Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 36
Marta María Winkel Jónasdóttir
mm@mbl.is
Hæ hæ.
Það hljóta að vera svakalega
góð meðmæli með maskaranum
sem Dagný Brynjarsdóttir var
með á landsleiknum og spilaði í
miklum hita í meira en 100 mín-
útur. Maskarinn var alveg full-
kominn eftir leik. Væri hægt að
komast að því hvaða tegund hún
notar?
Kær kveðja,
GH
Sæl og blessuð GH.
Takk fyrir spurninguna. Ég
veit að það voru margir að hugsa
um það sama og þú. Það vita það
allir sem nota maskara að hann
getur auðveldlega klínst út um
allt andlit þegar reynir á. Sér-
staklega í steikjandi hita og sól. Í
slíkum aðstæðum skiptir máli að
maskarinn sé vatnsheldur.
Maskarinn sem Dagný notaði á
leiknum er frá L’Oreal og heitir
Paris Double Extension Mascara
Black Waterproof.
Þessi maskari er frábær ef þú
vilt lengja augnhárin. Hann er
tvíþættur og því auðvelt að
byggja hann upp. Annar endinn
er hvítur og með því að bera
hann fyrst á augnhárin áður en
svarti endinn er borinn á færðu
meiri fyllingu. Ef þú vilt til dæm-
is hafa kanta augnháranna þykk-
ari þá getur þú sett meira af
þeim hvíta á þann stað. Þegar þú
ert búin/n að finna rétta taktinn
tekur þú hinn helminginn og
burstar hárin vel og vandlega.
Það getur verið ágætt að fara
nokkrar umferðir ef þú vilt hafa
augnhárin hnausþykk þannig að
þau líkist sem mest gervi-
augnhárum. Í dag njóta þykk og
mikil augnhár vinsælda og gervi-
augnhár hafa aldrei verið vinsælli.
Það er samt smá maus að líma á
sig gerviaugnhár á hverjum degi.
Þá er sniðugt að eiga maskara
eins og Dagný sem getur leyst
vandamálið og þykkt og lengt eig-
in augnhár svo um munar.
Kær kveðja,
Marta María
Ef þér liggur eitthvað á hjarta
og vilt vita meira þá getur þú far-
ið inn á smartland.is og sent
spurningu!
Maskarinn
sem haggað-
ist ekki á EM
Lesendur Smartlands eru forvitnir um ýmsa hluti
og leita gjarnan svara við spurningum sínum. Á
dögunum kom spurning frá lesanda sem vildi ólm-
ur vita hvaða maskara Dagný Brynjarsdóttir, knatt-
spyrnu- og landsliðskona í fótbolta, notaði á EM á
dögunum. Í steikjandi hita og sól haggaðist mask-
arinn ekki, sem er óvenjulegt.
Morgunblaðið/Eggert
Góður Dangný notaði
L’Oreal Paris Double
Extension-maskarann á EM.
Morgunblaðið/Eggert
Landsliðskona
Dagný Brynjarsdóttir
notaði vatnsheldan
maskara á EM.
Maskari sem þolir allt
Það skiptir máli að vera
með maskara sem lekur
ekki í hita leiksins.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022
Sími 555 3100 www.donna.isVefverslun: www.donna.is
Honeywell gæða viftur
Margar gerðir – Láttu gusta umþig!
Laserlyftin
Náttúruleg andlitslyfting
sem byggir á nýjustu tækn
Laserlyfting er öflug antiagingmeð
byggð á nýjustu tækni frá einum
fremsta framleiðanda heims á svið
húðmeðferða.
• Þéttir slappa húð á andliti og hálsi
• Eykur kollagenframleiðslu
g
i
ferð
i