Morgunblaðið - 29.09.2022, Síða 48
48 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
VIÐ LEITUM AÐ
LISTAVERKUM
Áhugasamir geta haft samband í
síma 551-0400
ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ
Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það er engin ástæða til þess að
gala það út um allar jarðir þótt þú hafir
haft heppnina með þér. Gott væri að gefa
sér tíma til íhugunar.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er líklegt að yfirmenn þínir setji
fram ákveðnar hugmyndir um breytingar í
dag. Enginn tekur eftir fötunum þínum eða
þyngdinni.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú getur verið að gera það ná-
kvæmlega sama og allir aðrir, en það lítur
ekki þannig út.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Samningar án hlunninda eru eins
og dagur án sólskins – leiðinlegri. Láttu
hana því vinna með þér frekar en á móti.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú verður að gefa þér meiri tíma til
þess að slaka á og vera í einrúmi. Og þeir
munu þrá félagsskap þinn. Hafðu hugfast
að þú ert með hugaróra.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Ungbörn laðast að fólki sem brosir
og svo er líka yngjandi að brosa. Gefðu þér
tíma til þess að melta þessa nýju vitn-
eskju.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Sköpunargleðin er þín í dag. Athug-
aðu hvort ástæða þessa liggur hjá þér því
ef svo er geturðu kippt því í liðinn.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Sumt sem fellur undir skil-
greininguna um velgengni eykur ekki endi-
lega á lán þitt. Reyndu að sjá hvatirnar í
réttu ljósi, þær eru viðbrögð. Notaðu svo
kvöldið fyrir sjálfan þig.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Hugmyndaflug þitt kemur öll-
um á óvart. En stundum getur hugurinn
verið of langt á undan líkamanum og þá er
nauðsynlegt að leita sér einveru til íhug-
unar.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú ættir að fara þér hægar á
vissum sviðum lífsins, þó ekki öllum í einu.
Reyndu að sýna þolinmæði því það ert þú
sem ert á röngum hraða en ekki hinir.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú kemst langt á smá kurteisi.
En áhyggjurnar eru eins og ruggustóll;
hann hreyfist en kemst ekkert áfram.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það er svo margt sem þig langar
að gera að þér fallast eiginlega hendur.
Notaðu sterkt myndmál eins og þú ert svo
snjall við.
Gallup á Íslandi, 1988-92 og alþing-
ismaður 1994-2003.
„Á mínum átta árum á Alþingi
urðu umhverfismál aðalviðfangsefni
mitt og naut ég þess að vera for-
maður umhverfisnefndar þingsins.
Miklir lagabálkar á þessu sviði voru
þá unnir, m.a. náttúruverndarlögin
og skipulagslög og teknar ákvarð-
anir um stórvirkjanir, skipulag
miðhálendisins o.fl. Hafði ég stund-
um nokkuð sjálfstæðar skoðanir á
þessum málum. Ég var síðan for-
maður fjárlaganefndar eitt ár.“
Ólafur var síðan forstjóri Ratsjár-
stofnunar 2004-2007 og þjóðgarðs-
vörður á Þingvöllum 2010-2018.
Undanfarin 12 ár hefur hann setið í
faghópi rammaáætlunar um nátt-
úruvernd og orkunýtingu.
yfir Grænlandsjökul 1993 og á
Suðurpólinn 1997-98. Þá gengum
við án utanaðkomandi stuðnings
1.100 km á tæpum tveimur mán-
uðum.“ Haraldur gekk síðan á
Norðurpólinn en Ingþór þurfti frá
að hverfa vegna kalsára.
„Foreldrar okkar sendu okkur
hvert um sig í sumarskóla erlendis.
Það varð til þess að ég fór á þýsku-
skóla 1966 og keypti mér Triumph-
mótorhjól í Kaupmannahöfn. Ferð-
aðist ég á því einn míns liðs víða um
Evrópu þetta sumar 18 ára gamall
og kom heim í vetrarbyrjun með Ms
Gullfossi. Þetta mótorhjól fundu
synir mínir, keyptu það og gáfu mér
og var því ekið inn í veislusalinn í 60
ára afmælinu mínu. Þá fengu hörð-
ustu naglar tár í augun. Ég hef líka
eignast fornbíla og hef gaman af því
en kann ekkert í viðgerðum.“
Ólafur varð stúdent frá ML 1968
og lagði stund á landafræði, jarð-
fræði og sagnfræði við HÍ og lauk
þar bæði BA- og BSc-gráðu. Að því
loknu tók hann meistarapróf í
skipulagi byggða og bæja í Univers-
ity of Sussex í Englandi.
Þegar heim var komið 1973 var
Ólafur ráðinn til ráðgjafarfyrirtæk-
isins Hagvangs hf. og vann þar í 13
ár, m.a. sem framkvæmdastjóri.
Hann var framkvæmdastjóri hjá
Ferðaskrifstofunni Útsýn 1985-88,
stofnandi og framkvæmdastjóri
Ó
lafur Örn Haraldsson
fæddist 29. september
1947 í Reykjavík. „Þeg-
ar ég var þriggja ára
fluttu foreldrar mínir
að Laugarvatni með okkur fjögur
systkinin sem fædd vorum á fjórum
árum. Faðir minn varð kennari við
Menntaskólann þar til hann lauk
störfum vegna aldurs.
Fyrstu fjögur árin á Laugarvatni
bjuggum við í gríðarlegum þrengsl-
um innan um nemendur og í kjall-
ara héraðsskólans og var það erfitt,
ekki síst fyrir móður mína. En for-
eldrar mínir ákváðu þá að Laugar-
vatn yrði framtíðarstaður fjölskyld-
unnar og byggðu þar mjög veglegt
hús, Stöng, sem við eigum enn í
upprunalegri mynd.
Það var að mörgu leyti sérstakt
að alast upp á Laugarvatni sem var
blanda af hefðbundnu íslensku þorpi
og skólasetri þar sem fimm skólar
störfuðu á veturna með tilheyrandi
heimavist og mörg hundruð nem-
endum og var þar mikið fjör. Við
systkinin ólumst upp við miklar
námskröfur eins og flestir krakkar
á staðnum en það átti ekki alltaf
heppilega samleið með mikilli
íþróttaiðkun minni og félagsstörf-
um.“ Ólafur stundaði allar íþróttir
sem í boði voru og keppti bæði fyrir
ungmennafélagið og Héraðssam-
bandið Skarphéðin. Hann lærði á
skíði í Kerlingarfjöllum á fyrstu
námskeiðunum þar.
„Ferðalög, einkum gönguferðir,
um óbyggðir voru ríkjandi þáttur í
heimilislífi okkar. Foreldrar okkar
fóru víða gangandi og voru miklir
náttúruunnendur. Faðir minn skrif-
aði margar árbækur fyrir Ferða-
félag Íslands. Ég heillaðist af fegurð
og náttúru Íslands og hefur það orð-
ið leiðarstef í störfum mínum og
áhugamálum. Náttúruvernd er mér
í blóð borin.“ Þetta áhugasvið leiddi
til þess að Ólafur tók að sér emb-
ætti forseta Ferðafélagsins 2004 og
lauk því starfi í fyrra. Hann hefur
skrifað tvær árbækur félagsins.
„Óbyggða- og ævintýraþráin varð
líka til þess að ég fór ásamt Haraldi
Erni syni okkar og Ingþóri vini okk-
ar fyrstu skíðaleiðangra Íslendinga
Ólafur hefur gegnt ýmsum fé-
lagsstörfum, hann var formaður
Félags Sameinuðu þjóðanna á Ís-
landi, forseti Rótarý og sat í stjórn
Rauða krossins og Norræna félags-
ins svo eitthvað sé nefnt.
„Það má segja að fjallamennska
og útivist hafi verið fjölskyldusport
okkar. Við Sigrún höfum ferðast
mikið bæði heima og erlendis og
m.a. gengið tvisvar yfir Vatnajökul
á skíðum og nokkrum sinnum á
Hvannadalshnjúk og fleiri fjöll.
Meðal áhugamála okkar eru sam-
verustundir með fjölskyldunni, tón-
list, fjallgöngur, líkamsrækt, golf
og útivist af öllu tagi, þ. á m. skíða-
göngur.
Í tilefni af sjötugsaldri mínum
kláraði ég fjórþrautina sem nefnist
Landvættir en þá þarf á einu ári að
hjóla 60 km, ganga 50 km á skíð-
um, hlaupa Jökulsárgljúfur 33 km
og synda í stöðuvatni 2,5 km. Þessu
til viðbótar tók ég þátt í 50 km
Fossavatnsgöngu á Ísafirði þrjú ár
í röð. Nú hef ég tekið að mér fyrir
Ferðafélagið ritun bókar um
gönguleiðir fyrir ofan Bláskóga-
byggð,“ en Ólafur hefur sinnt ýms-
um öðrum ritstörfum gegnum tíð-
ina, m.a. skrifað tvær ferðabækur.
Önnur heitir Hvíti risinn sem var
um skíðaleiðangurinn yfir Græn-
landsjökul. Hin heitir Suður á pól-
inn.
Ólafur Örn Haraldsson, fv. alþingismaður og forseti Ferðafélags Íslands – 75 ára
Stórfjölskyldan Ólafur Örn og Sigrún ásamt börnum, tengdadætrum og
barnabörnum á gullbrúðkaupsdegi þeirra hjóna árið 2019.
Náttúra Íslands er leiðarstefið
Nýársdagur 1998 Haraldur Örn,
Ólafur Örn og Ingþór í fyrsta skíða-
leiðangri Íslendinga á Suðurpólinn.
Ljósmynd/Gunnar V. Andrésson
Afmælisbarnið Ólafur Örn.
Árni Bjarnason, formaður Félags skip-
stjórnarmanna, er sjötugur í dag. Árni
stundaði sjóinn í 33 ár sem háseti,
stýrimaður og skipstjóri. Hann hóf ung-
ur afskipti af kjaramálum skipstjórnar-
manna samfara skipstjórnarstörfum.
Hann varð formaður Skipstjóra- og
stýrimannafélags Norðlendinga 1997,
var kjörinn forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 2001, stóð að
stofnun Félags skipstjórnarmanna 2004 ásamt formönnum Öldunnar og Félags
íslenskra skipstjórnarmanna og hefur verið formaður þess frá stofnun.
Árni er giftur Steinunni Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn, Sigurð Gáka,
Heimi Örn og Rósu Maríu. Barnabörnin eru fimm.
Þau hjónin eru stödd erlendis en hyggjast halda upp á tímamótin næsta sumar
með fjölskyldunni þegar betur stendur á.
Árnað heilla
70 ára
Til hamingju með daginn
30 ÁRA Snæbjörn ólst upp í Laugardalnum og
býr í London. Hann útskrifaðist með meistaragráðu
í lögfræði (LL.M) við Duke-háskóla í Bandaríkj-
unum þar sem hann stundaði nám á skólastyrk. Áð-
ur útskrifaðist hann með BA- og mag.jur.-gráður
frá lagadeild HÍ. Snæbjörn starfar sem lögmaður á
lögmannsstofunni Ropes & Gray og er með lög-
mannsréttindi í New York-ríki í Bandaríkjunum og
á Íslandi. Áhugamál Snæbjörns eru fótbolti, hlaup,
ferðalög og samvera með vinum og fjölskyldu.
FJÖLSKYLDA Sambýliskona Snæbjörns er Diljá
Helgadóttir, f. 1994, lögfræðingur á lögmannsstof-
unni Milbank og lektor við Háskólann á Bifröst.
Foreldrar Snæbjörns eru Snædís Valsdóttir, f. 1962,
skólastjóri, og Ólafur Elfar Sigurðsson, f. 1963, við-
skiptafræðingur, bæði búsett í Reykjavík.
Snæbjörn Valur Ólafsson