Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eggert
Þingstörf Sólveig Anna ásamt fleiri þingfulltrúum að ræða málin á þinginu.
Morgunblaðið/Eggert
ASÍ Vilhjálmur Birgisson í þéttsetnum sal þingsins á Hilton Nordica í gær.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
Viðbúið er að draga muni til tíðinda í
dag, á öðrum degi þingsins og herma
heimildir blaðsins að tilkynnt verði
um þrjú framboð í dag; í embætti
fyrsta, annars og þriðja varaforseta
ASÍ. Þannig verði ekki sjálfkjörið í
neinar stöður á þinginu.
Undanfarið ár hefur verið
stormasamt í íslenskri verkalýðs-
hreyfingu.
Drífa Snædal sagði af sér forseta-
embætti ASÍ í ágúst og bar við
slæmum samskiptum við kjörna
fulltrúa sambandsins. Í kjölfar upp-
sagnar Drífu sagði Halla Gunnars-
dóttir, framkvæmdastjóri ASÍ,
starfi sínu lausu, en Kristján Þórð-
ur Snæbjarnarson, fyrsti varafor-
seti ASÍ, hefur gegnt embætti for-
seta sambandsins frá því í ágúst.
Hann gefur hins vegar ekki kost á
sér til áframhaldandi á forsetastól,
en sækist eftir embætti fyrsta vara-
forseta.
Á hinn bóginn hafa Ragnar Þór
Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf
Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar,
gefið kost á sér til formannsembætt-
isins. Kosið verður á morgun, á loka-
degi þingsins.
Innan Eflingar hefur ríkt hálfgerð
skálmöld síðustu mánuði. Sólveig
Anna Jónsdóttir sagði af sér for-
mennsku í hreyfingunni og bar við
óásættanlegum samskiptum á skrif-
stofu Eflingar. Hún var kosin inn
aftur af félagsmönnum Eflingar og í
krafti þess umboðs fengu allir starfs-
menn á skrifstofu Eflingar uppsagn-
arbréf eins og frægt er orðið og var
mjög umdeilt.
Tvær fylkingar
Í upphafsávarpi þingsins talaði
Kristján Þórður, sitjandi forseti, um
að markmið verkalýðshreyfing-
arinnar væru fyrst og fremst að
verja hagsmunni félagsmanna, óháð
allri forystupólitík innan hreyfingar-
innar. Búast má þó við að átök innan
verkalýðshreyfingarinnar muni setja
svip sinn á þingið. Segja má að tvær
fylkingar berjist nú um völdin.
Annars vegar eru það Ragnar Þór
Ingólfsson, formaður VR, Sólveig
Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar,
og Vilhjálmur Birgisson, formaður
Starfsgreinasambandsins og Verka-
lýðsfélags Akraness, og hins vegar
Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi
ritari Eflingar. Hún hefur stuðning
fjölda verkalýðsleiðtoga. Fyrir helgi
undirrituðu tólf verkalýðsforingjar
smærri félaga yfirlýsingu þar sem
þeir lýstu yfir vantrausti á að Ragn-
ar Þór gæti leitt saman stríðandi
sjónarmið í verkalýðshreyfingunni.
„Ég finn fyrir miklum stuðningi og
hef heyrt frá mörgum að þeir styðji
mig, þannig að þetta verður bara
spennandi,“ segir Ólöf um kosningu í
formannsembættið á morgun. Hún
segir að raddir allra innan verkalýðs-
hreyfingarinnar eigi að heyrast, ekki
bara stærstu félaganna, og telur
mikilvægt að sporna við því að
ákveðnir leiðtogar innan verkalýðs-
hreyfingarinnar raði sér í öll sæti
forseta og varaforseta ASÍ.
Ragnar ekki stressaður
Ragnar Þór Ingólfsson segir
óneitanlega spennu undirliggjandi á
þinginu, vegna þeirra átaka sem
hafa átt sér stað innan verkalýðs-
hreyfingarinnar. Hann segist þó
vona að fólk geti horft fram á við og
málefnavinna komist af stað.
„Þetta snýst um mjög einfalda
hluti þegar upp er staðið. Það er að
móta stefnu Alþýðusambandsins
næstu árin og síðan það hvort við
ætlum að sameinast á þessum vett-
vangi sem breiðfylking, sem öflug
hreyfing, eða hvort þetta liðist í
sundur. Það er í sjálfu sér þingfull-
trúa að taka ákvörðun um það,“
sagði Ragnar í gær og segist ekki
stressaður fyrir kosningunni á
morgun. Hann segist þó finna að
fólk sé orðið langþreytt á átökum og
vilji setja málefni félagsmanna á
oddinn.
Hefndarleiðangur
Sólveig Anna er harðorð að venju
og segir Ólöfu vera í hefndarleið-
angri gegn sér. Það sjáist best á því
að hún hafi reynt að hleypa öllu upp
með því að leggja fram tillögu um
ógildingu kjörbréfa Eflingar og sagt
þau ólýðræðisleg. „Framboð hennar
snýst ekki um að virkilega vilja kom-
ast til valda innan Alþýðusambands
Íslands og leiða það áfram í að verða
betra verkfæri vinnandi fólks. Held-
ur er þetta hefndarleiðangur. Það á
að refsa fyrir það að hún náði ekki
kjöri sem formaður. Það er sá
hefndarleiðangur og refsiför sem
hún hefur verið í síðustu mánuði.“
„Snýst um að móta stefnu ASÍ“
- 45. þing ASÍ sett í gær - Undirliggjandi átök setja svip á þingið - Tvær stríðandi fylkingar
- Kosið til formanns á morgun - Fólk orðið þreytt á átökunum - Allar raddir þurfa að heyrast
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Keppinautar Kristján Þórður Snæbjarnarson, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson á þinginu í gær.
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18
Tilboð
Les-/tölvu-
gleraugu
23.500
Landsréttur féllst í gær á að stytta
varðhald yfir mönnunum tveimur,
sem setið hafa í gæsluvarðhaldi og
einangrun vegna meints undirbún-
ings á hryðjuverkum, úr tveimur
vikum í eina.
Spurður um áhrif þessa á fram-
gang rannsóknarinnar sagði Karl
Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá
embætti héraðssaksóknara, við
mbl.is í gær að rannsóknin myndi
halda áfram. Enn væri talsvert í að
14. október rynni upp, en þá rennur
varðhaldið út samkvæmt úrskurð-
um Landsréttar frá í gær.
Greint var frá því í gær að bæði
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður
Eflingar, og Gunnar Smári Egils-
son, formaður framkvæmda-
stjórnar Sósíalistaflokksins, hefðu
farið í vitnaleiðslu vegna málsins og
gefið skýrslu. Ástæða þess var sú
að tveir menn sem tengdust málinu
höfðu meðal annars rætt sín á milli
um að drepa Sólveigu og Gunnar
Smára.
„Mér brá og fannst þetta mjög
óþægilegt,“ sagði Sólveig Anna við
mbl.is í gær um sín fyrstu viðbrögð
þegar henni var greint frá því að
mennirnir tveir sem nú sæta gæslu-
varðhaldi hefðu rætt sín á milli um
að drepa hana. Hún sagðist hafa
verið búin að gera ráðstafanir
vegna hótana sem hún var upplýst
um. Þannig væri heimili hennar
alltaf haft læst. „Það var vegna
þess að ég var upplýst um það að
hótun væri komin fram sem sneri
að mér. Ofbeldishótun gagnvart
mér.“
Ræddu um að drepa Sólveigu
Önnu og Gunnar Smára
- Varðhald manna í hryðjuverkarannsókn stytt um viku
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Gunnar Smári
Egilsson