Morgunblaðið - 29.09.2022, Side 4
bands íslenskra sveitarfélaga þessa
dagana að umfang sveitarstjórnar-
stigsins er minna á Íslandi sem hlut-
fall af landsframleiðslu en annars
staðar á Norðurlöndum.
Á hlaupum um bæinn
Kjartan Björnsson, forseti bæjar-
stjórnar í Árborg, kannast við aukið
álag. „Bæjarfulltrúi sem tekur þátt í
bæjarlífinu, fer í sund og er virkur
þátttakandi í menningarlífinu finnur
vel þessa miklu nálægð við íbúana.
Auk þess vinn ég á rakarastofu þar
sem allir eru velkomnir. Ég er því
beintengdur við fólkið og vinnustað-
ur minn sem bæjarfulltrúi er á
hlaupum um bæinn,“ segir Kjartan.
Hann tekur fram að þetta kunni að
vera misjafnt á milli fólks, hvað það
setji sig mikið inn í málin og vilji
leggja mikið á sig.
Segir hann að álagið sé ef til vill
meira í Árborg en víða annars staðar
vegna hins mikla vaxtar í bæjar-
félaginu. Kjartan segir ekki gott að
bæjarfulltrúar þurfi að svara símtöl-
um og tölvupóstum heima hjá sér á
kvöldin. Ekki sé pláss í ráðhúsinu til
að útbúa vinnuaðstöðu fyrir bæjar-
fulltrúa. Þess vegna hafi verið geng-
ið til samninga um aðstöðu í fjar-
vinnustofu þar sem bæjarfulltrúar
geti unnið og haldið fundi. Gerir
hann sér vonir um að það geri starfið
skilvirkara.
Laun bæjarfulltrúa í Árborg voru
hækkuð í lok síðasta kjörtímabils til
þess að bæjarfulltrúar geti notað
hluta af dagvinnutíma sínum í þágu
bæjarins. Segir Kjartan ekki van-
þörf á því. Sjálfur sé hann nú í burtu
í tólf daga á einum mánuði vegna
funda.
Borgarfulltrúarnir í Reykjavík
eru einu kjörnu fulltrúarnir sem eru
í fullu starfi og á launum samkvæmt
því. Komið hefur fram að svo er ekki
endilega í höfuðborgum hinna nor-
rænu landanna. Þannig eru ekki allir
borgarfulltrúar í Kaupmannahöfn í
fullu starfi.
Halldór Halldórsson segir að sú
aðgerð að setja bæjar- eða borgar-
fulltrúa í fullt starf sé ekki endilega
svarið við auknum verkefnum sveit-
arfélaga. „Ég hef aldrei verið mikið
fyrir það því ég tel að gott sé að hafa
fólk úr atvinnulífinu í bæjarstjórn-
inni,“ segir hann.
Fulltrúum fjölgar
Með nýjum sveitarstjórnarlögum
frá árinu 2011 breyttust viðmið um
fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum. Til-
gangurinn var fyrst og fremst að
fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík
úr 15 í 23. Það var rökstutt með því
að í raun væri hluti varamanna í
borgarstjórn virkur sem borgar-
fulltrúar. Þeir hefðu ríka aðkomu að
stjórnun borgarinnar. Miðað við
íbúafjölda í Reykjavík skulu vera þar
23-31 aðalmenn. Borgarstjórn sam-
þykkti að talan yrði 23 og tók það
gildi við kosningarnar 2018.
Áður en ákvæðið kom til fram-
kvæmda voru flutt frumvörp á Al-
þingi um að afnema þá lagaskyldu að
fjölga skuli borgarfulltrúum í 23
heldur yrði það aftur fært í hendur
borgarstjórnar sjálfrar að ákveða
hvort þörf væri á fjölgun. Frumvörp-
in voru svæfð í nefnd.
Lögin hafa einnig haft þau áhrif að
þurft hefur að fjölga fulltrúum í bæj-
arstjórnum nokkurra stórra sveitar-
félaga, þar sem íbúum hefur verið að
fjölga. Fjölgað hefur verið í bæjar-
stjórnum Garðabæjar, Vestmanna-
eyja, Mosfellsbæjar og Árborgar úr
níu fulltrúum í ellefu. Í Árborg ákvað
bæjarstjórn að nýta sér ekki frest til
ársins 2026 heldur samþykkti að
fjölgunin tæki gildi við síðustu kosn-
ingar.
Fullt starf ekki endilega svarið
- Miklar breytingar hafa orðið á verkefnum og kröfum til sveitarfélaga með tilheyrandi auknu álagi
- Fyrrverandi formaður Sambands sveitarfélaga segir að það eigi ekki að leiða sjálfkrafa til fjölgunar
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA!
SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU
DINNA OG HELGI TAKA VEL Á
MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM
VERÐ FRÁ139.900 KR
Á MANN M.V 2 FULLORÐNA OG 1 BARN 21. - 28. JANÚAR 2023
NÁNAR Á UU.IS
INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á
SKÍÐABÚNAÐI OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN
ERTU MEÐ HÓP?
SENDU OKKUR FYRIRSPURN
Á HOPAR@UU.IS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Uppbygging malasíska athafna-
mannsins Loos Eng Wah á ferða-
þjónustu á Leyni 2 og 3 í Landsveit
er enn á ný kom-
in á ís. Skipulags-
stofnun sendi frá
sér endurskoð-
aða ákvörðun í
júní um mat á því
hvort uppbygg-
ing hans þyrfti að
fara í umhverfis-
mat. Niðurstaðan
var að ekki þyrfti
umhverfismat.
Nágrannar Loos, sem hafa barist
gegn uppbyggingunni, kærðu þessa
endurskoðuðu ákvörðun Skipulags-
stofnunar til úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála og nú er
niðurstöðu hennar beðið.
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá hefur Loo síðustu þrjú ár
unnið að uppbyggingu á svæðinu.
Þar á að reisa allt að 200 fermetra
þjónustuhús fyrir tjaldsvæði, allt að
800 fermetra byggingu fyrir veit-
ingastað, verslun, móttöku og fleira
og allt að 45 gestahús á einni hæð,
sum þeirra 60 fermetra að stærð og
kúluhús við hvert og eitt.
Þetta eru síður en svo einu áform
Loos um uppbyggingu ferðaþjón-
ustu í Rangárþingi ytra. Fram-
kvæmdir eru þegar hafnar við bygg-
ingu fjölorku- og þvottastöðvar á
Faxaflötum sem er rétt sunnan við
Suðurlandsveg, austan við Stracta-
hótelið. Þá hefur Loo lagt fram
teikningar vegna áforma við Mið-
vang 5 á Hellu, lóð skammt frá ráð-
húsi bæjarins. Þar á að rísa þriggja
hæða hús með verslunum á 1. hæð
og íbúðum á 2. og 3. hæð. Að síðustu
hefur hann kynnt áform sín á Rang-
árbakka 4. Þar verður þriggja hæða
hús sem skiptist í hótelálmu og
íbúðaálmu ásamt sérstæðu veitinga-
húsi við árbakkann. Athygli vekur
að hið sérstæða veitingahús er kúlu-
laga glerhýsi og tónar útlit þess við
áform Loos á Leyni. „Þetta er norð-
urljósa-hús. Það er mikið kallað eft-
ir því núna, sérstaklega af ferða-
mönnum úr austri,“ segir Haraldur
Birgir Haraldsson, skipulags- og
byggingarfulltrúi Rangárþings ytra.
Þá hefur Loo farið þess á leit við
sveitarfélagið að lóðin gegnt fyrir-
huguðu hóteli verði heimiluð undir
bílastæði.
Uppbygging Loos
kærð enn á ný
- Framkvæmdir hafnar við þvottastöð
Loo Eng Wah
Aldís Hafsteinsdóttir, fráfarandi formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga fjallaði, við setningu landsþings
sambandsins í gær, um mikilvægi þess að tryggja sveit-
arfélögum aukna tekjustofna. Hún gagnrýndi ríkið sem
hún sagði ekki hafa skilað tillögum í Tekjustofnanefnd
sveitarfélaga og ríkisins. Nefndin hefur skilað af sér
drögum að lokaskýrslu. Fulltrúar ríkisins í nefndinni
hafi skilað auðu. „Einu tillögurnar í skýrslunni eru frá
fulltrúum sambandsins. Þær eru vel rökstuddar, fjöl-
breyttar og nákvæmlega útfærðar. Hluti þeirra fjallar
að sjálfsögðu um að ríkið auki fjárframlög til þjónustu
við fatlað fólk um meira en 10 milljarða,“ sagði hún. Nú
verði ríkisstjórnin og Alþingi að taka á málinu.
omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
Þingsetning Þingið fer fram á Akureyri og stendur yfir í þrjá daga. Seturétt eiga 152 fulltrúi frá 63 sveitarfélögum.
Segir fulltrúa ríkisins hafa skilað auðu
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Miklar breytingar hafa orðið á verk-
efnum sveitarfélaga og kröfum sem
gerðar eru til kjörinna fulltrúa og
starfsmanna á síðustu árum og ára-
tugum. Halldór Halldórsson, fyrr-
verandi formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, segir að
enginn geti sagt annað en að þessu
hafi fylgt aukið álag á kjörna full-
trúa. Hann telur að það eigi ekki að
leiða sjálfkrafa til fjölgunar fulltrúa.
Fram kemur í skýrslu verkefnis-
stjórnar um vinnuaðstæður kjörinna
fulltrúa í sveitarstjórnum að álag á
fulltrúa hafi farið vaxandi á síðustu
árum. Er það rakið til aukinnar
ábyrgðar sveitarfélaganna á opin-
berri þjónustu og eftirliti af ýmsu
tagi, ásamt auknum kröfum íbúa til
starfseminnar. Kemur þetta ekki
síst fram í minni sveitarfélögum.
Meðal úrbóta sem verkefnisstjórnin
leggur til er að skoðað verði hvort
ástæða sé til að rýmka reglur laga
um fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum í
þeim tilgangi að draga úr álagi.
Halldór Halldórsson, fyrrverandi
bæjarstjóri á Ísafirði og fyrrverandi
formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, þekkir þróun mála í nærri
þrjá áratugi eða frá því hann tók
sæti í bæjarstjórn Grindavíkur á
árinu 1994 en hann hætti sem borg-
arfulltrúi í Reykjavík 2018. Hann
segir að miklar breytingar hafi orðið
á þessum tíma. Nefnir hann auknar
kröfur í nýjum sveitarstjórnarlög-
um, strangari kröfur um fjármál,
stjórnsýslu- og upplýsingalög sem
höfðu áhrif á stjórnsýslu sveitarfé-
laga og ný skipulags- og bygginga-
lög. Umfangið hafi aukist með yfir-
færslu grunnskólans og málefna
fatlaðra til sveitarfélaganna. „Allir
ferlar eru miklu flóknari og taka
lengri tíma en áður var,“ segir Hall-
dór.
Fram kemur í lokadrögum að
skýrslu um tekjustofna sveitarfélaga
sem fjallað er um á landsþingi Sam-