Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 17
Starfsfólkið á spítal- anum kallaði þetta einhvers konar krafta- verk en ég var bara að reyna að komast úr aðstæðunum í smá- stund. Árni Þórður Ég get aldrei þakkað Tómasi Guðbjarts- syni og fólkinu á gjörgæsl- unni fyrir þessa lífsbjörg sem þarna átti sér stað. Sigurður Siggi stormur, Árni Þórður og hundurinn Stormur sem Árni segir hafa veitt sér mikla gleði eftir að hann kom heim af spítalanum. Þá hugsuðu Siggi og Hólm- fríður um Storm á meðar Árni lá á sjúkrahúsinu. Fréttablaðið/ anton brink okkur að hann vilji spila á píanó,“ segir Siggi en Árni er mikill tónlist- armaður og spilar á fjölda hljóðfæra. „Starfsfólkið hafði bara aldrei heyrt svona áður en fer með hann á stjá um spítalann og það finnst píanó, meira að segja flygill og hann tekur þrjú lög. Það var búið að búa okkur undir það að hann myndi ekki hafa neina samhæfingu en hann bara spilar,“ bætir Siggi við. Vaknaðir þú bara og það fyrsta sem þú vildir gera var að spila á píanóið? „Sko, fyrst og fremst langaði mig að komast út úr þessu herbergi. Gera eitthvað annað en að hlusta á pípið í öllum vélunum og horfa á hvítu veggina. Ég hafði áður farið á rúnt um spítalann og þá sá ég píanó og mig langaði að spila. Ég var svo máttlaus í fingrunum að ég veit ekki alveg hvernig ég fór að því,“ segir Árni. „Starfsfólkið á spítalanum kall- aði þetta einhvers konar kraftaverk en ég var bara að reyna að komast úr aðstæðunum í smástund,“ segir hann. Stuttu síðar var ákveðið að Árni færi í endurhæfingu á Grensás. Sigga fannst það of snemmt þar sem Árni átti erfitt með að nærast en hann ákvað að treysta læknunum eins og hann hafði gert allan tímann. „Þarna verður mikið bakslag og ég er afar bitur út í Grensás. Afsakaðu orðalagið, en þeir vorum næstum búnir að drepa hann,“ segir Siggi. „Hann er á Grensás í svona viku eða tíu daga, en hann getur nánast ekkert borðað en hann getur aðeins drukkið því þarna voru nýrun komin í lag, eitt líffærið á fætur öðru var að taka við sér og allt stefndi í rétta átt,“ útskýrir Siggi. „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum,“ bætir hann við. Líkt og Siggi segir átti sonur hans erfitt með að borða og halda niðri mat. „Einn daginn er hann svo mátt- farinn, hann kastar upp og það fer í lungun á honum og í kjölfarið fær hann svæsna lungnabólgu,“ segir Siggi. „Ég varð svo veikur að ég fékk 42 stiga hita,“ segir Árni. Í kjölfarið fer hann aftur á Land- spítalann þar sem í ljós kemur að hann er virkilega vannærður. „Ég var búinn að segja að það þyrfti að gefa honum næringu en það hlust- aði enginn á mig,“ segir Siggi. Veikindi Árna ágerðust hratt og hann var aftur svæfður og settur í öndunarvél. Læknar og hjúkrunar- teymi voru ekki bjartsýn á bata hans og Siggi og Hólmfríður voru virkilega hrædd um drenginn sinn. „Einn daginn hringir í okkur læknir og segir okkur að Árna hafi hrakað mikið, staðan hafi versnað hratt og að það gangi illa að halda uppi súrefnismettun. Við erum eiginlega beðin um að koma bara strax, þarna var bara verið að biðja okkur um að koma og kveðja hann,“ segir Siggi. „Þá spyr ég hvort það séu í alvör- unni engin önnur ráð, hvort þeir eigi engin önnur ráð uppi í erminni. Þá hefur gjörgæslulæknirinn sam- band við Lækna-Tómas, Tómas Guðbjartsson, hann er hjarta- og lungnalæknir og hann kemur á gjör- gæsluna,“ segir hann. „Í ljós kemur að þeir eiga eitt örþrifaráð uppi í erminni. Það er að snúa honum á grúfu,“ segir Siggi. Árni var þarna mikið veikur og það eitt að snúa honum á grúfu var jafn líklegt til þess að bjarga honum og binda enda á líf hans. „Við urðum bara að treysta þeim og Tómas vildi gera þetta. Svo honum var snúið við og hann átti að vera þannig í sextán tíma,“ segir Siggi. Þegar búið var að snúa Árna tók við bið og í fyrstu gerðist ekkert, hann hvorki versnaði né skánaði. „Svo allt í einu fer hann að sýna svörun og þetta lukkast svona vel. Ég get aldrei þakkað Tómasi Guð- bjartssyni og fólkinu á gjörgæslunni fyrir þessa lífsbjörg sem þarna átti sér stað,“ segir Siggi. Aftur tók við hraður bati hjá Árna, en þegar kom að því að hann ætti að fara í endurhæfingu gat hvorki hann né faðir hans hugsað sér að hann færi á Grensás. Ákveðið var að hann færi til Spánar í endur- hæfingu. „Ég stefndi alltaf að því að vera laus af spítalanum á þrjátíu ára afmælinu mínu, það var 23. septem- ber síðastliðinn. Það gekk ekki alveg eftir en ég losnaði nokkrum dögum seinna, en reyndar bara í nokkra daga,“ segir Árni. „Síðustu tvo mánuðina sem ég ligg á spítalanum er ég með ein- hvern rosalegan verk í bakinu og ég hafði oft orð á því. Þarna var ekki hlustað á mig og læknirinn hélt að ég væri að gera mér upp verkina til að fá meiri morfínlyf til að komast í vímu,“ segir Árni sem þarna var orðinn líkamlega háður lyfjunum sem hann hafði verið á í hátt í ellefu mánuði. Verkurinn í bakinu reynd- ist vera vegna fimm gallsteina sem þurfti að fjarlægja með skurðað- gerð. „Þetta snerist ekkert um að kom- ast í vímu, ég þurfti bara þessi lyf,“ segir Árni. „Þegar ég var síðan loks- ins útskrifaður fékk ég með mér lista af lyfjum sem ég átti að taka en bara lyfseðil fyrir helmingnum af þeim,“ segir Árni. Einn daginn eftir að hann kom heim fór hann að skjálfa og upp- lifði aftur mikla verki. „Það var eins og það væri verið að stinga mig með litlum hnífum í bakið, ég var allur sveittur og skalf. Ég hélt að ég þyrfti að leggjast aftur inn og þetta væri allt að gerast aftur. Í ljós kom að ég var í fráhvörfum frá morfín- lyfjunum, ég bara fattaði það ekki,“ segir Árni. Ótrúlegur bati Bati Árna er ótrúlegur, nú aðeins um þremur mánuðum eftir útskrift er varla að sjá á honum hversu veikur hann var. „Ég ákvað bara strax að ég ætlaði að ná mér. Ég fór til Spánar þar sem ég borðaði hollt, synti á hverjum degi, hjólaði og lyfti lóðum, þetta voru eins og herbúðir. Ég ætl- aði mér að komast aftur á lappir og það tókst,“ segir hann. En hvernig líður þér að tala um þetta og heyra pabba þinn segja frá þessu öllu? „Eins og ég sagði áðan og ef ég segi allan sannleikann, þá vorkenni ég þeim að hafa þurft að horfa upp á þetta. Ég man ekkert eftir miklu, þetta er stysta ár í mínu lífi,“ segir Árni. Hvernig er sú tilfinning að muna nánast ekkert, detta út í meira en fimm mánuði? „Það er mjög skrítið. Ég man eftir örfáum augnablikum, eiginlega eins og ég sé að horfa á mynd. Einu sinni rumskaði ég og spyr hvaða mán- aðardagur sé, mér er sagt að það sé fimmtándi og ég skil það ekki af því ég kom inn nítjánda. Og ég segi það getur ekki verið, ég kom hingað 19. desember, hún segir já, en nú er 15. febrúar. Mér brá mjög mikið og skildi ekkert,“ segir Árni. Hann á aðra óljósa minningu þar sem hann vaknar um miðja nótt, í myrkri og eina sem hann sér er hjúkrunarfólk með grímur og hann er allur í slöngum. „Ég fríka bar út og ríf úr mér allar slöngurnar, hélt að það væri búið að ræna mér og væri verið að taka úr mér líffærin eða eitthvað, þetta hefur setið mikið í mér og ég fær reglulega f lassbakk úr þessum atburðum,“ segir hann. „Eina orðið til að lýsa þessu er að ég var bara mjög hræddur,“ segir Árni en hann er bæði hjá sál- fræðingi og geðlækni þar sem hann vinnur úr reynslu sinni skref fyrir skref. Siggi segist líka hafa leitað sér aðstoðar eftir veikindi Árna, hann segir lífssýn sína breytta en hann sagði sig til að mynda úr Mið- f lokknum í Hafnarfirði þar sem hann gegndi stöðu oddvita og gekk í Samfylkinguna. „Ég fór bara í algjöra endurskoðun á sjálfum mér og sá hvað skipti máli, það er þetta mannlega. Ég er búinn að vera að vinna mikið í þessum kvíða og hræðslu sem ég upplifði og ég á ekki von á öðru en að það takist.“ En hvað er fram undan hjá þér, Árni? „Það er eiginlega óákveðið. Ég vann sem tollvörður og var búinn að læra það en mig langar ekki endi- lega að fara að gera það aftur, alla vega ekki alveg strax,“ segir Árni. „Það sem mig langar og ég hlakka til að gera er að þurfa að mæta eitthvert. Þurfa að fara í vinnuna. Ég fattaði það um daginn þegar snjórinn og færðin var sem verst, að ég væri til í að þurfa að fara í vinnuna, að ég léti mig hafa það í svona slæmri færð. Mig langar að þurfa að mæta á vinnustað þar sem er skemmtileg stemning,“ segir Árni vongóður í lokin. n Árna var haldið sofandi fyrst í rúma fjóra mánuði og svo í tæpan mánuð. Hér er hann ásamt móður sinni Hólmfríði Þórisdóttur. Árni segist óendan- lega þakklátur starfsfólki Land- spítalans sem hlúði að honum í veikindunum. Mynd/aðsend Helgin 17LAUGARDAGUR 7. janúar 2023 Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.