Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022 11. október 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 143.64 Sterlingspund 161.03 Kanadadalur 104.74 Dönsk króna 18.915 Norsk króna 13.468 Sænsk króna 12.961 Svissn. franki 145.04 Japanskt jen 0.9916 SDR 184.26 Evra 140.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.1169 « Hagnaður Vatt- arness ehf. nam á síðasta ári tæpum 540 milljónum króna, samanborið við tæplega 200 milljóna króna tap árið á undan. Fé- lagið er í jafnri eigu hjónanna Hall- björns Karlssonar fjárfestis og Þor- bjargar Helgu Vig- fúsdóttur, stofnanda og framkvæmda- stjóra Köru Connect og fv. borgarfull- trúa. Tekjur félagsins í fyrra námu um sjö milljónum króna, sem er sambæri- legt því sem var árið á undan. Hagnaðurinn er að mestu tilkominn vegna áhrifa af rekstri dótturfélaga. Vattarnes á tæplega 60% hlut í Voga- bakka ehf., á móti félagi í eigu Árna Haukssonar, en þeir Hallbjörn og Árni hafa um árabil stundað fjárfestingar saman. Bókfært virði í Vogabakka er tæpir 2,4 milljarðar króna í ársreikn- ingi Vattarness. Vogabakki á einnig meirihluta í Múrbúðinni auk þess sem félagið á aðild að ýmsum fasteignaverk- efnum. Til viðbótar við hlutinn í Voga- bakka á Vattarnes tæplega 30% hlut í Köru Connect. Loks á félagið íbúð við Sólvallagötu í Reykjavík. Eigið fé Vattarness var um síðustu áramót um þrír milljarðar króna og skuldir þess nær engar. Félagið greiddi síðast út arð árið 2019, þá um 120 millj- ónir króna. Vattarnes með um þrjá milljarða króna í eigin fé Hallbjörn Karlsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi þá ákvörðun héraðssaksóknara að vísa frá kæru þrotabús heildversl- unarinnar Eggerts Kristjánssonar ehf. (nú nefnt EK1923) á hendur Skúla Gunnari Sigfússyni, oftast kenndum við Subway. Er ákvörðun saksóknara nýjasta vendingin í dæmafáu hnútukasti sem ratað hef- ur með margvíslegum og ófyrirséð- um hætti fyrir dómstóla síðustu ár- in. Kæran sem um ræðir var lögð fram af Sveini Andra Sveinssyni skiptastjóra EK1923 ehf. og fól í sér ásökun um meint skilasvik gagnvart kröfuhöfum félagsins. Áður hefur Hæstiréttur Íslands rift þeim við- skiptum sem kæran beinist að en þau fólu í sér að fasteignin Skútu- vogi 3 í Reykjavík var flutt frá Egg- erti Kristjánssyni ehf. til félagsins Sjöstjörnunnar ehf. hinn 12. sept- ember 2014. Var það gert þegar fyrirtækinu var skipt upp. Í dómi Hæstaréttar Íslands frá 29. október 2020 er því slegið föstu að ráðstöfun fyrrnefndrar fasteignar hafi falið í sér gjafagerning í skilningni laga um gjaldþrotaskipti og að gjöfin hafi numið rúmum 303 milljónum króna. Þótt Eggert Kristjánsson ehf. hafi ekki verið tekið til gjaldþrota- skipta fyrr en 7. september 2016 snýst málið um svokallaða „skipt- ingaráætlun“ sem gerð var milli heildverslunarinnar og Sjöstjörn- unnar 12. september 2012. Gjafa- gjörningurinn sem um ræðir er sú fjárhæð sem reiknast sem mismun- ur á matsverði Skútuvogs 3, skv. dómkvöddum matsmanni, og miðað- ist við september 2014 og yfirtöku þeirra skulda sem Sjöstjarnan tók yfir og fólu í sér endurgjald fyrir eignina. Ósammála héraðssaksóknara Þegar héraðssaksóknari vísaði frá kæru skiptastjóra EK1923 var það gert með þeim rökum að vafi léki á því að „ráðstöfun fasteignarinnar á árinu 2014 gæti verið óvenjuleg og óforsvaranleg og að hún gæti falið í sér ólögmæta mismunun til fjár- tjóns eða fjártjónshættu gagnvart öðrum kröfuhöfum“. Enn fremur segir að vafi leiki á því að „kærðu hafi, með umræddri skiptingaráætl- un, haft ásetning til þess að skerða kröfuréttindi eða möguleika ann- arra kröfuhafa á fullnustu krafna sinna […] þá leikur einnig vafi á því m.v. framangreint að þeir hafi með umræddri ráðstöfun haft ásetning til auðgunar […]“ Ríkissaksóknari er í ákvörðun sinni ljóslega ósammála þessu mati héraðsaksóknara þegar hann segir að „rökstuddur grunur sé um að á árinu 2014 hafi kærðu, með ofan- greindum ráðstöfunum sem fólu í sér ótilhlýðilega gjöf til handa Sjö- stjörnuninni ehf. og rýrðu eignir EK um rúmar 303 milljónir, skert rétt lánardrottna EK til fullnustu af eignum félagsins, enda hafi ráðstaf- anir þessar til muna rýrt efnahag fé- lagsins og getu þess til að standa við skuldbindingar sínar“. Saksóknari lætur rannsaka ráðstafanir Skúla í Subway Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjöf Hæstiréttur féllst á þau sjónarmið að afhending Skútuvogs 3 hefði falið í sér gjafagerning. Fjaraði fljótt undan » Árið 2013 keyptu þeir Skúli Gunnar Sigfússon, Hallgrímur Ingólfsson og Páll Hermann Kol- beinsson fyrirtækið Eggert Krist- jánsson. » Fyrirtækið var heildsala, stofn- uð 1923, og sinnti innflutningi og dreifingu til matvöruverslana, veitingahúsa og annarra aðila. » Efnahagur fyrirtækisins var ekki burðugur og þurftu eig- endur að leggja því til fé á árinu 2014. Það varð gjaldþrota 2016. - Athyglin beinist að gjafagjörningi frá árinu 2014 upp á 303 milljónir króna Samkvæmt áætlun Vinnumálastofn- unar var 2,8 prósent atvinnuleysi á landinu í september. Það er í fyrsta sinn síðan í desember 2018 sem at- vinnuleysi mælist undir þremur pró- sentustigum, að því er lesa má úr talnagrunni Vinnumálastofnunar. Um 5.400 manns voru að meðaltali án vinnu í september og fækkaði um 600 frá ágústmánuði. Atvinnuleysi mældist 4,8% á Suðurnesjum sem telst til tíðinda enda jókst atvinnuleysi þar mikið í kórónuveirufaraldrinum. Þá var 3,2% atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu og hefur ekki verið jafn lítið síðan í febrúar 2019. Þá var atvinnu- leysið 0,7% á Norðurlandi vestra, 1,1% á Austurlandi, 1,2% á Vestur- landi og 1,3% á Vestfjörðum. At- vinnuleysi í þessum landshlutum er svo lítið að telja má langt undir nátt- úrulegu atvinnuleysi – því atvinnu- leysi sem alltaf er vegna þess að fólk flytur sig milli starfa o.s.frv. Samkvæmt fræðunum eykst spenna á vinnumarkaði ef atvinnu- leysið fer undir náttúrulegt atvinnu- leysi, en við það helst verðbólga stöðug. baldura@mbl.is Þróun atvinnuleysis síðastliðna 12 mánuði September 2021 til september 2022 6% 5% 4% 3% 2% 1% Heimild: Vinnumálastofnun sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. 2021 2022 3,1%3,2% 5,0% 5,2% 2,8% Atvinnuleysið er komið undir 3%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.