Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022 Mark32net skrifborðsstóll Fjölstillanlegur skrifborðsstóll með netbaki og bólstraðri setu. Fjöldi áklæða í boði. HAUSTTILBOÐ 30% afsláttur 74.473 kr. með örmum 65.074 kr. án arma Verð m. vsk. 12. október 2022 Setrinu á Grand Hótel kl. 13:00 til 16:30 Dagskrá: 13:00 - 13:10 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélagsins setur málþingið 13:15 - 13:45 Er hægt að auka áhrif verkjameðferða á endurhæfingardeildum á líðan fólks með langvarandi verki? Hafdís Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur 13:50 - 14:20 Heimilið mitt hann líkaminn minn Karen Ösp Friðriksdóttir, markþjálfi 14:20 - 14:45 Kaffihlé 14:45 - 15:15 Þekking bætir meðferð Elínborg Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur 15:20 - 15:50 „Það dundi yfir líkama og sál“ Rósíka Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur 15:55 - 16:25 Að vera góður forstjóri í fyrirtækinu ÉG ehf Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari 16:25 - 16:30 Málþingi slitið - Emil Thoroddsen, framkvæmdastjóri Gigtarfélagsins Málþingið verður í beinu streymi á www.youtube.com Hlekkur á streymið er https://www.youtube.com/watch?v=_4k9UkcsLj8 Sjá einnig www.gigt.is Tökum þátt í eigin meðferð Málþing Gigtarfélags Íslands á alþjóðlegum gigtardegi ummæli seðlabankastjóra um að mögulega væri stýrivaxtahækk- unarferli Seðlabankans lokið í bili. Sjá mynd 3. Horft fram á við er ljóst að húsnæðisverð mun halda áfram að lækka að nafnvirði á næstu mánuðum. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% í ágúst en það hafði hækkað samfellt síð- ustu 32 mánuðina þar á undan. Lækkunin er í takt við vænt- ingar Greiningar- deildar Húsaskjóls og skýrist fyrst og fremst af vaxtahækk- unum og minna að- gengi að lánsfé, sjá mynd 1. Eitt skýrasta merki viðsnúnings á íbúðamarkaði undanfarna mánuði hef- ur einfaldlega verið aukið framboð á eignum til sölu. Um þessar mundir eru á bilinu 1.300-1.400 eignir til sölu á höf- uðborgarsvæðinu sem er tvöfalt meira en fyrir tveimur mánuðum. Það er því ljóst að íbúðir eru að koma mun hrað- ar inn á markaðinn en þær seljast. Það er þekkt að þegar samnings- staða kaupenda og selj- enda snýst svona hratt getur skapast ákveðin sölutregða. Kaupendur bjóða undir ásettu verði en seljendur sætta sig ekki við tilboðin. Þetta skýrir e.t.v. hraða aukn- ingu í framboði um þessar mundir. Ofan á þetta bæt- ist að það má gera ráð fyrir töluverðri aukningu í framboði á nýbygg- ingum á næstu mánuðum. Íbúðaspá HMS og SI gerir ráð fyrir að rúmlega 400 nýjar íbúðir komi inn á mánuði það sem eftir lifir árs þegar horft er á landið í heild sinni, sem er tvöfalt meira en í meðalmánuðinum það sem af er ári. Sjá mynd 2. Peningastefnunefnd ákvað nú í byrjun október að hækka vexti um 25 punkta og standa meginvextir bank- ans nú í 5,75%. Það sem er áhugaverð- ast er hins vegar ekki vaxtahækkunin heldur mjúkur tónn nefndarinnar og Það skýrist af nokkrum þáttum. Fyrir það fyrsta má nefna að vísitala íbúða- verðs er þriggja mánaða hlaupandi meðaltal undirritaðra kaupsamninga. Nýjasta mælingin byggist því á kaup- samningum sem voru undirritaðir í sumar og því ljóst að vaxtaáhrifin eru aðeins komin inn að hluta. Tregða selj- enda til að aðlaga sig að breyttum að- stæðum hefur síðan leitt til þess að íbúðaframboð hefur tvöfaldast á tveimur mánuðum. Þannig getur markaðurinn ekki gengið til lengdar og seljendur munu á næstu mánuðum þurfa að sætta sig við nýjan veruleika. Loks má nefna að Samtök iðnaðarins og HMS spá miklu innflæði af ný- byggingum inn á markaðinn á næstu mánuðum. Þrátt fyrir að steypan sé uppá- haldsfjárfesting Íslendinga getur íbúðaverð lækkað líkt og annað eignaverð og það er einmitt það sem er fram undan. Halldór Kári Sigurðarson Halldór Kári Sigurðarson »Horft fram á við er ljóst að húsnæðis- verð mun halda áfram að lækka að nafnvirði á næstu mánuðum. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. halldork15@gmail.com Mynd 3. Mynd 1. Mynd 2. Húsnæðisverð lækkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.