Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 24 kjúklingaleggir Marinering: 5 vorlaukar 1 rauður chili 5 msk. fljótandi hunang 2 msk. sojasósa 2 sm engiferrrót 5 greinar ferskt timian Saxið vorlaukinn og chili fínt. Setjið í skál. Blandið hunangi og sojasósu saman við. Rífið engifer saman við og tínið lauf- in af timian-greinunum og setj- ið saman við. Blandið vel sam- an. Marinerið kjúklingaleggina sem lengst og grillið svo við miðlungshita í 10 mínútur. Grillaðir kjúklingavæng- ir að hætti Jamie Oliver Það er fátt sem toppar góða grillaða kjúklingavængi og þar leikur marineringin aðalhlutverkið. Mikilvægt er að hún sé bragðmikil og sæt, klístrist vel við kjúklinginn og lyfti andanum upp í hæstu hæðir – eða svo gott sem. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Jamie Olivers og ætti ekki að valda neinum vonbrigðum enda inniheldur hún allskyns góðgæti sem tryggir hámarks bragðupplifun. Ljósmynd/Jamie Oliver Sælgæti Það er fátt sem toppar góða grillaða vængi en hér skiptir marineringin höfuð máli. Sashi rib-eye steikur Sérvalin piparostasósa Grillað rótargrænmeti Rauð paprika Saus Guru BBQ-sósa SPG-krydd Aðferð: Kryddið kjötið áður en það fer á grillið og gætið þess að það sé við stofuhita. Grillið það á hvorri hlið í nokkrar mín- útur og lækkið síðan undir. Penslið með BBQ-sósu. Mikilvægt er að leyfa kjötinu að hvíla vel að grillun lokinni áður en það er skorið. Grillið grænmetið á meðalhita þar til það er tilbúið. Sveppirnir þurfa lengri tíma en margur myndi halda í fyrstu og það sakar ekki að pensla þá með góðri ólífuolíu. Berið fram með piparostasósu og njótið. Grillað nauta- rib-eye með fylltum sveppum og piparsósu Sashi-veisla Hér leikur sashi-kjötið aðalhlutverk enda með því betra sem hægt er að fá á grillið. Við höfum áður fjallað um hinar óborganlegu sashi-steikur en sashi þýðir marmari á japönsku og vísar til marmarafitusprengingarinnar í steikinni. Slíkar steikur hafa verið fáanlegar hér á landi – þó aðallega á veitingahúsum þar sem þær hafa notið mikilla vinsælda. Einnig hafa þær verið fá- anlegar í betri kjötverslunum, sem verður að teljast mikill hvalreki fyrir matgæðinga. Fyrir þá sem eru ekki með á hreinu af hverju marmarinn er svo mikilvægur þá vísar hann til þess hvernig fitan liggur í kjötinu en við eldun verður slíkt kjöt einstaklega meyrt og bragðgott. Einungis lítil prósenta nautgripa skipar þennan flokk og því skilgreinist sashi-kjöt sem mun- aðarvara ætluð kjötunnendum sem vilja að ekki eingöngu að kjötið sé meyrt heldur gera kröfu um bragð og áferð. Sashi nýtur mikilla vinsælda um heim allan og þykir á pari við wagu-kjötið fræga sem hefur svipaða eiginleika. Marmarinn veldur því að ekki skal meðhöndla sashi-kjöt eins og hefðbundna steik. Forðast skal að grilla/steikja kjötið of lengi því ekki er æskilegt að bræða fituna burt. Verður steikin þá bæði seig og bragðlaus. Grillið steikina við miðlungsháan hita, náið góðum hjúp utan um steikina en steikin ætti aldrei að vera vel elduð heldur miðlungs eða minna. Mikilvægt er svo að láta kjötið hvíla áður en það er borið fram og þá skal sáldra góðu sjávarsalti yfir kjötið. Borðið sósulaust því þið viljið njóta bragðsins eins vel og þið getið. Verðlaunasteikin sem matgæðingar elska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.