Morgunblaðið - 11.10.2022, Side 13

Morgunblaðið - 11.10.2022, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Nancy Faeser, innanríkis- ráðherra Þýskalands, vildi víkja Arne Schönbohm, yfirmanni net- öryggisstofnunar þýska alríkisins, BSI, til hliðar vegna meintra tengsla hans við leyniþjónustustofnanir Rússlands. Sögðu heimildir AFP-fréttastof- unnar að brottreksturinn stæði til, þar sem þörf væri aukins viðbúnaðar gagnvart mögulegum skemmd- arverkum og fjölþáttaógnum frá Rússlandi. Fréttaþátturinn ZDF Magazine Royale, þar sem farið er yfir fréttir vikunnar í gamansömum tón, fór á föstudaginn yfir tengsl Schönbohms við fyrirtækið Protelion. Það er í eigu rússneska fyrirtækisins Infotecs, sem hefur verið í viðskiptum við rússnesku leyniþjónustuna FSB. Þýskir fjölmiðlar segja að fátt nýtt hafi komið fram í þættinum, þar sem vitað hafi verið um tengsl Schön- bohms við Protelion. Stofnað var til þeirra þegar hann vann fyrir ráðgjaf- arfyrirtæki um netöryggi í Þýska- landi, en Schönbohm segist hafa slit- ið tengslin þegar hann tók við BSI. Faeser sagði að innanríkisráðu- neytið væri að rannsaka málið og „öll nauðsynleg skref“ sem mögulega þyrfti að taka vegna málsins. Sagði hún að Þýskaland væri viðkvæmt fyrir netárásum, sér í lagi vegna þeirrar ógnar sem stafaði af innrás Rússa í Úkraínu, og að gera þyrfti allar mögulegar varúðarráðstafanir gegn þeirri ógn. AFP/Bernd von Jutrczenka Netöryggi Arne Schönbohm, yf- irmaður þýskra netöryggismála. Yfirmaður netöryggismála settur af vegna Rússatengsla - Sagður hafa átt í tengslum við fyrirtæki sem tengist FSB Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að sífellt harðari aðgerðum yrði beitt til þess að svara árásum Úkraínumanna, eftir að Rússaher skaut rúmlega 80 eldflaugum á borg- araleg skotmörk vítt og breitt um Úkraínu. Að minnsta kosti 11 manns fórust í árásunum og 89 særðust, en eldflaugaárásirnar voru sagðar hefnd Rússa fyrir árásina á brúna yfir Kertsj-sundið um helgina. Pútín fordæmdi árásina á sunnu- dagskvöldið sem „hryðjuverk“ sem beinst hefði að „borgaralegum inn- viðum“ Rússlands, en brúin hefur verið notuð til hergagnaflutninga frá fyrsta degi innrásarinnar. Þá sagði Pútín árásina verk úkraínsku leyni- þjónustunnar. Pútín ræddi svo árásina frekar á sérstökum fundi rússneska þjóðar- öryggisráðsins, sem var sjónvarpað í beinni útsendingu í gær. „Enginn þarf að efast um að ef tilraunir til hryðjuverka halda áfram verður svar Rússlands mjög harðskeytt,“ sagði Pútín. Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og einn helsti bandamaður Pútíns, varaði sömu- leiðis við því að árásirnar í gær væru einungis fyrsta árásarlotan af mörg- um sem Rússar ætluðu að fremja. Sagði Medvedev að markmið Rússa væri að knýja á um „algjör stjórnar- skipti“ í Úkraínu. Úkraínuher sagði í yfirlýsingu um miðjan daginn í gær að Rússar hefðu skotið 83 eldflaugum á skotmörk vítt og breitt um Úkraínu, en að rúmlega 40 þeirra hefðu verið skotnar niður. Þá hefðu Rússar einnig sent íranska dróna frá Hvíta-Rússlandi til að gera árásir á skotmörk. Volodimír Selenskí Úkraínufor- seti birti sömuleiðis myndband af sér við forsetaskrifstofuna í Kænugarði, þar sem hann varaði fólk við því að árásirnar myndu halda áfram yfir daginn og hvatti það til þess að leita sér öruggs skjóls. „Þetta er erfiður morgunn. Við er- um að glíma við hryðjuverkamenn. Urmull eldflauga og íranskra Sha- hed-dróna,“ sagði Selenskí, og bætti við að skotmörk Rússa væru af tvennum toga, annars vegar raf- orkustöðvar og hins vegar fólkið sjálft. „Þeir vilja ofsahræðslu og ringulreið, þeir vilja eyðileggja orku- kerfið okkar,“ sagði Selenskí. Lenti í nágrenni leikvallar Héraðsstjórar í nokkrum héruð- um Úkraínu greindu frá því að raf- magn lægi niðri eftir eldflaugaárás- irnar, þar sem þær hefðu náð að hæfa raforkustöðvar og aðra borg- aralega innviði Úkraínu. Lá rafmagn alfarið niðri í fjórum héruðum, en gert var ráð fyrir að viðgerðum yrði lokið í gærkvöldi. Nokkrar eldflaugar lentu í Shevtsjenkivskí-hverfi Kænugarðs, en þar eru flestar af stjórnarbygg- ingum Úkraínu. Sögðu borgaryfir- völd að háskólinn, söfn og tónleika- höll hefðu orðið fyrir skemmdum. Að minnsta kosti ein eldflaug lenti stein- snar frá leikvelli og myndaðist mikill gígur þar sem hún lenti. Vítalí Klitskó, borgarstjóri Kænugarðs, hvatti fólk til þess að forðast ferða- lög til borgarinnar nema brýna nauðsyn bæri til. Rafmagns- og heitavatnslaust var í borginni Lvív í vesturhluta Úkra- ínu eftir eldflaugaárásir Rússa á borgina, sem og í borginni Súmí, en búið var að gera við skaðann þar um eftirmiðdaginn í gær. Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði á Twitter-síðu sinni að Rússar hefðu ekki verið „egndir“ til árásanna, heldur væru þær ein- faldlega svar Rússa við því hversu dapurlega þeim gengi á vígvellinum. „Pútín er örvæntingarfullur vegna ósigranna á vígvellinum og beitir eldflaugahryllingi til að reyna að breyta gangi stríðsins sér í vil,“ sagði Kúleba. Flýtt fyrir loftvarnarkerfi Stjórnvöld á Vesturlöndum for- dæmdu árásirnar harðlega í gær. Annalena Baerbock utanríkisráð- herra Þýskalands sagði að þær hefðu verið viðurstyggilegar. Sagði Baer- bock að Þjóðverjar myndu styrkja loftvarnir Úkraínu vegna árásanna. Þýsk stjórnvöld tilkynntu skömmu síðar að þau myndu senda Iris-T-loftvarnakerfið til Úkraínu á allra næstu dögum, en upphaflega stóð til að það yrði tekið í gagnið í fyrsta lagi um næstu áramót. Christine Lambrecht varnarmála- ráðherra Þýskalands sagði árásirnar í gær hins vegar sýna nauðsyn þess að flýta fyrir uppsetningu kerfisins. Gabrielius Landsbergis utanríkis- ráðherra Litháens sagði að tími væri kominn til þess að senda meira en bara loftvarnir. Nú þyrfti að láta Úkraínumönnum í té öll þau vopn sem þeir þyrftu til að verja land sitt og þjóð gegn morðæði Pútíns og hryðjuverkaríkis hans. Stjórnvöld í Moldóvu fordæmdu einnig árásirnar, en að minnsta kosti þrjár rússneskar stýriflaugar fóru í gegnum lofthelgi landsins á leið sinni til skotmarka í Úkraínu. Kölluðu stjórnvöld í Moldóvu sendiherra Rússlands á teppið vegna þessa til að krefjast útskýringa. Tákn um veikleika Pútíns James Cleverly utanríkisráðherra Bretlands sagði að árásir Rússa í gær væru óásættanlegar. „Þær sýna veikleika Pútíns, ekki styrk,“ sagði Cleverly á twitter-síðu sinni, en Liz Truss forsætisráðherra Breta ræddi við Selenskí í gær og hét frekari stuðningi vegna árásanna. Antonio Guterres framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna sagði árásirnar óviðunandi stigmögnun á Úkraínustríðinu, og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði þær marka vendipunkt á eðli stríðs- ins. Bæði Macron og Scholz ræddu við Selenskí símleiðis í gær og hétu þar frekari stuðningi við Úkraínumenn í formi hergagna og vista. Þá munu leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims ræða við Selenskí í dag um árásirnar og viðbrögð við þeim. Hefndu sín á óbreyttum borgurum - Rússar skutu eldflaugum á borgaraleg skotmörk vítt og breitt um Úkraínu - Að minnsta kosti 11 látnir og 89 særðir eftir árásirnar - Skotið á orkuver og aðra innviði - Fordæma stríðsglæpi Rússa AFP/Arman Soldin Kænugarður Lögreglumenn og sjúkraliðar sjást hér í miðborg Kænugarðs eftir að Rússar höfðu skotið eldflaugum á borgaraleg skotmörk víða um land. AFP/Anatolii Stepanov Gagnsókn Úkraínskur skriðdreki skýtur á víglínur Rússa í Donetsk, þar sem gagnsókn Úkraínuhers heldur áfram þrátt fyrir eldflaugaárásirnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.