Morgunblaðið - 29.09.2022, Side 1

Morgunblaðið - 29.09.2022, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 9. S E P T E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 228. tölublað . 110. árgangur . Sigraðu innkaupin 29. september –2. október EVRÓPUÆVIN- TÝRIÐ JÓK ÁLAGIÐ TIL MUNA RIFF HALDIN Í NÍTJÁNDA SINN GLÆSILEGIR VINNINGAR Í KVÖLD HÁTÍÐ Í BÆ 52-53 ERTU VISS?JÚLÍUS MAGNÚSSON 51 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Mál er varða nauðganir og önnur kynferðisbrot liggja mörg hver lengi óhreyfð, bæði hjá rannsakendum og ákærendum, meðan á málsmeðferð stendur. Ástæðan er helst sögð vera mikil mannekla hjá embættunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps um málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála sem ríkissak- sóknari skipaði í upphafi árs. Í skýrslunni segir meðal annars að meðalafgreiðslutími nauðgunarmála hjá lögreglu hafi að meðaltali verið 413 dagar árið 2021 og hafi lengst um 77% frá árinu 2016. Það sama er uppi á teningnum hvað varðar kynferðis- brotamál í heild. Þeim hefur fjölgað um 33% frá 2016 og er afgreiðslu þeirra lokið eftir 343 daga að meðal- tali. Árið 2016 var málsmeðferðar- tími kynferðisbrota hins vegar 253 dagar. Oft liggja málin óhreyfð í ár eða lengur hjá rannsóknardeild. Komast ekki í verkefnin „Staðan er alls ekki nógu góð. Það lá fyrir og þess vegna var ákveðið að fara í meiri greiningarvinnu til þess að finna út hverjir helstu orsakaþættirnir væru, hvað lægi að baki og hvort það væri eitthvað hægt að bæta verklag- ið,“ segir Margrét Unnur Rögnvalds- dóttir, saksóknari hjá ríkissaksókn- ara, sem leiddi störf starfshópsins. „Málsmeðferðartíminn hefur verið að lengjast mjög mikið eins og skýrslan ber með sér. Það sem kom náttúrlega mjög sterkt fram er að ástæðan er fyrst og fremst sú að það vantar starfsfólk. Fólk kemst hrein- lega ekki í verkefnin sem það á að leysa. Það eru bara of mörg verk- efni.“ Liggja jafnvel óhreyfð í ár - Málsmeðferðartími kynferðisafbrotamála hefur lengst undanfarin ár, segir í nýrri skýrslu - Mikil mannekla hjá lögreglu og ákærendum sögð helsta ástæðan 232 413 Meðalafgreiðslutími nauðgunarmála 2016 2021 Lokin mál hjá lögreglu, meðal- tími í dögum Heimild: Ríkissaksóknari MKynferðisbrotamál »…28 _ „Skúmastofninn hefur orðið fyrir miklu höggi,“ segir dr. Lilja Jó- hannesdóttir, vistfræðingur og for- stöðumaður Náttúrustofu Suðaust- urlands. „Ég fann fjörutíu dauða skúma á mínum ferðum í sumar allt fram undir lok ágúst, mestmegnis á Breiðamerkursandi og aðeins í Ing- ólfshöfða. Eins heyrði ég að það hefðu fundist að minnsta kosti þrjá- tíu dauðir skúmar á Úthéraði.“ Fáir ungar komust upp í sumar. »10 Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Skúmur Stofninn er lítill og viðkvæmur. Skúmastofninn varð fyrir þungu höggi Altjón varð þegar mikill eldur kom upp í gær í húsnæði Vasks á Egilsstöðum sem hýsir bæði verslun og efnalaug. Mikill eldsmatur var þar inni og lagði svartan reykjarmökk yf- ir bæinn. Sjónarvottar segja að eldurinn hafi breiðst hratt út og að ekki hafi liðið á löngu þar til húsið varð alelda. Þá mátti heyra sprengingar sem minntu á stóra flugelda er eldsvoðinn stóð sem hæst. Mikil mildi var að eldur hafi ekki læst sig í húsnæði Landsnets sem er sambyggt við Vask en eldvarnarveggur liggur þar á milli. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sprengingar heyrðust þegar húsið logaði stafna á milli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.