Morgunblaðið - 29.09.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
LAGERSALA
LÍN DESIGN
HEFST
Á MORGUN
FLATAHRAUNI 31 HAFNARFIRÐI Á MÓTI KAPLAKRIKA
KL15.00 Undanfarið hefur verið unnið að
því að grafa fyrir grunni fjölbýlis-
húss á lóð Valhallar við Háaleitis-
braut. Úr fjarlægð séð er eins og
þetta svipfagra hús, Valhöll, standi
á bjargbrún.
Hið nýja hús á lóðinni verður um
5.000 fermetrar á 4-6 hæðum og
þar verða 48 íbúðir, auk atvinnu-
rýmis á 1. hæð. Undir húsinu verð-
ur bílakjallari.
Það var í fyrrahaust sem bygg-
ingarfulltrúinn í Reykjavík veitti
Sjálfstæðisflokknum leyfi til að
byggja fjölbýlishús á lóð Valhallar,
höfuðstöðva flokksins.
Síðar er stefnt að því að reisa
2.500 fm fimm hæða skrifstofu-
byggingu við horn Háaleitisbrautar
og Kringlumýrarbrautar.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Valhöll alveg „á bjargbrúninni“
Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað
rúmum 650 milljónum króna úr
Framkvæmdasjóði aldraðra í sam-
ræmi við tillögur stjórnar sjóðsins.
Fram kemur í tilkynningu heil-
brigðisráðuneytisins að hæstu
framlögin renni til hjúkrunarheim-
ila Sjómannadagsráðs, alls um 250
milljónir króna til 14 mismunandi
verkefna. „Þar af vega þyngst úr-
bætur á Hraunvangi í Hafnarfirði
þar sem m.a. verða gerðar endur-
bætur á 50 baðherbergjum í einka-
rýmum íbúa. Einnig verður þar
ráðist í innleiðingu nýjungar sem
felur í sér hæðarstillanleg salerni
og handlaugar og færanleg sturtu-
sett sem auðveldar íbúum að sinna
persónulegu hreinlæti og bætir
vinnuaðstöðu starfsfólks.“
Styrkir eru veittir til endurbóta-
og viðhaldsverkefna á hjúkrunar-
heimilum víðsvegar um landið. Fær
Sveitarfélagið Ölfus tæpar 29 millj-
ónir vegna framkvæmda við nýja
dagdvöl fyrir 16 einstaklinga.
Úthluta 650 milljónum til hjúkrunarheimila
„Við hefðum mátt loka leiðinni fyrr,“
segir G. Pétur Matthíasson, upplýs-
ingafulltrúi Vegagerðarinnar. Tals-
menn bílaleiga hafa síðustu daga
gagnrýnt stofnunina fyrir að hring-
veginum um Möðrudalsöræfi, það er
milli Mývatns og Jökulsdals, hafi
ekki verið lokað í tíma í óveðrinu
sem gekk yfir norðan- og austanvert
landið sl. sunnudag. Allt að fjörutíu
bílar, þar af margir í eigu bílaleig-
anna, skemmdust eða urðu ónýtir
eftir að hafa lent í byl og grjóthríð
sem af veðurofsanum leiddi. Hugs-
anlegt er að viðskiptavinir sem lentu
í þessu gjörningaveðri sitji uppi með
skaðann og skuldi jafnvel bílverðið.
Veðurspár sem Vegagerðin starf-
ar eftir bentu til að á sunnudag
gætu orðið sterkar vindhviður og
ofankoma við sunnanverðan Vatna-
jökul. Því var vegum þar, frá
Kirkjubæjarklaustri og austur á
firði, lokað. Ekki var spáð jafn-
miklum hviðum á öræfum austan-
lands en heldur meiri ofankomu en
varð. Laus jarðvegur leiddi síðan til
vandræðanna.
Þegar veðrið skall á og staða mála
á Fjöllum varð ljós var veginum lok-
að með því að í hádeginu á sunnudag
voru slár settar fyrir veginn – það er
við Námaskarð í Mývatnssveit og
Skjöldólfsstaði innst á Jökuldal.
Bílar voru þá þegar á leiðinni milli
tveggja áðurnefndra staða og komu
björgunarsveitir og fleiri ökumönn-
um þeirra og farþegum til aðstoðar.
Hugsanlegt er þó að meðan á lokun
stóð hafi einhverjir komist inn á lok-
aðan veginn, til dæmis af hjáleiðum
eða framhjá lokunarslám.
„Núna erum við að fara yfir at-
burðarás þessa dags og greina hvað
gera hefði mátt betur,“ segir G. Pét-
ur. Hann segir Vegagerðina ekki
bera skaðabótaskyldu í málum sem
þessum. Slíkt sé aðeins ef rekja
megi skemmdir á ökutækjum til
ástands vega, svo sem ef holur eru á
vegum eða blæðingar úr malbiki og
rekja megi til þess að Vegagerðin
hafi ekki brugðist við með merk-
ingum eða lagfæringum.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Skemmdir Nokkrir af bílaleigubílunum sem skemmdust í óveðrinu.
Of seint gripið til lokunar vegarins á Fjöllum
- Vegagerðin svarar í kjölfar óveðurs
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Skúmastofninn hefur orðið fyrir
miklu höggi,“ segir dr. Lilja Jóhann-
esdóttir, vistfræðingur og forstöðu-
maður Náttúrustofu Suðaustur-
lands. „Ég fann fjörutíu dauða
skúma á mínum ferðum í sumar allt
fram undir lok ágúst, mestmegnis á
Breiðamerkursandi og aðeins í Ing-
ólfshöfða. Eins heyrði ég að það
hefðu fundist að minnsta kosti þrjá-
tíu dauðir skúmar á Úthéraði.“
Fuglaflensan reyndist skæð
Þá er vitað að fuglaflensan hefur
einnig drepið marga skúma í Skot-
landi og Færeyjum. Súlur drepast
enn unnvörpum og eins hafa margir
helsingjar fallið fyrir fuglaflensunni í
Skaftafellssýslu. Lilja segir að sumir
telji að allt að 90% skúmastofnsins á
Bretlandseyjum hafi drepist.
Hún segir að 47 skúmsungar hafi
verið merktir í Ingólfshöfða í sumar
en þar hafa verið merktir allt að 150
skúmsungar á sumri í venjulegu ár-
ferði. Á Breiðamerkursandi voru
merktir aðeins tveir skúmsungar í
sumar. Lilja segir að hún og fulltrú-
ar Fuglaathugunarstöðvar Suðaust-
urlands á Höfn hafi séð í mesta lagi
samtals tíu skúmsunga á Breiða-
merkursandi. Engar vísbendingar
eru um hvort þeir komust á legg.
Varpið gekk því afar illa í sumar.
Skúmur í útrýmingarhættu? var
yfirskrift erindis Lilju á ársfundi
Náttúrufræðistofnunar Íslands 2022
í gær. En er skúmurinn í útrýming-
arhættu? „Það er erfitt að svara því
núna,“ segir Lilja. „Það verður mjög
áhugavert að sjá hvað gerist í vor
þegar skúmarnir eiga að skila sér á
varpstöðvarnar.“ Skúmurinn er far-
inn út á úthafið þar sem hann dvelur
yfir veturinn og því ekki hægt að
segja til um hvort fuglar eru enn að
drepast í stórum stíl. Vetrarstöðvar
skúmsins eru í Norður-Atlantshafi
allt frá Nýfundnalandi og austur að
Spánarströndum.
Langlífir en fjölga sér hægt
Skúmurinn verpir aðallega á eyj-
um í norðaustanverðu Atlantshafi,
allt frá Skotlandi í suðri og norður á
Svalbarða og frá Íslandi og austur til
Skandinavíu. Heimsstofn skúmsins
var metinn vera 30-35 þúsund fuglar.
Þá var talið að um þriðjungur stofns-
ins verpti á Íslandi.
Skúmar geta orðið allt að 40 ára
gamlir en fjölga sér hægt. Þeir byrja
varp á 5. til 8. ári og verpa 1-2 eggj-
um á ári. Fuglaathugunarstöðin hef-
ur merkt talsvert marga skúmsunga
í gegnum árin en fáir hafa endur-
heimst hér á landi. Raunar fréttist af
einum íslenskum skúmi norður á
Svalbarða.
Fuglaflensan drepur skúmana
- Skúmastofninn hefur orðið fyrir miklu höggi - Margir dauðir fuglar fundust hér á landi í sumar
- Fáir ungar virðast hafa komist á legg - Útlit fyrir að mikill skúmafellir hafi orðið á Bretlandseyjum
Morgunblaðið/RAX
Skúmur Svo virðist sem margir skúmar hafi fallið í fuglaflensu hér og erlendis og fáir ungar komist upp í sumar.