Morgunblaðið - 29.09.2022, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
VIKUR
Á LISTA
2
1
7
4
1
6
3
4
5
1
UNDIRYFIRBORÐINU
Höfundur: Freida McFadden
Lesarar: Katla Njálsdóttir, Erna Hrönn
Ólafsdóttir
ELSPA - SAGAKONU
Höfundur: Guðrún Frímannsdóttir
Lesari: Valgerður Guðrún Guðnadóttir
SAMKOMULAGIÐ
Höfundur: Robyn Harding
Lesarar: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
SVARVIÐ BRÉFI HELGU
Höfundur: Bergsveinn Birgisson
Lesari: Bergsveinn Birgisson
INNGANGURAÐ EFNAFRÆÐI
Höfundur: Bonnie Garmus
Lesari: Dominique Gyða Sigrúnardóttir
ÖRLAGARÆTUR
Höfundur: Anne Thorogood
Lesarar: Svandís Dóra Einarsdóttir,
Berglind Björk Jónasdóttir
DAGBÓKKIDDAKLAUFA:
FURÐULEGT FERÐALAG
Höfundur: Jeff Kinney
Lesari: Oddur Júlíusson
ÚTI
Höfundur: Ragnar Jónasson
Lesarar: Ýmsar leikraddir
DAGBÓKKIDDAKLAUFA:
LEYNIKOFINN
Höfundur: Jeff Kinney
Lesari: Oddur Júlíusson
SPRENGIVARGURINN
Höfundur: Liza Marklund
Lesari: Birna Pétursdóttir
1.
2.
3.
4.
7.
8.
6.
10.
9.
5.
›
›
›
›
›
›
-
TOPP 10
VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI
VIKA 38
Nánari upplýsingar veitir
Gunnar Svavarsson | Kontakt fyrirtækjaráðgjöf
gunnar@kontakt.is | 892 1470
Til sölu
kjöt- og matvöruverslun
Um er að ræða gamalgróna kjöt- og matvöruverslun með gott
orðspor. Veltan er um 240 milljónir króna.
Verslunin, sem er um 220 fm að stærð, er á mjög góðum stað
í íbúðahverfi miðsvæðis í borginni.
Hún er í leiguhúsnæði, í eigu sömu aðila, og getur verið laus
með skömmum fyrirvara
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Íslensku glæpasagnahöfundarnir
Arnaldur Indriðason og Ragnar
Jónasson eiga tvær af bestu bókum
síðustu 50 ára í Frakklandi ef
marka má könnun sem hleypt
verður af stokkunum þar í landi í
dag.
Útgáfan Points í Frakklandi sem
sérhæfir sig í kiljum og tímaritið
Le Point, sem munu vera ótengdir
aðilar þrátt fyrir svipuð nöfn,
ákváðu að efna til sérstakra verð-
launa í tilefni af 50 ára afmæli
tímaritsins. Tilnefndar eru átján
bækur í þremur flokkum frá þess-
um tíma: skáldsögur, glæpasögur
og bækur almenns efnis. Af sex
glæpasögum könnumst við Íslend-
ingar sérstaklega við tvær: Snjó-
blindu eftir Ragnar Jónasson og
Mýrina eftir Arnald Indriðason.
Lesendur tímaritsins munu kjósa
milli þessara sex bóka í flokkunum
þremur. Í flokki bóka almenns efn-
is er m.a. að finna Gúlag-eyjarnar
eftir Alexander Solzhenitsyn og
Where the Crawdads Sing eftir
Deliu Owens í flokki skáldsagna
svo ljóst má vera að það er ákveðin
upphefð fyrir okkar menn að kom-
ast á listann.
„Þessi verðlaun eru mjög athygl-
isverð og höfundarnir sem eru til-
nefndir afar ólíkir, þó að slagsíðan
sé að sjálfsögðu nokkuð frönsk,“
segir Pétur Már Ólafsson, útgef-
andi Ragnars hjá Bjarti/Veröld.
„Í flokki glæpasagna eru lagðar
fram bækur eftir Bandaríkjamann,
Króata, tvo Frakka og tvo Íslend-
inga. Það segir sína sögu um stöðu
íslenskra glæpasagna í Frakklandi
og þá sérstaklega um veg Arnaldar
og Ragnars. Arnaldur sló rækilega
í gegn með Mýrinni á sínum tíma
og hafa vinsældir hans allar götur
síðan verið ómældar þar í landi og
bækur hans verið þaulsætnar á
metsölulistum. Í kjölfarið tóku
Frakkar síðan Ragnari Jónassyni
opnum örmum. Snjóblinda kom út
sumarið 2016 undir nafninu Snjór
upp á íslensku. Bækur Ragnars
hafa sömuleiðis toppað metsölu-
lista í Frakklandi og í vor var því
fagnað í sendiráði Íslands í París
að ein milljón eintaka hefði selst af
bókum Ragnars í Frakklandi,“ seg-
ir Pétur Már.
Bækur Arnaldar hafa um langt
árabil notið fádæma vinsælda í
Frakklandi og selst í milljónatali.
Arnaldur var sæmdur frönsku
riddaraorðunni fyrir listir og bók-
menntir, Chevalier des Arts et des
Lettres, fyrir nokkrum árum.
Þeir Ragnar og Arnaldur keppa
ekki við neina aukvisa um þessi
frönsku verðlaun. Á listanum eru
Jurica Pavicic, króatískur höf-
undur sem hefur hlotið margvísleg
verðlaun fyrir glæpasögur sínar,
þar á meðal Rautt vatn, sem til-
nefnd er til þessara verðlauna.
Jake Adelstein er bandarískur
blaðamaður og glæpasagnahöf-
undur. Tokyo Vice er minninga-
saga hans frá því að hann var
glæpafréttamaður í Japan á tíunda
áratugnum, fyrsti vestræni blaða-
maðurinn hjá japönsku dagblaði.
Franski glæpasagnahöfundurinn
Hannelore Cayre er margverð-
launuð fyrir Guðmóðurina sem er
tilnefnd til verðlaunanna. Hún var
gestur á Bókmenntahátíðinni í
Reykjavík árið 2019. Að síðustu er
það svo franski rithöfundurinn
Romain Slocombe sem hefur hlotið
fjölmörg verðlaun fyrir glæpasög-
ur sínar.
Snjóblinda og Mýrin tilnefndar
- Tvær íslenskar glæpasögur tilnefndar sem bestu bækur síðustu 50 ára í Frakklandi hjá þarlendu
tímariti - Sýnir sterka stöðu íslenskra glæpasagna þar í landi, segir útgefandi - Lesendur kjósa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinsældir Ragnar Jónasson hefur selt yfir eina milljón bóka í Frakklandi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðlaunaður Arnaldur Indriðason á traustan hóp aðdáenda í Frakklandi.
Kosning La Cité des Jarres og
Snjór eru á lista tímaritsins.