Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 4
Frumsýning 13. janúar Tryggðu þér miða borgarleikhus.is n Tölur vikunnar 50 prósent fólks á aldrinum 25 til 34 ára búast við betri fjárhag 2023 en 2022 sam- kvæmt könn- un Prósents. 10,1 prósents hækkun varð á matarverði hérlendis á nýliðnu ári. 7,8 prósenta hækkun á áfengisgjaldi tók gildi um áramótin. 66 prósent landsmanna styðja að ráðist verði í fleiri vatnsafls- og jarðvarma- virkjanir. 75 af 365 úlfum sem vitað er um í Svíþjóð verða felldir nú í janúar ef áætlanir ganga eftir. n Þrjú í fréttum Chen Jiu kínverskur háskólanemi í Manchester skemmti sér vel í Íslandsferð um áramótin og lýsti miklum áhuga landa sinna á Íslandi „Það er búið að vera ótrúlega gaman hjá okkur og við höfum fengið að upplifa kuldann líka,“ sagði Chen Jiu. „Það er rosalega mikill áhugi meðal Kínverja á að heimsækja Ísland og það vonast margir til að geta komið hingað sem fyrst.“ Hörður Guðmundsson eigandi flugfélagsins Ernis seldi 77 prósenta hlut í félaginu til Mýflugs og ónefnds fjár- festis. „Ég hef verið að reka þetta sjálfur í tæplega 53 ár og fer að undirbúa það að opna fyrirtækið fyrir almennum hluthöfum. Það er eiginlega ástæðan bak við söluna,“ sagði Hörður. „Ég kem áfram til með að stjórna hérna. Það var bara verið að opna fyrirtækið fyrir fjár- festum ef menn vilja koma og leggja peningana sína í góð fyrirtæki.“ Ellen Sif Sævarsdóttir sálfræðingur og rekstrarstjóri Litlu kvíðameðferðar- stöðvarinnar sagði yfir þúsund börn og unglinga á biðlista eftir sálfræðiþjónustu. „Maður skilur ekki af hverju það er ásættanlegt að þurfa að bíða upp í ár þegar um er að ræða alvarlega vanlíðan og jafnvel sjálfsvígshættu. Þetta er ekki eitthvað sem má bíða til mánudags, þetta er ekki eitthvað sem alltaf líður hjá og skaðinn getur orðið svo mikill,“ sagði Ellen. n Sævar Daníel Kolandavelu hefur undanfarin ár glímt við alvarlegar afleiðingar þess að hann slasaðist við bakæfing- ar. Hann segir að heilbrigðis- kerfið hafi afneitað honum og segist hættur að sjá tilganginn í því að fara í gegnum stöðuga þjáningu alla daga. benediktarnar@frettabladid.is heilbrigðismál „Þeir eru að reyna að troða mér í gegnum kerfið eins hratt og hægt er, án þess að gera nokkurn skapaðan hlut,“ segir Sævar Daníel Kolandavelu sem lifir við stöðugan sársauka eftir að hann slasaðist við einfalda æfingu árið 2016. Í dag eru að minnsta kosti sjö lið- bönd í brjósthrygg og baki slitin og er Sævar ófær um að sinna dag- legum verkum. Hann telur að stærsti hluti meiðslanna sé vegna afbrigðilegrar aukinnar hreyfigetu eftir slysið og að liðböndin séu sífellt að slitna og liðir að aflagast meira. „Þetta var eins og einn skýr smell- ur,“ segir Sævar um slysið. „Mér er að versna með hverjum deginum og ég er eins og hrúga af kjöti og beinum. Ég er óþekkjan- legur,“ segir Sævar, sem getur hvorki haldið höfði eðlilega, né stöðu á brjóst- og hálshrygg. Sævar getur ekki setið uppréttur lengur en í nokkrar mínútur og er kvalinn við að liggja. „Þetta veldur því að ég geti í raun ekki gert neitt annað en passað að svæðið haldist í stað og ég er ófær um að gera venjulega hluti eins og fara í sturtu eða klæða mig eða jafn- vel bara slaka á. Það er ekkert sem ég get í raun gert, þó að ég geti legið í ákveðnum stellingum þar sem auðveldara er að halda spennu á vöðvum til lengri tíma eða tjóðrað mig á þann hátt að þyngdaraf lið togi svæðið ekki jafnmikið sundur,“ segir Sævar. Undanfarið hefur Sævar verið bundinn hjólastól eftir aðgerð á fæti. Hann er á örorkubótum, skortir fastan samastað og faglega umönnun. Þessa dagana býr hann hjá vinafólki og er bundinn rúminu sínu alla daga. „Í grunninn neitar heilbrigðis- kerfið að eiga samtal við mig. Þau vinna málið illa og hratt. Það eru til allt of litlir peningar og það eru of margir sjúklingar sem bíða eftir meðferð,“ segir Sævar. „En það er komið fram við mig eins og ég tilheyri ekki samfélag- inu. Eins og það þurfi ekki að virða reglur samfélagsins gagnvart mér.“ Sævar segir að hann hafi íhugað að stytta sér aldur. Hann sér ekki tilganginn í því að lifa í stöðugum sársauka. „Ég hef engan áhuga á að svipta mig lífi. Það er ekki til vottur af þunglyndi í mér. Ég hef farið í geð- mat uppi á spítala og þá kom í ljós að geðheilsan mín er í alla staði góð,“ segir Sævar. „En þegar maður stendur frammi fyrir svona óréttlæti, þá er þetta nánast eins og að lóga hundi sem er allt of slasaður til að lifa. Ég lifi ekki af tíu ár í viðbót svona, það er enginn tilgangur í því að setja sig í gegnum stöðuga þjáningu alla daga,“ segir Sævar. Að sögn Sævars hefur hann kynnt sér leiðir til að fá aðstoð við að deyja. Hann hefur hafið umsóknarferli um slíka meðferð. „Þá þykir mér þægilegra að deyja skjótum og kvalalausum dauðdaga umkringdur vinum mínum og fag- fólki, heldur en að ég sé að reyna að sarga mig á púls með rakvéla- blaði eða sturta í mig lyfjum,“ segir Sævar. Venjulegt og heilbrigt samtal við heilbrigðisstarfsfólk er það sem Sævar vill. „Ef heilbrigðiskerfið hefði komið rétt að mínu máli þá hefði verið hægt að leysa þetta á nokkrum klukkutímum. Vingjarnlegt sam- tal og samvinna er eina sem ég hef beðið um,“ segir Sævar. n Vill ekki lifa við stöðugan sársauka Sævar Daníel Kolandavelu er bundinn við hjólastól eftir aðgerð á fæti. FRéttablaðið/SigtRygguR aRi Mér er að versna með hverjum deginum og ég er eins og hrúga af kjöti og beinum. Sævar Daníel Kolandavelu 4 Fréttir 7. janúar 2023 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.