Morgunblaðið - 29.09.2022, Side 52

Morgunblaðið - 29.09.2022, Side 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 Mikið úrval af borðstofuhúsgögnum frá CASØ Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður sett í dag í Há- skólabíói með sýningu opnunar- myndar og dagskráin vegleg að vanda. Hrönn Marinósdóttir hefur frá upphafi stýrt hátíðinni og á næsta ári verður stórafmæli, hátíðin þá haldin í 20. sinn. En það er líka gaman að vera 19 ára og þegar blaðamaður ræddi við Hrönn var vika í hátíðina og líf og fjör í höfuð- stöðvum RIFF við Tryggvagötu en kvikmyndasýningar munu lang- flestar fara fram í Háskólabíói og auk þeirra boðið upp á sérviðburði. Frábær frá Feneyjum Opnunarmynd hátíðarinnar, sem gagnrýnd er á næstu síðu, nefnist Vera og er eftir leikstjórana Tizzu Covi og Rainer Frimmel sem Hrönn segir að kalla megi költleikstjóra. Vakti myndin mikla athygli þegar hún var frumsýnd á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum í byrjun mánaðar og munu leikstjórarnir og aðalleik- kona myndarinnar, Vera Gemma, mæta á RIFF. „Mér finnst hún algjörlega frá- bær,“ segir Hrönn um myndina og að hún sé stolt af því að fá svo nýja mynd á hátíðina. Myndin er sú þriðja sem RIFF sýnir eftir þau Covi og Frimmel og fjallar um leik- konuna sjálfa, þ.e. Veru Gemma, sem er dóttir Guilianos Gemma sem var hvað þekktastur fyrir leik sinn í spagettívestrum og þótti fjallmynd- arlegur. „Maður veit ekki hvað er leikið og hvað raunverulegt,“ segir Hrönn um myndina sem fjallar með- al annars um hvernig það er að vera dóttir svo frægs manns en önnur slík, dóttir leikstjórans Darios Arg- ento, kemur líka við sögu. Þess má geta að Vera Gemma hlaut verðlaun fyrir leik sinn í myndinni í Fen- eyjum. Hrönn er spurð hvernig hátíðin í ár sé í samanburði við þá fyrstu sem hún hélt. Hún segir hátíðina hafa breyst mjög mikið og hún sé allt öðruvísi nú en hún var í upphafi. „Hún hefur þróast í takt við tíðar- andann og reynsluna og þekking- una. Hátíðin er líka orðin viður- kennd á alþjóðagrundvelli,“ segir Hrönn. Lokamynd hátíðarinnar, Sumar- ljós og svo kemur nóttin eftir leik- stjórann Elfar Aðalsteinsson, verður heimsfrumsýnd 8. október og er handrit hennar byggt á samnefndri bók Jóns Kalmans Stefánssonar. Meðal leikara í henni eru Ólafur Darri Ólafsson, Heiða Rún Sigurð- ardóttir/Heiða Reed, Svandís Dóra Einarsdóttir og Sveinn Ólafur Gunn- arsson. „Mér líst bara mjög vel á hana. Við sýndum líka mynd Elfars, End of Sentence, og reyndar vann stutt- myndin hans, Sailcloth með John Hurt, stuttmyndaflokkinn á sínum tíma. Þannig að við erum mikið fyrir að sýna myndirnar hans Elfars,“ segir Hrönn kímin. Óþarfi að plana of mikið – Nú þyrmir kannski yfir suma þegar þeir renna yfir dagskrána, 70 myndir frá 59 löndum og takmark- aður tími til að sjá sem flestar. Er ekki bara málið að fylgja straumn- um, vera ekki að plana alltof mikið? „Jú, ég held að það sé málið, að pæla ekki of mikið í þessu. Bara skella sér á einhverjar myndir og láta þær koma sér svolítið á óvart og treysta því að þær séu góðar,“ svar- ar Hrönn og tekur undir með blaða- manni að stundum sé gott að vita sem minnst um kvikmyndina sem maður er að fara að sjá í bíó. Heiðursgestur hátíðarinnar er spænska leikkonan Rossy de Palma og einn heiðursverðlaunahafa er líka spænskur, Albert Serra. Þá verður kastljósinu beint sérstaklega að spænskum kvikmyndum á hátíðinni. Hrönn er spurð hvernig það hafi komið til að Spánn varð fyrir valinu. „Við erum búin að vera að vinna að þessu í mörg ár, þetta hefur verið draumur hjá mér mjög lengi að hafa Spán í fókus en það hefur verið erfitt að ganga frá þessu,“ svarar Hrönn. „Til þess að geta gert þetta þurftum við góða samstarfsaðila og þarna fengum við spænska sendiráðið á Ís- landi og líka ICCA, kvikmyndastofn- un Spánverja, til að hjálpa okkur við fjármögnun. Þeir eru að hjálpa okk- ur t.d. við að bjóða leikstjórum og líka framleiðendum sem taka þátt í framleiðendaþinginu.“ 31 Norðurlandafrumsýning „Þetta eru mikið evrópskar mynd- ir,“ segir Hrönn um dagskrána í heild og að hluti hennar muni tengj- ast Evrópsku kvikmyndaverðlaun- unum, EFA, sem verða afhent hér á landi í desember. „Við verðum með EFA-dag, það koma stjórnendur frá EFA- samtökunum í Berlín,“ segir Hrönn og að mikilvægi verðlaunanna verði rætt sérstaklega þann dag. „Mér finnst eins og RIFF sé svolítill upp- taktur að EFA því það eru svo margar myndir og gestir sem tengj- ast verðlaununum.“ Norðurlandafrumsýningar RIFF eru alls 31 í ár, þrjár Evrópufrum- sýningar og tvær heimsfrumsýning- ar, eins og kom fram í tilkynningu frá hátíðarhöldurum fyrir viku og leggja skipuleggjendur sig fram um að velja verk kvenna á dagskrána. Eru konur leikstjórar um 56% kvik- myndanna að þessu sinni og því í meirihluta. Einnig verður sýndur mikill fjöldi stuttmynda, 207 myndir með fjölda frumsýninga og 86% mynda hátíðarinnar eru evrópsk. Hvað kynjahlutfall leikstjóra varðar segir Hrönn að það hafi gerst nokkuð náttúrulega að um helming- ur mynda sé í leikstjórn kvenna. Hafa erlendar hátíðir oft verið gagn- rýndar fyrir kynjahalla, að konur séu afar fáar í röðum leikstjóra og þá m.a. hátíðin í Cannes. „Auðvitað finnst okkur þetta mikilvægt, að kynna verk eftir konur líka af því að þær gera öðruvísi myndir en karl- ar,“ segir Hrönn um þessi fyrir- myndarkynjahlutföll RIFF. RIFF er einnig til fyrirmyndar hvað viðkemur umhverfisvernd og töluvert minna prentað af bæklingi hátíðarinnar en vani er. Þá hefur nýtt app verið kynnt og með því hægt að kaupa miða, búa til dagskrá og finna allar helstu upplýsingar. Segir Hrönn þetta mjög þægilegt fyrirkomulag þó sumir vilji alltaf hafa bækling í höndunum líka. Vef- síðu RIFF má finna á slóðinni riff.is. Óvissa með fjármagn Hrönn segir að það taki lágmark ár að undirbúa hverja RIFF-hátíð og því verði strax hafist handa við þá næstu þegar þessari lýkur. Hún verður sú tuttugasta í röðinni og er Hrönn spurð hvort eitthvað verði þá gert aukalega, í tilefni af afmælinu. Hún segir erfitt að svara því að svo stöddu þar sem alltaf ríki óvissa um fjármögnun milli ára. Í fyrrnefndri tilkynningu kom einmitt fram að dregið hefði úr umfangi RIFF, borið saman við undangengin ár, eftir miklar skerðingar á framlögum hins opinbera til hátíðarinnar. „Ekki verður unnt að halda úti sérstakri ókeypis barnadagskrá RIFF eins og hefur verið undanfarin ár, ásamt kennsluefni fyrir alla leik- og grunn- skólanema. Þá verður RIFF fyrir framtíðina, verkefni um kvikmynda- læsi og kvikmyndagerð fyrir ungt fólk frá Norðurlöndunum, ekki hald- ið í ár,“ segir þar en nýr dagskrár- liður, Ung RIFF, muni draga aðeins úr þeim skelli sem niðurskurðurinn hafi í för með sér. Þá verður netleig- an RIFF heima ekki í boði í ár vegna niðurskurðar, að sögn Hrannar, en RIFF hefur sýnt helstu myndir á vef sínum riff.is til að þeir sem ekki komast í bíó, einhverra hluta vegna, geti líka notið mynda hátíðarinnar. Kvikmyndasýningar á landsbyggð- inni lentu líka undir niðurskurðar- hnífnum, segir Hrönn og að það þyki henni miður. Býr til verðmæti Hrönn bendir einnig á að ef styrk- ur frá stjórnvöldum sé skorinn mikið niður eigi hátíðin á hættu að fá lægri styrki frá Media-sjóðnum hjá Evrópusambandinu sem hafi verið stuðningsaðili hátíðarinnar í mörg ár. „Þetta helst í hendur og ég hef kallað eftir lengri tíma samningum, eins og við menntamálaráðuneytið, og meira öryggi,“ segir Hrönn. Hátíð á borð við RIFF sé mikils virði fyrir almenning í landinu og kvikmyndabransann. „Í heild býr RIFF til mun meiri verðmæti en hún fær í styrkjum,“ segir Hrönn og það sé m.a. vegna samstarfsverk- efna milli kvikmyndabransans hér og erlendis og aukinnar víðsýni og gleði þeirra sem sækja hátíðina. Morgunblaðið/Eggert Hátíðarstund Frá blaðamannafundi um RIFF sem haldinn var við Hagatorg um miðjan mánuð. Hrönn, í stól lengst til vinstri, með starfsmönnum RIFF. Hefur þróast í takt við tíðarandann - Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst í dag og er hún nú haldin í nítjánda sinn - Kvikmyndagerð á Spáni í kastljósinu - Konur í meirihluti leikstjóra kvikmynda hátíðarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.