Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 64
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
PÓSTLISTASKRÁNING
Viltu skrá þig á póstlista?
Skannaðu QR kóðann.
TAX
FREE
LÝKUR 7. ÁGÚST
AF ÖLLUM
VÖRUM*
* Taxfree tilboðið gildir af öllum vörum nema
Iittala, Skovby, Rut Kára mottum og sérpöntunum.
Afsláttur jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær
ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er
alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.
www.husgagnahollin.is
V
E
F V E R S L
U
N
Heiður Lára Bjarnadóttir sellóleikari, Sól Ey hljóð-
listakona og sjónlistatvíeykið Claire Paugam og Rapha-
el Alexandre halda tónleika í Mengi í kvöld 21. Þar verða
flutt verk fyrir selló og rafhljóð eftir íslenskar konur, en
fyrir tónleikana hafa þau útbúið sérstakan ljósaskúlp-
túr sem svarar tónlistinni í rauntíma.
Frumflutt verða verkin Epimonia eft-
ir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur
og Haldalda eftir Sól Ey, en einnig
flutt verk eftir Francesco Di Maggio,
Iðunni Einarsdóttur, Þuríði Jóns-
dóttur og íslenska þjóðlagið
Liljulag í nýrri útsetningu.
„Áhorfendur
geta búist við ný-
stárlegri og um-
lykjandi tón-
leikaupplifun
sem kitlar öll
skynfæri,“
segir í tilkynn-
ingu.
Tónleikar í Mengi fyrir ljós og hljóð
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 216. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, fagnaði sigri á sínuu
gamla liði er liðið vann 2:0-sigur á FH á Origo-vellinum í
Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Ólafur var rek-
inn frá FH fyrir sex vikum síðan. Guðmundur Andri
Tryggvason sá um að gera bæði mörk Vals. Þá skildu
Fram og Stjarnan jöfn í Úlfarsárdal. Fram er enn ósigr-
að á nýja heimavelli sínum á meðan Stjarnan hefur gert
fimm jafntefli í síðustu sjö leikjum. Portúgalinn Tiago
Fernandes gerði bæði mörk Framara. Emil Atlason og
Guðmundur Nökkvason skoruðu fyrir Stjörnuna. »57
Ólafur vann gömlu lærisveinana
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Stórþorskar sem synda í röðum hver
í sína áttina eru söguefni listakon-
unnar Tinnu Royal sem hannað hef-
ur stóra mynd á suðurgafl svonefnds
Hafbjargarhúss á Breiðinni á Akra-
nesi. Unglingar úr vinnuskóla bæj-
arins máluðu svo myndina. Sú er hin
fyrsta af sex stórum vegglistaverk-
um á ýmsum byggingum á svo-
nefndum Neðri-Skaga sem verða
máluð á næstu vikum. Listamenn
sem flestir hafa tengsl við Akranes
hafa verið fengnir í verkefnið. Þetta
er gert að tilhlutan nefndar sem hef-
ur með höndum ýmsa viðburði og
verkefni sem bryddað er upp á í til-
efni af 80 ára afmæli Akraneskaup-
staðar í ár.
Lífgar upp á bæinn
„Svona listaverk lífga upp á bæ-
inn. Það er líka svo gaman að sjá litl-
ar skemmtilegar hugmyndir verða
að veruleika,“ segir Ólafur Páll
Gunnarsson, velþekktur sem út-
varpsmaður á Rás 2. Hann var síð-
ustu fjögur ár formaður menningar-
og safnanefndar Akraness og því
embætti fylgdi að fara fyrir afmæl-
isnefnd. Á hennar vegum hafa meðal
annars verið sett upp skilti með ljós-
myndum og fróðleiksmolum úr sögu
bæjarins við Akratorg. Veggmynd-
irnar góðu verða flestar á húsum þar
í kring. Á íþróttahúsinu við Vestur-
götu verða til dæmis myndir sem
vísa til íþrótta í bænum, á húsi í mið-
bænum verður skírskotað í tónlistar-
sögu Akraness og svo framvegis.
Ýmis fyrirtæki styrkja gerð þessara
verka, til dæmis Húsasmiðjan sem
leggur til málningu.
Miðbær með sjarma
„Skaginn hefur gjörbreyst á
undanförnum árum,“ segir Ólafur
Páll Gunnarsson. Hann er Akurnes-
ingur í húð og hár og flutti í sinn
gamla heimabæ fyrir nokkrum árum
eftir að hafa lengi átt heima á höfuð-
borgarsvæðinu. „Útgerð og fisk-
vinnsla hér á Akranesi hafa að mestu
lagst af og ýmis þjónustustarfsemi
og verslun sem var hér á neð-
anverðum Skaganum verið flutt ofar
í bæinn. Í þessum elsta hluta bæj-
arins, í hjarta bæjarins, eru nokkur
merkileg og flott hús sem gætu feng-
ið nýtt og verðugt hlutverk. Þar til-
tek ég gamlar skólabyggingar,
Landsbankahúsið og fleiri. Gamli
miðbærinn hér var byggður snemma
á 20. öldinni eftir skipulagi sem Guð-
jón Samúelsson húsameistari þróaði
og hefur enst vel. Þessi elsti hluti
bæjarins hefur mikinn sjarma og
tækifærin eru úti um allt.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skagamaður Ólafur Páll Gunnarsson býr við Akratorg sem hér er í baksýn. Fjær eru gamlir sementstankar sem
hann telur alveg tilvalið að verði skreyttir með einhverju móti, sem gera myndi mikið fyrir umhverfið hér.
Skreytingar á Skaganum
- Mála veggmyndir á Akranesi - Kaupstaðarafmæli í bæ
sem breyttist - Gömlu húsin fái nýtt og verðugt hlutverk
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Breiðin Verk listakonunnar Tinnu Royal á Hafbjargarhúsinu sem vekur at-
hygli fólks sem þar fer um. Til hægri sést Akrafjall og yst er Háihnjúkur.