Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 2
ELDGOS Í MERADÖLUM2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
ttá
n
f
r
del Sol
Malaga
595 1000 www.heimsferdir.is
39.900
Flug báðar leiðir frá
Flugsæti
th
.a
ð
r
Co a
FLUG 11. TIL 22. ÁGÚST
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Inga Þóra Pálsdóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Eldgosið sem hófst í Meradölum í
gær er fimm til tíu sinnum stærra en
eldgosið í Geldingadölum í fyrra.
Sprungan sem opnaðist er um þrjú
hundruð metra löng og um 20 til 50
rúmmetrar af kviku dælast út á
hverri sekúndu.
Þetta er mat Magnúsar Tuma Guð-
mundssonar, prófessors í jarðeðlis-
fræði hjá Háskóla Íslands, en hann
fór yfir stöðu mála á blaðamanna-
fundi sem almannavarnir boðuðu til í
gær. Með Magnúsi á fundinum voru
þau Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri
veðurþjónustu hjá Veðurstofu Ís-
lands, og Víðir Reynisson, yfirlög-
regluþjónn almannavarna.
Innviðir séu öruggir
Á fundinum kom fram að innviðir
væru öruggir en gosstöðvarnar eru
fjær byggð og vegum en eldgosið í
fyrra. Í samtali við mbl.is sagði Elín
Björk að eins og staðan væri núna
þyrfti ekki að hafa áhyggjur af inn-
viðum.
„Hraunflæðilíkönin okkar gera ráð
fyrir því að það séu að minnsta kosti
hundrað og eitthvað dagar þangað til
að gosið geti komið nálægt Suður-
strandarvegi ef að það heldur áfram á
sama eða meiri krafti. Eins og staðan
er núna þarf ekki að hafa áhyggjur af
því.“
Þá varaði Elín Björk við því að
meira gas fylgdi eldgosinu í ár sam-
anborið við gosið í fyrra. Skýrist það af
því að mun meiri kvika kemur nú upp.
Sagði hún mikilvægt að þeir sem ætli
að gera sér ferð að gosstöðvunum hugi
að gasmengun.
„Það skiptir miklu máli, af því að
þetta er hættuleg gastegund, að vera
ekki með strókinn framan í sér. Fólk
þarf að reyna að vera alltaf þannig að
það horfi á gosið undan vindi, þannig
að það sé alltaf að blása frá þér.“
Höfðu afskipti af fólki
Að loknum fundi í gær sagði Víðir
við mbl.is að höfð hefðu verið afskipti
af fólki með ung börn við gosstöðv-
arnar, en ekki er ráðlagt að fara með
börn þangað vegna gasmengunar.
„Þetta er ekki svæði til að fara með
börn á, sérstaklega ekki ung börn,“
sagði Víðir. Einnig er ekki ráðlagt að
fara með gæludýr að svæðinu.
Þá hefur verið varað við því að
gangan að gosstöðvunum sé löng og
ekki nema fyrir vana göngugarpa. Al-
mannavarnir sendu öllum sem voru á
svæðinu í gær SMS-skilaboð með upp-
lýsingum um gossvæðið. Alls bárust
skilaboðin til 8.000 símanúmera, og
þar af 4.000 til erlendra símanúmera.
„Þeir sem koma inn á svæðið fá upp-
lýsingar í SMS-skilaboðum á íslensku
og ensku. Við erum núna með lög-
reglu- og björgunarsveitarmenn á
svæðinu sem tala við alla sem fara af
stað. Það er búin að vera mikil umferð
erlendra ferðamanna að hrauninu en
margir sem komu þarna í dag ætluðu
bara að fara að hrauninu en ekkert
lengra, það er svo sem allt í lagi. Við
höfum áhyggjur af fólkinu sem ætlar
að fara alla leið inn að gosstöðvunum.
Þetta er löng ganga, töluverð hækkun
og erfitt svæði,“ sagði Víðir.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Meradalir Eldgosið hófst eftir hádegi í gær en mbl.is greindi fyrst allra miðla frá því. Hægt er að fylgjast áfram með gosinu í beinu streymi á mbl.is ásamt nýjustu fréttum.
Fimm til tíu sinnum stærra gos
- Almannavarnir boðuðu til blaðamannafundar - Gosstöðvarnar fjær byggð en eldgosið á síðasta ári
- Ekki þurfi að hafa áhyggjur af innviðum - Göngugarpar hugi að gasmengun - Senda fólki SMS-skilaboð
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Gossprungan Eldurinn kom upp um sprungu norður af Stóra-Hrút og
stækkaði hratt eins og sjá má á myndinni sem ljósmyndari Morgunblaðsins
tók um hálfri annarri klukkustund eftir að gosið í Meradölum hófst.