Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 19
undir lokin sagðist hann sáttur og
tilbúinn að kveðja.
Orð mega sín lítils til að lýsa
Halla og þeirri minningu sem
hann skilur eftir. Hann var svo
mikill karakter, persónuleiki hans
svo sterkur og margslunginn,
áhrif hans á aðra svo gagnger, að
ómögulegt er að lýsa í orðum.
Frá unga aldri var hann
atorkusamur vinnuþjarkur,
kraftmikill og útsjónarsamur.
Margar sögur sagði hann mér af
störfum sínum við skipasmíði og
rekstur bæði hjá Slippnum og
Bátasmiðjunni Vör á árum áður,
auk félagsstarfanna fyrir Þór. Í
mínum huga er ljóst að þar var oft
tekist á við vandamál sem flestir
myndu afgreiða sem óleysanleg,
en sem tókst samt að leysa með
áræðni og vilja.
Þegar ég kynntist Halla var
hann orðinn þjakaður af lang-
vinnum nýrnasjúkdómi auk
hjartavandamála sem höfðu rænt
hann þreki nokkrum árum áður.
Samt var hugurinn síkvikur og
vakandi yfir málefnum líðandi
stundar, bæði stórum og smáum,
en ekki síður því sem var að ger-
ast í lífi þeirra sem stóðu honum
nærri. Umhyggja hans, svo traust
og heil, var okkur í alla staði
ómetanleg og afastelpurnar sóttu
í stóra faðminn hans, fyndnu til-
svörin og kostulegu sögurnar.
Halli var hjartahlýr húmoristi.
Þegar þannig lá á honum gat
hann komist á þvílíkt flug að við-
staddir grétu úr hlátri og fengu
engin grið nema rétt á meðan
hann kom sjálfur ekki upp orði.
Hann hafði líka sterka réttlætis-
kennd og trúði á mátt samfélags-
ins þrátt fyrir að vera sjálfur afar
framtakssamur einstaklingur.
Það var gaman að ræða við hann
um slík mál; hann var alltaf upp-
lýstur og laus við kreddur, í ein-
lægri leit að skynsamlegum
lausnum sem kæmu þeim vel sem
minnst mega sín í þjóðfélaginu.
Eins og gengur hjá körlum af
hans kynslóð var Halli frekar dul-
ur á eigin tilfinningar. Hann fann
þeim þó ýmsan farveg enda
óhræddur við að vera hann sjálf-
ur. Halli var ljóðelskur bókamað-
ur með sérstakt dálæti á verkum
Kristjáns frá Djúpalæk. Þegar
honum lá mikið á hjarta átti hann
það til að semja vísukorn eða
vandlega mótaðan texta. Hann
nýtti ævi sína ekki einungis til
framkvæmda heldur ekki síður til
að rækta með sér dygðir á borð
við þrautseigju, þolinmæði, hug-
rekki og umfram allt visku. Ég
minnist hans með söknuði og
óendanlegu þakklæti fyrir sam-
fylgdina.
Sigurður Kristinsson.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
✝
Vegna mistaka
við vinnslu
birtust minninga-
greinar ekki á út-
farardegi. Morg-
unblaðið biður
aðstandendur og
aðra hlutaðeigandi
velvirðingar á því.
Margrét Karls-
dóttir fæddist á
Húsavík 8. janúar
1930. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu Hraun-
búðum 2. október 2022.
Margrét var dóttir hjónanna
Kristjáns Karls Stefánssonar,
f. 1897, d. 1967, og Sigfríðar
Jónsdóttur, f. 1904, d. 1998.
Systkini Margrétar voru Að-
alsteinn, f. 1933, d. 1977, Stef-
án, f. 1936, d. 1942, og Guðný
Stefanía, f. 1945, d. 2022.
og Þorsteinn Ívar, f. 1987. 3)
Guðlaugur, f. 1961, í sambúð
með Maríu Tegeder, f. 1952,
dætur þeirra Diljá, f. 1971, og
Sæunn, f. 1980. 4) Andvana
fæddur drengur 1968. 5) Sig-
urhanna, f. 1972, gift Jóni Atla
Gunnarssyni, f. 1968, börn
þeirra Selma, f. 1994, Hákon,
f. 1998, Helena, f. 2004, og
Díana, f. 2010.
Barnabarnabörnin eru 16.
Margrét ólst upp á Húsavík
þar sem hún lauk barnaskóla-
göngu. Hún stundaði nám við
Húsmæðraskólann á Laugum
veturinn 1951-1952 og flutti
síðan til Reykjavíkur þar sem
hún kynntist Friðþóri. Þau
fluttu til Vestmannaeyja árið
1953 og bjuggu þar allan sinn
búskap, ef frá er talinn tíminn
eftir Heimaeyjargosið 1973-
1974.
Margrét sinnti ýmsum störf-
um í gegnum tíðina. Hún var
fiskverkakona, vann á leik-
skóla og við ræstingar.
Útför Margrétar fór fram 7.
október 2022.
Margrét giftist
4.10. 1953 Frið-
þóri Guðlaugssyni
frá Vest-
mannaeyjum, f.
11.10. 1926, d.
19.6. 2004. For-
eldrar Friðþórs
voru Guðlaugur
Halldórsson, f.
1898, d. 1977, og
Ragnhildur Frið-
riksdóttir, f. 1902,
d. 1977.
Börn Margrétar og Friðþórs
eru: 1) Stefán, f. 1954, kvænt-
ur Svölu Sigurðardóttur, f.
1954, börn þeirra Lilja Dögg,
f. 1974, Sigurður Jóhann, f.
1977, og Andrea, f. 1986. 2)
Brynja, f. 1956, gift Þorsteini
Þorsteinssyni, f. 1947, d. 2005,
börn þeirra Margrét, f. 1977,
Síðasta kafla í bók lífsins er
lokið hjá elsku tengdamóður
minni.
Bókin hennar er löng og sum-
ir kaflarnir voru erfiðir og kröfð-
ust mikillar staðfestu, hugarróar
og umhyggju, sem hún átti nóg
af.
Hún lifði miklar breytingar í
þjóðfélaginu, frá barnæsku sem
náði frá seinni heimsstyrjöld til
allsnægta nútímans.
Hennar kynslóð kunni að gera
mikið úr litlu og gerði ekki kröf-
ur sem þykja sjálfsagðar í dag.
Ég kom ung inn í fjölskylduna
sem tók mér strax opnum örm-
um. Þegar Stefán frumburður
hennar kynnti mig fyrir foreldr-
um sínum tók Magga brosandi á
móti mér með þessum orðum:
„Við erum í kossafjölskyldunni!“
Þá vissi ég það.
Magga var vel lesin og fróð-
leiksfús. Við gátum rætt saman
um öll heimsins mál og nutum
þess báðar, sérstaklega í seinni
tíð.
Hún hafði ríka kímnigáfu, gat
hlegið mikið og hafði smitandi
hlátur. Ég minnist þess sérstak-
lega er við vorum á leiksýningu
hjá yngri dóttur minni, hlutirnir
gengu ekki smurt fyrir sig og
Magga byrjaði að hlæja með sín-
um smitandi hlátri svo við
mamma byrjuðum líka að hlæja
þar til tárin láku og fólk fór að
gefa okkur hornauga. Enda at-
riðið svo dásamlega barnalegt og
saklaust og við nutum augna-
bliksins.
Magga var opin og lúrði ekki
á skoðunum sínum en hún var
með stórt hjarta og mikla rétt-
lætiskennd. Hún stóð af sér áföll
í lífinu með trúna að vopni og
bað fyrir öllu sínu fólki á hverju
kvöldi.
Ég loka bókinni hennar með
þakklæti fyrir alla umhyggjuna
og samfylgdina í nær hálfa öld.
Ég mun sakna þess að eiga ekki
lengur von á símtali með inni-
haldsríkum samræðum en ég
veit að í Sumarlandinu bíða ást-
vinir sem taka fagnandi á móti
henni.
Takk fyrir allt, ég mun sakna
þín. Þín
Svala.
Elsku hjartans amma mín, nú
hefur þú fengið hvíldina sem þú
þráðir.
Ég er sorgmædd en samt svo
þakklát fyrir að þú þurftir ekki
að þjást og hvað þú fékkst fal-
legt og friðsælt andlát.
Ég var mikil ömmustelpa og
var lengi vel að eina barnabarnið
ykkar afa í Eyjum. Hjá ykkur
átti ég alltaf öruggt skjól, fékk
ómælda ást og hlýju. Ég sótti
mikið í að vera á Illó enda hvergi
betra að vera.
Ég var 10 ára þegar ég eign-
aðist lítinn bróður og mér fannst
hann fá heldur of mikla athygli,
sumir myndu sjálfsagt skrifa það
á afbrýðisemi, ég fór fljótlega til
ykkar á Illó. Þegar mamma kom
og var að reyna að fá mig heim
varð ekki nokkru tauti við mig
komið, það endaði með því að ég
var hjá ykkur í nokkrar vikur í
dekri.
Þau voru ófá skiptin sem ég
fékk að fara með þér að skúra út
í flugstöð það þótti mér topp-
urinn, við vorum sóttar á flug-
vallabílnum ég pússaði rúðurnar
í flugstöðinni og fékk „skúringa-
brjóstsykur“ að launum.
Mér eru svo minnisstæðar
ferðirnar okkar til Húsavíkur.
Við nöfnurnar fórum í maí eftir
skólaslit norður að heimsækja
langömmu. Þar varst þú á þínum
heimaslóðum og undir þér svo
vel umvafin ættingjum og vinum.
Þegar ég byrjaði að læra
hjúkrunarfræði kom ég til ykkar
á Illó allt haustið að lesa fyrir
samkeppnisprófin. Nærvera
ykkar afa var svo notaleg og þú
sást til þess að ég fengi nú eitt-
hvað að borða, enda komst ég í
gegn með glans.
Þessar minningar ásamt fleir-
um eru mér svo dýrmætar, ég
mun geyma þær og varðveita í
hjarta mínu alla tíð.
Þú varst góður leiðbeinandi,
lagðir áherslu á heiðarleika, um-
burðarlyndi, náungakærleik og
vera góð við alla sem minna
mega sín. Þessi fallegu gildi hef
ég reynt að tileinka mér og mun
kenna mínu barni.
Ég mun aldrei gleyma því
hversu hamingjusöm þú varst
þegar ég varð ófrísk af Eyjólfi
litla, þú sagðir hann vera sann-
kallað kraftaverk. Þú þreyttist
aldrei á að segja hversu góður,
ljúfur og fallegur drengur hann
væri. Þér fannst yndislegt að fá
okkur í heimsókn, ljómaðir al-
veg, elskaðir faðmlögin og knús-
in hans. Hann var mjög hændur
að þér og saknar þín sárt.
Þú varst góður hlustandi,
ráðagóð og ég leitaði ósjaldan til
þín og alltaf varstu tilbúin með
útbreiddan faðminn, tilbúin að
hlusta og leiðbeina.
Við nöfnurnar vorum miklar
vinkonur og mjög nánar, gátum
talað um allt, og ég gat treyst
þér fyrir öllu. Þú gast nú verið
pínu stjórnsöm, það var líka bara
allt í lagi, ég þurfti stundum að
benda þér á að ég væri orðin
fullorðin og svo hlógum við bara
að þessu.
Síðustu ár var líkaminn orðinn
lúinn en kollurinn upp á 10, þú
varst með allt á hreinu, fylgdist
vel með fréttum, sjónvarpi og því
sem var að gerast í kringum þig.
Þú vissir alltaf hvar allir í fjöl-
skyldunni voru staddir og hvað
var um að vera hjá okkur öllum.
Þú varst besta amma sem
hugsast getur og ég sakna þín
sárt.
Ég elska þig og mun alltaf
gera.
Góða nótt og Guð geymi þig
elsku amma.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þín
Margrét.
Elsku amma Magga, það sem
við eigum eftir að sakna þín.
Alltaf svo hlý og góð, stutt í
húmorinn, sagðir skemmtilegar
sögur og gafst bestu knúsin.
Við Díana sitjum saman og
rifjum upp allar þær góðu minn-
ingar sem við vorum svo heppn-
ar að eiga með þér. Hversu gott
það var að koma í heimsókn,
kíkja aðeins í nammiskálina og
spjalla um allt og stundum bara
alls ekki neitt. Bara það að koma
inn í hlýja herbergið þitt og vera
umvafin góðu nærveru þinni með
veggi allt í kring sem þaktir voru
myndum af öllum börnum,
barnabörnum og fleira góðu fólki
sem þú varst svo stolt af.
Ég minni Díönu á og við hlæj-
um saman yfir því þegar hún
kom reglulega með dúkkurnar
sínar í heimsókn til þín, kíkti að-
eins í nammiskálina og gekk svo
um ganga Hraunbúða með
göngugrindina þína og heilsaði
upp á aðra íbúa.
Ég man eftir því þegar ég
kíkti stundum til þín eftir skóla,
fékk mér smá djús og kíkti svo
með þér inn í handavinnu og
horfði stolt á flinku ömmu mína.
Ég endaði svo stundum á því að
labba heim með vettlingapar og
hárband í stíl. Díana man einnig
eftir dúkkufötunum sem þú
prjónaðir á dúkkurnar hennar.
Díönu eru eftirminnileg öll
jólaböllin, páskabingóin og fleiri
skemmtilegar samkomur sem þú
bauðst henni á og er hún afar
þakklát fyrir það. Ég fór með
þér í páskabingóið núna í mars
síðastliðnum og að sjálfsögðu
sópaðir þú til þín páskaeggjum
eins og ekkert væri en vildir svo
ekkert eiga þau sjálf. Amma
gamla alltaf sigursæl í páska-
bingóunum.
Þó svo að það séu þó nokkur
ár síðan þú fluttir úr Eyjahrauni,
þá man ég ennþá eftir því að
sitja á gólfinu með fullan kassa
af dóti og frostpinna eða ísblóm í
annarri hendi. Það var alltaf til ís
í frysti.
Það sem ég á eftir að sakna
mest eru símtölin á kvöldin. Þú
hringdir heim á hverju einasta
kvöldi, mér þótti og þykir enn
vænna nú í dag um orðin sem þú
kvaddir mig alltaf með.
„Góða nótt hjartað mitt og
Guð geymi þig“ svo endurtókstu
þig og kvaddir í það minnsta
tvisvar sinnum í viðbót með
þessum sömu fallegu orðum.
Ég á einnig eftir að sakna
þess að hafa þig hjá okkur á jól-
unum. Við Díana að skiptast á að
lesa á og opna pakkana þína á
meðan þú situr alsæl og fylgist
með, jafnvel með einn konfekt-
mola í munninum. Þau skipti
sem við sitjum og spjöllum og þú
misheyrir og segir eitthvað allt
annað en það sem sagt var og
allir fara í hláturskast.
Þessar minningar eru bara
brotabrot af því sem okkur dett-
ur í hug. Aðeins jákvæð orð
koma upp í hugann þegar við
hugsum um þig. Það er svo sárt
að sakna og hvað þá svona ynd-
islegrar konu eins þín. Það sem
hughreystir okkur á tíma eins og
þessum er að þér líður betur og
það er gott að vita af því að afi
tekur á móti þér með bros á vör
og útbreiddan faðm. Það sem
hann er ánægður að sjá þig aftur
eftir 18 ár.
Það verður frekar skrítið að
eiga ekki eina ömmu á elló leng-
ur sem alltaf er heima, sitjandi í
stólnum sínum, með sjónvarpið í
botni og bros á vör.
Takk fyrir allt elsku amma
Magga.
Þangað til næst,
Helena og Díana.
Í dag kveð ég elsku ömmu
Möggu. Við amma vorum nánar,
enda var ég mikið hjá þeim afa
Friðþóri á mínum æskuárum. Á
þeim tíma brölluðum við ýmis-
legt saman. Hún heklaði á dúkk-
urnar mínar eftir pöntun og
prjónaði langan bleikan trefil
handa mér sem gagnaðist einnig
sem sippuband. Hún söng mig í
svefn þegar ég lagði mig á sóf-
anum. Við bökuðum saman, spil-
uðum lúdó og ég svindlaði þegar
hún sá ekki til. Hún hringdi í
mig og þóttist vera Sigga
(dúkka) og tók enn stundum upp
á því þó ég væri orðin fullorðin.
Hún eldaði besta kjöt í karrí í
heimi. Hún kenndi mér að hekla
og brýndi fyrir mér að vera góð
við aðra. Hún kenndi mér svo
ótalmargt sem ég hef tekið með
mér út í lífið.
Þegar ég varð eldri sagði hún
mér sögur frá því þegar hún var
ung. Frá uppátækjum skóla-
systranna í húsmæðraskólanum,
ýmsum ferðalögum, uppvexti á
Húsavík á tímum seinni heims-
styrjaldar, vertíðarstemningu,
eldgosinu og mörgu fleiru. Hún
upplifði margt á sinni löngu ævi
og það var fróðlegt og áhugavert
að hlusta á frásagnir hennar.
Ein af uppáhaldssögunum
mínum er af því þegar hún bjó á
Húsavík á unglingsárunum og
ætlaði á vertíðarball. Hún hafði
þá farið á ball mörg kvöld í röð
og þótti föður hennar nóg um.
Hann bannaði henni að fara og
sagðist koma að sækja hana ef
hún færi á ballið. Margrét lét
ekki ráðskast með sig og mætti
að sjálfsögðu á ballið. En í
miðjum dansi kemur hún auga á
föður sinn í dyrunum. Hún
skammaðist sín svo mikið að hún
hljóp af stað, skaut sér framhjá
honum og tók á rás alla leið heim
til sín og var komin upp í rúm
áður en hann kom heim.
Amma var kærleiksrík og
hafði mikinn áhuga á lífi fólksins
í kringum hana. Fjölskylda og
vinir voru henni dýrmæt og hún
fylgdist alltaf með hvað fólkið
hennar hafði fyrir stafni.
Elsku amma mín, ég trúi
varla að ég eigi ekki eftir að
hitta þig aftur. Þú verður alltaf
hluti af mér og ég geymi allar
góðu minningarnar okkar. Þar
til við hittumst næst á öðrum
stað.
Þín
Selma.
Minningarnar streyma fram
þegar ég kveð Möggu eða Beggí
eins og við bræður kölluðum
hana. Magga kom rétt rúmlega
tvítug í vist til foreldra minna á
Ásvallagötu 27, hennar starf var
að passa okkur bræður. Við og
foreldrar okkar tókum strax ást-
fóstri við hana og vinátta fjöl-
skyldu okkar við hana hefur enst
alveg fram til þess dags er hún
kveður.
Magga kvaddi fjölskylduna
fljótlega sem barnfóstra en tók
þá á leigu risherbergi í húsinu
þannig við bræður gátum áfram
skottast í kringum hana. Allt í
einu var hún komin með kær-
asta, það var hann Friðþór. Við
tók brúðkaup með tilheyrandi
veislu. Brúðhjónin voru bæði ut-
an af landi svo brúðkaupið var
haldið á Ásvallagötunni.
Móðir mín og Magga hófu
strax undirbúning, hjónavígslan
og veislan var í stofunni heima
hjá okkur, pabbi var svaramaður
brúðarinnar en Torfi á efri hæð-
inni var fyrir brúðgumann. Okk-
ur bræðrum þótti þetta allt mjög
spennandi. Fyrir nokkru sá ég
hópmynd úr veislunni, þá skildi
ég af hverju okkur þótti þetta
spennandi.
Magga og Friðþór fluttu til
Vestmannaeyja en sambandið og
vináttan hélst áfram og styrktist
frekar með auðveldari samskipt-
um.
Þegar Vestmannaeyingar
flúðu gosið í Eyjum höfðu
mamma og pabbi strax samband
við þau hjón og létu þau vita að
þau hefðu íbúð handa fjölskyld-
unni og bjó fjölskyldan þar um
tíma.
Mér og Ingu konu minni hefur
auðnast nokkrum sinnum á liðn-
um árum að heimsækja á Hraun-
búðir kæra fóstru mína, eða
„Beggí mömmu“ eins og við köll-
uðum hana, síðasta heimsóknin
var í sumar. Sáum við að henni
leið vel þar, hún var skýr en lík-
aminn var búinn.
Nú er komið að leiðarlokum
vináttunnar við Möggu, þessa
ljúfu konu, ekki bara minnar
heldur allrar fjölskyldunnar.
Barnið óx og vináttan með.
Jóhann G. Guðjónsson.
Margrét
Karlsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Til elsku mömmu.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Ég átti það víst til að
kalla á mömmu og spyrja
hana hvort hún ætlaði ekki
að koma og setja englana
saman í hring.
Góða nótt elsku mamma
og Guð geymi þig.
Þín
Brynja.
spjölluðum heilmikið saman, var
þessi tími mér afar dýrmætur.
Ég hóf svo aftur störf hjá Póst-
inum árið 1990, þá 21 árs gömul,
þegar Jón Þór sonur minn var 14
mánaða. Við náðum alltaf svo vel
saman og gátum spjallað heilmik-
ið, þú sagðir mér frá strákunum
þínum sem þú varst svo stolt af
og sífellt bættist í ríkidæmið þitt
af barnabörnum sem voru stolt
þitt og yndi. Þér þótti alltaf svo
notalegt að fara í sund eftir vinnu
og liggja í sólinni um helgar, sem
þið systur allar elskuðuð svo
sannarlega. Ég minnist líka ætt-
armótanna sem einkenndust af
hlátri og gleði. Við unnum saman
í fjögur ár eða þar til ég eignaðist
mitt annað barn, Telmu Dögg.
Þremur árum seinna sneri ég aft-
ur til vinnu og vorum við saman
hjá Póstinum allt þar til þú fórst
á eftirlaun. En það var nú þannig
að þegar við hittumst, hvort sem
var í vinnunni eða við önnur tæki-
færi, þá var oft nóg að horfa hvor
á aðra og við fengum hláturskast.
Þú varst dásamleg kona og minn-
ingar mínar um þig eru umvafðar
gleði og hlýju og munu ávallt lifa í
hjarta mér. Ég kveð þig núna og
veit að þú ert komin á góðan stað
með fólkinu okkar.
Þín
Bryndís Magnea
Dardi.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ANDRÉS MÁR VILHJÁLMSSON,
lést aðfaranótt 29. september.
Útförin fer fram frá Garðakirkju
föstudaginn 14. október klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Félag krabbameinssjúkra barna.
Guðrún Torfadóttir
Margrét Guðrún Andrésd. Arinbjörn Friðriksson
Vilhjálmur Andrésson Elín S. Björnsdóttir
Sæmundur Jónþór Andréss. Virginia Gillard
Sigurður Már Andrésson Guðrún Ásta Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn