Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
Sími 555 2992 / 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Að mínum dómi býr flóttafólk í
flóttamannabúðum í Grikklandi við
mannsæmandi aðstæður,“ segir
Birgir Þórarinsson, alþingismaður.
Hann heimsótti nýlega tvennar slík-
ar búðir.
Birgir fór á fund flóttamanna-
nefndar Evrópuráðsins sem haldinn
var í Aþenu í Grikklandi, en hann
situr í nefndinni fyrir hönd Íslands.
Framkvæmdastjóri IOM (Inter-
national Organization for Migra-
tion), sem er stofnun Sameinuðu
þjóðanna um málefni farandfólks,
kom á fund flóttamannanefndar-
innar. Birgir kvaðst hafa spurt
hann hvort það væri rétt að aðbún-
aður í flóttamannabúðum í Grikk-
landi væri slæmur.
„Hann sagði að flóttamannabúðir
í Grikklandi stæðust evrópska
staðla. Einnig að þar hefðu gerst
mjög góðir hlutir í umbótaátt á síð-
astliðnum tveimur árum, aðbúnaður
bættur og starfsfólki fjölgað og
hrósaði hann grískum stjórnvöldum
fyrir það,“ segir Birgir.
Hann framlengdi dvöl sína um
einn dag á eigin kostnað til þess að
geta skoðað tvennar flóttamanna-
búðir. Birgir heimsótti búðirnar
sem eru í bænum Malakasa, í um 40
mínútna akstursfjarlægð frá Aþenu.
„Fyrst kom ég í móttökustöð þar
sem flóttamenn koma fyrst og
dvelja í 3-4 daga. Þar fara þeir í
læknisskoðun og Covid-próf. Eins
tekur lögreglan af þeim fingraför
og fær fleiri upplýsingar.
Þessar búðir litu mjög vel út og
allt mjög snyrtilegt. Þar var að-
staða fyrir börn og fleira. Það eru
til flóttamannabúðir sem líta ekki út
eins vel og þessar en það er verið
að loka þeim og færa íbúa í þeim í
aðrar búðir,“ segir Birgir.
Næst heimsótti hann flótta-
mannabúðir þar sem flóttamenn
dvelja á bilinu þrjá mánuði til eins
árs meðan mál þeirra eru til skoð-
unar. Þar dvöldu 660 flóttamenn en
búðirnar rúma um 2.000 manns.
Birgir segir að á meginlandi Grikk-
lands séu nú 24 flóttamannabúðir.
Einar eru sérstaklega fyrir Úkra-
ínumenn og verið er að loka öðrum.
„Börnin fara flest í gríska skóla
og skólabíll sækir þau í skólann.
Þau sem ekki eru byrjuð í skóla fá
kennslu í flóttamannabúðunum.
Fólkið sem býr þarna fær sendan
mat í búðirnar og flestir fara með
hann heim til sín og borða með fjöl-
skyldu sinni. Fólkinu er frjálst að
fara úr búðunum og niður í nær-
liggjandi bæ, þegar það er búið að
fá skilríki flóttamanna í móttöku-
búðunum.“
Farið er yfir mál hvers flótta-
manns á meðan hann dvelur í búð-
unum. Sú yfirferð getur verið tíma-
frek. Flóttamennirnir búa ýmist í
íbúðagámum eða í íbúðum sem
rúma stórar fjölskyldur. Sumir
gámanna höfðu verið gefnir frá
Danmörku og aðrir komu frá
Þýskalandi. Íbúðagámarnir eru loft-
kældir og líta ágætlega út, að sögn
Birgis og eru margir útbúnir sól-
arsellu sem hitar upp vatn í heita-
vatnstank. Hann segir að verið sé
að endurnýja elstu íbúðagámana
fyrir nýja. Þá hefur verið sett upp
tjaldbúð fyrir trúariðkun múslima.
„Það er boðið upp á afþreyingu
og leikaðstöðu fyrir börnin. Þarna
er líka íþróttahús sem krakkarnir
geta farið í,“ segir Birgir.
Oft er talað um að aðstæður í
Grikklandi séu slæmar og að það
eigi ekki að endursenda hælisleit-
endur þangað því þeir lendi þá á
götunni.
„Þetta er ekki rétt. Ef þeir óska
þess þá geta þeir komið aftur í
flóttamannabúðirnar en þjónustan
er þá ekki sú sama. Þeir sem fá
hæli í Grikklandi fara í sérstakt að-
lögunarprógramm á vegum grískra
stjórnvalda.
Starfsmaður Sameinuðu þjóð-
anna um málefni farandfólks fylgdi
mér um búðirnar. Hann sagði að
það væri nokkuð um það að þeir
sem fengju hæli og þar með ferða-
skilríki ákvæðu síðan að fara frá
Grikklandi og til annarra Evrópu-
landa.“
Húsnæði Flóttamennirnir búa ýmist í íbúðagámum eða íbúðum. Kennsla Eldri börnin fara í gríska skóla en í búðunum er leikskóli.
Snyrtilegar flóttamannabúðir
- Birgir Þórarinsson alþingismaður fór á fund flóttamannanefndar Evrópu-
ráðsins - Heimsótti flóttamannabúðir í Grikklandi - Uppfylla evrópska staðla
Ljósmyndir/Birgir Þórarinsson
Grikkland Birgir Þórarinsson hitti m.a. fjölskyldu frá Afganistan sem dvelur í flóttamannabúðunum í Malakasa.
Héraðsdómur Reykjaness hefur
sýknað karlmann af ákæru lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir
að hafa talað í farsíma undir stýri.
Lögregla stöðvaði manninn í
Hafnarfirði í maí á síðasta ári og
taldi að hann hefði notað farsíma
án handfrjáls búnaðar við akstur
bíls. Maðurinn neitaði sök en fékk
sent sektarboð nokkrum dögum
síðar og var síðan ákærður þegar
hann neitaði að greiða sektina.
Héraðsdómur segir í niðurstöðu
sinni, að engin eiginleg rannsókn
hafi farið fram hjá lögreglu á mál-
inu, þrátt fyrir neitun ákærða.
Þrátt fyrir að tveir lögreglumenn
hafi borið um það fyrir dómi að
ákærði hafi verið að nota farsíma
sinn, þegar akstur hans var stöðv-
aður í umrætt sinn, þyki fram
kominn vafi um sekt hans, enda sé
ekki öðrum sýnilegum sönn-
unargögnum til að dreifa um sekt
ákærða en vettvangsskýrsla lög-
reglu. „Ákæruvaldinu hefur því
ekki tekist að axla sönnunarbyrði
sína og telst ekki vera komin fram
sönnun um sekt ákærða sem sé
hafin yfir skynsamlegan vafa,“ seg-
ir síðan.
Málskostnaður fellur á ríkissjóð,
þar á meðal málsvarnarlaun verj-
anda mannsins, 300 þúsund kr.
Sýknaður af
ákæru fyrir
farsímanotkun
- Málið ekki rann-
sakað að mati dómsins
Tuttugu og þrír nýir nemar í leik-
skólakennarafræðum hafa undir-
ritað námssamning við Hafnarfjarð-
arbæ. Þar fyrir utan eru fimm
starfsmenn leikskóla í námi í leik-
skólabrú. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá Hafnarfjarðarbæ.
Þar segir jafnframt að í sveitar-
félaginu sé mikil áhersla lögð á ný-
liðun og nám í faginu.
Námsstyrkirnir sem námssamn-
ingurinn nær til eru í formi launaðs
námsleyfis í námslotum þannig að
nemendur geti stundað nám með
vinnu í leikskóla ásamt námsgagna-
styrk til nema í leikskólakennara-
fræðum.
Framtak þetta, sem miði að því að
auka hlutfall leikskólakennara í
Hafnarfirði, hafi hafist árið 2015 og
hefur nemum sem þiggja þennan
námsstyrk fjölgað síðan.
Nýliðun á
leikskólum í
Hafnarfirði
- Námssamningar
við 23 nema í leik-
skólafræðum