Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 VIKUR Á LISTA 2 1 7 4 1 6 3 4 5 1 UNDIRYFIRBORÐINU Höfundur: Freida McFadden Lesarar: Katla Njálsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir ELSPA - SAGAKONU Höfundur: Guðrún Frímannsdóttir Lesari: Valgerður Guðrún Guðnadóttir SAMKOMULAGIÐ Höfundur: Robyn Harding Lesarar: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir SVARVIÐ BRÉFI HELGU Höfundur: Bergsveinn Birgisson Lesari: Bergsveinn Birgisson INNGANGURAÐ EFNAFRÆÐI Höfundur: Bonnie Garmus Lesari: Dominique Gyða Sigrúnardóttir ÖRLAGARÆTUR Höfundur: Anne Thorogood Lesarar: Svandís Dóra Einarsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir DAGBÓKKIDDAKLAUFA: FURÐULEGT FERÐALAG Höfundur: Jeff Kinney Lesari: Oddur Júlíusson ÚTI Höfundur: Ragnar Jónasson Lesarar: Ýmsar leikraddir DAGBÓKKIDDAKLAUFA: LEYNIKOFINN Höfundur: Jeff Kinney Lesari: Oddur Júlíusson SPRENGIVARGURINN Höfundur: Liza Marklund Lesari: Birna Pétursdóttir 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. › › › › › › - TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 38 Nánari upplýsingar veitir Gunnar Svavarsson | Kontakt fyrirtækjaráðgjöf gunnar@kontakt.is | 892 1470 Til sölu kjöt- og matvöruverslun Um er að ræða gamalgróna kjöt- og matvöruverslun með gott orðspor. Veltan er um 240 milljónir króna. Verslunin, sem er um 220 fm að stærð, er á mjög góðum stað í íbúðahverfi miðsvæðis í borginni. Hún er í leiguhúsnæði, í eigu sömu aðila, og getur verið laus með skömmum fyrirvara Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslensku glæpasagnahöfundarnir Arnaldur Indriðason og Ragnar Jónasson eiga tvær af bestu bókum síðustu 50 ára í Frakklandi ef marka má könnun sem hleypt verður af stokkunum þar í landi í dag. Útgáfan Points í Frakklandi sem sérhæfir sig í kiljum og tímaritið Le Point, sem munu vera ótengdir aðilar þrátt fyrir svipuð nöfn, ákváðu að efna til sérstakra verð- launa í tilefni af 50 ára afmæli tímaritsins. Tilnefndar eru átján bækur í þremur flokkum frá þess- um tíma: skáldsögur, glæpasögur og bækur almenns efnis. Af sex glæpasögum könnumst við Íslend- ingar sérstaklega við tvær: Snjó- blindu eftir Ragnar Jónasson og Mýrina eftir Arnald Indriðason. Lesendur tímaritsins munu kjósa milli þessara sex bóka í flokkunum þremur. Í flokki bóka almenns efn- is er m.a. að finna Gúlag-eyjarnar eftir Alexander Solzhenitsyn og Where the Crawdads Sing eftir Deliu Owens í flokki skáldsagna svo ljóst má vera að það er ákveðin upphefð fyrir okkar menn að kom- ast á listann. „Þessi verðlaun eru mjög athygl- isverð og höfundarnir sem eru til- nefndir afar ólíkir, þó að slagsíðan sé að sjálfsögðu nokkuð frönsk,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgef- andi Ragnars hjá Bjarti/Veröld. „Í flokki glæpasagna eru lagðar fram bækur eftir Bandaríkjamann, Króata, tvo Frakka og tvo Íslend- inga. Það segir sína sögu um stöðu íslenskra glæpasagna í Frakklandi og þá sérstaklega um veg Arnaldar og Ragnars. Arnaldur sló rækilega í gegn með Mýrinni á sínum tíma og hafa vinsældir hans allar götur síðan verið ómældar þar í landi og bækur hans verið þaulsætnar á metsölulistum. Í kjölfarið tóku Frakkar síðan Ragnari Jónassyni opnum örmum. Snjóblinda kom út sumarið 2016 undir nafninu Snjór upp á íslensku. Bækur Ragnars hafa sömuleiðis toppað metsölu- lista í Frakklandi og í vor var því fagnað í sendiráði Íslands í París að ein milljón eintaka hefði selst af bókum Ragnars í Frakklandi,“ seg- ir Pétur Már. Bækur Arnaldar hafa um langt árabil notið fádæma vinsælda í Frakklandi og selst í milljónatali. Arnaldur var sæmdur frönsku riddaraorðunni fyrir listir og bók- menntir, Chevalier des Arts et des Lettres, fyrir nokkrum árum. Þeir Ragnar og Arnaldur keppa ekki við neina aukvisa um þessi frönsku verðlaun. Á listanum eru Jurica Pavicic, króatískur höf- undur sem hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir glæpasögur sínar, þar á meðal Rautt vatn, sem til- nefnd er til þessara verðlauna. Jake Adelstein er bandarískur blaðamaður og glæpasagnahöf- undur. Tokyo Vice er minninga- saga hans frá því að hann var glæpafréttamaður í Japan á tíunda áratugnum, fyrsti vestræni blaða- maðurinn hjá japönsku dagblaði. Franski glæpasagnahöfundurinn Hannelore Cayre er margverð- launuð fyrir Guðmóðurina sem er tilnefnd til verðlaunanna. Hún var gestur á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík árið 2019. Að síðustu er það svo franski rithöfundurinn Romain Slocombe sem hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir glæpasög- ur sínar. Snjóblinda og Mýrin tilnefndar - Tvær íslenskar glæpasögur tilnefndar sem bestu bækur síðustu 50 ára í Frakklandi hjá þarlendu tímariti - Sýnir sterka stöðu íslenskra glæpasagna þar í landi, segir útgefandi - Lesendur kjósa Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsældir Ragnar Jónasson hefur selt yfir eina milljón bóka í Frakklandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunaður Arnaldur Indriðason á traustan hóp aðdáenda í Frakklandi. Kosning La Cité des Jarres og Snjór eru á lista tímaritsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.