Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 28

Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Sonihull he�ir og kemur í veg fyrir gróðurmyndun og vöxt þörunga og lindýra á skipsskrokknum Byggt er á örhljóðsbylgjutækni sem er laus við örplast, eiturefni og önnur sæfiefni (lífeyðandi efni) Tæknin truflar ekki önnur tæki eða rafeindabúnað, svo sem sónara og dýptarmæla Með Sonihull má draga verulega úr notkun málningar sem ætlað er að minnka gróðurmyndun og inniheldur mikið magn óumhverfisvænna efna Ávinningur Sonihull kemur strax í ljós á þeim stöðum á skipsskrokknum sem eru útse-r fyrir gróðurmyndun og þörungavex,, við sjóinntök, stýrisbúnað, sjókæla o.fl. Minni gróðurmyndun á skrokk skipsins minnkar olíunotkun og viðhaldskostnað Uppsetning er einföld, ferjöldunum (botnstykkjunum) er komið fyrir innanskips, engin suðuvinna Lífríkisins og umhverfisins vegna er Sonihull góð +árfes,ng Sonihull er +árfes,ng sem skilar sér hra' ,l baka Ný tækni, arðbær og umhverfisvæn Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Sumarið 1958 fór Eyjólfur Ein- arsson myndlistarmaður í sinn fyrsta túr sem háseti á síld- arveiðiskipinu Birni Jónssyni. Var hann með kassa- myndavél með- ferðis og tók fjölda mynda af túrnum. Í tilefni af ljósmynda- keppni sjómanna- dagsblaðs 200 mílna í júní sendi Eyjólfur mynd í keppnina og þó hún hafi ekki unnið til verð- launa er hún meðal þeirra sem vöktu mesta eftirtekt. Myndina tók hann í júlímánuði þegar Bjarni Jónsson var á Grímseyjarsundi. „Ég var þarna ungur á síldarbát frá Reykjavík,“ segir Eyjólfur er blaðamaður biður hann um að rifja upp sögu myndarinnar. „Þetta var sumarið 1958 og ég varð átján ára um borð og þetta var skipið Björn Jónsson, með sautján manna áhöfn. Sveinn Benediktsson, bróðir Bjarna Ben, rak þessa útgerð. Þetta var fyrsti túrinn hjá mér.“ Glannalegir Eins og sést á myndinni sem Eyj- ólfur sendi, hallar Björn Jónsson all- verulega og sjórinn skvettist ræki- lega yfir rekkverk skipsins og á borðstokkinn. Spurður hvað sé að gerast á myndinni, útskýrir hann: „Þarna er annar af tveimur nótabát- um. Nótin var geymd í þessum bát- um, helmingurinn í hvorum bát. Svo þegar við urðum varir við síldar- torfur var bátunum fýrað niður, áhöfnin fór um borð og svo var kast- að í hring. Þetta voru kallaðar hring- nætur.“ Hann segir hins vegar ekki hættu- laust að stunda veiðar með þessum hætti. „Að vera með svona þunga báta uppi, þetta var stundum stór- hættulegt. Þeir voru dálítið glanna- legir í brælu. Ef það kom hliðaralda lagðist skipið á hliðina og þá lá skipið oft bara á bátunum,“ segir Eyjólfur og hlær. „Þetta voru bara eins og flotholt. Það mátti ekkert út af bera. Þetta gæti allt farið á hliðina. Það gat orðið helvíti hættulegt, eins og sést á myndinni. Ef báturinn hefði húkkast upp úr beygjunum sem bát- urinn hangir í hefði báturinn getað farið niður og skipið á hvolf. Ég man þegar við vorum einu sinni á Siglufirði, vorum hættir og að undirbúa okkur undir siglingu heim til Reykjavíkur, þá misstum við ann- an bátinn niður á ytri höfnina og skipið lagðist á hliðina. Þá bara fýr- uðum við niður hinum bátnum til að ná jafnvægi.“ Þrælvanur Eyjólfur telur þetta hafa verið næstsíðasta sumar sem bátar af þessari tegund voru notaðir. „Flestir voru komnir með stóran nótabát og drógu bara á eftir sér. Þetta sumar voru einn eða tveir komnir með kraftblökk. Kraftblökkin var að koma þarna næstu tvö sumur og þá voru næstum allir komnir með hana.“ Að þessu umrædda sumri lauk þó ekki sjómannsferli Eyjólfs en hann var yfir veturinn í skóla og á sjó á sumrin. „Ég var skólastrákur og upp úr tvítugu fór ég í listaakadem- íuna í Kaupmannahöfn og kom alltaf heim á sumrin og var þá oft á tog- urum. Svo þegar ég kom heim eftir námsdvölina úti var ég næstu tíu ár- in mikið á sjó hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, mest á síðutogurum. Var yfirleitt á veturna, vildi hafa sumarið til að vinna að myndlistinni. Ég var þrælvanur sjómaður,“ segir Eyjólfur að lokum og hlær. Á síldarveiðum á Grímseyjarsundi - Eyjólfur Einarsson fór í sinn fyrsta túr sautján ára gamall - Árið 1958 var Björn Jónsson eitt fárra síldarskipa eftir af sinni tegund - Veiðiaðferðin gat verið „helvíti hættuleg“ að sögn Eyjólfs Eyjólfur Einarsson Morgunblaðið/Hákon Síldarskip Björn Jónsson var á Grímseyjarsundi þegar Eyjólfur tók mynd af því þegar skipið leggst á hliðina. Nótabátarnir voru mjög þungir. Meðalverð á eldislaxi á mörkuðum nam 78,94 norskum krónuum á kíló, jafnvirði 1.118 íslenskra króna, að lokinni viku 29 (18. til 24. júlí) og hafði verð lækkað um 14,22% frá vik- unni á undan samkvæmt laxvísitölu Nasdaq. Gat því fjögurra kílóa lax selst fyrir tæplega 4.500 krónur. Þrátt fyrir þessa lækkun er verð mun hærra en í sömu viku í fyrra þegar meðalverð var um 65 norskar krónur. Á fjórum vikum hefur meðalverð lækkað um 26,61% og 36,51% á undanförnum tólf vikum. Algengt er að verð á laxi falli yfir sumartímann en það fer svo að hækka með haustinu, sérstaklega þegar fer að nálgast jól og hækkar fram að páskum. Verðsveiflur hafa þó verið heldur miklar að undan- förnu. Í viku 17, dagana 24. til 30. apríl, náði meðalverð á mörkuðum hæstu hæðum en þá seldist að meðal- tali hvert kíló af eldislaxi fyrir um 124 norskar krónur, sem jafngildir 1.756 íslenskum krónum. Þetta þýðir að fjögurra kílóa lax hafi á þessum tíma verið seldur fyrir um sjö þús- und krónur, sem er um 56% hærra verð en fékkst í viku 29. gso@mbl.is Meðalverð á laxi sveiflast Afurðaverð á markaði 3. ágúst,meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 622,19 Þorskur, slægður 360,71 Ýsa, óslægð 558,98 Ýsa, slægð 442,34 Ufsi, óslægður 227,97 Ufsi, slægður 250,66 Gullkarfi 506,22 Blálanga, slægð 240,89 Langa, óslægð 394,97 Langa, slægð 348,97 Keila, óslægð 130,25 Keila, slægð 234,90 Steinbítur, óslægður 193,64 Steinbítur, slægður 352,53 Skötuselur, slægður 972,90 Grálúða, slægð 463,00 Skarkoli, slægður 687,15 Þykkvalúra, slægð 664,67 Langlúra, slægð 253,62 Sandkoli, óslægður 130,71 Sandkoli, slægður 150,00 Blágóma, slægð 1,68 Gulllax 20,00 Hlýri, slægður 433,67 Lúða, slægð 723,87 Makríll 22,00 Undirmálsýsa óslægð 57,50 Undirmálsþorskur óslægður 297,75 Undirmálsþorskur slægður 337,00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.