Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022 SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mér sýnist allt stefna í að þing Hringborðs norðurslóða verði öfl- ugra en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir ýmsar erfiðar aðstæður,“ segir Ólaf- ur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og forsvarsmaður Arctic Circle, sem sett verður í Hörpu á fimmtu- dag. Þing Hring- borðs norður- slóða, Arctic Circle, verður haldið bæði í Hörpu og á Reykjavík Edi- tion-hótelinu frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Þingið verður enn fjölmennara en í fyrra og ekki skortir viðburðina. Þar verða yfir 200 mál- stofur með um 600 ræðumönnum. Áætlað er að yfir 2.000 manns frá nærri 70 löndum taki þátt í þinginu. Meðal gesta og þátttakenda eru þjóðarleiðtogar, forystumenn vís- indastofnana, fyrirtækja, umhverf- issamtaka og frumbyggjasamfélaga. Af nafntoguðum gestum má nefna Hákon, krónprins Noregs, og Mary Simon, þjóðhöfðingja Kanada, í um- boði Bretakonungs, en hún er fyrsti frumbygginn sem gegnir embætti þjóðhöfðingja Kanada. Öflugar sendinefndir koma Ólafur Ragnar segir í samtali við Morgunblaðið að Harpa og Editon- hótelið verði sameiginlegt þingsvæði og það verði iðandi af mannlífi í þrjá daga. Hann segir að auk málstofa og fyrirlestra verði fjöldi annarra við- burða á þinginu, svo sem móttökur, fundir og listsýningar um málefni tengd norðurslóðum, loftslagsbreyt- ingum, hreinni orku, auðlindum hafs- ins og fleiri sviðum. „Með þessu þingi held ég að Arctic Circle festi sig í sessi, sem ekki að- eins stærsti alþjóðlegi viðburður norðurslóða á hverju ári heldur einn- ig sem eitt af helstu fjölþjóðlegu þingum sem haldin eru í Evrópu ár hvert. Það er ánægjulegt að Ísland sé nú griðastaður og samræðuvett- vangur fyrir öll þessi brýnu mál, hreina orku, samfélagshætti, menn- ingu og fjölmargt annað.“ Hann kveðst sáttur við að þunga- vigtarfólk komi hingað sérstaklega vegna Hringborðsins og getur þess að tíðindi felist í komu sumra gesta. „Hingað koma öflugar sendinefndir, bæði frá Indlandi og Bandaríkjunum, og Arctic Circle verður fyrsti vett- vangurinn þar sem þessi lönd kynna nýjar norðurslóðastefnur sínar. Stefna Bandaríkjanna var aðeins gef- in út fyrir nokkrum dögum síðan.“ Engir fulltrúar verða á þinginu frá Rússlandi að þessu sinni. Ólafur seg- ir að það sé ekki aðeins vegna stríðs- reksturs þeirra í Úkraínu því Rússar hafi á undanförnum árum dregið úr þátttöku í ráðstefnum á þessu sviði. Þannig hafi Rússar ekki sent fulltrúa á Arctic Circle í fyrra. „Eftir að Rússar létu af formennsku í Norður- skautsráðinu hafa þeir í reynd verið að skapa sér stöðu fjarri alþjóðlegum vettvangi af þessu tagi, áður en þetta hræðilega stríð hófst,“ segir hann. Síðustu daga hefur mátt heyra hressilegar auglýsingar í útvarpi sem Ólafur talar inn á og hvetur fólk til að koma í „partí í Hörpu“. Hann hlær við þegar þetta er nefnt við hann og segir að unga fólkið, sem stýrir skrifstofunni hjá Arctic Circle, hafi platað sig til að tala inn á auglýs- ingarnar. Færeyskt partíþema „Ástæðan fyrir því að við köllum þetta partí er að þetta er ekki bara alvarlegur umræðuvettvangur. Þó að hér verði 200 málstofur, 600 ræðu- menn og forystufólk frá um 70 lönd- um mun Harpa líka breytast í torg þar sem maður hittir mann. Hér verður iðandi mannlíf frá níu á morgnana og fram til tíu eða ellefu á kvöldin. Hér verða líka skemmtileg- heit og gleðskapur,“ segir hann. Ólafur getur þess sérstaklega að á lokakvöldi þingsins muni Færey- ingar bjóða öllum þátttakendum til fagnaðar á Norðurbryggju Hörpu. Þar verður leikin færeysk tónlist og boðið upp á færeyskan mat og bjór. „Í fyrra vorum við með slíkt kvöld helgað Grænlandi og það var alveg ógleymanlegt. Færeyingar eru mikl- ir gleðskaparmenn og munu eflaust standa fyrir sínu þetta kvöld.“ Öflugt þing, iðandi mannlíf og færeyskt fjör á Arctic Circle - Þing Hringborðs norðurslóða sett í Hörpu á fimmtudag - Yfir 2.000 gestir Morgunblaðið/Eggert Arctic Circle Um 1.300 þátttakendur voru samankomnir í Hörpu í fyrra en búist er við því að þeir verði yfir 2.000 í ár. Gestir þingsins koma frá um 70 löndum og verður væntanlega mikið líf í Hörpu þá þrjá daga sem það stendur. Barnaheill taka heilshugar undir ákall nemenda um viðbrögð og for- varnir gegn kynferðisofbeldi. Telja samtökin að fræða þurfi starfsfólk, kennara og stjórnendur um kyn- ferðisofbeldi og hvernig eigi að bregðast við því. „Þá er ekki síður mikilvægt að jafnréttis- og kynjafræði sé kennd á öllum skólastigum líkt og nemendur hafa gert kröfu um. Nauðsynlegt er að nemendur hafi þekkingu á mik- ilvægi þess að setja sér mörk og virða þau mörk sem aðrir setja sér í samskiptum auk þess að vita hvert hægt sé að leita,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu samtakanna. Þá bjóða samtökin upp á fræðslu sem þau telja að eigi fullt erindi inn í skólastarf í kjölfar þeirrar umræðu sem hefur verið í samfélaginu að undanförnu. Taka und- ir ákall nemenda Meðal gesta á þingi Arctic Circle verða Hákon krónprins Noregs og Mary Sim- on landstjóri Kanada í umboði Breta- konungs. Einnig taka þátt í þinginu for- seti Eistlands, Alar Karis, og forsætis- ráðherra Grænlands, Múte B. Egede, auk fjölda ráðherra frá ýmsum löndum. Þannig verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráð- herra, Guðlaugur Þór Þórðarson orku- og loftslagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráð- herra auk Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra meðal þátttakenda ásamt fjölda annarra úr vísindasam- félagi og viðskiptalífi Íslendinga. Fjölmargir góðir gestir í Hörpu ÚTLIT FYRIR FJÖRUGAR UMRÆÐUR OG FUNDAHÖLD Hákon krónprins Mary Simon Ólafur Ragnar Grímsson Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Alls hafa 84 einstaklingar gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því hún var opnuð á þriðjudag í síðustu viku. Atli Viðar Thorsten- sen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins, segir vel hafa gengið að taka á móti fólkinu og eins að finna önnur úrræði fyrir þá sem í hjálp- arstöðina hafa leitað. Í Borgartúni er gistipláss fyrir rúmlega 100 manns en í gær voru þar staddir 24 flóttamenn. Helgin var að sögn Atla nokkuð annasöm. „Það komu sjö inn á laugardag og 36 á sunnudag og það gistu 42 að- faranótt mánudags.“ Fjöldahjálparstöðin, sem er á vegum Rauða krossins, er hugsuð sem tímabundið úrræði á meðan annars húsnæðis er leitað. Atli segir að Vinnumálastofnun hafi gengið vel að koma fólki í önnur úrræði. Það hafi enginn þurft að dvelja í fjöldahjálparstöðinni í þrjá sólar- hringa eða lengur. Margir sem þar gistu í fyrrinótt voru á leið annað en þó var búist við að aðrir kæmu í staðinn. „Við leitumst alltaf við að gera þjónustuna betri. Við mælum ánægju fólks og sú könnun hefur komið mjög vel út. Svo erum við að setja upp barnvænt svæði. IKEA hefur gefið húsgögn og annan bún- að í það. Þannig komum við enn betur til móts við börn,“ segir Atli. Flóttamenn hafa streymt hingað til lands undanfarnar vikur, um fjögur hundruð sóttu um hæli í september, og því þarf að útvega mörgum húsaskjól. Alls 84 gist í fjöldahjálparstöð - Erilsöm helgi að baki í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni - Aðfaranótt mánu- dags gistu þar 42 flóttamenn - Gengur vel að koma fólki í annað húsnæði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Borgartún Fjöldahjálparstöðin er aðeins hugsuð sem skammtímaúrræði. „Við fengum kynningu á fjöl- miðlaumhverfinu bæði í Noregi og Danmörku, stuðningi við einkarekna fjöl- miðla, skilyrðum sem ríkisfjöl- miðlar búa við og afstöðu blaða- mannafélaga og fjölmiðlafyrirtækja til þessa um- hverfis,“ segir Bryndís Haralds- dóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fór til Noregs og Danmerk- ur og kynnti sér m.a. stöðu fjölmiðla í þessum nágrannalöndum okkar. „Bæði Noregur og Danmörk setja háar fjárhæðir til stuðnings einka- reknum fjölmiðlum,“ segir Bryndís. Hún segir að í Noregi sé sett það skilyrði fyrir stuðningi við fjölmiðla að þeir selji áskriftir. Sú krafa er ekki gerð í Danmörku. Ríkisfjölmiðlarnir í þessum lönd- um selja ekki auglýsingar sem birt- ast í ríkisreknu stöðvunum. Rekstur fréttaþjónustu utan Óslóar hefur verið boðin út í Noregi og einkarek- inn fjölmiðill í Bergen, TV2, tekið hana að sér með samningi við ríkið. Sömuleiðis á danska ríkið TV2 í Danmörku en sú stöð er rekin á við- skiptalegum forsendum og er á aug- lýsingamarkaði. Bryndís segir að löng hefð sé fyrir stuðningi við einkarekna fjölmiðla í Noregi og Danmörku. Upphaflega beindust þeir að blaðaútgáfu en nú hafa styrkirnir verið lagaðir að breyttu fjölmiðlaumhverfi. Áhersla er lögð á stuðning við héraðsfrétta- blöð. „Hugmyndafræðin þarna gengur út á að þetta sé í raun stuðningur við lýðræðið og lítil málsvæði,“ segir Bryndís. Hún segir að í báðum lönd- unum hafi verið mikill áhugi á að segja íslensku þingnefndinni frá sýn þeirra á samfélagsmiðla og bylting- una sem þeim fylgir. Stuðningur við einkarekna fjöl- miðla á Íslandi hefur verið talsvert ræddur undanfarin ár. Ráðherra málaflokksins, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sagði í febrúar sl. að hún vildi líta til Danmerkur varðandi stuðning við fjölmiðla. Ríkisútvarp Dana væri ekki á auglýsingamarkaði og þar væru greiddir styrkir til einkarek- inna fjölmiðla. gudni@mbl.is Styðja við frjálsa fjölmiðla - Styrkir lýðræðið og litlu málsvæðin Bryndís Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.