Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 •HúðslípunHúðfegrunar skilar góðumárangri •Hreinsar og frískar upp á þreytta húð •Vinnur burt unglingabólur Ve 13 Við to rét Pe 21 reynsla Við fe HÚÐSLÍPUN Húðslípun vinnur vel á ysta lagi húðarinnar og frískar upp á og hreinsar þreytta húð Tímapantanir í síma 533 1320 PORSCHE NOTAÐIR BÍLAR Skoðaðu úrvalið á benni.is Krókhálsi 9 Sími: 590 2000 Virka daga 9 -17 Laugardaga 12 - 16 FNJ16 Porsche Cayenne NGJ59 PorscheMacan S FKM80 Porsche Cayenne S E-Hybrid YRA68 Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid Hér er dásamleg bifreið á ferð, allt í senn sportlegur og elegant! Leðursæti, næs! Hiti og kæling í framsætum sem eru einnig með minni. Rafdrifnir hliðarspeglar með minni, ofl. ofl. Verð: 5.490.000 kr. Nýskráður nóvember 2011 | Ekinn 134.000 km. Gríðarlega flottur bíll! Einn fyrri eigandi, nýþjónastaður hjá Porsche á Íslandi! Mjög vel búinn: Stillanleg loftpúðafjöðrun, lyklalaust aðgengi, rafdrifinn dráttarkrókur, hiti í framsætum- og stýri, hraðastillir og 18 stillinga sportsæti svo eitthvað sé nefnt. Verð: 5.990.000 kr. Nýskráður ágúst 2014 | Ekinn 106.000 km. Lítið ekinn, vel búinn, HYBRID Cayenne. Stillanleg loftpúðafjöðrun, ljúflokun á hurðum, hiti í stýri, fram- og aftursætum, opnanlegt panorama glerþak, dekktar rúður, BOSE hljómtæki, 14 stillinga sport- þægindasæti svo eitthvað sé nefnt! Verð: 9.490.000 kr. Nýskráður nóvember 2019 | Ekinn 44.000 km. Einstakt tækifæri til að eignast sturlaðan bíl: Heilleður í svörtu, LED PDLS framljós, 21" Turbo álfelgur, hiti og loftkæld 18" sportframsæti, beygjur að aftan, hæglokun á hurðum, Burmester hágæða hljómflut- ningstæki og margt fleira. Koma, skoða og kaupa. Verð: 24.900.000 kr. Nýskráður september 2017 | Ekinn 53.000 km. B irtm eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl Upplifðu sanna ökugleði... Að morgni 7. júní sl., er ég var rétt að koma heim á bíl mín- um, tók ég eftir því að lögreglubíll var á eftir mér. Erindi lögregl- unnar var að spyrja mig hvort það væri ég sem rétt áður hefði skvett rauðri máln- ingu á skiltið á vegg sendiráðs Rússlands í Garðastræti. Játti ég því að sjálfsögðu og bætti við í framhaldinu að ég væri einnig sá sem það hefði gert áður eða hinn 3. mars sl. Að því búnu fóru þeir, þannig að ekki var ég þá spurður hvort það kynni líka að hafa verið ég sem í apríl sl. og aftur í maí sl. málaði rauðri málningu yfir skiltið við sendiráðsbygginguna í Túngötu 24, sem leiddi til þess að það var tekið niður mönnum til mikils ánægjuauka. Ástæða þess að ég greip til þess- ara róttæku aðgerða var sú ákvörð- un stríðsglæpamannsins Pútíns forseta Rússlands að ráðast inn í nágrannaland sitt Úkraínu. Þá ekki síst vegna þeirra svívirðilegu stríðsglæpa og fjöldamorða sem rússneski herinn varð síðan í fram- haldinu uppvís að og öllum er kunn- ugt um og ekki þarf að tíunda frek- ar hér. Var mér öllum lokið við að vera upplýstur um þessi óhæfuverk rússneskra hermanna á saklausum nágrönnum sínum. Af þeim ástæð- um var mér því gjörsamlega ómögulegt að sitja aðgerðalaus með hendur í skauti og fylgjast daglega í fjölmiðlum með hryllilegri fram- göngu rússneska innrásarliðsins og fjöldamorðum, hverjar svo sem af- leiðingarnar kynnu síðar að verða fyrir mig vegna viðbragða minna. Allir bera ábyrgð á gerðum sín- um og taka út þá refsingu er ís- lensk lög bjóða ef út af er brugðið. Menn skemma ekki eigur annarra t.d. með málningu eða á annan hátt eða valda skaða með öðrum beinum eða óbeinum hætti án afleiðinga fyrir þá. Hér skal nefna sér- staklega sendiráð erlendra ríkja, sem njóta sérstakrar verndar, en í 1. mgr. 95. gr. alm. hegningarlaga nr. 19/1940 segir þetta orðrétt: „Hver sem opinberlega smánar er- lenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóð- armerki, fána Samein- uðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að sex árum.“ Fram hefur komið tillaga á Alþingi um að fella skuli þessa lagagrein út, sem ég tel sjálfur að ekki skuli gera. Sé litið hlutlægt á málið, þá þurfa er- lend sendiráð að geta notið verndar og friðhelgi í því landi sem þau starfa í, hverjar og hvernig sem pólitískar væringar kunna að vera í heiminum á hverjum tíma. Þetta snýst fyrst og fremst um vernd og öryggi sendiráðsfólksins, hvað svo sem gagnrýna má stjórnvöld við- komandi ríkis fyrir. Þetta hefur mönnum alls staðar í heiminum verið ljóst lengi. Það sem þó mætti hugleiða hér er það hvort refsi- rammi þessarar lagagreinar sé ekki of víður og ætti að þrengja. Hvað mínar áðurnefndu aðgerðir snertir og hugsanleg viðbrögð við þeim, þá mun tíminn leiða í ljós hvert fram- haldið verður þar. Að endingu vil ég árétta hve aðdáunarverð mér þykir barátta Úkraínumanna við að reyna að vernda sjálfstæði lands síns vegna innrásar rússnesku heimsvalda- sinnanna. Ber öllum þjóðum heims svo og ríkisborgurum þessara landa skylda til að styðja varnar- baráttu Úkraínumanna af öllum mætti. Megi Úkraínumönnum ganga allt í haginn í baráttu sinni. Rússar og rauð málning Jónas Haraldsson Jónas Haraldsson » Ástæða þess að ég greip til þessara rót- tæku aðgerða var sú ákvörðun stríðsglæpa- mannsins Pútíns forseta Rússlands að ráðast inn í nágrannaland sitt Úkraínu. Höfundur er lögfræðingur. Við trúum því að hér séu lífskjör jafnari en víðast annars stað- ar og að við lifum í þjóðfélagi án mikillar stéttaskiptingar. Einhverjir eru þó jafnari en aðrir og fá oft að heyra það óþvegið, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Ekki fréttist þó mikið um óhóflega einkaneyslu þessara landa okkar og ef þeir skyldu borga ca. tvöföld meðalmánaðarlaun fyrir eina næt- urgistingu einhvers staðar, þótt með morgunverði væri, þætti það saga til næsta bæjar og ekki sæmandi í okkar jafn- aðarlandi. Hins vegar dreymir sumt athafnafólk hér um að laða ein- mitt slíkt fólk til landsins, „betur borgandi ferðamenn“ heitir það á fagmáli, og á sú gerð túrista að vera snöggtum eft- irsóknarverðari en þessir venjulegu, sem notast við bíla- leigubíla milli staða, eða jafnvel rútur, sem eru þá lægsta stig massatúrismans og varla lítandi á slíkan skítabissniss í al- vöru. En eigum við ekki samt að halda okkur við jörðina og taka á móti venjulegu fólki með venjulegar kröfur? Það hæfir held ég okkar standi best. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Næturgreiðinn Lúxus Viljum við fá „betur borgandi ferðamenn“?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.