Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
Sigurður Már Jónsson blaðamað-
ur skrifar pistil á mbl.is þar
sem hann fjallar um neyðarástand
í flóttamannamálum. Hann segir
að ef málefni innflytjenda ber á
góma „við íbúa
hinna Norður-
landanna eða Ís-
lendinga sem hafa
þar búið í lengri
eða skemmri tíma
er viðkomandi fljót-
ur að vara okkur
Íslendinga við.
Staðreyndin er sú
að innflytjendamál eru í ólestri
víða á Norðurlöndunum og hafa
verið það lengi. Þau eru farin að
móta mjög hina pólitísku umræðu
og leggja línurnar fyrir nýtt póli-
tískt landslag eins og sást í nýaf-
stöðnum kosningum í Svíþjóð. Að
sumu leyti er það miður en þetta
hefur gerst vegna þess að ríkjandi
stjórnmálastétt vildi ekki leggja
við hlustir þegar hættumerki tóku
að birtast.
- - -
Það sama er að gerast á Íslandi
en nú er svo komið að á annað
hundrað flóttamenn streyma til
landsins í viku hverri um leið og
málaflokkurinn gleypir stöðugt
meira fjármagn og kemur niður á
annarri velferðarþjónustu.“
- - -
Þessi lýsing er áhyggjuefni en er
því miður ekki úr lausu lofti
gripin. Það er sömuleiðis áhyggju-
efni sem Sigurður Már nefnir að
það hafi „verið lengi á almennu
vitorði að stór hluti þeirra sem
koma með vegabréf frá Venesúela
eru ekki íbúar þaðan, heldur hafa
keypt bréf af sendiráðum Vene-
súela erlendis sem lifa á slíkum
fölsunum“.
- - -
Hvernig má það vera þegar vit-
að er um þess háttar „við-
skipti“ með vegabréf að slíkir
pappírar séu teknir góðir og gildir
hér á landi?
Sigurður Már
Jónsson
„Flóttamenn“ og
fölsuð vegabréf
STAKSTEINAR
Gott útlit er með uppskeru af korn-
ökrunum í Gunnarsholti sem eru
þeir stærstu á landinu. Björgvin Þór
Harðarson, svínabóndi í Laxárdal,
er nýlega byrjaður að þreskja og
segir að uppskeran sé með því besta
sem hann hefur séð frá því þeir Lax-
árdalsbændur hófu kornrækt.
Ekkert tjón varð á kornökrunum í
Gunnarsholti í rokinu á sunnudag,
að sögn Björgvins. Bændurnir voru
byrjaður að slá kornið í síðustu viku
en þurftu að hætta vegna þess að
þurrkstöðin var orðin full. Voru Lax-
árdalsbændur því í gær að keyra
heim korni en það er notað í svína-
fóður að mestu leyti. Síðan átti að
halda áfram við að þreskja.
Með því allra besta
Spurður hversu mikil uppskeran
er segist Björgvin áætla að hún sé
upp undir fjögur tonn á hektara af
fullþurrkuðu korni. Tekur hann
fram að það hafi ekki verið reiknað
nákvæmlega út og þetta sé því
meira tilfinning hans.
Fyrra met af þessum sömu ökr-
um er þrjú komma átta tonn af
hektara og er því útlit fyrir að upp-
skeran í ár verði svipuð eða jafnvel
meiri en áður hefur þekkst. helgi-
@mbl.is
Stefnir í metuppskeru
- Þresking hafin á ökrum Laxárdalsbænda í Gunnarsholti
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kornrækt Björgvin Þór Harðarson
skoðar gullið af ökrunum.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Náttúruhamfarastofnun Íslands,
NTÍ, hefur borist á fjórða tug til-
kynninga um tjón í kjölfar illviðrisins
sem reið yfir landið fyrir um hálfum
mánuði.
Náttúruhamfarastofnun hefur að-
eins borist tilkynningar um tjón á
Oddeyri á Akureyri þar sem sjór
flæddi á land. Þetta staðfesti Hulda
Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri
stofnunarinnar, í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Á Oddeyri flæddi yfir götur og inn
í hús, en vatnshæð inni í einstaka
húsum mun hafa náð hátt í tuttugu
sentimetrum. Þaðan hafa tilkynning-
ar borist. „Þetta eru 35 tilkynningar
og helmingur er innbú og helmingur
lausafé,“ segir Hulda.
Nú sé beðið eftir matsgerðum frá
matsmönnum en gert sé ráð fyrir að
þær berist á næstu dögum. Ekki sé
hægt að meta hve háum fjárhæðum
tjónið nemi fyrr en matsgerðirnar
séu tiltækar.
„Ég held að við getum sagt að
þetta hlaupi á tugum frekar en
hundruðum milljóna króna,“ segir
Hulda.
Samkvæmt lögum skal NTÍ vá-
tryggja gegn beinu tjóni af völdum
eftirtalinna náttúruhamfara: Eld-
gosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjó-
flóða og vatnsflóða. Stofnunin trygg-
ir hins vegar ekki foktjón eins og
áberandi voru í þessu aftakaveðri
sem varð fyrir tveimur vikum. Því
bera þeir sem fyrir foktjóni verða og
tryggingarfélög þeirra tjónið.
Tjón upp á tugi
milljóna á Oddeyri
- 35 tilkynningar
borist Náttúruham-
farastofnun Íslands
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Flóð Töluvert tjón varð á Oddeyri á
Akureyri fyrir hálfum mánuði.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/