Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 50
50 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
Meistaradeild kvenna
2. umferð, seinni leikir:
Slavia Prag – Valur .................................. 0:0
_ Slavia áfram, 1:0 samanlagt.
Rosengård – Brann ................................. 3:1
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn
með Rosengård.
- Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan
leikinn með Brann.
_ Rosengård áfram, 4:2 samanlagt.
Real Madrid – Rosenborg....................... 2:1
- Selma Sól Magnúsdóttir lék fyrstu 62
mínúturnar með Rosenborg.
_ Real Madrid áfram, 5:1 samanlagt.
Häcken – París SG................................... 0:2
- Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat allan
tímann á varamannabekk París SG.
_ París SG áfram, 4:1 samanlagt.
Juventus – Köge ...................................... 2:0
- Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu 78
mínúturnar með Juventus og skoraði.
_ Juventus áfram, 3:1 samanlagt.
Vllaznia – Vorskla Poltava....................... 2:1
_ Vllaznia áfram, 3:2 samanlagt.
Ajax – Arsenal .......................................... 0:1
_ Arsenal áfram, 3:2 samanlagt.
St. Pölten – KuPS Kuopio............... (frl.) 2:2
_ St. Pölten áfram, 3:2 samanlagt.
Zürich – Sarajevo ..................................... 3:0
_ Zürich áfram, 10:0 samanlagt.
Benfica – Rangers ........................... (frl.) 2:1
_ Benfica áfram, 5:3 samanlagt.
_ Í kvöld mætast Bayern München – Real
Sociedad og Roma – Sparta Prag. Sigur-
vegarar einvígjanna í 2. umferð fara í riðla-
keppnina ásamt Lyon, Barcelona, Wolfs-
burg og Chelsea.
England
Chelsea – West Ham................................ 3:1
- Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn
með West Ham og skoraði.
Vináttulandsleikir karla
Argentína – Jamaíka............................... 3:0
- Heimir Hallgrímsson stýrði sínum
fyrsta leik sem þjálfari Jamaíku.
El Salvador – Perú ................................... 1:4
Kólumbía – Mexíkó .................................. 3:2
4.$--3795.$
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Magdeburg – París SG........................ 22:29
- Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm
mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir
Kristjánsson eitt.
Veszprém – Dinamo Búkarest........... 33:30
- Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk
fyrir Veszprém.
_ Veszprém 6, París SG 4, Magdeburg 4,
GOG 3, Wisla Plock 2, PPD Zagreb 2, Di-
namo Búkarest 1, Porto 0.
B-RIÐILL:
Aalborg – Kielce.................................. 28:30
- Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyr-
ir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálf-
ari liðsins.
- Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk
fyrir Kielce.
_ Barcelona 4, Aalborg 4, Kielce 4, Kiel 2,
Celje Lasko 2, Nantes 2, Pick Szeged 0,
Elverum 0.
Danmörk
Midtjylland – Fredericia .................... 32:35
- Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði ekki
fyrir Fredericia. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson þjálfar liðið.
Svíþjóð
Skövde – Malmö................................... 30:27
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson var ekki í
leikmannahópi Skövde.
Sviss
Kadetten – Bern .................................. 32:26
- Óðinn Þór Ríkharðsson lék ekki með Ka-
detten vegna meiðsla. Aðalsteinn Eyjólfs-
son þjálfar liðið.
%$.62)0-#
Subway-deild kvenna
Njarðvík – Grindavík ........................... 77:61
Breiðablik – Keflavík ........................... 58:88
ÍR – Fjölnir ........................................... 50:58
Haukar – Valur .................................. (43:27)
_ Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun.
Staðan fyrir leik Hauka og Vals:
Keflavík 2 2 0 183:130 4
Njarðvík 2 1 1 149:156 2
Grindavík 2 1 1 148:152 2
Haukar 1 1 0 104:53 2
Valur 1 1 0 84:46 2
Fjölnir 2 1 1 133:137 2
ÍR 2 0 2 103:162 0
Breiðablik 2 0 2 104:172 0
1. deild kvenna
Þór Ak. – Tindastóll ............................. 74:52
KR – Hamar/Þór .................................. 75:41
Stjarnan – Aþena/Leiknir/UMFK...... 97:81
Staða efstu liða:
KR 2 2 0 153:117 4
Stjarnan 2 2 0 171:142 4
Þór Ak. 2 2 0 137:110 4
Tindastóll 2 1 1 147:100 2
Snæfell 1 0 1 76:78 0
4"5'*2)0-#
MEISTARADEILD
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Valur er úr leik í Meistaradeild Evr-
ópu í knattspyrnu kvenna eftir að
hafa gert markalaust jafntefli við
Slavia Prag í síðari leik liðanna í 2.
umferð undankeppninnar í Tékklandi
í gær.
Slavia vann fyrri leikinn að Hlíð-
arenda 1:0 og einvígið því samanlagt
með sömu markatölu. Með sigri í ein-
víginu tryggðu tékknesku meist-
ararnir sér sæti í riðlakeppni Meist-
aradeildarinnar en Valskonur ná ekki
að leika sama leik og Breiðablik gerði
í fyrra og lengja tímabilið hjá sér
fram í desember.
Leikurinn í gær var nokkuð kafla-
skiptur en eftir að Slavia hafði byrjað
af krafti unnu Valskonur sig vel inn í
hann og réðu lögum og lofum síðasta
stundarfjórðunginn í fyrri hálfleik.
Cyera Hintzen komst nálægt því
að koma Val í forystu eftir rúmlega
hálftíma leik þegar hún slapp í gegn
eftir stungusendingu Önnu Rakelar
Pétursdóttur en Olivie Lukásová í
marki Slavia varði skot hennar úr
nokkuð þröngri stöðu út í vítateiginn
áður en boltanum var komið frá.
Ásdís Karen Halldórsdóttir átti þá
hörkuskot rétt fyrir utan vítateig
skömmu fyrir leikhlé en aftur var
Lukásová vandanum vaxin og varði
með naumindum yfir markið.
Í síðari hálfleik áttu Valskonur erf-
itt uppdráttar framan af þar sem
Slavia setti Íslands- og bikar-
meistarana undir pressu, skapaði sér
nokkur hættuleg færi og skoraði auk
þess tvö mörk, sem voru þó bæði
dæmd af. Fyrra markið var dæmt af
vegna rangstöðu og það síðara eftir
að brotið var á Örnu Sif Ásgríms-
dóttur í aðdragandanum.
Arna Sif fékk besta færið
Elín Metta Jensen, sem kom inn á
sem varamaður eftir klukkutíma leik,
frískaði aðeins upp á sóknarleik Vals í
síðari hálfleik og kom sér í fínt færi
eftir góðan sprett um hann miðjan en
táarskot hennar fór í hliðarnetið ut-
anvert.
Á 77. mínútu fékk Arna Sif svo
besta færi Valskvenna í leiknum.
Anna Rakel tók þá aukaspyrnu frá
hægri, fann Örnu Sif eina á fjær-
stönginni en skot hennar af markteig,
þar sem hún þurfti að teygja sig í
boltann, fór yfir markið.
Leikurinn fjaraði svo út og niður-
staðan sár vonbrigði fyrir Val.
Valur hefur oft leikið betur en í
gær en það er ekki þar með sagt að
liðið hafi leikið illa.
Tékkneska liðið var einfaldlega
skynsamt í sinni nálgun og lokaði á
nánast allar leiðir að marki sínu, þá
sér í lagi í síðari hálfleik.
Besta færi Vals í leiknum kom eftir
fast leikatriði og hefði liðið almennt
þurft að nýta sér þau betur.
Eitt mark
skildi liðin að
- Valskonur úr leik í Meistaradeildinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Evrópa Cyera Hintzen og Simona Necidová eigast við í fyrri leik Vals og
Slavia Prag á Origo-vellinum að Hlíðarenda í síðustu viku.
Bjarki Már Elísson átti góðan leik
fyrir Veszprém þegar liðið vann
þriggja marka sigur gegn Dinamo
Búkarest í A-riðli Meistaradeildar
karla í handknattleik í Ungverja-
landi í gær. Leiknum lauk með
33:30-sigri Veszprém en Bjarki Már
var næstmarkahæstur í ungverska
liðinu með fjögur mörk.
Þá var Ómar Ingi Magnússon
næstmarkahæstur hjá Magdeburg
þegar liðið tapaði með sjö marka
mun gegn París SG í Þýskalandi,
22:27. Ómar Ingi skoraði fimm
mörk í leiknum og Gísli Þorgeir
Kristjánsson eitt. Veszprém er í
efsta sæti riðilsins með sex stig eða
fullt hús stiga en Magdeburg er í
þriðja sætinu með fjögur stig.
Haukur Þrastarson skoraði tvö
mörk fyrir Kielce þegar liðið vann
30:28-sigur gegn Aalborg í Íslend-
ingaslag í B-riðli keppninnar. Aron
Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir
Aalborg en Arnór Atlason er að-
stoðarþjálfari danska liðsins. Kielce
og Aalborg eru með fjögur stig í
öðru og þriðja sæti riðilsins. Barce-
lona er einnig með fjögur stig og á
leik til góða á bæði Íslendingaliðin.
Bjarki Már og félagar með fullt
hús stiga í Meistaradeildinni
Ljósmynd/Eurohandball
4 Bjarki Már Elísson hefur farið vel af stað með ungversku meisturunum í
Veszprém á tímabilinu en hann gekk til liðs við félagið frá Lemgo í sumar.
Keflavík er með fullt hús stiga í úr-
valsdeild kvenna í körfuknattleik,
Subway-deildinni, eftir stórsigur
gegn Breiðabliki í Smáranum í
Kópavogi í 2. umferð deildarinnar í
gær.
Birna Valgerður Benónýsdóttir
var stigahæst í liði Keflavíkur með
23 stig og sjö fráköst en leiknum
lauk með 88:58-sigri Keflavíkur.
Jafnræði var með liðunum í fyrri
hálfleik og var staðan 23:20 Blikum
í vil eftir fyrsta leikhluta en Kefla-
vík leiddi 38:35 í hálfleik. Breiða-
blik skoraði einungis 23 stig í síðari
hálfleik og Keflavík fagnaði örugg-
um sigri i leikslok.
Daniela Wallen skoraði 21 stig og
tók tíu fráköst fyrir Keflavík en
Isabella Ósk Sigurðardóttir var
stigahæst í liði Breiðabliks með 17
stig og tíu fráköst.
_ Urté Slavickaité skoraði 20
stig fyrir Fjölni þegar liðið hafði
betur gegn nýliðum ÍR, 58:50, í
Seljaskóla í Breiðaholti en þetta var
fyrsti sigur deildarmeistara Fjölnis
á tímabilinu.
ÍR-ingar byrjuðu leikinn betur og
leiddu með fjórum stigum eftir
fyrsta leikhluta, 16:12. Fjölnir var
sterkari í öðrum leikhluta og leiddi
31:22 í hálfleik. Þrátt fyrir að ÍR-
ingum hafi tekist að minnka forskot
Fjölnis í fjögur stig í þriðja leik-
hluta, 38:42, tókst þeim ekki að
snúa leiknum sér í vil.
Simone Sill skoraði sautján stig
og tók sextán fráköst fyrir Fjölni en
Greeta Uprus var stigahæst í liði ÍR
með 21 stig og átta fráköst.
_ Þá var Aliyah Collier stigahæst
hjá Íslandsmeisturum Njarðvíkur
þegar liðið vann sinn fyrsta sigur á
tímbilinu gegn nágrönnum sínum í
Grindavík í Ljónagryfjunni í Njarð-
vík. Njarðvíkingar byrjuðu betur
og leiddu 41:32 í hálfleik. Staðan að
loknum þriðja leikhluta var 66:41,
Njarðvík í vil. Grindavík tókst aldr-
ei að snúa leiknum sér í vil í fjórða
leikhluta og Njarðvík fagnaði
77:61-sigri.
Lavinia Gomes skoraði 21 stig og
tók ellefu fráköst fyrir Njarðvík en
Danielle Rodriguez var stigahæst í
liði Grindavíkur með 23 stig og sjö
stoðsendingar.
Morgunblaðið/Eggert
Sókn Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir sækir að ÍR-ingum í Seljaskóla
í Breiðholti í gærkvöldi en hún skoraði 6 stig og tók átta fráköst í leiknum.
Keflavík með
fullt hús stiga
- Fyrsti sigur Íslandsmeistaranna