Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
Laugarnar í Reykjavík
w w w. i t r. i s
Frá og með 1. ágúst verður frítt
í sundlaugar Reykjavíkurborgar
fyrir börn þar til þau ljúka grunnskóla
– það er 1. ágúst árið sem þau verða 16 ára
S
unna Dís Másdóttir yrkir
um innra líf, mátt orðanna
og skandinavískt sumar í
ljóðabók sinni Plómur. Hún
er meðlimur í hópi Svikaskálda og
hefur tekið þátt í útgáfum þeirra en
þetta er í fyrsta sinn sem hún gefur
út ljóðabók ein.
Sunnu tekst að fanga einhvern er-
lendan blæ. Maður fær það strax
sterkt á tilfinn-
inguna að sögu-
sviðið sé að ein-
hverju leyti
framandi. Titill
eins ljóðsins,
„Sænska“, gefur
síðan vísbend-
ingu um hvar í
heiminum við er-
um stödd. Þetta
er land þar sem
bambar eru skotnir og eplatré
svigna undan þunga ávaxtanna.
Plómur stinga upp kollinum á
nokkrum stöðum í verkinu, sem og
aðrir ávextir, og mynda safaríkan
sveig í gegnum það. Það kallast
skemmtilega á við hvernig Eydís
Blöndal notaði appelsínur í sinni síð-
ustu ljóðabók, Ég brotna 100% nið-
ur, sem kom út í fyrra. Hjá Sunnu
verður plóman meðal annars tákn
fyrir það þroskaferli sem ljóðmæl-
andinn fer í gegnum.
Í verkinu er litið um öxl og þótt
maður átti sig ekki alveg á aldri ljóð-
mælandans þetta skandinavíska
sumar þá skynjar maður sterkt að
um unglingsár sé að ræða. Tilfinn-
ingarnar eru svo nýjar og ferskar og
togstreita bernskunnar og fullorð-
insáranna svo greinileg.
Berskjaldandi viðkvæmni ljóð-
mælandans þegar hann stendur
frammi fyrir þessum nýju tilfinn-
ingum skín meðal annars í gegn í
ljóðinu „Gisting“:
morgunskíman gegnsæ
eins og lygarnar sem ég
vef þétt um úlnliðina
fótatak
í stofunni
dýnan óhreyfð á gólfinu
ég sef með koddann þinn
vikum saman (18)
Ljóðmælandinn í Plómum reynir
að fóta sig í nýju landi um leið og
hann reynir að fóta sig í landi nýrra
tilfinninga. Verkið fjallar að mörgu
leyti um það að vita ekki alveg hver
maður er og vera að reyna að finna
út úr því.
Við flutning til annars lands verð-
ur tungumálið manni sjálfkrafa ofar-
lega í huga og yrkir Sunna meðal
annars um tungumálið og það að
finna sig í því, samanber þetta brot
úr ljóðinu „Fyrst“:
orðin ná ekki utan um okkur
ekki frekar en við
náum utan um þau (13)
Í fyrsta ljóði bókarinnar segir
ljóðmælandinn frá bréfum, bréfum
sem hann hefur brennt. Og strax
vakna vangaveltur um hið skrifaða
orð, hvert hlutverk þess er og hvers
virði það er, sérstaklega eftir að það
hefur verið brennt til kaldra kola.
Glíma ljóðmælandans við vægi
tungumálsins skín í gegn, hann finn-
ur hvers orðin eru megnug og um
leið hversu lítils þau mega sín gagn-
vart hinni stóru veröld.
Textinn er nokkuð hreinn og
beinn. Þetta er ekki ljóðasafn þar
sem megináherslan er á sniðuga
orðaleiki en Sunna er samt frumleg,
eins og til dæmis þegar hún leggur
„löng árin í bát“ (7). Orðin eru valin
af kostgæfni og ljóðin eru mörg hver
afskaplega tær.
Þótt ljóðin séu tær er líka mikið
myrkur yfir þeim. Þarna ríkir
ákveðin eftirsjá og hryggð sem
skáldinu tekst vel að koma til skila.
Þegar yfir lýkur kemur í ljós að í
Plómum hefur verið sögð saga, saga
sem maður veit að vegur þungt en
skilur ekki til fulls. Þannig tekst
Sunnu að gefa upp nóg til þess að
fanga lesandann en skilja þó nóg eft-
ir til túlkunar svo verkið veki for-
vitni og löngun til endurlestrar.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Kostgæfni „Orðin eru valin af kostgæfni og ljóðin eru mörg hver af-
skaplega tær,“ segir í gagnrýni um fyrstu ljóðabók Sunnu Dísar, Plómur.
Í landi nýrra tilfinninga
Ljóðabók
Plómur bbbbn
Eftir Sunnu Dís Másdóttur.
Mál og menning, 2022. Kilja, 45 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Tónlistarhátíðin Norrænir músík-
dagar 2022 hefst í dag, þriðjudag, og
stendur fram á laugardag í Reykja-
vík og Kópavogi. Hátíðin hefst með
viðburði í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag
kl. 16 en kynnt verða ný norræn
hljóðfæri í þróun og notkun. Á efnis-
skránni er meðal annars verk fyrir
dórófón eftir Davíð Brynjar Franz-
son sem leikið er af Autocoder-
hugbúnaði hans og sellóleikaranum
Júlíu Mogensen. Einnig verður flutt
verk fyrir DIMI-A og dórófón eftir
Johan Svensson sem leikið er af Jari
Suominen og Júlíu Mogensen. Dóró-
fónn (halldorophone) er íslenskt
hljóðfæri, uppfinning Halldórs Úlf-
arssonar, og DIMI-A er hljóðfæri
sem var fundið upp árið 1974 af
finnskum listamanni og uppfinn-
ingamanni rafhljóðfæra, Erkki Kur-
enniemi.
Hátíðin haldin síðan 1888
Norrænir músíkdagar hafa verið
haldnir síðan 1888 og eru ein af elstu
hátíðum fyrir samtíma klassíska
tónlist í heiminum. Hátíðin er í til-
kynningu sögð einstök á þann hátt
að hún er skipulögð af tónskáld-
unum sjálfum. Á hverju ári skipu-
leggja tónskáldafélög Norður-
landanna hátíðina til skiptis á vegum
Norræna tónskáldaráðsins. Hátíðin í
ár er skipulögð af Tónskáldafélagi
Íslands.
Dagskrá hátíðarinnar er fjöl-
breytileg og fara viðburðir víða
fram. Samhliða hátíðardagskránni
eru sýning á nýsköpun í hljóðfæra-
smíði, málstofa um alþjóðleg áhrif í
listum, skólatónleikar og vinnustofa
fyrir ungt tónlistarblaðafólk en hana
leiðir virt þýsk tónlistarblaðakona,
Julia Kaiser, sem hefur haft frum-
kvæði að og rekið vinnustofur undir
heitinu JungeReporter á samtíma-
tónlistarhátíðum víða um lönd.
Á meðal flytjenda og tónlistar-
hópa sem koma fram á hátíðinni eru
Strokkvartettinn Siggi, Ensemble
Adapter, Kammersveit Reykjavík-
ur, Dúó Harpverk, Caput Ensemble
og færeyski kammerhópurinn Aldu-
báran.
Þema hátíðarinnar að þessu sinni
er enska orðið „impact“ en aðstand-
endur hátíðarinnar hugleiða út frá
því stöðu tónlistar og listar í félags-
legu, pólitísku og vistfræðilegu sam-
hengi í nútímasamfélaginu.
Heimasíða hátíðarinnar er
www.nordicmusicdays.org og þar
má kynna sér dagskrána næstu
daga.
Hinir árlegu Norrænu
músíkdagar hefjast í dag
- Fjöldi tónleika og ýmiskonar viðburðir í vikunni
Flytjendur Meðal flytjenda og þátttakenda er Strokkvartettinn Siggi.
Hinn virti hljómsveitarstjóri Daniel
Barenboim tilkynnti á dögunum að
af heilsufarsástæðum muni hann
hætta að koma fram. Hann birti til-
kynningu þess efnis á samfélags-
miðlum sama kvöld og hann var
heiðraður af Gramophone-
tímaritinu fyrir framlag sitt til tón-
listarinnar.
Barenboim hefur verið einn af
mest áberandi klassísku listamönn-
unum í meira en hálfa öld en hann
er nú 79 ára gamall. Hann er list-
rænn stjórnandi Staatsoper í Berlín
og Staatskapelle Berlin en hafði
áður þurft að aflýsa og fresta ýms-
um tónleikum og tónleikaferðum
vegna vanheilsu. Í yfirlýsingunni
segist hann neyðast til að draga sig
í hlé frá tónlistarflutningi en hann
hafi verið greindur með taugasjúk-
dóm. „Allt mitt líf hefur verið í og
snúist um tónlist og svo verður
áfram meðan heilsan leyfir,“ skrif-
aði Barenboim og bætti við að hann
væri afar sáttur við lífsstarfið.
Daniel Barenboim dregur sig í hlé
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Meistarar Hljómsveitarstjórinn Vladimir Ashkenazy og Daniel Barenboim æfðu píanó-
konsert nr. 2 eftir Chopin með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói fyrir 51 ári.
Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór
Friðriksson mun hljóta heiðurs-
verðlaun á norrænum kvikmynda-
dögum í Lübeck, Nordic Film
Days, sem fara fram 2.-6. nóv-
ember. Á opnunarkvöldinu mun
Friðrik veita verðlaununum við-
töku í CineStar Filmpalast-
kvikmyndahúsinu.
Í tilkynningu vegna verðlaun-
anna segir að Friðrik hafi haft
mikil áhrif á þá íslensku kvik-
myndagerðarmenn sem á eftir
honum komu og að nær allar kvik-
mynda hans hafi verið sýndar á
hátíðinni og hann hlotið ýmis verð-
laun fyrir þær. Það sé því mikill
heiður að fá hann aftur á hátíðina
og veita heiðursverðlaun og þar
vitnað í orð listræns stjórnanda
hátíðarinnar, Thomas Hailers.
Fimm myndir eftir Friðrik
verða sýndar á hátíðinni. Eru það
Börn náttúrunnar, Bíódagar, Á
köldum klaka, Englar alheimsins
og Mamma Gógó. Friðrik hefur
einnig verið mikilvirkur framleið-
andi, segir í tilkynningunni.
Friðrik Þór heiðraður á hátíð í Lübeck
Morgunblaðið/Eggert
Heiðraður Friðrik Þór Friðriksson, kvik-
myndagerðarmaður og framleiðandi.
Á laugardag var opnuð í Glerhúsinu sýning Haraldar
Jónssonar, Bráð. Í tilkynningu vegna sýningarinnar
segir að myndheimur Haraldar sé margbrotinn og
ágengur, hann feti eilíft ótroðnar slóðir um leið og
verk hans bergmáli óm klassískrar myndlistar og
skari ólík skynsvið.
Ferill Haraldar spannar rúm þrjátíu ár og var
einkasýning hans í Berg Contemporary, Ljósavél, til-
nefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna í fyrra og
Haraldur var valinn Borgarlistamaður Reykjavíkur
árið 2019.
Glerhúsið er nýtt gallerí, rekið af rithöfundum, skáldum og lista-
fólki, til húsa á Vesturgötu 33b.
Sýningin verður og opin á sunnudögum frá kl. 13 til 17.
Haraldur sýnir í nýju galleríi, Glerhúsinu
Haraldur Jónsson