Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 Hlýtt og notalegt Þinn dagur, þín áskorun 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 laugardaginn 1. október Vefverslun selena.is Útsölulok 50% afsláttur af öllum útsöluvörum Undirföt * Sundföt * Náttföt Náttkjólar * Sloppar Gisli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Það heyrir til undantekninga að lítil og meðalstór fyrirtæki hafi yfir að ráða sérstakri markaðsdeild eða svig- rúmi til að verja miklum tíma í mark- aðsmál. Því þurfa þau oft á utanað- komandi ráðgjöf að halda, enda er markaðssetning einn mikilvægasti þáttur í rekstri fyrirtækja. Þetta segir Riad Zouheir, aðal- ráðgjafi Amplify My Sales í Bret- landi, í samtali við Morgunblaðið. Zouheir verður fyrirlesari á mark- aðsráðstefnu Kompanís í ár. Skýr markaðsstefna mikilvæg „Þrátt fyrir að tiltekið fyrirtæki reki ekki heila markaðsdeild getur það, og þarf, að hafa skýra markaðs- stefnu. Við vitum hvað virkar og hvað ekki og það er meðal þess sem ég mun ræða við gesti ráðstefnunnar í næstu viku,“ segir Riad sem segist spenntur fyrir því að hitta ráð- stefnugesti. Án þess að rekja í smáaatriðum umfjöllunarefni sitt á komandi mark- aðsráðstefnu biðjum við Riad um að segja frá nokkrum af þeim þáttum sem fjallað verður um. Hann víkur strax að mikilvægi þess að hafa stöð- ugleika í skilaboðum og nefnir í því samhengi að fyrirtæki þurfi alltaf að eiga ákveðið talsamband við neyt- endur. „Ég nefni gosdrykk og þú hugsar um Kók eða Pepsi, ég nefni raksápu og þú hugsar um Gillette og þannig mætti áfram telja upp vörumerki sem hafa skapað sér sterka stöðu – með því að auglýsa með stöðugum og skilvirkum hætti,“ segir Riad. „Síðan sjáum við fyrirtæki á borð við McDonalds, sem þarf í raun ekki að auglýsa en gerir það samt. Það er af því að fyrirtækið er ekki bara að hugsa um viðskiptavini dagsins í dag heldur líka viðskiptavini til framtíðar. Það gilda sömu lögmál um minni fyrirtæki sem ætla að selja ákveða vöru eða þjónustu. Með því að minna stöðugt á sig eru neytendur meðvit- aðir um tilvist þeirra og munu að lok- um snúa viðskiptum sínum til þeirra.“ Stöðugt samband við neytendur Það er ekki hjá því komist að spyrja Riad um það hvernig fyrirtæki eigi að haga markaðsmálum sínum þegar kreppir að í hagkerfinu, hvort að rétt sé að draga saman seglin eða viðhalda auglýsingaáætlun. Hann svarar því strax til að neytendur leiti til þeirra fyrirtækja sem þau þekkja og treysta, og það traust sé byggt upp með markvissum auglýsingum. „Fyrirtæki sem halda áfram að auglýsa í gegnum samdráttarskeið eru þrisvar sinnum fljótari að ná vopnum sínum þegar það rofar til á ný,“ segir Riad. „Viðskiptavinir fara þangað sem þeir eru velkomnir. Með því að viðhalda stöðugu talsambandi við viðskiptavini í gegnum auglýs- ingar eru fyrirtæki að bjóða þá velkomna.“ Kompaní, viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins og mbl.is, stendur sem fyrr segir fyrir markaðs- ráðstefnunni, sem haldin verður á Grand Hótel frá þriðjudegi til fimmtudags í næstu viku. Þetta er í tíunda sinn sem markaðsráðstefnan er haldin og nú eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Í ár verður sjónum beint að því hvernig hámarka má árangur og auka sölu með skipu- lögðum og sýnilegum auglýsingum. Fara þangað sem þeir eru velkomnir - Viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins heldur markaðsráðstefnu í næstu viku - Haldin í tíunda sinn - Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar segir mikilvægt fyrir fyrirtæki að auglýsa í gegnum samdráttarskeið Morgunblaðið/Eggert Markaðsmál Riad Zouheir hefur áratugareynslu og hefur haldið fyrir- lestra um markaðsmál á yfir 300 ráðstefnum og vinnustofum víða um heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.