Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
40 ÁRA Hulda ólst upp á Sauðár-
króki en býr í Garðabæ. Hún vinnur á
lagernum hjá Kemi. Áhugamálin eru
fjölskyldan, hönnun, mótorsport og
veiði.
FJÖLSKYLDA Maki Huldu er Páll
Ragnar Pálsson, f. 1980, leiðtogi
vatns og fráveitu hjá Veitum. Börn
þeirra eru tvíburarnir Kristveig Huld
og Páll Ingi, f. 2014. Dóttir Huldu er
Rebekka Ýr, f. 2002. Foreldrar
Huldu: Jón Hallur Ingólfsson, f.
1957, d. 2017, vann hjá Arion banka,
og Jóna María Jóhannsdóttir, f. 1957,
prjónakona, búsett í Keflavík. Stjúp-
móðir Huldu er Aðalbjörg Þuríður
Sigfúsdóttir, f. 1967, búsett á Sauðár-
króki.
Hulda Jónsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Kröfurnar í vinnunni standa í vegi
fyrir því að þú getir sinnt heimilinu sem
skyldi. Dragðu þig aðeins í hlé og hvíldu þig.
20. apríl - 20. maí +
Naut Kláraðu allt sem fyrir liggur áður en
þú byrjar á nýjum verkefnum. Reyndu samt
ekki að gera allt upp á eigin spýtur í dag. Þú
færð tækifæri lífs þíns fljótlega.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Hlustaðu á ráð frá þér eldri og
reyndari manneskju í dag. Byrjaðu daginn á
því að dreifa verkefnum til þeirra sem eru til
í að hjálpa þér. Haltu öllu í röð og reglu.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér kann að sýnast langt í milli þess
sem þú hefur og þess sem þig dreymir um.
En ef þú skoðar málin betur sérðu að það er
rangt.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Reyndu að halda aftur af þér í sam-
tölum við aðra; þeir þurfa líka að komast að
með sín sjónarmið. Það verður stjanað við
þig í kvöld.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er eitt og annað í gangi í fé-
lagslífinu en þig langar meira til þess að
halda þig til hlés. Sumir halda dagbók yfir
drauma sína og þú ættir að velta þeim
möguleika fyrir þér.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þótt gaman sé að njóta velgengninnar
skaltu muna að hóf er best á hverjum hlut.
Ekki láta umtal stressa þig.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú mátt gleðjast yfir þeim
hæfileika þínum að eiga auðvelt með að fá
aðra á þitt band. Góður vinur á erfitt, athug-
aðu hvort þú getur hjálpað.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Nú skiptir máli að fara varlega
og segja ekki hluti sem þú munt sjá eftir
síðar. Ekki fara of geyst af stað í tiltektinni.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það er engin ástæða til þess að
leggja út í ævintýr ein/n síns liðs. Brettu
upp ermarnar og sýndu að þú sért trausts-
ins verð/ur.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Tækjabilanir á heimilinu gera
þér gramt í geði. Taktu andbyr með brosi á
vör, að vera í fýlu breytir engu.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Freistingarnar virðast vera á hverju
götuhorni, nýjustu nærfötin eða flottasta
golfkylfan. Reyndu að sýna fjölskyldunni
þolinmæði á sama tíma og þú gerir þitt
besta í vinnunni.
rokksveitina Nykur, GG blús og
sveitabandið Vestanáttina, ásamt
því að gefa út þrjár sólóplötur, þrí-
leikinn Japl, Jaml og Fuður.
Eru skráð verk eftir hann komin
yfir 200 hjá STEFi, aðallega þó fyrir
Sálina hans Jóns míns en líka fyrir
aðra listamenn, eins og Björgvin
1996 eða ’97 einbeittum við okkur að
eigin tónlist á böllum og það er rosa-
legt lán að geta gert það.“
Guðmundur hefur verið afkasta-
mikill lagasmiður og verið í mý-
mörgum öðrum verkefnum og
hljómsveitum sem flestar hafa gefið
út efni á hljómplötum. Má nefna
G
uðmundur Jónsson
fæddist 11. október
1962 í Hafnarfirði þar
sem hann er nú búsett-
ur. „Ég fæddist þar
bara af því að það var allt fullt á fæð-
ingarstofum í Reykjavík, en annars
bjuggu foreldrar mínir í Vestur-
bænum í Reykjavík. Þegar ég var
fimm ára fluttum við fjölskyldan á
Skagaströnd. Það var mjög gott að
alast upp þar, í nálægð við fjöruna
og fjöllin. Það var mikil músík í
kringum mig, pabbi spilaði á gítar,
og snemma hneigðist ég í þær áttir
og var 12-13 ára farinn að spila á
gítar.“
Guðmundur gekk í grunnskólann
á Skagaströnd og var eitt ár í
Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann
stundaði gítarnám við tónlistarskóla
á unglingsárum sínum og tón-
menntakennara- og píanónám í Tón-
listarskólanum í Reykjavík og Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti
1979-1982. Árið 2003 lærði hann svo
tækniteiknun í Iðnskólanum í
Reykjavík og hefur starfað við það
fag hjá arkitektastofunni Arkís síð-
an 2016. Hann hefur líka kennt á gít-
ar og haldið námskeið í lagasmíðum.
Guðmundur hefur starfað sem
tónlistarmaður í 40 ár og þá aðallega
sem lagasmiður og gítarleikari í
hryntónlist. Meðfram því hefur hann
gripið í almenna verkamannavinnu,
verslunarstörf, sjómennsku og fleiri
störf.
Kunnastur er Guðmundur fyrir að
hafa verið gítarleikari og aðallaga-
smiður í hljómsveitinni Sálinni hans
Jóns míns og er einn af stofnendum
bandsins. Sálin starfaði í 30 ár, frá
1988-2018, og spilaði á óteljandi tón-
leikum á þessum tíma, gaf út
ógrynni af efni, alls 14 plötur og átti í
samstarfi við fjölmarga aðila. Má
nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Borgarleikhúsið, Stórsveit Reykja-
víkur og Gospelkór Reykjavíkur í
því sambandi. „Þetta var mjög far-
sæl hljómsveit frá byrjun og t.d. frá
Halldórsson, Á móti sól, Pál Rósin-
kranz, Sjonna Brink og fleiri. Hann
hefur líka samið tónlist fyrir söng-
leiki, heimildarmynd og auglýsingar
og tekið þátt í söngvasmiðjum og
Eurovision.
Í tvö skipti hefur Guðmundur
fengið verðlaun fyrir besta lagið á
Íslensku tónlistarverðlaununum og
eitthvað hefur safnast fyrir af gull-
og platínuplötum í gegnum tíðina.
Helsta áhugamál Guðmundar er
tónlistin. „Ég hef alltaf verið
ástríðufullur í sambandi við hana og
Guðmundur Jónsson, tónlistarmaður og tækniteiknari – 60 ára
Sálin Guðmundur Jónsson, Stefán Hilmarsson, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari
og Jens Hansson hljómborðs- og saxófónleikari árið 2010, en þannig var hljómsveitin skipuð frá 1998.
Aðallagasmiður og gítarleikari
Sálarinnar hans Jóns míns
Synirnir Bjarnfinnur, Egill Heiðar, Daníel og Sigurjón Thorberg.
Afmælisbarnið Gummi Jóns.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Til hamingju með daginn
Reykjavík Leó Hlynsson
Brekkan fæddist 11. október
2021 kl. 11.00 og á því eins árs
afmæli í dag. Foreldrar hans
eru Hanna Mia Brekkan og
Hlynur Sæmundsson.
Nýr borgari
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
vinnuföt fást einnig í
HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI
Verkfæri og festingar
Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga
(Í júní – ágúst er lokað á laugardögum)
Mikið úrval af öryggisvörum