Morgunblaðið - 29.09.2022, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
Athugið:
25% afsláttur
af öllumvörum
aðeins í 4 da
ga:
30. sept. –3.
okt.
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Segulsvið raflína í sjó hefur áhrif á
áttaskyn ýsuseiða og dregur úr
hreyfingu þeirra. Þetta getur um
sinn haft áhrif á lífslíkur þeirra.
Þetta er niðurstaða vísindamanna
hjá norsku hafrannsóknastofnunni,
Havforskningsinstituttet.
Undanfarið hefur stofnunin gert
rannsóknir á áhrifum af uppbygg-
ingu og rekstri vindorkuvera til
hafs á lífríki sjávar, sem hluti af
umfangsmiklu rannsóknarverkefni.
Þar í landi eru uppi umfangsmikil
áform um uppbyggingu slíkrar
orkuframleiðslu. „Vindorkuver á
hafi úti og önnur orkumannvirki til
hafs eru tengd háspennustrengjum
sem framleiða segulsvið. Þetta get-
ur haft áhrif á fiska sem synda eða
rekur nálægt – sérstaklega seiði
sem hafa minni getu til að synda í
burtu frá strengjunum,“ segir í
grein sem birt hefur verið á vef
stofnunarinnar.
Nýleg rannsókn undir stjórn
Alessandro Cresci, vísindamanns
hjá Havforskningsinstituttet, miðaði
sérstaklega að því að meta áhrifin á
ýsuseiði, en ýsan er mikilvægur
nytjastofn við Noregsstrendur líkt
og við Ísland. „Við vildum kanna
hvort þau seiði sem rekur á svæði
þar sem vindmyllur eru fyrirhug-
aðar gætu orðið fyrir áhrifum af
segulsviðum af sama styrk og þeim
sem myndast af sæstrengjum sem
tengja hverflana saman,“ segir
Cresci í greininni.
Sund háð áttavita
Tilraun var gerð þar sem ýsuseiði
voru látin reka eða synda framhjá
raflínu í sjó, í sérstökum tanki á til-
raunastofu. „Að verða fyrir segul-
sviði minnkaði sundvirkni meiri-
hluta ýsuseiðanna um meira en
helming. Það dró einnig verulega úr
hröðun þeirra. Slík minnkun á sund-
virkni getur haft áhrif á útbreiðslu
og lífslíkur seiðanna í náttúrunni,“
útskýrir Cresci.
Í fyrri rannsóknum hefur hann
ásamt samstarfsfólki sínu sýnt fram
á að ýsuseiði rekur ekki bara í haf-
straumum, heldur synda þau til
norðvesturs eftir innbyrðis segul-
stýrðum áttavita. Sund seiðanna
hefur áhrif á það hvert þau rata eft-
ir hrygningu. Ef hægt er á sund-
virkninni með sæstrengjum getur
það því haft áhrif á útbreiðslu seið-
anna og dregið úr lífslíkum þeirra,
að því er fram kemur í greininni.
„Niðurstöður okkar veita nokkrar
af fyrstu vísbendingum um hugs-
anleg vistfræðileg áhrif af þróun
vindorkuvera til hafs. Þessa tegund
rannsókna ber að hafa í huga þegar
hugað er að því hvað frekari þróun
gæti þýtt fyrir lífríkið í sjónum,“
segir Cresci.
Engin áhrif á sandsíli
Fyrr á árinu sagt frá niðurstöð-
um úr rannsókn á áhrifum segul-
sviðs raflína á sandsílaseiði, en
Cresci leiddi einnig þá rannsókn.
Með tilraunum komust vísindamenn
að því að segulsvið háspennu-
strengja laðar hvorki að né hrindir
frá sér sandsílaseiði. Segulsviðið
hefur heldur ekki áhrif á sundhegð-
un þeirra.
Vísindagreinar hafa verið birtar
vegna beggja rannsókna, annars
vegar í Marine Environmental
Research um sandsílin og PNAS
Nexus vegna ýsuseiðanna.
Raflínur geta minnkað
lífslíkur ýsuseiða
- Segulsvið dregur úr sundvirkni - Áhrif á útbreiðslu seiða
Ljósmynd/Havforskningsinstitutt
Segulsvið Ýsuseiði, sem notuð voru í rannsókn á áhrifum segulsviðs raflína
á hreyfingu þeirra, fengust skammt frá rannsóknastöð á Austevoll í Noregi.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Norska ríkisstjórnin tilkynnti í gær-
morgun áform sín um að leggja 40%
auðlindaskatt á sjókvíaeldi í Noregi.
Í kjölfarið hrundi sjávarfangs-
vísitala kauphallarinnar í Osló um
21,27%.
Frumvarp norsku ríkisstjórnar-
innar gerir ráð fyrir að auðlinda-
skatturinn verði innheimtur frá og
með 1. janúar 2023 og á að skila 3,65
til 3,8 milljörðum norskra króna,
jafnvirði um 49 til 51,3 milljarða ís-
lenskra króna. Auðlindaskatturinn
nær jafnt til lax, urriða og regnboga-
silungs sem alinn er í sjókvíum og er
grundvöllur álagningarinnar vísitala
meðalverðs á laxi, en söluverð á urr-
iða og regnbogasilungi.
Tapa milljörðum
Gengi hluta Salmar lækkaði hvað
mest eða rétt rúm 30%, þá lækkaði
gengi bréfa Grieg Seafood um
26,91% og Lerøy Seafood Group um
26,39%. Bréf stærsta fiskeldisfyrir-
tæki í heimi, Mowi, lækkuðu um rúm
19%.
Dagens Næringsliv áætlar að yfir
45 milljarðar norskra króna hafi
þurrkast út, það er yfir 600 millj-
arðar íslenskra króna.
Ljósmynd/Mowi
Eldi Gengi hlutabréfa Mowi og annarra fiskeldisfyrirtækja tók dýfu.
Bréf í fiskeldisfyr-
irtækjum hrundu
- Norsk stjórnvöld boða auðlindaskatt
Margrét Kristín Pétursdóttir, for-
stöðumaður gæðamála hjá Vísi í
Grindavík, var kjörin nýr formaður
Félags kvenna í sjávarútvegi, KÍS,
á aðalfundi félagsins sem fram fór í
húsakynnum Háskólans á Akureyri
á mánudag. Margrét tekur við for-
mennsku af Agnesi Guðmunds-
dóttur, sölustjóra Icelandic Asia, en
hún hefur gegnt embættinu undan-
farin fjögur ár.
Tilgangur félagsins er að styrkja
og efla konur sem starfa í sjávar-
útvegi og haftengdri starfsemi og
stendur félagið fyrir viðburðum og
fræðslu með það að markmiði að
efla samstöðu og samstarf kvenna.
gso@mbl.is
Margrét Kristín kosin nýr formaður KÍS
Afurðaverð á markaði
28. september,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 496,17
Þorskur, slægður 506,32
Ýsa, óslægð 337,47
Ýsa, slægð 324,47
Ufsi, óslægður 233,08
Ufsi, slægður 271,08
Gullkarfi 318,52
Litli karfi 10,00
Blálanga, slægð 178,39
Langa, óslægð 308,03
Langa, slægð 342,86
Keila, óslægð 118,33
Keila, slægð 185,14
Steinbítur, óslægður 235,94
Steinbítur, slægður 417,31
Skötuselur, óslægður 753,00
Skötuselur, slægður 649,89
Grálúða, slægð 429,00
Skarkoli, slægður 542,43
Þykkvalúra, slægð 547,94
Langlúra, óslægð 283,92
Langlúra, slægð 214,00
Sandkoli, óslægður 141,29
Sandkoli, slægður 69,81
Skrápflúra, óslægð 30,55
Gellur 1.288,00
Hlýri, óslægður 310,00
Hlýri, slægður 375,13
Lúða, slægð 423,26
Lýr, óslægður 56,00
Lýsa, óslægð 116,65
Lýsa, slægð 91,32
Náskata, slægð 132,61
Stórkjafta, slægð 180,00
Tindaskata, óslægð 12,80
Undirmálsýsa, óslægð 26,10
Undirmálsýsa, slægð 36,20
Undirmálsþorskur, óslægður 199,70
Undirmálsþorskur, slægður 160,15