Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 19
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 7. janúar 2023
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is
Róbert Ísak Jónsson hefur í þrígang
hampað Sjómannabikarnum.
gummih@fréttabladid.is
Eitt skemmtilegasta sundmót
ársins er haldið í sundlauginni í
Laugardalnum í Reykjavík í dag
en þá fer fram hið árlega nýárs-
sundmót íþróttafélags fatlaðra.
Þetta sundmót er fyrir fötluð börn
og unglinga og hefur ætíð skapast
mikil og góð stemning á því en
margir þátttakendur taka sín
fyrstu skref í keppni á nýárssund-
mótinu.
Sjómannabikarinn verður
afhentur en hann er veittur þeim
keppanda sem vinnur besta afrek
mótsins . Það var Sigmar Ólason,
sjómaður frá Reyðarfirði, sem gaf
bikar til keppninnar árið 1984
þegar fyrsta nýárssundmót fatlaðra
fór fram.
Willum Þór heiðursgestur
Hefð hefur skapast fyrir því að
bjóða heiðursgesti á mótið og hann
verður að þessu sinni Willum Þór
Þórsson heilbrigðisráðherra. Hann
mun afhenda verðlaun og sérstaka
viðurkenningu til allra keppenda í
lok mótsins.
Skólahljómsveit Kópavogs mætir
á keppnissvæðið og mun sjá um
tónlistarflutning, bæði áður en
mótið hefst og við mótssetninguna
en hljómsveitin setur jafnan
hátíðlegan og skemmtilegan blæ á
mótshaldið.
Íþróttasamband fatlaðra hvetur
fólk til að koma og fylgjast með
skemmtilegu móti en það hefst
stundvíslega klukkan 15. n
Stuð og stemning
í Laugardalnum
Steinar Gíslason sýnir verk sín á útskriftarsýningu nemenda Ljósmyndaskólans. Sýningunni lýkur á morgun en í dag og á morgun klukkan 14.00 og 16.00
verða nemendurnir með leiðsögn um sýninguna. Í verkum sínum glímir Steinar við niðurlægjandi slanguryrði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Fáránleiki myndanna
endurspeglar fáránleika orðanna
Útskriftarsýningu diplómanema við Ljósmyndaskóla Íslands lýkur um helgina þar sem níu
nemendur sýna verk sín. Einn þeirra, Steinar Gíslason, sýnir verk undir yfirskriftinni: Hvaða
bull er þetta? Verkin eru tilraun til að varpa ljósi á kvenfyrirlitningu í íslenskri tungu. 2