendinni þegar við vorum eitt- hvað að brasa. Hlöðver þreyttist aldrei á að sitja með börnum okkar og segja þeim sögur sem þau trúðu skil- yrðislaust, jafnvel þó ég hafi hann nú grunaðan um að spinna þær upp jafnóðum og þær voru sagð- ar. Börnin áttu kisu sem hét Simbi en það kom að því að hann þurfti að flytja að heiman til að stofna fjölskyldu. Um jólin barst svo jólakort frá Simba með kærri kveðju og það vantaði ekki einu sinni frímerki á umslagið því afi hugsaði fyrir öllu. Þetta gladdi auðvitað börnin og lengi vel vissu þau ekki hver hefði raunverulega sent þeim kortið, en svona var hugulsemin í afa. Við áttum oft góðar stundir í sumarbústaðnum hjá þeim hjón- um á Þingvöllum og það var aðdá- unarvert hvað þeim hafði tekist að byggja þarna upp notalegan og fallegan samverustað með þrautseigu og nægjusemi og aldr- ei fórum við svöng þaðan, Ólöf sá fyrir því. Það hófst vinskapur með foreldrum mínum og þeim hjónum, Hlöðver og Ólöfu, fljót- lega eftir að ég tengdist þeim fjöl- skylduböndum og var samgangur á milli þeirra alla tíð. Þegar fór að líða að lokum hjá föður mínum þá heimsóttu Hlöðver og Ólöf þau reglulega. Það stytti föður mínum stundirnar þegar Hlöðver sat við rúmstokkinn hjá honum og spjallaði um málefni líðandi stundar. Ég er þeim ævinlega þakklát fyrir þann hlýhug og góð- vild sem þau sýndu foreldrum mínum. Ég þakka allar þær góðu sam- verustundir sem við áttum og þann kærleik sem Hlöðver sýndi mér og börnunum mínum. Elsku Ólöf og fjölskylda ég sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Ragnheiður Steinsen. Hlöðver Jóhannsson Minningarkort fæst á nyra.is eða í síma 561 9244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.