Morgunblaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 21
rólyndismann sem þó var fastur
fyrir á sínu og stóð alltaf í báða
fæturna.
Við Björk sendum Hafdísi og
dætrunum Guðrúnu og Kolbrúnu
og fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Eiður Haraldsson.
Góður maður er genginn. Við
Gísli höfðum þekkst í áratugi.
Fyrstu kynni okkar voru þegar
við vorum ungir menn að byggja
okkur hús í Seljahverfinu. Okkar
kynni voru ekki mikil á þessum
tíma enda unnum við báðir lang-
an vinnudag.
Síðar vorum við í meira sam-
bandi og þá myndaðist góð og
traust vinátta milli okkar. Gísli
leitaði til mín vegna starfa minna
sem fasteignasali. Verð ég að
segja að þessi samskipti voru
ævinlega góð og byggð á miklu
trausti og heiðarleika. Var hann
tíður gestur á skrifstofu minni,
ýmissa erinda.
Minnist ég hinna árlegu villi-
bráðarveislna sem Gísli bauð
mér í og þar mátti sjá hvað Gísli
naut mikillar virðingar hjá vin-
um og starfsmönnum sínum.
Gísli var óvenju snjall maður
og ber ævistarf hans þess glöggt
vitni. Hann byggði upp stórveldi
í atvinnurekstri og ég veit að
þeir fjölmörgu sem voru starfs-
menn hans báru ómælda virð-
ingu fyrir honum. Marga hef ég
hitt sem hafa sagt mér að þeir
hafi aldrei haft betri og heiðar-
legri vinnuveitanda.
Auk þeirra verkefna sem Gísli
beindi til mín höfðum við sameig-
inlegt áhugamál sem voru bílar
og þá aðallega af eldri gerðinni.
Gísli átti mikið safn gamalla bíla
og sinnti því áhugamáli sínu af
sömu eljunni og öllu öðru sem
hann kom að. Gísli sparaði ekk-
ert til þess að gera þessa bíla
óaðfinnanlega.
Gísli var ekki maður margra
orða og var ekki að upphefja sig
með nokkrum hætti, en þeir sem
til hans þekktu vissu að þarna
var á ferðinni afburðamaður,
heiðarlegur, hjálpsamur og öll-
um velviljaður. Hann var eins og
ég þekkti hann lausnamiðaður,
fylginn sér en ævinlega sann-
gjarn og ekki smámunasamur.
Sagt er að góðir menn fari
alltof snemma úr þessari jarðvist
og sannast það með Gísla. Ég
mun sakna þess að geta hringt í
Gísla og fengið góð ráð, hitt hann
og farið með honum í bíltúra eða
farið á fundi hjá Krúser. Hans er
sárt saknað.
Ég minnist Gísla sem eins
besta vinar míns og þess manns
sem ég bar ótakmarkað traust til
enda reyndist hann mér einstak-
lega vel og bar mína hagsmuni
fyrir brjósti. Svona menn hittir
maður ekki oft á lífsleiðinni, en
minning hans mun lifa.
Votta ég Hafdísi og fjölskyldu
hans mína dýpstu samúð, þeirra
missir er mikill.
Dan Wiium, Sigurlaug
og Hafsteinn.
skeið í munni. Hann gerði frá-
bæra hluti með útsjónarsemi og
vinnusemi og var með gott nef
fyrir viðskiptum. Gísli var hlé-
drægur og stærði sig ekki af eig-
in afrekum. Hann hafði mikinn
áhuga á bílum og að aka á nýjum
og fallegum bílum. Ég hafði
stundum á orði að hann skipti
oftar um bíla en ég skipti um
sokka. Gísli var líka orðinn stór
safnari að fornbílum, margir fal-
legir bílar í safni hans. Íþrótt-
irnar sameinuðu okkur, sannur
Liverpool-maður og stuðnings-
maður Vals en hann var líka mik-
ill áhugamaður og stuðnings-
maður körfuboltans sem mér
þótt vænt um. Það var gott að
leita til Gísla, hann var traustur
og ráðagóður og aldrei nein
vandamál, bara verkefni. Það
sama á við um þau bæði, Gísla og
Hafdísi. Börnin mín hlökkuðu
alltaf mikið til að heimsækja þau
í Ljárskógana sem þau kölluðu
Gotterískóga.
Eins og lífið getur verið gef-
andi þá getur það líka verið
grimmt. Þegar Gísli var búinn að
byggja upp sinn farsæla rekstur,
selja hann og ætlaði ásamt Haf-
dísi sinni að njóta afraksturs
ævistarfsins þá greip lífið á
ósanngjarnan hátt inn í.
Elsku Hafdís, Guðrún, Kol-
brún Edda og fjölskyldur. Það er
erfitt að koma í orð hvað ég finn
mikið til með ykkur. Það er erfitt
að hugsa sér að Gísli sé ekki
lengur með okkur. Ég mun
minnast Gísla eins og ég kynntist
honum, manns sem ég leit upp
til, lærði af og dáðist að. Með
tímanum náum við vonandi að
brosa aðeins þegar „Leather Gu-
ys“ og volgt, goslaust Pepsi Max
koma upp í hugann.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Kristinn Albertsson
og fjölskylda.
Það var tiltölulega seint á lífs-
leiðinni að ég heyrði föður minn,
Magnús Magnússon, minnast á
Gísla, eiginmann Hafdísar
frænku. Ég var á þessum árum
búsettur erlendis og hafði lítið
samband við skyldfólk mitt á Ís-
landi. Sérstaklega er mér það
minnisstætt hversu miklar mæt-
ur pabbi hafði á Gísla: Hann lýsti
Gísla sem einstaklega „góðum
dreng og duglegum“. Seinna
meir átti ég eftir að sannreyna
þessa mannlýsingu pabba. Þau
Gísli og Hafdís reyndust eigin-
konu minni, Karin, og dætrum
okkar, þeim Emmu og Tatjönu,
einstaklega vel. Þær mæðgurnar
nutu ætíð hugheillar gestrisni og
hlýs viðmóts fjölskyldunnar í
Ljárskógum. Karin og dæturnar
voru aufúsugestir í fjölskyldu-
boðum og nutu sumarsins sem
gestir Gísla og Hafdísar í hlýleg-
um sumarbústaðnum í Gríms-
nesinu. Þær góðu minningar sem
fjölskylda mín í Þýskalandi tók
með sér heim úr sumarleyfinu á
Íslandi eigum við þeim Gísla og
Hafdísi að þakka.
Við vottum Hafdísi og fjöl-
skyldunni samúð okkar í sorg-
inni.
Orri Ólafur Magnússon
og dæturnar.
Æskuvinur minn, Gísli Jens
Friðjónsson, lést laugardaginn 1.
október síðastliðinn eftir stutta
en þunga sjúkdómslegu. Nú á
kveðjustund vil ég minnast hans
með nokkrum orðum og rifja upp
minningar frá liðnum áratugum.
Gísli var hár vexti, dökkhærð-
ur og grannur á yngri árum.
Alltaf var hann snyrtilegur til
fara. Ráðagóður kjarkmaður,
orðvar og ávarpsgóður. Hann
tók vel eftir, einnig því spaugi-
lega og gat komið með eftir-
minnilegar „ábendingar“!
Ég kynntist Gísla haustið 1965
í gegnum sameiginlegan vin sem
var bekkjarbróðir Gísla í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Við urðum strax góðir vinir en
vorum ólíkir.
Góður vinahópur, strákar og
stelpur, var í kringum Gísla og
Hafdísi. Þau vinabönd sem þá
voru hnýtt hafa haldið. Að
ferðast með hópnum var gefandi
og oft glatt á hjalla. Ég mun
lengi muna ferðina í Land-
mannalaugar um Verslunar-
mannahelgina rigningarsumarið
1969 og eins ferðina í Þórsmörk í
júlí 1986. Veislan á heimili þeirra
í Ljárskógum þegar Gísli hélt
upp á fertugsafmælið vorið 1987
er einhver sú besta sem ég hef
setið um dagana.
Strákarnir voru flestir með
snert af bíladellu en enginn gekk
að eins mörgum bílum og/eða
átti eins marga bíla og Gísli.
Hann átti Rússajeppa, Ford-
jeppa árgerð 1942, en síðar
Range Rover, Landcrusier og
Audi-jeppa. Fólksbílarnir voru
t.d. af gerðinni Morris 1100, Sa-
ab 96, Volvo Amazon, Fiat 1500,
Austin Mini, Hillmann Hunter
og svartan Buick.
Ég komst að því haustið 2016,
þegar ég gaf Volvo 940 (1991) á
Samgöngusafnið í Stóragerði í
Óslandshlíð í Skagafirði, að þar
var fyrir rúta með öllu sem Gísli
hafði gefið.
Við Gísli vorum orðnir mið-
aldra þegar ég áttaði mig á því,
að forfeður okkar höfðu verið
bændur og nágrannar í Vestur-
Landeyjum. Forfaðir Gísla, Sig-
urður Magnússon (1810-1905)
dannebrogsmaður, bjó á Skúms-
stöðum, en forfeður mínir í aust-
ur- og vesturbæ í Eystrihól.
Sigurður var á sinni tíð einn
efnaðasti bóndinn í Rangárvalla-
sýslu, – enginn átti fleiri jarðir
en hann. Sigurður var líka með
eindæmum hjúasæll og góður
húsbóndi. Enginn vafi er á að
kostir Sigurðar á Skúmsstöðum
skiluðu sér til Gísla. Ég þekkti
nokkra starfsmenn Gísla og allir
töldu þeir gott að vinna hjá fyr-
irtækjum hans. Staðreynd er að
rútur og strætisvagnar Hag-
vagna komu á réttum tíma til
þess að bæta samgöngur á Ís-
landi.
Við Gísli tókum snemma upp
þann sið að tala saman í síma á
afmælisdögum hvor annars og á
Þorláksmessu. Einu sinni
hringdi Gísli í mig þegar hann og
Hafdís voru á skemmtiferðar-
skipi og voru að sigla fram hjá
eyjunni Bora Bora. Gísli sagðist
ekki geta sleppt svona tækifæri
af því að hann vissi að ég hafði á
árum áður unnið hjá Jarðborun-
um ríkisins! Við töluðum saman í
síma tvisvar í sumar og ég man
hvað Gísli var vinsamlegur.
Síðast hitti ég Gísla sumarið
2021 á fornbílasýningu á Árbæj-
arsafninu.
Ég er þakklátur Gísla fyrir
samfylgdina. Að leiðarlokum
sendi ég og Villa, kona mín, inni-
legar samúðarkveðjur til Hafdís-
ar, Guðrúnar, Kolbrúnar Eddu
og allra aðstandenda.
Guð blessi minningu Gísla
Jens Friðjónssonar.
Þorgils Jónasson.
Fyrir 24 árum hóf ég minn
akstursferil hjá fyrirtækjunum
Hagvögnum/Hópbílum. Þar var
hæstráðandi nafni minn Gísli
sem við syrgjum í dag. Ég var í
12 ár hjá þessum fyrirtækjum og
kynntist því nafna mínum ansi
vel. Strax við fyrstu kynni af
honum varð mér ljóst að nafni
minn var eins og við hin, það var
alltaf hægt að ræða við hann um
hin ýmsu mál og það stafaði af
honum mikil hlýja og góðvild.
Hluti af vinnu minni hjá fyrir-
tækjunum var að vera á þvotta-
stöðinni og þangað kom Gísli
ansi oft bara til þess að spjalla.
Eitt sinn var ég að þrífa rútu
sem að Hópbílar áttu, átti ég
bara eftir að skúra rútuna að
innan, og var ég með opna stóru
hurðina. Kemur þá Gísli þar inn
á jeppanum sínum og spyr mig
hvort ég geti ekki þrifið bílinn
fyrir hann. Ég sagði þá við hann
að við skyldum bara gera smá
díl. Ég myndi þrífa bílinn og
hann myndi skúra rútuna. Bjóst
nú ekki við góðu þegar ég sagði
þetta, en viti menn, hann fór úr
fína jakkanum sínum og sagði
við mig. Gísli, þetta er díll. Ég
þreif jeppann hans og hann skúr-
aði rútuna. Þvílíkur meistari.
Þau 12 ár sem ég var þarna þá
stækkaði fyrirtækið mjög mikið
og þrátt fyrir að mikið mæddi á í
stjórn þess þá missti nafni minn
aldrei jarðsamband við starfsfólk
þess og alltaf var hægt að ræða
við hann og það var ansi stutt í
húmorinn hjá honum. Mikill
höfðingi sem nafni var og nafnið
Gísli tengdi okkur ansi vel sam-
an. Fjölskyldu og aðstandendum
Gísla vil ég votta mína dýpstu
samúð.
Gísli Reynisson.
Vinskapur okkar Gísla hófst
fyrir um fimm áratugum og má
segja að verktakabransinn hafi
leitt okkur saman. Upphafleg
kynni hófust þegar við störfuð-
um báðir fyrir sama fyrirtækið,
hann sem tæknifræðingur og ég
sem verkstjóri. Á þeim tíma vor-
um við báðir að byggja okkar
fyrstu heimili og þar gátum við
sannarlega leitað hvor til annars
með aðstoð, þar sem hann teikn-
aði og ég mokaði.
Síðar, þegar við báðir höfðum
stofnað okkar eigin fyrirtæki,
hittumst við enn á ný og þá í því
sem síðar átti eftir að einkenna
okkar vinskap, ferðalögum. Það
var í einni slíkri utanlandsferð-
inni, á vélasýningu í Hanover,
þar sem við Gísli stofnuðum
Milljónafélagið ásamt þeim Pétri
Óla, Inga, Heiðari og Tryggva.
Síðan eru liðnir nánast þrír ára-
tugir og höfum við bæði hist
nokkuð reglulega og ferðast víða
með þeim frábæra félagsskap og
mökum okkar.
Það var einmitt í einu mat-
arboðinu hjá þeim frábæru gest-
gjöfum Gísla og Hafdísi sem
skráð var til bókar að þær, eig-
inkonur okkar, samþykktu að við
karlarnir myndum sækja Pétur
Óla heim til St. Pétursborgar.
Og þangað héldum við félagarnir
í merkilega ferð undir lok síð-
ustu aldar.
Gísli reyndist mér svo góður
félagi að mér dugði ekki að hitta
hann aðeins í Milljónafélaginu
heldur bauð ég honum einnig að
vera félagi í karlaklúbbnum K-21
sem hann þáði. Ferðalögin og
fundirnir á vegum þessara
tveggja klúbba hafa skapað
margar góðar samverustundir,
hérlendis og erlendis. Siglingar
um Indlandshafið og niður Volgu
standa þar upp úr en einnig ferð-
in sem við Björk fórum með
Gísla og Hafdísi til Kúbu. Þar
nutum við lífsins í Havana og var
Gísli ósjaldan með myndavélina
á lofti eins og oft áður enda hafði
hann næmt auga fyrir umhverfi
sínu.
Í dag kveðjum við góðan vin,
HINSTA KVEÐJA
Bless elsku afi og takk
fyrir allar góðu stundirnar
okkar saman. Ég sakna þín
svo mikið.
Þinn vinur ,
Aron Fannar.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
- Fleiri minningargreinar
um Gísla Jens Friðjóns-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og bróðir,
JÓN SIGURÐSSON
flugvirki,
Amerika Plads 30b, Kaupmannahöfn,
áður Burnsville, Minnesota,
lést föstudaginn 7. október.
Linda Paulsen, Frank Paulsen
Ragna Björk Sigurðsson
og fjölskyldur
Marta og Karen Sigurðardætur
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRLEIF STURLAUGSDÓTTIR
frá Hlíð í Hörðudal,
áður til heimilis í
Litlagerði 3, Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 5. október.
Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 14. október
klukkan 13.
Birgir Ólafsson Áslaug Brynja Sigurðardóttir
börn og barnabörn
Ástkær sonur minn, bróðir okkar og vinur,
ÓLAFUR HELGI ÓLAFSSON
matreiðslumaður,
lést mánudaginn 3. október.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 14. október klukkan 10.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Frú Ragnheiði.
Sigurjóna Kristinsdóttir
Hulda Ólafsdóttir
Kolbrún Ósk Jónsdóttir
Svanhildur Tinna Ólafsdóttir
Dagmar Ólafsdóttir
Kristín T. Þorsteinsdóttir
kærir vinir og aðrir aðstandendur.
Okkar elskulega
STEINUNN VIGFÚSDÓTTIR
Una,
Skúlagötu 40,
áður Seyðisfirði,
sem lést á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi miðvikudaginn 20. júlí, verður jarðsungin
fimmtudaginn 13. október í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
klukkan 13.
F.h. aðstandenda,
Guðsteina Hreiðarsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi,
langafi og langalangafi,
TRYGGVI ÍSAKSSON
bóndi,
Hóli í Kelduhverfi,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
á Húsavík þriðjudaginn 4. október.
Hann verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
15. október klukkan 14.
Hrefna María Magnúsdóttir
Sigurður Reynir Tryggvason Vigdís Sigvarðardóttir
Esther Björk Tryggvadóttir Þráinn Ómar Sigtryggsson
Kristinn Rúnar Tryggvason Hrund Ásgeirsdóttir
og fjölskyldur
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
fráfall móður okkar,
MARGRÉTAR KARLSDÓTTUR,
Hraunbúðum, Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hraunbúða
fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán Friðþórsson Svala Sigurðardóttir
Brynja Friðþórsdóttir
Guðlaugur Friðþórsson María Tegeder
Sigurhanna Friðþórsdóttir Jón Atli Gunnarsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN JÓNASSON,
Akurhvarfi 12, Kópavogi,
varð bráðkvaddur í Orlando í Flórída
laugardaginn 1. október.
Kristín Brynjólfsdóttir
Kristín H. Kristjánsdóttir Sigurður Gestsson
Bryndís Björk Kristjánsdóttir Júlíus Smári
Elmar Freyr Kristjánsson Karin Erna Elmarsdóttir
og afagullin tíu