Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 11
lóða og byggingarleyfa síðustu mán- uði. Sannarlega eru Reyðarfjörður, Eskifjörður og Norðfjörður stærstu byggðarlög í sveitarfélaginu, en einnig er horft til fámennari stað- anna og tryggja þarf að lóðaframboð þar sé nægt. „Það er ýmislegt um að vera í litlu hverfunum. Á Breiðdalsvík er öflugt atvinnulíf og mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Stöðvarfjörður tek- ur nú þátt í verkefninu Brothættar byggðir með Byggðastofnun og þar er einnig mikil gróska. Okkur ber að tryggja að þar sé nægt framboð lóða til að standa ekki í vegi fyrir upp- byggingu í þessum hverfum.“ Verkefnum sveitarfélaga mun áfram fjölga Áberandi hefur verið að undan- förnu í máli fulltrúa sveitarfélaga að þau standi ekki fjárhagslega undir kröfum og skyldum sem á þeim hvíla. Þeim hafi verið falin ýmis verkefni sem áður voru ríkisins og hafa svo vaxið í samræmi við auknar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Uppbygging á grænum orkugarði í Fjarðabyggð er um þessar mundir áherslumál bæjaryfirvalda þar. Fulltrúar sveitarfélagsins undirrit- uðu á síðasta ári viljayfirlýsingu með danska fjárfestingarsjóðnum CIP og Landsvirkjun, þess efnis að skoða skyldi uppbyggingu á þessu sviði. Málið hefur þokast áfram og nú standa yfir viðræður við CIP um lóðaleigusamning fyrir væntanlega verksmiðju. Orkuafurðir séu fullnýttar „Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um að verði á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni,“ segir Jón Björn Hákonarson bæjar- stjóri. Hugmyndin er sú að vetni verði breytt í ammoníak sem nýtt verði sem rafeldsneyti. Slíkt er veigamikill þáttur í þeim fyrirætl- unum að hverfa frá notkun jarðefna- eldsneytis. Við framleiðslu vetnisins falla svo til hliðarafurðir svo sem súrefni og heitt vatn. „Þannig geta komið til fleiri möguleikar fyrir önnur fyrirtæki sem nýtt geta sér hliðarafurðirnar. Þannig myndast hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarða- byggð. Um leið gæti verkefnið leikið stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti sem eru handan við hornið,“ segir bæjarstjórinn. Gróska í litlu hverfunum Eins og víðast hvar í byggðum úti á landi um þessar mundir er næga vinnu að hafa í Fjarðabyggð, þar sem íbúar eru nú um 5.200 og fer fjölgandi. Á móti kemur hins vegar að húsnæðisskortur stendur ýmsu fyrir þrifum, svo sem að ekki hefur tekist að manna ýmis störf. Segja má svo að eina ráðið við því sé að byggja meira og að sögn Jóns Björns hefur verið líflegt í úthlutun Fjarðabyggð sé hringrásarhagkerfi - Undirbúa orkugarð á Reyðarfirði - Vetni verði ammoníak - Íbúum fer fjölgandi - Líflegt í út- hlutun byggingarlóða - Endurskoðun á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga þolir ekki lengri bið Stóriðja Álver Alcoa-Fjarðaáls við Reyðarfjörð er langstærsti vinnustað- urinn í Fjarðabyggð, enda þótt sjávarútvegurinn vegi líka mjög þungt. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bæjarstjóri Verkefnið leikur stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti, segir Jón Björn Hákonarson í viðtalinu. Neskaupstaður Íbúar eru tæplega 1.500 en í Fjarðabyggð allri, hvar eru alls sex þéttbýlisstaðir og víðfeðmt dreifbýli, búa í dag liðlega 5.200 manns. kröfur og samfélagsbreytingar. Í þessu sambandi segir bæjarstjórinn í Fjarðabyggð nærtækt að nefna rekstur grunnskólans sem hafi gjör- breyst á síðustu árum og að sínu mati til mikilla bóta. „Endurskoðun á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga þolir ekki lengri bið. Í því sambandi verður að horfa til þeirrar þróunar sem orðið hefur í samfélaginu svo sem íbúaþróunar, lýðfræðilegra þátta, lagaskyldu og innnviðauppbygg- ingar. Verkefnum sveitarfélaga hef- ur fjölgað og útlit er fyrir að slíkt haldi áfram,“ segir Jón Björn og að síðustu: „Heildartekjur hins opinbera hafa vaxið verulega og má þar nefna tekjur af laxeldi. Eðlilegt er að sveit- arfélög eigi beina hlutdeild í þeim en þurfi ekki að sækja þær í gegnum sjóði eins og nú er. Þá þarf að tryggja að sveitarfélögin fái hlut- deild í fjármagnstekjuskatti, í skatt- lagningu fyrirtækja og veiði- og auð- lindagjöldum.“ FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vefverslun brynja.is 30% afsláttur af öllum vörum Miklar vegaframkvæmdir eru fyrirhugaðar á landinu á næstu árum, að einhverju leyti fjármagnaðar með notendagjöldum. Rætt er um gjald af umferð í gegnum jarðgöng en tvenn slík eru í Fjarðabyggð, það er Norð- fjarðar- og Fáskrúðsfjaðargöng. Þessar hugmyndir hafa verið settar fram af innviðaráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar- flokksins. Þar hefur Jón Björn einnig verið í forystusveit. „Boðað frumvarp innviðráðherra um gjaldheimtu á jarðgöng hljómar auðvitað ekki vel í okkar eyrum sem hér búum. Við búum nú þegar við há- ar álögur á eldsneyti og greiðslur fyrir að aka um jarðgöng eru tvöföld skattlagning. Því er nauðsynlegt að innviðaráðuneytið hugsi málið vel áð- ur en frumvarpið verður lagt fram. Fundnar verði aðrar lausnir á því fyrir þau okkar sem nota jarðgöng til að sækja vinnu eða nauðsynlega þjón- ustu milli byggðakjarna jafnvel oft á dag,“ segir Jón Björn sem býr í Nes- kaupstað en vinnur á Reyðarfirði. „Frekar vildi ég að farið yrði í allsherjarbreytingar á því hvernig inn- heimt skal fjármagn til samgöngubóta. Þar sætu allir landsmenn við sama borð en ekki bara að horft sé til notkunar jarðganga. Þar mætti einnig horfa til skattaafsláttar til að jafna búsetuskilyrði með aðgang að þjónustu og flutningskostnað í huga.“ Jarðgangagjald hljómar illa HORFT TIL SKATTAAFSLÁTTAR VIÐ JÖFNUN BÚSETUSKILYRÐA Samráð nefnist nýtt jafnréttisráð Samkaupa sem sett var á laggirnar á jafnréttisdögum fyrirtækisins, sem fram fóru í liðinni viku. Alls munu tuttugu einstaklingar sitja í ráðinu og er ráðið sagt miða að því að „skapa vettvang fyrir starfsfólk til að hafa áhrif á vinnustaðinn, bæði inn á við og út á við“. Í tilkynningu segir að meðlimir ráðsins hafi umboð til þess að taka á málum er varða starfsfólk og við- skiptavini auk þess sem þeir komi til með að sjá um fræðslu. „Það er frá- bært að sjá fjölbreytnina í ráðinu en það er óhætt að segja að um þver- skurð fyrirtækisins sé að ræða, segir Sandra Björk Bjarkadóttir mann- auðsráðgjafi. Jafnréttisdagar Samkaupa voru tveggja daga fyrirlestra- og fræðslu- röð sem öllu starfsfólki fyrirtækisins bauðst að sitja. Fyrri daginn héldu Samtökin ‘78, Þroskahjálp og Mirra, rannsókna- og fræðslusetur fyrir er- lent starfsfólk, fyrirlestra og seinni daginn hélt Sóley Tómasdóttir erindi um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustöðum auk þess sem unnin voru verkefni. Ráðið Nýmyndað jafnréttisráð Samkaupa, sem ber heitið Samráð, er hér samankomið ásamt Sóleyju Tómasdóttur að jafnréttisdögum loknum. Jafnrétti í forgrunn - Verslanakeðjan Samkaup setur á laggirnar tuttugu manna jafnréttisráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.