Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 11.10.2022, Side 1

Morgunblaðið - 11.10.2022, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. O K T Ó B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 238. tölublað . 110. árgangur . Á FUND FLÓTTA- MANNANEFNDAR EVRÓPU NORRÆN HÁTÍÐ HEFST LÁN AÐ GETA EINBEITT SÉR AÐ EIGIN TÓNLIST HALDIN FRÁ 1888 28 GUMMI JÓNS 60 ÁRA 24BIRGIR ÞÓRARINS 10 Breiðablik er Íslandsmeistari karla í knattspyrnu, í annað sinn í sögu fé- lagsins, eftir að Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Víking úr Reykja- vík að velli í efri hluta Bestu deildar- innar á Samsung-vellinum í Garða- bæ í gær. Leik Stjörnunnar og Víkings lauk með 2:1-sigri Garðbæinga en Vík- ingar eru með 46 stig í öðru sæti deildarinnar, líkt og KA, og geta ekki náð Breiðabliki að stigum þegar þrjár umferðir eru eftir af deildar- keppninni. Breiðablik er með 57 stig í efsta sætinu »26 Breiðablik Íslandsmeistari Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistarar Leikmenn Breiðabliks fagna titlinum á Kópavogsvelli í gær. Rússar hefndu í gær fyrir árásina á brúna yfir Kertsj-sundið með því að skjóta rúmlega 80 eld- flaugum á borgaraleg skotmörk vítt og breitt um Úkraínu. Að minnsta kosti 11 fórust í árásunum irnar í gær og sagði þær til marks um hina „al- gjöru grimmd“ Pútíns í Úkraínustríðinu. Hét Biden auknum stuðningi við Úkraínu vegna árásanna. »13 og 84 særðust, en eldflaugunum var beint að raf- orkustöðvum, auk þess sem eldflaug lenti í ná- grenni við leikvöll í Kænugarði. Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi árás- AFP/Almannavarnir Úkraínu Fordæmir „algjöra grimmd“ Pútíns _ Þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, verður haldið í Hörpu og á Reykjavík Edition-hótelinu frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Þingið verður enn fjölmennara en í fyrra og þar verða yfir 200 mál- stofur með um 600 ræðumönnum. Áætlað er að yfir 2.000 manns frá nærri 70 löndum taki þátt í þinginu. „Mér sýnist allt stefna í að þing Hringborðs norðurslóða verði öfl- ugra en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir ýmsar erfiðar aðstæður,“ seg- ir Ólafur Ragnar Grímsson, for- svarsmaður Hringborðs norður- slóða. Af nafntoguðum gestum má nefna Hákon, krónprins Noregs, og Mary Simon, landstjóra Kanada í umboði Bretakonungs, en hún er fyrsti frumbygginn sem gegnir embætti landstjóra Kanada. »6 Þungavigtarfólk á Arctic Circle í ár Morgunblaðið/Eggert Þing Ólafur Ragnar á Arctic Circle í Hörpu í fyrra. Þingið verður sett á fimmtudag. _ Hugmyndir innviðaráðherra um að innheimta veggjöld í jarð- göngum til þess að fjármagna samgöngufram- kvæmdir hljóma ekki vel. Álögur á eldsneyti eru þegar háar og allt þar fram yfir er tvöföld skattlagning, segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Fyrrgreindar hug- myndir vill hann að verði endur- skoðaðar. Einnig að tekjuöflun í samgöngumálum verði stokkuð upp frá grunni. »11 Jarðgangagjaldið hljómar illa Jón Björn Hákonarson Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðs- saksóknara um að vísa frá kæru þrotabús heild- verslunarinnar Eggerts Kristjáns- sonar ehf. á hendur Skúla Gunnari Sig- fússyni, fyrrverandi eiganda fyrir- tækisins. Það var tekið til gjald- þrotaskipta árið 2016 og hafði áður fengið rift fasteignaviðskiptum milli heildsölunnar og annarra félaga í eigu Skúla. Komst Hæstiréttur að því í dómi að um gjafagjörning hefði verið að ræða. Nú hefur þrotabúið fengið því framgengt að möguleg refsiverð háttsemi í tengslum við framkvæmd gjafagjörningsins verði rannsökuð, þvert á niðurstöðu hér- aðssaksóknara, sem taldi ekki tilefni til þess að aðhafast í málinu. »12 Hyggjast rannsaka gjafagjörninginn Skúli Gunnar Sigfússon „Það eru seglar í okkar lagaum- hverfi sem gera það að verkum að vandinn er eins mikill og raun ber vitni hér, hlutfallslega sá langmesti ef horft er til nágrannaþjóða okkar í Evrópu,“ sagði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, í svari við óund- irbúinni fyrirspurn um húsnæðis- skort og vöntun á aðstöðu fyrir hæl- isleitendur hér á landi. Enn fremur kom fram í máli ráð- herrans að ekki væri ágreiningur innan þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins um efni þeirra frumvarpa til breytinga á útlendingalögum sem lögð hafa verið fram ítrekað, undan- farin þing. Jón boðaði að hann myndi gera ríkisstjórninni grein fyrir tillögum um hvernig ganga megi enn lengra við að„sníða af vankanta á útlend- ingalögum“. Í gær mælti hann fyrir frumvarpi til laga um landamæri en í samtali við Morgunblaðið segir Jón að líða fari að því að frumvarp hans um breytingar á útlendinga- lögum verði lagt fram. „Það er verið að vinna að lokafrágangi á því. Við reiknum með að leggja fram þing- málið á þessu tímabili,“ segir hann en frumvarpið var fyrst boðað á þingmálaskrá í september. Í umræðum um frumvarp til laga um landamæri sagði Jón Gunnars- son að skráningarkerfið, sem lagt er til að stuðst verði við í frumvarp- inu, fæli í sér strangara eftirlit með för fólks. „Það eru verulegar áhyggjur af því innan Schengen- svæðisins að það sé verið að mis- nota flóttamannakerfin – og það eru miklu meira en áhyggjur – það er fullkomin vitneskja um það. Lög- regluyfirvöld hafa það sérstaklega til eftirlits og rannsóknar,“ sagði hann. „Í dag er fólk að koma í hópum frá Venesúela, það koma hlutfalls- lega margir til Íslands; þeir sækja allir um vernd,“ sagði Jón einnig. Hann benti á að vernd þeirra á Ís- landi veitti Venesúelamönnum meiri réttindi en hjá nokkurri annarri Evrópuþjóð. Ráðherra vill ganga lengra - Ráðherra boðar breytingar á útlendingalögum og leggur til hert eftirlit MBrýnt að lög um landamæri »2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.