Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
Besta deild karla
Efri hluti:
Stjarnan – Víkingur R. ............................ 2:1
Staðan:
Breiðablik 24 18 3 3 60:24 57
Víkingur R. 24 13 7 4 62:36 46
KA 24 14 4 6 47:28 46
KR 24 8 10 6 39:36 34
Stjarnan 24 9 7 8 42:46 34
Valur 24 9 5 10 41:37 32
Neðri hluti:
FH – Leiknir R......................................... 4:2
ÍBV – Keflavík .......................................... 2:1
Staðan:
Keflavík 24 9 4 11 43:44 31
Fram 24 6 10 8 49:56 28
ÍBV 24 6 8 10 37:46 26
FH 24 5 7 12 32:39 22
Leiknir R. 24 5 5 14 25:56 20
ÍA 24 4 6 14 29:58 18
England
Nottingham Forest – Aston Villa ........... 1:1
Staða efstu liða:
Arsenal 9 8 0 1 23:10 24
Manchester City 9 7 2 0 33:9 23
Tottenham 9 6 2 1 20:10 20
Chelsea 8 5 1 2 13:10 16
Manchester Utd. 8 5 0 3 13:15 15
Newcastle 9 3 5 1 17:9 14
Brighton 8 4 2 2 14:9 14
Þýskaland
C-deild:
Hallescher – Dortmund II ...................... 0:0
- Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan leik-
inn með Dortmund II.
Grikkland
Atromitos – Giannina.............................. 2:1
- Viðar Örn Kjartansson fór af velli í upp-
bótartíma hjá Atromitos og skoraði tvíveg-
is, Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 60
mínúturnar.
Danmörk
Horsens – AaB ......................................... 0:0
- Aron Sigurðarson lék fyrstu 76 mínút-
urnar með Horsens.
Svíþjóð
Hammarby – Varberg............................. 5:1
- Jón Guðni Fjóluson hjá Hammarby er
frá keppni vegna meiðsla.
- Oskar Tor Sverrisson hjá Varberg er frá
keppni vegna meiðsla.
Norrköping – Mjällby ............................. 2:2
- Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn
með Norrköping og skoraði. Ari Freyr
Skúlason lék allan leikinn, Andri Lucas
Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 65.
mínútu en Arnór Sigurðsson var ekki í
hópnum.
B-deild:
Örebro – Dalkurd .................................... 1:3
- Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn
með Örebro, Valgeir Valgeirsson var ónot-
aður varamaður.
Undankeppni EM U-17 kvenna
A-deild á Ítalíu:
Frakkland – Ísland .................................. 6:4
Ísabella Sara Tryggvadóttir 27., 32., 37.,
Harpa Helgadóttir 88.
Sviss – Ítalía.............................................. 2:1
_ Lokastaðan: Sviss 9, Frakkland 6, Ítalía
1, Ísland 1. Ísland er fallið í B-deild.
4.$--3795.$
Grill 66-deild karla
Selfoss U – Valur U.............................. 30:30
Staðan:
Valur U 3 2 1 0 89:83 5
HK 3 2 1 0 105:87 5
KA U 3 2 1 0 104:99 5
Þór Ak. 3 2 0 1 89:82 4
Víkingur 3 1 1 1 92:89 3
Fjölnir 2 1 1 0 54:52 3
Haukar U 2 1 0 1 53:49 2
Selfoss U 3 0 1 2 98:105 1
Fram U 3 0 0 3 84:94 0
Kórdrengir 3 0 0 3 69:97 0
Grill 66-deild kvenna
FH – Víkingur ...................................... 27:24
Staðan:
Grótta 2 2 0 0 58:41 4
FH 2 2 0 0 53:44 4
ÍR 2 1 1 0 55:32 3
Víkingur 2 1 0 1 52:44 2
Fram U 2 1 0 1 54:50 2
Afturelding 1 0 1 0 19:19 1
Valur U 1 0 0 1 21:29 0
Fjölnir/Fylkir 2 0 0 2 37:57 0
HK U 2 0 0 2 37:70 0
%$.62)0-#
STJARNAN – VÍKINGUR R. 2:1
0:1 Karl Friðleifur Gunnarsson 60.
1:1 Óskar Örn Hauksson 63.
2:1 Daníel Laxdal 71.
M
Daníel Laxdal (Stjörnunni)
Sindri Þór Ingimarsson (Stjörnunni)
Jóhann Árni Gunnarsson (Stjörnunni)
Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjörnunni)
Óskar Örn Hauksson (Stjörnunni)
Kjartan Már Kjartansson (Stjörnunni)
Logi Tómasson (Víkingi)
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingi)
Pablo Punyed (Víkingi)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8.
Áhorfendur: 623.
FH – LEIKNIR R. 4:2
1:0 Jóhann Ægir Arnarsson 14.
2:0 Matthías Vilhjálmsson (v) 17.
2:1 Zean Dalügge 32.
3:1 Matthías Vilhjálmsson 74.
4:1 Matthías Vilhjálmsson 77.
4:2 Mikkel Jakobsen 79.
MM
Matthías Vilhjálmsson (FH)
M
Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Oliver Heiðarsson (FH)
Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
Hjalti Sigurðsson (Leikni)
Adam Örn Arnarson (Leikni)
Zean Dalügge (Leikni)
Mikkel Jakobsen (Leikni)
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7.
Áhorfendur: 1.137.
ÍBV – KEFLAVÍK 2:1
1:0 Alex Freyr Hilmarsson 4.
2:0 Eiður Aron Sigurbjörnsson 40.
2:1 Patrik Johannesen 47.
M
Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Patrik Johannesen (Keflavík)
Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 8.
Áhorfendur: Um 200.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.
BESTA DEILDIN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Breiðablik er Íslandsmeistari karla
í knattspyrnu, í annað sinn í sögu
félagsins, eftir að Stjarnan gerði
sér lítið fyrir og lagði Víking úr
Reykjavík að velli í efri hluta Bestu
deildarinnar á Samsung-vellinum í
Garðabæ í gær.
Leik Stjörnunnar og Víkings
lauk með 2:1-sigri Garðbæinga en
Víkingar eru með 46 stig í öðru
sæti deildarinnar, líkt og KA, og
geta ekki náð Breiðabliki að stigum
þegar þrjár umferðir eru eftir af
deildarkeppninni. Breiðablik er
með 57 stig í efsta sætinu.
Breiðablik er vel að titlinum
komið en liðið hefur unnið 18 af 24
leikjum sínum í deildinni hingað til
og tapaði einungis þremur, gegn
Val, Stjörnunni og KA.
Góð byrjun Breiðabliks á Ís-
landsmótinu setti tóninn fyrir það
sem koma skyldi en liðið vann
fyrstu átta leiki sína og var tap-
laust í einn og hálfan mánuð.
Fyrsta tapið kom 16. júní gegn Val
á Hlíðarenda í 9. umferðinni.
Þegar deildinni var skipt upp í
efri og neðri hluta var Breiðablik
með 8 stiga forskot á toppnum og
því ljóst að það mátti lítið út af
bregða hjá Víkingi og KA sem voru
jafnframt einu liðin sem áttu mögu-
leika á því að berjast við Breiðablik
um Íslandsmeistaratitilinn.
Ásamt því að vera það lið sem
hefur unnið flesta leiki í sumar er
Breiðablik líka það lið sem hefur
fengið fæst mörk á sig í deildinni
eða 23 alls en KA kemur þar á eftir
með 26 mörk fengin á sig.
Þá hafa Blikar skorað næstflest
mörk allra í deildinni eða 55 tals-
ins. Víkingar hafa skorað 58 mörk í
sumar.
_ Breiðablik varð Íslandsmeist-
ari í fyrsta sinn árið 2010 og því
tólf ár síðan liðið varð síðast meist-
ari.
_ Fyrir leik gærdagsins hafði
Víkingur ekki tapað í 21 leik gegn
íslensku liði en síðasta tapið kom
einmitt gegn Breiðabliki 16. maí á
Víkingsvelli í 7. umferðinni.
_ Daníel Laxdal tryggði Stjörn-
unni sigur gegn Víkingum með
sínu fyrsta marki í sumar en mark-
ið var hans tíunda í efstu deild á
ferlinum.
Hafnfirðingar úr fallsæti
Matthías Vilhjálmsson fór á
kostum fyrir FH þegar liðið vann
afar þýðingarmikinn 4:2-sigur gegn
Leikni úr Reykjavík á Kaplakrika-
velli í neðri hluta deildarinnar.
Matthías gerði sér lítið fyrir og
skoraði þrennu í leiknum en FH-
ingar eru nú með 22 stig í þriðja
neðsta sætinu, tveimur stigum frá
fallsæti. FH á eftir að mæta Kefla-
vík heima, Fram á útivelli og loks
ÍA á heimavelli í lokaumferðunum.
Á sama tíma eru Leiknismenn
með 20 stig í næstneðsta sætinu en
Leiknir á eftir að mæta ÍA á
heimavelli, Keflavík á heimavelli og
loks ÍBV á útivelli.
_ Þetta var fyrsti sigur FH í
deildinni í mánuð en liðið vann síð-
ast Skagamenn í Hafnarfirðinum
6:1 hinn 11. september.
_ Matthías hefur skorað 9 mörk
fyrir FH í sumar og er lang-
markahæsti leikmaður liðsins en
Ólafur Guðmundsson er næst-
markahæstur með 4 mörk.
ÍBV sex stigum frá fallsæti
Eyjamenn eru nú sex stigum frá
fallsæti eftir sigur gegn Keflavík á
Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Leiknum lauk með 2:1-sigri ÍBV
en Eyjamenn komust í 2:0 í leikn-
um áður en Patrik Johannesen
minnkaði muninn fyrir Keflavík í
upphafi síðari hálfleiks.
ÍBV er með 26 stig, 6 stigum frá
fallsæti, en liðið mætir Fram á
heimavelli, ÍA á útivelli og loks
Leikni á heimavelli í lokaumferð-
unum.
Á sama tíma hefur Keflavík ekki
að neinu að keppa í síðustu um-
ferðunum en liðið er með 31 stig
og er öruggt með sæti sitt í deild-
inni að ári.
_ Eyjamaðurinn og miðvörð-
urinn Eiður Aron Sigurbjörnsson
skoraði sitt fjórða mark í deildinni
í sumar og er fjórði markahæsti
leikmaður ÍBV á tímabilinu í deild-
inni ásamt Alex Frey Hilmarssyni
sem var einnig á skotskónum í
gær.
Breiðablik Íslands-
meistari 2022
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslandsmeistarar Leikmenn og þjálfarar Breiðabliks fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum með stæl á Kópavogsvelli eftir að flautað hafði verið af í Garðabæ.
- FH úr fallsæti eftir sigur gegn Leikni - Eyjamenn fjarlægðust fallsvæðið
Rangt þjóðerni hjá
mótherjum Vals
Í blaðinu í gær var rangt farið með
þegar sagt frá þjóðerni Dunajská
Streda, mótherja Vals, í 2. umferð
Evrópubikars kvenna í handknatt-
leik. Dunajská Steda er frá Slóvakíu,
ekki Tékklandi, eins og sagt var í
blaðinu og fóru leikirnir fram í Slóv-
akíu um nýliðna helgi. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT