Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022 ✝ Hallgrímur Skaptason skipasmiður og framkvæmdastjóri fæddist á Grenivík 23. desember 1937. Hann lést á Krist- nesspítala 27. sept- ember 2022. Foreldrar hans voru Skapti Áskels- son, f. 20. júní 1908, d. 3. júlí 1993, og Guðfinna Hallgríms- dóttir, f. 8. júlí 1910, d. 16. júlí 1979. Bróðir Hallgríms var Brynjar Ingi, f. 1945, d. 2015. Eiginkona Hallgríms var Heba Ásgrímsdóttir ljósmóðir, f. 10. febrúar 1938, d. 8. nóv- ember 2021. Þau giftust 5. ágúst 1961. Foreldrar Hebu voru Ásgrímur Garibaldason, f. 12. desember 1901, d. 7. febrúar 1985, og Þórhildur Jónsdóttir, f. 13. mars 1904, d. 30. júní 1992. Börn Hallgríms og Hebu eru: 1) Skapti, f. 22. apríl 1962, kvæntur Sigrúnu Sævarsdóttur, f. 13. júlí 1963. Dætur þeirra eru Arna, f. 1988, Alma, f. 1994, og Sara, f. 1997. 2) Guðfinna Þóra, f. 7. febrúar 1966, gift Sigurði Kristinssyni, f. 4. apríl 1966. Dætur Guðfinnu frá fyrra hjónabandi eru Bára, f. 1988, d. ureyrar og síðan Iðnskólann þar sem hann nam skipasmíðar. Hann starfaði við iðnina í nokk- ur ár í Slippstöðinni en varð síð- an hægri hönd föður síns við stjórn fyrirtækisins. Skapti var einn stofnenda og framkvæmdastjóri í tæpa tvo áratugi. 1971 stofnuðu Hallgrímur og fimm vinnufélagar hans úr Slippstöðinni Bátasmiðjuna Vör. Hann var framkvæmda- stjóri allan starfstíma Varar en fyrstu árin vann hann við smíð- ar á daginn og sinnti skrif- stofustörfum á kvöldin. Hallgrímur stofnaði bygg- ingavöruverslunina Skapta ásamt föður sínum og mági snemma á 8. áratugnum. Þá var hann einn stofnenda verktaka- fyrirtækisins Norðurverks 1967 og sat lengi í stjórn þess. Frá 1995 sinnti Hallgrímur ýmsum störfum, tók m.a. að sér verkstjórn, eftirlit með fram- kvæmdum og ráðgjöf. Hann hætti fastri vinnu um sjötugt en þá var heilsan fyrir löngu farin að bila. Hallgrímur lét mikið að sér kveða í félagsmálum, starfaði t.d. lengi ötullega fyrir Íþrótta- félagið Þór og var gerður að heiðursfélaga þess. Hallgrímur gekk í Frímúr- araregluna á Akureyri 1965 og þar var hann valinn til forystu frímúrabræðra. Útför Hallgríms fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 11. október 2022, klukkan 13. 2014, Lilja, f. 1995, Heba Þórhildur, f. 1997, og Sigríður Kristín, f. 2000. Sambýlismaður Lilju er Guðjón Jónasson. Kærasti Sigríðar Kristínar er Arnar Níelsson. Sonur Sigurðar er Sveinn, f. 1986. Eiginkona hans er Ashlan Falletta- Cowden, synir þeirra eru Stef- án Björn og Anders Kristófer. 3) Ásgrímur Örn, f. 13. mars 1973, kvæntur Lenu Rut Birg- isdóttur, f. 4. júní 1976. Börn þeirra eru Heba Karitas, f. 2000, Birgir Orri, f. 2004, og Valur Darri, f. 2012. Kærasta Birgis Orra er Álfrún Freyja Heiðarsdóttir. Dóttir Hallgríms og Ingi- bjargar Sigurðardóttur er Sól- veig, f. 28. mars 1960. Sambýlis- maður hennar er Birgir Þór Jónsson. Sonur Sólveigar er Unnar Þór Sæmundsson. Börn hans eru Sólveig Magnea og Birgir Ágúst og stjúpdætur hans eru Birna og Anna Bára. Foreldrar Hallgríms fluttust með son sinn eins árs til Ak- ureyrar. Hann ólst upp á Odd- eyri, gekk í Barnaskóla Ak- Hallgrímur var alla sína tíð at- hafnamaður og hafði ákveðnar skoðanir á stjórnmálum, sem við deildum ekki en deildum heldur aldrei um. Ég þekkti Hallgrím lengur en ég man eftir en hins vegar hafa samskiptin því miður verið stopul síðastliðin ár, meðal annars vegna Covid. Ég bjó í húsi Skafta og Guð- finnu í Norðurgötunni ásamt son- um þeirra, Hallgrími og Brynjari, með mínum góðu fósturforeldrum um 1950 en man lítið frá þeim tíma. Alla tíð síðan héldum við kunn- ingsskap og reyndist Hallgrímur mér hinn besti vinur, upp frá því, þó samskipti væru ekki mikil framan af. Þegar við Katrín komum heim frá þriggja ára dvöl í Danmörk 1970 fórum við að vinna hjá Norð- urverki hf. þar sem Hallgrímur var stjórnarmaður og einn af stofnendum félagsins. Skrifstofur Norðurverks voru frá árinu 1973 í húsi skipasmíða- stöðvarinnar Varar, sem Hall- grímur stofnaði árið 1971 ásamt nokkrum öðrum skipasmiðum. Stofnun fyrirtækisins lýsir Skapti Hallgrímsson þannig: „Bátasmiðjan Vör var stofnuð 20. júní 1971 á afmælisdegi afa Skapta, við eldhúsborðið hjá hon- um og ömmu í Norðurgötu 53. Stofnendur voru Hallgrímur Skaptason, Áskell Bjarnason, Ás- kell Egilsson, Kári Baldursson, Jón Steinbergsson og Gauti Valdimarsson“. Allir voru þeir skipasmiðir eða höfðu unnið við trébátasmíðar áð- ur. Skipasmíðastöðin var starf- rækt þar til til trébátasmíðar lögðust nánast af hérlendis. Þeir félagar eru nú allir fallnir frá. Þau tíu ár sem ég vann í húsi Varar voru dagleg samskipti við Hallgrím og aðra starfsmenn Varar og voru alltaf jafn ánægju- leg. Skipasmíðar og stúss í kring- um þær var stór hluti af störfum Hallgríms um ævina og er ekki úr vegi að nefna Slippstöðina sem Skapti Áskelsson stofnaði með öðrum á sínum tíma. Ég ætla að láta fylgja hér smá sögu sem ég hef eftir Jóhannesi Garðarssyni en sagan er af samskiptum Jó- hannesar við Hallgrím. „Við unnum þá báðir í Slipp- stöðinni hf. Ég sem rennismíða- nemi en Hallgrímur einn af stjórnendunum. Hallgrímur var alltaf hreinn og beinn og glaðleg- ur í viðmóti. Hann reyndist mér jafnan drengur góður, og þá ekki síst þegar ég ætlaði í Tækniskóla haustið 1967. Þá þurfti ég að vera með sveinsbréf upp á vasann til þess að fá skólavist. Námstíminn var þá 48 mánuðir og enn vantaði fáeina mánuði upp á. Hallgrímur tók sig þá til og taldi saman alla yfirvinnutíma, sem voru margir, sem ég hafði unnið á námstíman- um. Hallgrímur vildi að þessir tímar væru taldir með, sem ekki var venja, og náði hann samkomu- lagi við iðnfulltrúa um það og þar með fékkst sveinsprófið. Margs annars er að minnast eftir langa vegferð en sérstaklega er mér minnisstæð ferð sem við Hallgrímur fórum á vörusýningu í Kaupmannahöfn á níunda ára- tugnum. Þessi ferð var afar ánægjuleg og í alla staði vel heppnuð. Ekki var hægt að fá betri ferðafélaga en Hallgrím. Þetta var mjög í samræmi við öll okkar kynni fyrr og síðar, sem ég vil þakka Hallgrími fyrir, nú þegar hann er horfinn á braut. Börnum Hallgríms og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Franz Árnason. Kær vinur og félagi til margra ára er nú kvaddur hinstu kveðju. Ótal samverustundir renna í gegnum hugann og ljúft viðmót hans geymist í minningunni. Hann var mikill hugsjónamaður í hverju því verkefni sem hann tók að sér, hvort sem það var í rekstri fyrirtækja, stuðningi við íþrótta- hreyfinguna eða þátttöku í starfi Frímúrarareglunnar. Hann var einstaklega ljúfur maður og mátti hvergi vamm sitt vita. Hann var óbrigðull vinur vina sinna og vin- átta við hann og samvistir með honum bættu hvern mann. Slíkir mannkostir leiddu snemma til þess að hann var fenginn til þátt- töku og forustu á ýmsum sviðum bæði í atvinnulífi og í félagsmál- um. Hann var bæði skipasmiður og framkvæmdastjóri auk þess að vera afar öflugur þátttakandi í fé- lagsmálum af ýmsu tagi. Hallgrímur var gerður að heið- ursfélaga í Íþróttafélaginu Þór á vígsludegi Hamars 6. júní 1992, sem viðurkenningu á starfi hans í þágu félagsins, en slíkt hljóta að- eins þeir sem hafa starfað fyrir fé- lagið í áratugi. Hallgrímur gekk í Frímúrararegluna árið 1965. Vin- gjarnleg leiðsögn hans og forusta var aðdáunarverð og hafði afar góð áhrif á okkur frímúrarabræð- ur. Síðasta verkið sem hann tók sér fyrir hendur í þágu reglunnar var að taka fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu við Frímúrara- húsið við Gilsbakkaveg 15 á Ak- ureyri hinn 14. maí 2021. Í orðum sínum við þá athöfn hvatti hann okkur til að taka höndum saman við verkið og að minnast þess nú og ætíð að við bærum sameigin- lega ábyrgð á því hvernig störfin verða framkvæmd. Þetta var það leiðarljós sem hann fylgdi í öllum sínum störfum, auk virðingar hans fyrir mannrækt og mannúð. Við hlið hans við þessa athöfn stóð eiginkona hans Heba Ásgríms- dóttir, sem lést í nóvember 2021. Þannig minnumst við þeirra hjóna og samheldni þeirra. Þessi athöfn var á þann hátt táknræn gagnvart Hallgrími að við það verk sem hann tók þátt í að móta í upphafi níunda áratugar síðustu aldar, að stækka húsnæðið, var hann nú að taka þátt í bættu að- gengi. Vöxtur og velgengni regl- unnar var honum mikið kappsmál og er mikið þakklæti í hug allra sem til starfa hans þekktu. Hallgrímur hafði átt við veik- indi að stríða til margra ára og þurfti því að treysta á tæknibúnað sjúkrahússins oft í viku hverri. Þessu mætti hann af æðruleysi, en varð fyrir áfalli í sumar, sem reyndi mjög á hann. Við söknum nú vinar í raun og þökkum ljúfa samfylgd í gegnum árin og kveðjum góðan félaga með virðingu. Við vottum fjölskyldunni ein- læga samúð. Sigurður J. Sigurðsson, Úlfar Hauksson. Kveðja frá Íþróttafélaginu Þór Í dag, þriðjudaginn 11. októ- ber, kveður Íþróttafélagið Þór Hallgrím Skaptason heiðurs- félaga, en Hallgrímur lést eftir langvarandi veikindi aðfaranótt þriðjudagsins 27. september, 84 ára að aldri. Þeir sem til þekkja vita að þeg- ar saga Íþróttafélagsins Þórs er skoðuð og verður skráð er óhjá- kvæmilegt að nafn Hallgríms Skaptasonar verði þar ritað með feitu letri. Spor hans eru djúp og liggja víða. Hallgrímur er af þeirri kynslóð fólks sem spurði ekki „hvað getur félagið gert fyrir mig,“ hans mottó var „hvað get ég gert fyrir félagið og hvernig get ég orðið að liði.“ Og þar eru svo sannarlega verk hans meitluð í steininn. Og fræg er setning sem sögð var um annan mann, en þó tengdan Hall- grími: Verkin sýna merkin, og á hér vel við. Hallgrímur reyndist félaginu sínu drjúgur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann sat um langt árabil í stjórn knattspyrnu- deildar og kom þar að margvís- legum verkefnum. Í áratugi hefur fólk notið góðs af dugnaði Hallgríms og sam- ferðafólks hans í Þór en hann tók virkan þátt í uppbyggingu á fé- lagssvæði Þórs þar sem það hefur verið í u.þ.b. hálfa öld. Hallgrímur sat lengi í byggingarnefnd sem hafði yfirumsjón með undirbún- ingi og byggingu Hamars, félags- heimilis. Hallgrímur sat ekki bara í nefndum og ráðum, hann tók sér í hönd hvers kyns áhöld sem þurfti til, hamar og sög, hjólbörur, skóflu og haka. Einnig var hann ötull að rúlla út þökum á grasvell- ina á sínum tíma, svo og koma upp girðingu allt í kringum fé- lagssvæðið, þar var Hallgrímur mættur og lagði hönd á plóg. Það var því vel við hæfi að Hall- grímur var gerður að heiðurs- félaga í Þór við vígslu á Hamri laugardaginn 6. júní 1992. Áður hafði hann verið sæmdur gull- merki félagsins. Af þeirri viður- kenningu var Hallgrímur ákaf- lega stoltur alla tíð. Í undurfallegum texta Bjarna Hafþórs Helgasonar, „Ég er Þórsari“, segir á einum stað: „Ég gleymi aldrei hver ég er. Í hjarta mínu er ég: Þórsari“ Og svo sann- arlega voru þetta orð sem Hall- grímur Skaptason tileinkaði sér alla tíð. Og nú þegar tilvist hans er lokið hér á meðal okkar lútum við höfði í þakkarskuld eins og segir einnig í textanum fallega, fyrir allt sem Hallgrímur Skapta- son gerði fyrir félagið. Meðal annarra viðurkenninga sem honum hlotnaðist fyrir sitt óeigingjarna sjálfboðastarf í þágu íþróttahreyfingarinnar var m.a. gull- og silfurmerki KSÍ, gull- merki ÍSÍ og silfurmerki ÍBA. Hallgrímur var kvæntur Hebu Ásgrímsdóttur ljósmóður sem lést í nóvember 2021 og áttu þau saman þrjú börn, en fyrir átti Hallgrímur eina dóttur. Um leið og Íþróttafélagið Þór sendir ættingjum og vinum Hall- gríms innilegar samúðarkveðjur þakkar félagið honum samfylgd- ina í gegnum árin og megi minn- ingin um góðan dreng lifa um ókomna tíð og ylja. Blessuð sé minning Hallgríms Skaptasonar. Páll Jóhannesson. „Það sem er hennar er okkar,“ sagði hann og tók þétt í höndina á mér. Þetta er fyrsta minning mín um Hallgrím Skaptason, tengda- föður minn, þegar dóttir hans kynnti mig fyrir foreldrum sínum. Hann þurfti ekki mörg orð til að bjóða mig ótvírætt velkominn í líf fjölskyldu sinnar. Nú er stórt skarð höggvið í þá samheldnu stórfjölskyldu sem ég hef verið svo heppinn að tilheyra í bráðum tvo áratugi. Á tæpu ári hafa bæði Heba og Halli kvatt þetta jarðlíf, hún eftir skammvinn veikindi á síðasta ári og hann nú eftir lengri baráttu. Síðustu mán- uðir voru Halla erfiðir, þegar sorg og vanheilsa lögðust á eitt og höfðu loks betur gegn þeim mikla lífskrafti sem hafði einkennt hann alla tíð. Það er huggun í því að Hallgrímur Skaptason ✝ Jóna Magnea Jónsdóttir fæddist 27. ágúst 1934 í Reykjavík. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 27. september 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Magnea G. Ágústs- dóttir, f. 1.4. 1913, d. 21.1. 1988, og Jón Einarsson, f. 18.9. 1906, d. 21.7. 1983. Systur Magneu voru Lilja Ágústa, f. 12.9. 1931, d. 29.1. 2015, og Steinunn, f. 5.10. 1943, d. 21.12. 2016. Magnea giftist 18.7. 1954 Ein- ari Aðalsteinssyni, f. 27.6. 1932, d. 17.6. 2021. Einar var sonur hjónanna Aðalsteins Elíassonar aldsson og eiga þau þrjú börn og átta barnabörn. Einar átti einnig soninn Mikael Þorsteinsson, f. 16.4. 1964, hann á eina dóttur. Magnea, eða Magga eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp í Reykjavík. Hún vann sem síma- dama á Hreyfli þar til móð- urhlutverkið tók við. 1966 fór hún að vinna sem bréfberi hjá Póstinum og síðast sem flokks- stjóri bréfbera. Hún vann hjá Póstinum þar til hún hætti störf- um eftir þrjá áratugi vegna heilsu og aldurs. Einar og Magga bjuggu lengst af í Reykjavík en þó nokkur ár á Sauðárkróki og Hveragerði. Magga flutti á Hjúkrunarheimilið Sóltún í apríl á þessu ári þar sem hún lést. Helstu áhugamál Möggu voru ferðalög innanlands og utan og svo sund, sem hún stundaði dag- lega meðan heilsan leyfði. Hún var mikil hannyrðakona, prjón- aði og saumaði út. Útför Jónu Magneu fer fram frá Áskirkju í dag, 11. október 2022, og hefst athöfnin klukkan 15. og Sigríðar Sig- urbrandsdóttur. Synir Einars og Magneu eru: 1) Jón, f. 19.12. 1954, eig- inkona Erla María Nordgulen Ásgeirs- dóttir, eiga þau þrjú börn og sex barna- börn. 2) Aðalsteinn, f. 2.8. 1956, hann á þrjá syni og níu barnabörn. 3) Magnús, f. 25.12. 1957, eiginkona Andrea Steinarsdóttir, eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. Fyrir átti Andrea tvö börn. 4) Sig- urður, f. 31.5. 1961, eiginkona Þorbjörg Markúsdóttir, eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. Fyrir átti Einar dóttur, Odd- nýju Magneu, f. 2.6. 1954, eig- inmaður hennar er Sigþór Har- Elsku mamma mín, ég sakna þín svo mikið. Ég trúi varla enn að þú sért farin í Sólarlandið og stend mig enn að því að teygja mig í símann til að hringja í þig. Allt er eitthvað svo tómlegt, en allar góðu minningarnar lifa og það verður gaman að fara í gegn- um öll myndaalbúmin og rifja upp allar útilegurnar og ferðalög- in okkar. Þú munt alltaf vera með okkur í hjarta okkar. Ég elska og sakna þín svo mik- ið, hvíl í friði elsku mamma. Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Þinn sonur, Sigurður (Siggi). Okkur tvíburasysturnar lang- ar að minnast „uppáhalds“ Möggu frænku okkar með hlý- hug og nokkrum orðum. Það sem helst kemur upp í hugann voru hinar ýmsu samverustundir með henni sem okkur þótti ákaflega vænt um. Við munum sérstak- lega eftir því að hún fór með okk- ur til að taka þátt í Bláskógas- kokkinu sem er leið milli Laugarvatns og Þingvalla. Og hún lét sig ekki muna um það að taka einnig þátt í því sjálf. Á þessum tíma var hún vön að ganga mikið þar sem hún vann við póstburð. Við komum þó nokkuð á undan henni í mark en hlupum á móti henni til að fylgja henni síðasta spölinn. Hún sagði okkur seinna að við hefðum kall- að til hennar: Magga frænka, Magga frænka, ef þú flýtir þér núna getur þú fengið silfurverð- laun. Alltaf var svo gaman að koma í heimsókn til hennar þar sem þau Einar bjuggu í Írabakka og við tölum nú ekki um ef í boði var að gista. Þar fengum við ósjaldan heitt kakó og brauð með smjöri sem við dýfðum í kakóið og bitum síðan í. Eins hafði hún oft annað heimabakað bakkelsi á borðum. Magga og Einar áttu fjóra stráka. Hún sagðist hafa verið að bíða eftir að stelpa kæmi í hóp- inn. En þar sem ekki varð af því, þóttumst við stundum vera stelp- urnar hennar. Mest munum við eftir að hafa brallað ýmislegt með Sigga frænda en hann var yngst- ur bræðranna og næstur okkur í aldri. T.d. var oft farið að veiða og í sumarbústaðarferðir í Ölfus- borgir við Hveragerði. Á síðustu árum Möggu var heilsu hennar farið að hraka og lífsgæði hennar urðu minni. Við systurnar erum afar þakklátar fyrir góða samverustund með henni við Brúnaveg rétt áður en hún flutti í Sóltún. Við ákváðum að láta hana ekki vita af komu okkar þar sem kvíði fyrir mörg- um hlutum var farinn að há henni. Mikið þótti henni vænt um þessa heimsókn og gátum við rifj- að upp gamlar og góðar minning- ar og drukkið kaffi saman. Við kveðjum nú Möggu frænku og geymum í hjarta okk- ar minningar um hana sem gleðja. Strákunum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við okkar innilegustu samúð. Lilja og Magnea. Elsku Magga frænka. Takk fyrir allar góðu og dýr- mætu stundirnar sem við áttum saman. Þegar ég lít til baka þá minnist ég afmælisveislanna sem þú hélst fyrir strákana þína, allar flottu kökurnar sem þú barst fram á veisluborðið hjá þér, þú kunnir svo sannarlega að halda flottar veislur. Það voru líka frá- bærar stundir sem við fjölskyld- an áttum saman í Fellsmúlanum hjá ömmu og afa, þú varst alltaf svo skemmtileg og hlý. Þið mæðgur hlóguð svo mikið saman og er gleði það sem kemur fyrst upp í huga minn þegar ég hugsa til þín. Ég var svo heppin að fá sumarvinnu hjá þér í Póstinum þegar ég var 16 ára og hélt áfram um veturinn þar sem það var kennaraverkfall. Þar kenndir þú mér vönduð vinnubrögð og við Jóna Magnea Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.